Aðskilnaður ríkis og kirkju rugl, því það er guð sem velur hverjir fá að stjórna

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_katherineharris.jpg

Einn af uppáhaldstjórnmálamönnum mínum er tvímæallaust Katherine Harris, sem gat sér verðskuldaða frægð haustið 2000 þegar hún var innanríkisráðherra Flórídafylkis og lagði ekki lítið af mörkum til að tryggja að Bush ynni kosningarnar. Harris tókst að vinna sér inn hatur allra andstæðinga Bush, og ást Republikana. Að vísu snérust umræður í fjölmiðlum þá um haustið ekki svo mikið um persónu eða stjórnmálaskoðanir Harris - það vissu allir að hún væri eldheitur Republikani. Og meðan það var ekki annað bitastæðara til að fjalla um var töluvert talað um hversu ílla máluð Harris væri - en á fréttamyndum var ást hennar á kinnalit og augnskugga nokkuð augljós. Síðan þá virðist Harris hafa lært að mála sig. Eða ráðið förðunarfræðinga.

Síðan þá hefur Harris, sem var í millitíðinni kosin á þing fyrir Flórída, líka ákveðið að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Og þó það séu nokkurnveginn allir sammála um að hún eigi ekki mikinn séns, þar sem republikanar í Flórída neita að styðja hana opinberlega, hefur henni tekist að vera næstum stöðugt í fréttum, og fastur liður í blogospherinu undanfarnar vikur og mánuði.

Skemmtilegasta uppátæki Harris er hins vegar viðtal þar sem hún lýsir því yfir að:

  • Aðskilnaður ríkis og kirkju sé rangur, vegna þess að,
  • Það er guð sem velur stjórnendur okkar...

The Bible says we are to be salt and light. And salt and light means not just in the church and not just as a teacher or as a pastor or a banker or a lawyer, but in government and we have to have elected officials in government and we have to have the faithful in government and over time, that lie we have been told, the separation of church and state, people have internalized, thinking that they needed to avoid politics and that is so wrong because God is the one who chooses our rulers.

Við sem héldum að það væru spilltir stjórnmálamenn í Flórída með hjálp hæstaréttar sem ákvæðu hverjir fengju að verða forsetar.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband