Gonzales staðinn að því að ljúga að þinginu

Heiðarleiki og mannkostir eru einkunnarorð BushstjórnarinnarWashington Post greinir frá því í morgun að Alberto Gonzales hafi fengið afhenta skýrslu, sem greindi í smáatriðum frá margvíslegum brotum alríkislögreglunnar á The Patriot Act, sex dögum áður en hann mætti fyrir þingið og lýsti því staðfastlega yfir að hann vissi ekki um eitt einasta tilfelli þess að FBI hefði brotið umrædd lög.

Að vísu er ekki hægt að sanna að Gonzales hafi raunverulega lesið skýrsluna - og það er sömuleiðis jafn líklegt að honum hefði tekist að gleyma henni, og öllu innihaldi hennar, á þessum sex dögum sem liðu milli þess sem hann fékk hana afhenta og þess að hann bar vitni fyrir þinginu. Gonzales, eins og allir vita, er nefnilega með Alzheimers á mjög alvarlegu stígi - hann situr fundi sem hann kannast svo ekki við, skrifar undir pappíra sem hann kannast ekki við að hafa séð, og man yfirleitt ekki neitt, stundinni lengur...

As he sought to renew the USA Patriot Act two years ago, Attorney General Alberto R. Gonzales assured lawmakers that the FBI had not abused its potent new terrorism-fighting powers. "There has not been one verified case of civil liberties abuse," Gonzales told senators on April 27, 2005.

Six days earlier, the FBI sent Gonzales a copy of a report that said its agents had obtained personal information that they were not entitled to have. It was one of at least half a dozen reports of legal or procedural violations that Gonzales received in the three months before he made his statement to the Senate intelligence committee, according to internal FBI documents released under the Freedom of Information Act. ...

Það sem gerir þessa gleymsku, eða hvað það nú var í þetta skipti, alvarlegri er að þingið var að ræða hvort framlengja ætti The Patriot Act, og þingmenn vildu fá að vita hvort vitað væri til þess að sú viðamikla útvíkkun á valdi alríkislögreglunnar ...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband