Demokratar vinna þingsæti í Flórída - þökk sé áhuga Mark Foley (R) á 16 ára drengjum

Mark Foley.jpg

Ég er eignilega farinn að vorkenna Republikanaflokknum. Það líður varla sá dagur núorðið að það berist ekki fréttir af einhverskonar skuggalegri fortíð frambjóðenda þeirra, furðulegu hátterni, nú, eða að öll utanríkisstefna þeirra og stríðsrekstur sé fullkomlega mislukkaður og counterproductive (samanber NIE skýrsluna). Seinasta innleggið í þessa sorgarsögu eru tölvupóstar sem Mark Foley, sem er einn af þingmönnum flokksins í Florida. Foley hefur setið á þingi í ein tólf ár, bauð sig fram til öldungadeildarinnar í seinustu kosningum, en dró sig svo til baka eftir að orðrómur fór á kreik um að hann væri samkynhneigður. Foley þverneitaði þeim ásökunum.

En samkvæmt ABC news sendi Foley fjöldann allan af tölvupóstum til 16 ára starfsmanns þingsins, falaðist eftir ljósmyndum af piltinum, spurði hann hvað hann vildi fá í afmælisgjöf, og hvort það væri ekki "heitt og rakt" í Flórída...

Málið komst í hámæli eftir að pilturinn sýndi lögregluyfirvöldum póstinn, því honum fannst hann vera "creepy", og var ekki alveg viss um hvernig sér ætti að líða, eða hvað hann ætti til bragðs að taka. Foley hefur auglýst sjálfan sig sem sérstakan talsmann barna og ungmenna, og heldur því fram að þetta fjaðrafok allt sé einhverskonar andstyggileg lygaherferð á vegum pólítískra andstæðinga.

En svo hugsaði Foley sig aðeins um, og komst að því að sér væri sennilega ekki stætt að halda áfram í pólítík. Því þó kjósendur geti fyrirgefið frambjóðendum flest, eru samt sumar grensur sem menn geta varla stigið yfir - og að reyna að lokka börn og unglinga til fylgilags við sig er að flestra mati öfugum megin við þær grensur.

Fyrir vikið eru demokratar nokkurnveginn búnir að vinna sæti Foley - fyrr í haust voru republikanar taldir næstum öruggir um að halda sætinu - þó það væri talið "in play" var það talið eitt af öruggustu sætum republikana. Nafn Foley verður áfram á kjörseðlinum, en öll atkvæði greidd honum fara til frambjóðanda sem miðstjórn flokksins velur. Það er hins vegar mjög erfitt að halda úti effektívri kosningabaráttu undir svoleiðis kringumstæðum. Frambjóðandi demokrata, Tim Mahoney, þarf annaðhvort að gera eitthvað álíka hræðilegt of Foley - eða Republikanar að finna einhverja súperstjörnu sem getur snúið þessu klúðri við. Vandamálið er bara að flokkurinn í Flórída virðist vera í algjörri upplausn - og framboð Katherine Harris til öldungadeildarinnar fyrir hönd republikana virðist ætla að halda annars öruggum kjósendum republikana heima. Stjórnmálaskýrendur voru jafnvel farnir að spá því að demokratar ættu séns á að vinna kosningarnar til fylkisstjórna Flórída. Með þetta Foley hneyksli hefur hagur republíkana síst skánað!

Og það eru ennþá meira en mánuður til kosninga - ég get varla beðið efir næstu uppljóstrunum!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Nema flest þessara hneykslismála eru frekar undignified - breski íhaldsflokkurinn hefur innan sinna raða menn með centuries of breeding, sem hafa verið í heimavistarskólum þar sem þeir læra listina að búa til almennilega skandala!

Reyndar held að þetta sé það sem gerist þegar sömu mennirnir hafa verið við völd of lengi, og sannfærast um að þeir séu ósigrandi og eigi heimtingu á öllu því sem hugur þeirra girnist.

FreedomFries, 30.9.2006 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband