Heimaræktaðir hryðjuverkamenn við jarðarför Jerry Falwell

Fréttamynd ABC um hryðjuverkamanninn Uhl og FalwellÉg hef fylgst mjög náið með fréttaumfjöllun um dauða Jerry Falwell, því viðbrögð bandarískra fjölmiðla við fráfalli hans eru mjög merkileg, og komu mér satt best að segja nokkuð á óvart. Að vísu eru það ekki bara fjölmiðlar sem hafa verið furðulega áhugalausir um að flytja lofræður um Falwell - og svo hafa jafnvel nokkur blöð birt mjög gagnrýnar greinar um framlag hans til bandarískrar menningar. Fjölmiðlar hafa nefnilega ekki regarað við fráfalli Falwell eins og mikilsvirtur "trúarleiðtogi" hafi látist - þess í stað hafa þeir fjallað um hann eins og það sem hann var: vafasöm "fringe" fígúra, svona eins og leiðinlegi háværi og ósmekklegi eða leiðinlegi frændinn, sem allir umbera af því að þeir meika ekki að díla við að biðja hann um hafa sig hægan... og svo þegar frændinn loksins fer og lætur fólk í friði anda allir léttar. Það sem er sennilega merkilegast samt erð að Repúblíkanar hafa líka verið furðulega hljóðir.

Allt þetta bendir aðeins til eins: það hafa orðið veðraskipti í "menningarstriðunum". Kannski ekki mjög djúpstæð, en engu að síður, því viðbrögðin við fráfalli Falwell benda til þess að staða öfgafullra bókstafstrúarmanna í bandarísku samfélagi hafi breyst. En það er of langt mál til að fara út í hér.

En svo koma líka fréttir eins og þessar:

Bomb Plot Thwarted at Falwell's Funeral

Student Arrested With Homemade Bombs, Three Other Suspects Sought

ABC greindi nefnilega frá því að einn af nemendum Liberty "University", háskóla Falwell, hefði verið handtekinn með bílinn fullan af heimatilbúnum sprengjum. Nemandinn segist hafa smíðað sprengjurnar til að halda aftur af mótmælendum við jarðarför Falwell. Með öðrum orðum: Pilturinn smíðaði heimatilbúnar sprengjur til að varpa að hverjum sem vogaði sér að mæta í jarðarförina til að mótmæla arfleið Jerry Falwell.

ABC segir að einhver slæðingur af fólki, sem getur tekið sér frí frá vinnu til að standa og góla fyrir utan jarðarför einhvers, hafi staðið og mótmælt arfleið Falwell:

A small group of protesters gathered near the funeral services to criticize the man who mobilized Christian evangelicals and made them a major force in American politics -- often by playing on social prejudices.

Og til mótvægis voru svo nemendur úr "háskóla" Falwell til að mótmæla mótmælendunum. Einn þeirra var Mark D. Uhl:

The student, 19-year-old Mark D. Uhl of Amissville, Va., reportedly told authorities that he was making the bombs to stop protesters from disrupting the funeral service. The devices were made of a combination of gasoline and detergent, a law enforcement official told ABC News' Pierre Thomas.  ...

"There were indications that there were others involved in the manufacturing of these devices and we are still investigating these individuals with the assistance of ATF [Alcohol, Tobacco and Firearms], Virginia State Police and FBI. At this time it is not believed that these devices were going to be used to interrupt the funeral services at Liberty University," the Campbell County Sheriff's Office said in a release.

Three other suspects are being sought, one of whom is a soldier from Fort Benning, Ga., and another is a high school student. No information was available on the third suspect.

Semsagt, hér er á ferð hópur ungra trúheitra karlmanna sem vilja fá að henda sprengjum í fólk sem ber ekki nægilega virðingu fyrir trúarbrögðum þeirra. Fyrstu viðbrögð okkar ættu því að vera að benda á að arfleið Falwell hafi hugsanlega verið að búa til ofstækisfulla bókstafstrúarmenn í Bandaríkjunum, ofstækisfulla menn sem eyða frítíma sínum í að smíða sprengjur til að drepa annað fólk?

En ég veit ekki hvort það sé endilega rétt að draga þá ályktun að áhangendur Falwell séu engu betri en trúarofstækismenn í Mið-Austurlöndum sem vilja fá að drepa hvern þann sem teiknar myndasögur af spámanninum. Þrátt fyrir allt tal um að trúarofstækismenn í Bandaríkjunum séu eins og trúarofstækismenn í Mið-Austurlöndum er furðulega lítið um hryðjuverkaárásir þeirra. Miðað við hversu mikið er af bókstafstrúarmönnum í Bandaríkjunum valda þeir tiltölulega litlum usla. Þeir láta sér yfirleitt nægja að reka mál sitt frekar friðsamlega, þ.e. á vettvangi stjórnmálanna, og það er óumdeilanlega betra að fólk leysi vandamál í þingsölum en á götunum.

Nú er ég ekki að segja að bókstafstrúarmenn hafi haft jákvæð áhrif á bandarísk stjórnmál, því það er ekkert fjarri sanni. Hins vegar er rétt að hafa í huga að bandarískir bókstafstrúarmenn eru ekki "eins og" bókstafstrúarmenn í Mið-Austurlöndum.

Ég held hins vegar að það sé engin ástæða til að gera lítið úr því að lýðskrumarar eins og Jerry Falwell draga að sér vafasama og óstöðuga karaktera. Fólk eins og Mark D. Uhl, því það er engin leið að draga í vafa að Mark D. Uhl og samverkamenn hans voru "unhinged" aular eða áttu við alvarleg andleg vandamál að stríða.

Authorities were alerted to the potential bomb plot after relative of Uhl called to say that he had homemade bombs in his possession. Officials searched Uhl's car where they found five incendiary devices in the trunk.

Lögregluyfirvöld bæta við að sprengjurnar hafi verið ""slow burn," according to the official, and would not have been very destructive." Nú má vel vera að Uhl sé aðeins forboði þess sem koma skal, og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær lærisveinar Jerry Falwell eða annarra bandarískra bókstafstrúarmanna læra að búa til alvöru sprengjur og drepa þúsundir, en ég held að þessi piltur og hinir unglingarnir sem tóku þátt í þessu plotti eigi meira skylt með Cho Seung-Hui eða Eric Harris og Dylan Klebold en Abu Musab Al-Zarqawi...?

M

(ps. ég breytti færslunni lítillega, því mér hafði yfirsést eitt mikilvægt smáatriði - ég þakka Ólafi Skorrdal fyrir ábendinguna!)


mbl.is Bin Laden sagður hafa falið al-Zarqawi að skipuleggja árás á Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband