Færsluflokkur: Ríkisvald

Gonzales staðinn að því að ljúga að þinginu

Heiðarleiki og mannkostir eru einkunnarorð BushstjórnarinnarWashington Post greinir frá því í morgun að Alberto Gonzales hafi fengið afhenta skýrslu, sem greindi í smáatriðum frá margvíslegum brotum alríkislögreglunnar á The Patriot Act, sex dögum áður en hann mætti fyrir þingið og lýsti því staðfastlega yfir að hann vissi ekki um eitt einasta tilfelli þess að FBI hefði brotið umrædd lög.

Að vísu er ekki hægt að sanna að Gonzales hafi raunverulega lesið skýrsluna - og það er sömuleiðis jafn líklegt að honum hefði tekist að gleyma henni, og öllu innihaldi hennar, á þessum sex dögum sem liðu milli þess sem hann fékk hana afhenta og þess að hann bar vitni fyrir þinginu. Gonzales, eins og allir vita, er nefnilega með Alzheimers á mjög alvarlegu stígi - hann situr fundi sem hann kannast svo ekki við, skrifar undir pappíra sem hann kannast ekki við að hafa séð, og man yfirleitt ekki neitt, stundinni lengur...

As he sought to renew the USA Patriot Act two years ago, Attorney General Alberto R. Gonzales assured lawmakers that the FBI had not abused its potent new terrorism-fighting powers. "There has not been one verified case of civil liberties abuse," Gonzales told senators on April 27, 2005.

Six days earlier, the FBI sent Gonzales a copy of a report that said its agents had obtained personal information that they were not entitled to have. It was one of at least half a dozen reports of legal or procedural violations that Gonzales received in the three months before he made his statement to the Senate intelligence committee, according to internal FBI documents released under the Freedom of Information Act. ...

Það sem gerir þessa gleymsku, eða hvað það nú var í þetta skipti, alvarlegri er að þingið var að ræða hvort framlengja ætti The Patriot Act, og þingmenn vildu fá að vita hvort vitað væri til þess að sú viðamikla útvíkkun á valdi alríkislögreglunnar ...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjan.is


CIA gerði tilraunir með LSD, ræktaði ópíum, starfaði með mafíósum

ljósmynd af gólfinu í andyri CIAFyrr í vikunni var leynd lyft af skjölum CIA frá tímum kalda stríðsins. Það sem er merikilegast við þessa frétt er að í ljós kemur að allar vænusjúkustu og ótrúlegustu samsæriskenningar tengdar leyniþjónustunni virðast sannar! NYT:

Known inside the agency as the “family jewels,” the 702 pages of documents released Tuesday catalog domestic wiretapping operations, failed assassination plots, mind-control experiments and spying on journalists from the early years of the C.I.A.

The papers provide evidence of paranoia and occasional incompetence as the agency began a string of illegal spying operations in the 1960s and 1970s, often to hunt links between Communist governments and the domestic protests that roiled the nation in that period.

Og hverskonar gleði og sprell skyldu starfsmenn leyniþjónustunnar hafa fundið upp á? Í ljós kemur að leyniþjónustan var jafn galin og starfsmenn hersins, sem á tíunda áratugnum ætluðu að finna upp "hommunarsprengju". Í ljós kemur að starfsmenn leyniþjónustunnar hafi hlerað hótelherbergi í Las Vegas - fyrir mafíuna. Allen Dulles, sem er öllum áhugamönnum um samsæriskenningar eða Kalda stríðið að góðu kunnur, lagði blessun sína yfir samstarf með mafíunni - til að eitra fyrir Kastró. CIA ræktaði líka ópíum í Washingtonfylki. Washington Post fjallar um eiturlyfjatilraunir CIA og aðrar tilraunir með "mind control":

The CIA was eager to examine the use of dangerous pharmaceutical drugs to modify the behavior of targeted individuals, and so it asked commercial drug manufacturers to pass along samples of medicines rejected for commercial sale "because of unfavorable side effects," according to an undated memorandum included in dozens of CIA documents released yesterday.

Another document, dated May 8, 1973, mentions the existence of a 1963 account of agency scientists administering mind- or personality-altering drugs on "unwitting subjects" -- that is, testing hallucinogens such as LSD on people without their knowledge. The document doesn't provide details.

Mikið af skjölunum sem gerð voru upptæk höfðu þó verið svert út, svo það er aldrei að vita hverju öðru CIA fann upp á:

One memo that lists the most damaging secrets contained in "the family jewels" is missing its first paragraph. A separate memo that is supposed to summarize the "unusual activities" of the CIA's domestic branch includes just three paragraphs followed by 17 blacked-out pages.

Ég geri ráð fyrir að parturinn um hvernig LBJ fékk mafíuna, og OAS, til að ráða JFK af dögum?

M


Útskýring Cheney á því af hverju hann þarf ekki að fara að lögum

We are this deep, I think...Í gær gaf skrifstofa Cheney út opinbera útskýringu varaforsetans á því af hverju hann þurfi ekki að fara að lögum um meðferð leynilegra upplýsinga. Fyrsta útskýring "vara"forsetans var að hann væri ekki hluti framkvæmdavaldsins, því varaforsetinn er líka forseti öldungadeilarinnar. Hann væri því raunverulega hluti af löggjafarvaldinu...

Samkvæmt bréfi yfirmanns ISOO til dómsmálaráðuneytisins (sem hægt er að lesa hér) hélt Cheney því fram, hann væri ekki

"[an] entity within the executive branch that comes into the possession of classified information"

Fyrir utan að vera heimskuleg er þessi skýring í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingar Cheney, sem hefur til þessa neitað að lúta eftirliti þingsins eða gefa þinginu upplýsingar um starfsemi sína, á þeim grundvelli að hann sé hluti framkvæmdavaldsins, en forsetinn hefur "executive privilige" sem á að tryggja að löggjafarvaldið sé ekki að seilast inn á valdsvið framkvæmdavaldsins. Dana Milbank á Washington Post:

Cheney has refused to comply with an order governing the care of classified documents; his office concluded that the order does not apply because he is not “an entity within the executive branch.”

That’s quite opposite the argument Cheney made in 2001, when he said that a congressional probe into the workings of his energy task force “would unconstitutionally interfere with the functioning of the executive branch.” Cheney has, in effect, declared himself to be neither fish nor fowl but an exotic, extraconstitutional beast who answers to no one.

Þessi röksemdafærsla var svo vitlaus að meira að segja Dana Perino, talsmaður Hvíta Hússins átti í mestu erfiðleikum með að réttlæta hana:

The explanatory task fell to White House spokeswoman Dana Perino, whose skin reddened around her neck and collar as she pleaded ignorance during the daily briefing: "I'm not a legal scholar. . . . I'm not opining on his argument that his office is making. . . . I don't know why he made the arguments that he did."

"It's a little surreal," remarked Keith Koffler of Congress Daily.

"You're telling me," Perino agreed.

Það fer því eftir því hvaðan vindar blása hvort varaforsetaembættið tilheyrir framkvæmda- eða löggjafarvaldinu. Varaforsetinn virðist líka sjálfur hafa áttað sig á að þessi skýring héldi ekki vatni. Þessvegna gaf skrifstofa hans út nýja skýringu í gær:

Vice President Cheney’s office offered its first public written explanation yesterday for its refusal to comply with an executive order regulating the handling of classified material, arguing that the order makes clear that the vice president is not subject to the oversight system it creates for federal agencies.

In a letter to Sen. John F. Kerry (D-Mass.), Cheney Chief of Staff David S. Addington wrote that the order treats the vice president the same as the president and distinguishes them both from “agencies” subject to the oversight provisions of the executive order.

Addington did not cite specific language in the executive order supporting this view, and a Cheney spokeswoman could not point to such language last night.

Tony Snow endurtók þessa skýringu á blaðamannafundi Hvíta Hússins:

“Well, keep in mind, what you’re talking about here is an executive order that involves compliance within the executive branch, but it also says that basically for the purposes of the executive order, the President and the Vice President’s offices are not considered ‘agencies’ and, therefore, are not subject to the regulations.”

En þegar reglugerðin, sem Cheney og Snow vísa til, er lesin kemur í ljós að það er akkúrat ekkert sem segir að varaforsetinn, eða forsetinn, séu undanþegnir ákvæðum hennar. Ekki einn stafkrókur. Reglugerðin gildir um, samkvæmt sjöttu grein, fyrsta lið, a:

"Agency" means any "Executive agency," as defined in 5 U.S.C. 105; any "Miltary department" as defined in 5 U.S.C. 102; and any other entity within the executive branch that comes into the possession of classified informaton.

Það er ekkert í reglugerðinni sem segir að forsetinn megi sjálfur ákveða hvort hann fari eftir henni eða ekki - enda hefur forsetaembættið víst farið eftir þessari reglugerð hingað til. Ef forsetinn hefði gert ætlast til þess að reglugerðin næði ekki til varaforsetans hefði honum verið í lófa lagið að setja um það ákvæði. En það var ekki gert.

Og í því felst vandinn. Bush og Cheney virðast trúa því að þeir megi velja og hafna hvaða lögum eða reglum þeir fara eftir. Réttarríki eru hins vegar byggð á þeirri hugmynd að sömu lög gildi um alla, líka valdhafana. Og þegar Cheney reyndi að fá ISOO, sem átti að hafa eftirlit með því að hann meðhöndlaði leynilegar upplýsingar, lagt niður, opinberaði hann hitt meginvandamál stjórnarinnar: Bush og Cheney trúa því að í valdi forsetaembættisins séu þeir undanþegnir öllu eftirliti.

M


Demokratar leggja til að skrifstofa Cheney verði skorin af fjárlögum, enda sé hann ekki ríkisstofnun...

Bloggarar og blaðamenn elska þessa mynd af Cheney...Eftir að það komst í hámæli að Dick Cheney hefði haldið því fram að hann væri hvorki hluti framkvæmda- né löggjafarvaldsns hafa fréttaskýrendur og áhugamenn um stjórnmál verið að reyna að átta sig á því hvað Cheney væri. Demokratar á Bandaríkjaþingi hafa ákveðið að nota fjárveitingarvald þingsins til að fá niðurstöðu í þetta mál: (Raw Story):

Following Vice President Dick Cheney's assertion that his office is not a part of the executive branch of the US government, Democratic Caucus Chairman Rep. Rahm Emanuel (D-IL) plans to introduce an amendment to the the Financial Services and General Government Appropriations bill to cut funding for Cheney's office.

The amendment to the bill that sets the funding for the executive branch will be considered next week in the House of Representatives.

"The Vice President has a choice to make. If he believes his legal case, his office has no business being funded as part of the executive branch," said Emanuel in a statement released to RAW STORY. "However, if he demands executive branch funding he cannot ignore executive branch rules. At the very least, the Vice President should be consistent. This amendment will ensure that the Vice President's funding is consistent with his legal arguments."

Samkvæmt frétt Roll Call hefur Cheney fengið nærri fimm milljón dollara á fjárlögum hvers árs til rekstur skrifstofunnar. Hvíta Húsið hefur átt í mestu vandræðum með að útskýra stöðu Cheney innan stjórnkerfisins, eða hvað hann eigi eiginlega við þegar hann þykist hvorki vera hluti framkvæmdavaldsins eða lögjafarvaldsins:
At a press briefing yesterday, White House Deputy Press Secretary Dana Perino said that Cheney's assertion that he operates outside of the executive branch of government was "an interesting constitutional question that people can debate" and a "non-issue."
Hvað á eiginlega að ræða? Er þetta mjög flókin spurning? Reyndar virðist dómsmálaráðuneytið líka eiga í erfiðleikum með að svara því hvort varaforsetinn sé hluti framkvæmdavaldsins. Þetta fáránlega mál allt, sem Perino, talsmanni Hvíta Hússins finnst vera "a non-issue" kom upp á yfirborðið eftir að Cheney neitaði að veita the Information Security Oversight Office, að skrifstofu sinni. ISOO er hluti Ríkisskjalasafnsins, og hefur eftirlit með því að leynileg gögn og skjöl sem geyma ríkisleyndarmál séu varðveitt á samkvæmt reglum sem forsetinn sjálfur hefur gefið út. Samkvæmt þessum reglum á ISOO að hafa eftirlit með öllum skrifstofum, deildum eða öðrum sjálfstæðum einingum innan framkvæmdavaldsins sem starfa með, eða hafa aðgang að leynilegum upplýsingum. Styrinn stóð ekki um að einhverjir bjúrókratar og skjalaverðir fengju að róta í skúffunum á skrifborði Cheney: Cheney neitaði að gefa upp statistík! New York times:

...after repeatedly refusing to comply with a routine annual request from the archives for data on his staff’s classification of internal documents, the vice president’s office in 2004 blocked an on-site inspection of records that other agencies of the executive branch regularly go through.

... starting in 2003, the vice president’s office began refusing to supply the information. In 2004, it blocked an on-site inspection by Mr. Leonard’s office that was routinely carried out across the government to check whether documents were being properly labeled and safely stored.

Þetta er frekar einfalt mál: Cheney, sem varaforseti Bandaríkjanna, er hluti framkvæmdavaldsins, ISOO á að hafa eftirlit með meðferð framkvæmdavaldsns á leynilegum skjölum. Eftir að Cheney meinaði ISOO að fá að kanna meðferð á skjölum bað stofnunin því dómsmálaráðuneytið um úrskurð í þessu máli. (Í millitíðinni reyndi Cheney svo að fá ISOO lagt niður, en sú tilraun mistókst...) Dómsmálaráðuneytið segist vera að "skoða málið":
In January, Mr. Leonard (yfirmaður ISOO) wrote to Attorney General Alberto R. Gonzales asking that he resolve the question. Erik Ablin, a Justice Department spokesman, said last night, “This matter is currently under review in the department.

Dómsmálaráðuneytið var spurt í janúar síðastliðnum hvort varaforsetaembættið væri hluti framkvæmdavaldsins eða ekki - fimm mánuðum síðar hefur Alberto Gonzales ekki getað gert upp hug sinn!

M

Enn og aftur - ég minni á ný heimkynni FreedomFries á Eyjunni - ég ætla enn um sinn að birta flestar færslur mínar bæði á moggablogginu og Eyjunni, en ég hvet lesendur samt um að athuga nýju heimkynnin!


Cheney og pyntingapólítík bandaríkjastjórnar: línan dregin við að grafa fanga lifandi...

urr...Washington Post birti grein tvö í greinaflokki um "vara"forseta Bandarikjanna, Dick Cheney - og bloggarar hér vestra hafa þegar skrifað ótal færslur upp úr þessari grein, enda af nógu að taka. Samkvæmt WaPo getum við t.d. þakkað Cheney fyrir að Bandaríkin hafi ákveðið að það væri góð hugmynd að sökkva á sama ömurlega skítaplan og andstæðingarnir í röðum "íslamófasista", og pynta fanga:

Shortly after the first accused terrorists reached the U.S. naval prison at Guantanamo Bay, Cuba, on Jan. 11, 2002, a delegation from CIA headquarters arrived in the Situation Room. The agency presented a delicate problem to White House counsel Alberto R. Gonzales, a man with next to no experience on the subject. Vice President Cheney's lawyer, who had a great deal of experience, sat nearby. ... "The CIA guys said, 'We're going to have some real difficulties getting actionable intelligence from detainees'" if interrogators confined themselves to humane techniques allowed by the Geneva Conventions.

From that moment, well before previous accounts have suggested, Cheney turned his attention to the practical business of crushing a captive's will to resist. The vice president's office played a central role in shattering limits on coercion of prisoners in U.S. custody, commissioning and defending legal opinions that the Bush administration has since portrayed as the initiatives, months later, of lower-ranking officials.

Stjórnin hefur hingað til ´reynt að sannfæra almenning um að hún hafi ekki átt frumkvæði að því að pynta fanga - því það lítur ílla út. Blaðamenn og fréttaskýrendur hafa helst eignað Alberto Gonzales þann vafasama heiður að hafa verið helsti talsmaður pyntinga innan stjórnarinnar - með því að bendla Cheney við pyntingapólisíuna og einbeittan vilja stjórnarinnar til að traðka á Genfarsáttmálanum er Washington Post að færa sökina nær forsetanum sjálfum.

David S. Addington, Cheney's general counsel, set the new legal agenda in a blunt memorandum shortly after the CIA delegation returned to Langley. Geneva's "strict limits on questioning of enemy prisoners," he wrote on Jan. 25, 2002, hobbled efforts "to quickly obtain information from captured terrorists."

No longer was the vice president focused on procedural rights, such as access to lawyers and courts. The subject now was more elemental: How much suffering could U.S. personnel inflict on an enemy to make him talk? Cheney's lawyer feared that future prosecutors, with motives "difficult to predict," might bring criminal charges against interrogators or Bush administration officials.

Stjórnin komst síðan að því þeir gætu skilgreint pyntingar nokkurnveginn eins og þeim sýndist hverju sinni, og í hinu fræga "torture memo" voru pyntingar skilgreindar þannig: "equivalent in intensity" to the pain of "organ failure ..... or even death." Semsagt, Hvíta húsið vildi halda því fram að meðan fanginn er ekki beinlínis myrtur á staðnum eru það ekki pyntingar. Cheney vildi samt fá að ganga lengra:

The vice president’s lawyer advocated what was considered the memo’s most radical claim: that the president may authorize any interrogation method, even if it crosses the line of torture. U.S. and treaty laws forbidding any person to “commit torture,” that passage stated, “do not apply” to the commander in chief, because Congress “may no more regulate the President’s ability to detain and interrogate enemy combatants than it may regulate his ability to direct troop movements on the battlefield.”

Af því að forsetinn er alvaldur keisari?

That same day, Aug. 1, 2002, Yoo signed off on a second secret opinion, the contents of which have never been made public. According to a source with direct knowledge, that opinion approved as lawful a long list of specific interrogation techniques proposed by the CIA — including waterboarding, a form of near-drowning that the U.S. government classified as a war crime in 1947.

Hér eru þá lögfræðingar Hvíta Hússins beinlínis að heimila stríðsglæpi! En það er meira - málsgrein Washington Post lýkur með þessum orðum:

The opinion drew the line against one request: threatening to bury a prisoner alive.

Hugsa sér: Það eru þó einhver takmörk! Vonandi hefur Hvíta Húsið líka tekið afstöðu gegn því að fangar séu soðnir lifandi eða þeir neyddir síðan til að éta hvorn annan? Það sem er ótrúlegast er að Hvíta Húsið skuli yfirhöfuð verið að velta því fyrir sér hvort ekki væri í lagi að hóta föngum því að þeir yrðu grafnir lifandi. Það sem grein Washington Post leiðir þó í ljós er að skiptar skoðanir voru innan ríkisstjórnarinnar á ágæti þessarar villimennsku:

On June 8, 2004, national security adviser Condoleezza Rice and Secretary of State Colin L. Powell learned of the two-year-old torture memo for the first time from an article in The Washington Post. According to a former White House official with firsthand knowledge, they confronted Gonzales together in his office. Rice "very angrily said there would be no more secret opinions on international and national security law," the official said, adding that she threatened to take the matter to the president if Gonzales kept them out of the loop again. Powell remarked admiringly, as they emerged, that Rice dressed down the president's lawyer "in full Nurse Ratched mode," a reference to the ward chief of a mental hospital in the 1975 film "One Flew Over the Cuckoo's Nest." Neither of them took their objections to Cheney, the official said, a much more dangerous course.

Það þorir nefnilega enginn að confrontera Cheney - sem vilar ekki fyrir sér að skjóta vini sína í andlitið!

M

Svo bendi ég aftur á ný heimkynni Freedomfries - eyjan.is


Skuggaráðuneyti Dick Cheney

Cheney í Meet the Press - sennilega að tala um hryðjuverkaógnina og yellow cake úraníum, og mushroom clowds... maður elskar nefnilega heimsendi!Í Washington Post birtist í gær fyrsti kaflinn í viðamikilli rannsókn blaðsins á umsvifum 'vara' forseta Bandaríkjanna Richard Bruce Cheney - greinin er skyldulesning fyrir alla sem hafa áhuga á Bandarískum stjórnmálum og ástandi Bandaríkjanna. Það er auðvitað margt forvitnilegt í þessari grein, en það merkilegasta og ótrúlegasta er kannski að Cheney hefur látið starfsmenn sína njósna um aðra starfsmenn Hvíta Hússins! með öðrum orðum: Cheney rekur alvöru skuggaráðuneyti innan Hvíta Hússins. Þetta vald hefur Cheney síðan notað til að koma í veg fyrir að aðrir en hann hefðu aðgang að forsetanum, og til að tryggja að sín sjónarhorn yrðu ætið ofaná. Úr grein Washington Post:

Cheney preferred, and Bush approved, a mandate that gave him access to ‘every table and every meeting,’ making his voice heard in ‘whatever area the vice president feels he wants to be active in.’ ... At the White House, [White House national security lawyer John] Bellinger sent Rice a blunt — and, he thought, private — legal warning. The Cheney-Rumsfeld position would place the president indisputably in breach of international law and would undermine cooperation from allied governments. …

One lawyer in his office said that Bellinger was chagrined to learn, indirectly, that Cheney had read the confidential memo and “was concerned” about his advice. Thus Bellinger discovered an unannounced standing order: Documents prepared for the national security adviser, another White House official said, were “routed outside the formal process” to Cheney, too. The reverse did not apply.

Powell asked for a meeting with Bush. The same day, Jan. 25, 2002, Cheney’s office struck a preemptive blow. It appeared to come from Gonzales, a longtime Bush confidant whom the president nicknamed “Fredo.” Hours after Powell made his request, Gonzales signed his name to a memo that anticipated and undermined the State Department’s talking points. The true author has long been a subject of speculation, for reasons including its unorthodox format and a subtly mocking tone that is not a Gonzales hallmark.

A White House lawyer with direct knowledge said Cheney’s lawyer, Addington, wrote the memo. Flanigan passed it to Gonzales, and Gonzales sent it as “my judgment” to Bush. If Bush consulted Cheney after that, the vice president became a sounding board for advice he originated himself.

Það kemur svosem ekki á óvart að Alberto Gonzales sé í innsta hring þessa "ráðuneytis". Ef marka má grein blaðsins í dag virðist Gonzales kerfisbundið hafa stutt Cheney þegar kom að vafasamri útþenslu hans á umsvifum og áhrifum innan stjórnkerfisins. Og í öllum tilfellum virðist aðalatriðið vera að Cheney neitar að veita öðrum aðgang að upplýsingum um hvað hann er að aðhafast - leyniskýrslur sem hann skrifar um viðkvæm mál, t.d. utanríkismál, en jafnvel umhverfismál, fyrir forsetann og fara ekki á eðlilegan máta í gegn um stjórnkerfið.

M

PS: Svo vil ég hvetja lesendur til að athuga ný heimkynni freedomfries - ég hef nefnilega ákveðið, ásamt Friðjóni, Pétri, Birni Inga og mörgum öðrum góðum moggabloggurum að flytja mig á Eyjuna. Það er full ástæða til að styðja sjálfstæða og óháða fjölmiðlun sem er ekki í eigu stórmarkaða? Ég er ennþá að reyna að átta mig á því hvernig allt virkar á því kerfi - ég er t.d. búinn að tapa rauðlauknum sem hefur fylgt mér sem avatar á þessu bloggi, og í staðinn er komin skrípamynd sem var teiknuð eftir fimm ára gamalli mynd af mér sem Pétur gróf einhverstaðar upp!


Walter Reed enn í fréttum: Öryggisverðir í skotbardaga, við hvorn annan!

Bush heimsækir hermenn á Walter ReedÍ gærkvöld bárust fréttir af skotbardaga fyrir utan Walter Reed herspítalann - en sá spítali virðist vera eitt af fordyrum helvítis (sjá fyrri færslur mínar um Walter Reed frá því áðan, og svo hér og hér):

WASHINGTON -- An armed security guard fired at least 10 shots at another guard during an argument outside a busy entrance to Walter Reed Army Medical Center early Wednesday, police said. No one was hurt.

"This was rush hour on a busy thoroughfare. There were cars and pedestrians in the line of fire," said police Cmdr. Hilton Burton. At least two parked cars across the street were hit.

Öryggisvörðurinn skaut alls tíu skotum að einum af samstarfsmönnum sínum: 

The guard who was fired upon ran to a nearby house to call police. The other guard, Dwan Thigpen, 34, of Fort Washington, Md., was arrested and charged with assault with intent to murder. He was scheduled to appear in court Thursday, police said. Police and jail officials did not know whether Thigpen had an attorney.

Öryggisverðirnir vinna fyrir eitt af verktakafyrirtækjunum sem hafa tekið að sér að endurskapa á Walter Reed alla ömurðina og hörmungarnar sem hermennirnir eiga að venjast frá Írak. Yfirmenn Walter Reed hafa líklega sest á fund og ákveðið að sjúklingarnir söknuðu kaotískra og óvæntra skotbardaga?

The guards worked for Vance Federal Security Services, said Joe Gavaghan, a spokesman for the company, which contracts with Walter Reed. Vance is "cooperating with authorities investigating this incident," said Gavaghan, adding that the company could not provide additional details.

Við bíðum spennt: Næst á dagskrá er sennilega að einkarekið holræsakerfi Walter Reed springi svo saur og klóak flæði um ganga, líkt og í spítölum og lögreglustöðvum sem verktakafyrirtæki á vegum bandaríkjahers hafa byggt í Írak?

M


Walter Reed: fordyri helvítis, einkarekstur og vanhæfni stjórnvalda

walter reedHerspítalinn Walter Reed hefur verið í fjölmiðlum nokkuð linnulaust síðan fjölmiðlar komst að því við hversu ömurlegar aðstæður slasaðir hermenn væru látnir dúsa. Rottur, kakkalakkar og önnur skordýr hlupu um ganga, sorp og skítur var látinn safnast upp og slasaðir hermenn fengu legusár af því að liggja í skítugum rúmfötum sem ekki var skipt um. Walter Reed er ekki heldur með neina aðstöðu til að sinna hermönnum með Post-Traumatic Stress Disorder. Hermenn sem þjást af sjálfsmorðshugleiðingum fá því enga hjálp, og eru almennt látnir afskiptalausir. Ástandið var svö ömurlega hörmulegt að í mars hengdi James Coons sig í herberginu sínu. Spítalayfirvöld tóku ekki eftir því að það héngi dauður maður í einu spítalaherberginu, og það var ekki fyrr en fjölskylda mannsins hafði ítrekað beðið spítalastarfsfólk að fara og athuga með Conns að einhver opnaði dyrnar og kíkti inn! (Sjá umfjöllun ABC um þetta mál):

On July 4, 2003, Carol and Richard Coons had planned to welcome home their son Master Sgt. James Coons, a career soldier who had seen action in Iraq in 2003 and during the first Gulf War. Instead, they found out James was dead.

 

He had committed suicide in his room at Walter Reed Army Medical Center. Walter Reed staff did not find him until at least two days after his death, and only then at the insistence of his family, who were desperate to locate their son.

 

In their first network television interview since their son's death, Carol and Richard Coons sat down with me to talk about their family's anger and quest for answers. "They didn't take care of my son. They just didn't take care of him," Carol said ...

"He had three doctors' appointments scheduled. He didn't make any of those three appointments, and no one came to check on him," Richard said, and by this time, the family was becoming increasingly concerned, and made repeated phone calls trying to track down information about the whereabouts of James.

 

But, the family said, no one at Walter Reed seemed willing to make the effort to check on him.

Þegar fréttir bárust fyrst af óþrifnaði og ömurlegri aðstöðu á Walter Reed voru Repúblíkanar og margir hægrimenn fljótir að grípa til velæfðra afsakana og "talking points": Óstjórnin á Walter Reed sannaði hversu slæmt væri að ríkið veitti heilbrigðisþjónustu.

Eina vandamálið var að almennur rekstur spítalans - viðhald og hreingerningar voru alls ekki ríkisrekin, heldur hafði þessi starfsemi verið "einkavædd". Reyndar var hún einkavædd með sama hætti og Bush stjórnin hefur kosið að einkavæða: Fyrirtæki tengt Halliburton fékk verkefnið afhent í lokuðu og mjög sérkennilegu "útboði". Þetta fyrirtæki tók snarlega að "hagræða" í rekstrinum, sem fólst aðallega í að reka starfsfólk með reynslu (því það var á hærri launum) og ráða óreynt og ódýrt vinnuafl. Skv. bréfi Henry Waxman, formanns House Oversight Committee:

It would be reprehensible if the deplorable conditions were caused or aggravated by an ideological committment to privatized government services regardless of the costs to taxpayers and the consequences for wounded soldier

Það svívirðilegasta í þessu öllu er að starfsmenn spítalans höfðu sjálfir gert tilboð í að sjá um þrif í verktöku, en tilboði þeirra var hafnað - þó það væri lægra en tilboð IAP! Spítalayfirvöld (herinn, þ.e.) gerðu í millitíðinni engar ráðstafanir til að búa spitalann undir að taka á móti slösuðum hermönnum - þó ljóst væri að Bandaríkin væru í stríði og fyrri reynsla kenndi okkur að í stríði slasast hermenn... Aðalsökin liggur því ekki hjá "einkarekstri" heldur óstjórn og vanhæfni yfirmanna og stjórnvalda sem láta einkavinapot og ídeólógíu stjórna öllum gjörðum sínum.

Það hafa líka borist fréttir af því að sjúklingar á Walter Reed fái ekki póst afhentan. Og ætli það sé þá hægt að kenna ríkisrekinni póst- eða heilbrigðisþjónustu um? Nei, því póstdreifing á Walter Reed var líka "einkarekin". (Skv. AP, og Military.com)

The Army said Friday that it has opened an investigation into the recent discovery of 4,500 letters and parcels - some dating to May 2006 - at Walter Reed that were never delivered to Soldiers.

And it fired the contract employee who ran the mailroom.

Nú veit ég ekki hvort það er ástæða til að draga einhverja meiriháttar lærdóma um ágæti einkareksturs eða ríkisreksturs af þessum dæmum öllum. En það er alveg ljóst að að þau sanna að núverandi ríkisstjórn ræður ekki við það verkefni sem hún hefur tekist á hendur, hvort heldur það er stríðið í Írak, "supporting the troops", eða rekstur eðlilegrar þjónustu. Það er nefnilega í sjálfu sér ekkert að því að einkaaðilar dreifi pósti eða skúri gólf - jafnvel þegar það er gert í ríkisstofnunum. Ég held meira að segja að það geti vel verið að einkaaðilar geti rekið spítala. Og miðað við hversu ílla ríkisrekin utanríkisstefna Bush gengur mætti jafnvel spyrja sig hvort bandarísk utanríkisstefna gæti verið nokkuð verri þó hún væri líka einkavædd.

Það er hins vegar alveg ljóst að ríkið, og þeir sem því stýra á hverjum tíma, bera ábyrgð gagnvart borgurunum, og skattgreiðendum, að sjá til þess að almenningur njóti þeirrar þjónustu sem honum hefur verið seldur. Núverandi stjórnvöld aðhyllast hins vegar einhverja allt aðra stjórnmálaheimspeki: Engar tilraunir hafa t.d. verið gerðar til að endurheimta fé sem sýnt hefur verið fram á að verktakar í Írak hafi svikið út úr skattgreiðendum.

Í höndum George W. Bush og ríkisstjórnar hans virðist þetta nefnilega ekkert hafa með "almannafé" að gera - forsetanum virðist nákvæmlega skítsama um hag skattgreiðenda, eða hvort það sé ódýrara eða hagkvæmara að láta einkaaðila bjóða upp á almannaþjónustu. Það eru einhverjar allt aðrar hvatir sem liggja að baki. Hin skýringin er að forsetinn og öll hans ríkisstjórn séu ömurlegustu aular og vanhæfustu apakettir sem hafa komist til valda á vesturlöndum. Hvort heldur er, það getur enginn heiðarlegur eða sæmilega upplýstur maður stutt svona hyski.

M


Stefnur á hendur starfsmönnum forsetans og valdníðsla alríkisins

Dagblöð...Dagblöðin í morgun fluttu tvær áhugaverðar fréttir sem báðar snúast um valdníðslu alríkisins og þróun mála í "Gonzalesgate" - sem þegar allt kemur til alls snýst líka um einkennilegar hugmyndir George W Bush og Alberto Gonzales um ríkisvaldið.

Washington Post flytur  frétt af innanhússrannsókn FBI, en samkvæmt henni hafa starfsmenn alríkislögreglunnar ítrekað safnað upplýsingum um óbreytta borgara sem lög beinlínis banna að starfmenn stofnunarinnar afli. Þessar fréttir eru hið versta mál, sérstaklega í ljósi þess hvernig núverandi stjórnvöld virðast kerfisbundið hafa unnið að því að breyta dómsmálaráðuneytinu í einhverskonar deild í Repúblíkanaflokknum. (sjá t.d. þessa fyrri færslu um innanríkisnjósnir FBI.)

Og talandi um "Gonzalesgate" WaPo og LA Times (ég skil ekki af hverju þessi frétt er ekki ein af aðalfréttunum hjá New York Times) flytja bæði fréttir af því að demokratar í þinginu hafi stefnt tveimur fyrrverandi starfsmönnum forsetans, Harriet Meiers, sem var "White House Councel" og Söru Taylor, fyrrverandi "White House political director". Samkvæmt bréfum sem gerð hafa verið opinber var Taylor viðriðin vægast sagt grunsamlegan brottrekstur alríkissaksóknara fyrr í ár. Um leið fór þingið fram á að Hvíta Húsið afhenti frekari gögn um aðdraganda brottrekstursins. Hvíta Húsið og Gonzales hafa hingað til haldið því fram að brottrekstur saksóknaranna hafi verið "fullkomlega eðlilegur" og að það sé ekkert gruggugt við aðdragandann. (Það er t.d. ekkert óeðlilegt að flokka alríkissaksóknara eftir því hvort þeir eru "loyal Bushies" eða ekki...?) Um leið hefur enginn getað útskýrt hvernig til kom að þessir saksóknarar voru reknir, hver ákvað að það ætti að reka þá, eða af hverju. Allir sem voru viðriðnir málið hafa hingað til borið við minnisleysi - sérstaklega Gonzales sem þykist ekki muna eftir fundum sem hann þó man að hafa setið... Á sama tíma benda skjöl sem gerð hafa verið opinber til þess að Hvíta Húsið (þ.e. forsetinn eða Karl Rove) hafi stýrt hreinsuninni.

Tony Snow segir enn of snemmt að segja til um hvort Hvíta Húsið muni sinna þessum stefnum, eða hvort forsetinn muni reyna að koma í veg fyrir að Meiers og Taylor beri vitni, og þá draga þetta mál allt fyrir dómstóla. LA Times (sem fjallar ítarlegar um þetta mál en WaPo) segir ólíklegt að forsetinn myndi bera sigur ef til þess kæmi:

Except in cases involving national security or military secrets, the executive branch enjoys no absolute privilege to withhold documents from Congress. ... Some legal experts said they believe that Congress would prevail in any court fight over the U.S. attorney documents.

Peter M. Shane, an expert at the Ohio State University law school on the separation of powers. ... said that conditions the White House has insisted on before making officials available for questioning appear unreasonable. The current White House counsel, Fred F. Fielding, has agreed to permit officials to answer questions from members of Congress but only if the testimony is private, unsworn and there is no transcript.

"Saying that the investigation can proceed but not with an oath or transcript, I think, is a ridiculous offer," Shane said. "If there cannot be a firm record of what is actually said, then it is quite literally a pointless investigative technique. If I were advising the majority counsel on either side, I cannot imagine accepting that offer. It is worse than nothing."

Hvíta Húsið í valdatíð Bush hefur nefnilega reynt að halda því til streitu að þingið hafi akkúrat engin völd til að hafa eftirlit með starfsemi framkvæmdavaldsins sem megi fara sínu fram, nokkurnveginn óháð því hvað lög eða dómstólar segja. Og í miðjunni á þessu sitja þeir saman, Gonzales og Bushie.

Þó Gonzales hafi sloppið fyrir horn á mánudaginn þegar repúblíkönum tókst að "filibustera" vantrauststillögu demokrata er því ljóst að Gonzalesgate á eftir að skemmta okkur í allt sumar!

M


Ímyndaðir og raunverulegir hryðjuverkamenn

Terror! Terror! Terror! Terror! Ad infinitumSamkvæmt tölum Fósturjarðarvarnarráðuneytisins eru semsagt rétt 0.0015% málshöfðana þeirra á hendur hryðjuverkamönnum, sem er mun minna en 0.01%... Að vísu lögsækir þetta Fósturjarðarráðuneyti fólk fyrir fleira en hryðjuverk:

The report found "national security" charges also made up a miniscule number of those brought by DHS. Only 114 -- or 0.014 percent -- of charges carried that designation.

0.0155% mála ráðuneytisins geta því talist tengjast öryggi og vörnum fósturjarðarinnar. Það er svo skemmtilegt að benda á að þegar Bush kynnti stofnun Department of Homeland Security 2002 notaði hann orðið "hryðjuverk" alls 19 sinnum, þ.e. oftar en ráðuneytið hefur getað fundið grunaða hryðjuverkamenn:

When he announced the creation of a new Department of Homeland Security in 2002, President Bush invoked the fight against "terror" or "terrorists" 19 times in a single speech. That's more mentions than there have been terrorism charges brought by the department in the last three years, according to an independent analysis of DHS records.

85% mála ráðuneytisins snúa að mun ómerkilegri glæpum: 

More than 85 percent of the charges brought by the department created in the wake of 9/11 to protect the country from terrorists involved common immigration violations such as overstaying a student visa or entering the United States without inspection.

En það er víst fleira sem ráðuneytið gerir: Til dæmis sjá sérfræðingar á vegum þess um að viðhalda stórskemmtilegu "color coded terror alert system", sem hefur verið fast á "orange" síðan ég fór að fyljgast með því. Og kannski er það rétt að þessi ljósaskilti og önnur starfsemi DHS hafi fælt hryðjuverkamenn í burtu. Í millitíðinni hafa framtakssamir ríkisstarfsmenn í Alabama ákveðið að hafa uppi á hryðjuverkamönnum sem DHS hefur ekki tekist að hremma: (Skv. LA Times):

The Alabama Department of Homeland Security has taken down a website it operated that included gay-rights and antiwar organizations in a list of groups that could include terrorists.

The website identified different types of terrorists and included a list of groups it suggested could spawn terrorists. The list also included environmentalists, animal rights advocates and abortion opponents.

The director of the department, Jim Walker, said his agency received calls and e-mails from people who said they felt the site unfairly targeted certain people because of their beliefs. He said he planned to reinstate the website but would no longer identify specific types of groups.

Samkvæmt þessum snillingum eru umhverfisverndarsinnar og fólk sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra "Single issue extremists". Friðarsinnar eru auðvitað líka "Single issue extremists". Heimasíðan útskýrði þetta hugtak þannig:

Single-issue extremists often focus on issues that are important to all of us. However, they have no problem crossing the line between legal protest and … illegal acts, to include even murder, to succeed in their goals...

Þessar fréttir birtust báðar núna um helgina og ættu að minna okkur á hversu hættulegt það getur verið að heyja stríð gegn óskilgreindum óvin, og veita ríkisvaldinu nærri ótakmarkað vald til þess að heyja það stríð eins og því sýnist. Það gildir einu hvað okkur finnst um andstæðinga fóstureyðinga eða umhverfisverndarsinna: við hljótum öll að geta verið sammála um að það fólk á ekki heima í sama flokki og Al-Qaeda. Auðvitað eru til vitfirringar í röðum umhverfisverndarsinna og andstæðinga fóstureyðinga - fólk sem gæti í snappað og farið að drepa samborgara sína.  En það sama má segja um enskudeildir háskóla, menntaskólanema sem sækja keiluhallir eða trúrækin ungmenni í kristilegum háskólum.

M


mbl.is Innan við 0,01% málshöfðana DHS tengjast hryðjuverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband