Ahmadinejad bloggar!

"The Axis of Evil Blog"

Samkvæmt Aljazeera eiga forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad og Björn Bjarnason sameiginlegt áhugamál - nefnilega blogg! Á undanförnum fáeinum klukkutímum hefur þessi frétt birst á nánast öllum bloggsíðum í Bandaríkjunum.

Samkvæmt Al-Jazeera hefur forseti Íran bloggað um ýmis forvitnileg málefni:

  • Bernsku sína 
  • Ást sína á Khomeini
  • Hatur sitt á Bandaríkjunum
  • Ábyrgð Saddam Hussein á stríði Írak og Íran á níunda áratugnum
  • 10 ástæður fyrir því af hverju kjósendur í Connecticut eru betur settir með Ned Lamont en Joe Lieberman

Að vísu laug ég upp þessu seinasta, en hitt allt eru víst alvöru færslur. 

Al Jazeera beinir okkur á bloggsíðu Íransforseta:

Ahmadinejad's blog can be found at: http://www.ahmadinejad.ir/

(Aljazeera is not responsible for the content of external sites)

Því miður virðist bloggsíða Ahmadinejad annaðhvort hafa hrunið undir álagi allra íslamófasista og annarra nettengdra miðausturlenskra íllmenna, eða þá að ritskoðarar klerkastjórnarinnar hafa ákveðið að loka fyrir aðgang að heimasíðunni... en Al Jazeera lýkur frétt sinni af bloggi íransforseta með þessum orðum:

Ahmadinejad's government has arrested and placed pressure on some bloggers as part of a wider internet clampdown begun after he became president last year. Mohammad Ali Dadkhah, a prominent human rights lawyer, estimates that at least 50 bloggers have been detained since last year.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband