Handhafar MBA gráða óheiðarlegri en annað fólk, samkvæmt nýrri rannsókn

gordon_gekko.jpg

Eða allavegana eru MBA nemar óheiðarlegri en aðrir háskólaborgarar. Þessar niðurstöður koma á sama tíma og Andrew Fastow er dæmdur í sex ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik Enron. Semsagt, samkvæmt smáfrétt í Washington Post  spurðu tveir prófessorar við Rutgers 5000 MBA nema hvort þeir hefðu svindlað í skólanum einhverntímann seinasta árið - og 56% aðspurðra viðurkenndu að hafa svindlað að minnsta kosti einu sinni, sem er untalsvert hærra en meðaltal allra nemenda í doktors og MA prógrömmum - meðaltalið er 47%, meðan nemendur í félags og hugvísundum eru heiðarlegastir, aðeins 39% þeirra viðurkenndu að hafa svindlað á seinasta ári.  

The researchers asked participants how often, if at all, they had engaged in 13 specific behaviors, including cheating on tests and exams, plagiarism, faking a bibliography or submitting work done by someone else.

Þetta virðist vera landlægt vandamál hjá nemendum sem ætla sér í bissness: 

McCabe has studied cheating among undergraduates for more than 16 years. "On every study except one, business students come out on top," he said. "Their attitude seems to be "Hey, you have to -- everybody else does it." And business students already have developed a bottom-line mentality -- anything to get the job done, however you have to do it."

Þetta má túlka á þann veg að það sé sjálfval óheiðarlegra og undirförulla karaktera í viðskiptafræði. Gordon Gekko myndi vera sammála þessu, þ.e. að heiðarleiki sé karaktergalli sem geri menn að lélegum fjármálamönnum. (Á myndinni er Gekko að leggja Bud Fox (Charlie Sheen) lífsreglurnar).

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband