Færsluflokkur: Fox News
þri. 30.1.2007
"Terror-Free Oil" í Nebraska selur enga araba-olíu!
Fréttin af þessu fyrirtæki er búin að vera að birtast á bloggsíðum í Bandaríkjunum - því þetta er svona "barn festist í brunni"-frétt fyrir þá sem þykjast hafa áhuga á alvöru fréttum! Fox news hefur líka fjallað um bensínsölufyrirtækið "terror-free-oil. Og reyndar fullt af öðrum fjölmiðlum líka. Sem þýðir sennilega að þetta sé frétt? Allavegana virðist* "terror-free-oil" vera alvöru fyrirtæki með heljarinnar heimspekipælingar í kringum olíkaup sín:
Terror-Free Oil Initiative is dedicated to encouraging Americans to buy gasoline that originated from countries that do not export or finance terrorism.
We educate the public by promoting those companies that acquire their crude oil supply from nations outside the Middle East and by exposing those companies that do not.
Þetta var einfalt mál. Ef maður vill ekki hryðjuverkaolíu skal maður ekki kaupa arabaolíu. Þó ég hafi fátt gott að segja um stjornarfar í flestum olíuframleiðsluríkjum mið-austurlanda er ég þó ekki viss um að sú olía fjármagni neitt verri stjórnarhætti en olíugróði t.d. Angóla. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur einnig fram að það sé mjög erfitt að finna olíufyrirtæki sem ekki kaupi olíu frá Arabalöndunum.
Reyndar er langsamlega mest af þeirri olíu sem brennt er í Bandaríkjunum, og ekki kemur frá Mið-Austurlöndum, upprunnin í Venesúela, og seinast þegar ég athugaði var forseti þess lands upptekinn við einhverskonar Sósíalíska byltingu. Valið stendur þá á milli þess að styðja hryðjuverkamenn eða sósíalista? Það er reyndar merkilegt að bandarískur almenningur hafi ekki fyrir löngu skift yfir í aðra eldsneytisgjafa - af þjóðernisást einni saman!
M
*Það myndi ekki vera í fyrsta skipti sem Fox news og blogospherið dreifðu tröllasögum sem fréttum!
Fox News | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 23.1.2007
CNN afsannar að Barack Obama sé múslimskur flugumaður...
Um daginn flutti Insight mag og Fox news "frétt" þess efnis að Barack Obama hefði sem barn verið í Wahhabísku Madrassa í Indonesíu, þar sem honum hefði verið innrætt að tilbiðja Allah og spámann hans Múhameð og ábyggilega líka að hata Bandaríkin. Fréttaskýrendur og þáttastjórnendur á Fox og í hægrisinnuðu "talk radio" gerðu sér töluverðan mat úr þessari uppljóstrun, enda ekkert skemmtilegra en að fá að ásaka öldungadeildarþingmenn demokrata um að vera leynilega á mála hjá hryðjuverkamönnum...
En svo kom CNN og eyðilagði allt fjörið. CNN þykist nefnilega stunda eitthvað sem heitir "fréttamennska" sem felst í því að fjalla um raunverulega atburði og byggja fréttir á staðreyndum og áræðanlegum heimildarmönnum frekar en dylgjum og ónafngreindum uppljóstrurum. CNN lét blaðamann sinn í Jakarta fara og athuga þennan skóla sem Obama sótti þegar hann var barn:
JAKARTA, Indonesia (CNN) -- Allegations that Sen. Barack Obama was educated in a radical Muslim school known as a "madrassa" are not accurate, according to CNN reporting. ...
But reporting by CNN in Jakarta, Indonesia and Washington, D.C., shows the allegations that Obama attended a madrassa to be false. CNN dispatched Senior International Correspondent John Vause to Jakarta to investigate. ...
"This is a public school. We don't focus on religion," Hardi Priyono, deputy headmaster of the Basuki school, told Vause. "In our daily lives, we try to respect religion, but we don't give preferential treatment." Vause reported he saw boys and girls dressed in neat school uniforms playing outside the school, while teachers were dressed in Western-style clothes.
"I came here to Barack Obama's elementary school in Jakarta looking for what some are calling an Islamic madrassa ... like the ones that teach hate and violence in Pakistan and Afghanistan," Vause said on the "Situation Room" Monday. "I've been to those madrassas in Pakistan ... this school is nothing like that."
Vause also interviewed one of Obama's Basuki classmates, Bandug Winadijanto, ... "It's not (an) Islamic school. It's general," Winadijanto said. "There is a lot of Christians, Buddhists, also Confucian. ... So that's a mixed school."
Insight Mag og Fox reyndu líka að slá tvær flugur í einu höggi með því að halda því fram að þessar "uppljóstranir" um Obama kæmu raunverulega frá Hillary Clinton - en Fox og aðrir fjölmiðlar repúblíkana lýsa kosningabaráttu Hillary Clinton, sem augljóslega þarf að sigra Obama og Edwards ef hún vill fá útefningu Demokrataflokksins, sem einhverskonar fólskubrögðum. Clinton "plays dirty" og ef hún segir eitthvað um andstæðinga sína er það "character assassination". En með hjálp þessarar "fréttamennsku" sem CNN stundar tókst þeim líka að eyðileggja þá sögusögn Insight Mag:
Insight attributed the information in its article to an unnamed source, who said it was discovered by "researchers connected to Senator Clinton." A spokesman for Clinton, who is also weighing a White House bid, denied that the campaign was the source of the Obama claim.
He called the story "an obvious right-wing hit job."
Og svo ef Obama verður í alvörunni kosinn sem forseti getur the military industrial complex organíserað alvöru "right wing hit job" með hjálp mafíunnar, CIA, kúbönsku útlaganna, og auðvitað LBJ!
M
ps. Það er hægt að horfa á upptöku af frétt CNN á Think Progress.
Fox News | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Geraldo Rivera er sennilega einn tilgerðarlegasti og kjánalegasti fréttamaðurinn í bandarísku sjónvarpi. Rivera var lengi vel NBC og CNBC, en flutti sig til Fox News haustið 2001. Rivera varð m.a. frægur fyrir langt viðtal við Michael Jackson - en sjónvarpsframi Rivera hefur fyrst og fremst byggt á frekar ómerkilegum fréttaflutningi af slúðurmálum og "exposes". Spjátrungslegt yfirvaraskeggið fer mjög vel með fréttaflutningi af klæðskiftingum og börnum sem eru föst oní brunni einhverstaðar í Kansas.
En Rivera hefur aðrar hugmyndir um sjálfan sig. Honum finnst hann nefnilega vera mikið karlmenni - og sér sjálfan sig sem óttalausan stríðsfréttaritara. Og eftir að hann fékk vinnu hjá Fox fékk Rivera útrás fyrir karlmennskudrauma sína: Fox sendi hann bæði til Afghanistan og Írak. Rivera varð svo upprifinn af allri þessari stríðsreynslu sinni að honum fannst fullkomlega eðlilegt að halda því fram að hann hefði meiri reynslu af stríði en John Kerry - sem barðist í Vietnam. Í spjallþætti í sumar með Bill O'Reilly sagði Rivera orðrétt:
...in the last 35 years, I've seen a hell of a lot more combat than John Kerry
Því Rivera telur sig hafa "seen combat" þegar hann var fréttaritari í Afghanistan og Írak - og séð svo mikið af bardögum að hann væri einhvernveginn alveg jafn sjóaður í hermennsku og John Kerry. Það að "seen combat" geti haft tvær merkingar í ensku er engin afsökun - því Rivera var að leggja það að jöfnu að horfa á bardaga og taka þátt í þeim. Ég hef líka séð fullt af stríði - ég sá Predator með Swartzenegger þrisva... Og í framhaldi af því gat Rivera því sett sig á háan hest og sagt að tal Kerry um að það þyrfti að setja einhver tímatakmörk á hersetu Bandaríkjamanna í Írak væri einhverskonar landráð: Kerry væri "aiding and abetting the enemy". Það sem gerði þessa furðulegu yfirlýsingu Rivera eiginlega enn fáránlegri er að vorið 2003 gerði Bandaríkjaher hann brottrækan frá Írak fyrir að sjónvarpa leynilegum hernaðaráætlunum!
Víkur þá sögunni að Keith Olbermann. Olbermann er þáttastjórnandi á MSNBC, og þykir frekar frjálslyndur - hann hefur t.d. verið óhræddur við að gagnrýna Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn, sem er, þrátt fyrir allt píp um "the liberal media" mjög sjaldgæft í kapalsjónvarpi. Í lok hvers þáttar tilnefnir Olbermann "worst person in the world" fyrir ósvífnustu eða andstyggilegustu ummæli dagsins. Bill O'Reilly hefur nokkuð oft verið þess heiðurs aðnjótandi - og í kjölfar þessara undarlegu Kerry ummæla fékk Rivera að vera "worst person in the world". Síðan þá hefur Rivera verið ílla við Olberman.
Fram til þessa hefur Rivera látið sér nægja að kalla Olbermann íllum nöfnum - en fyrir jól mætti Rivera í útvarpsviðtal í Orlando þar sem hann lofaði að láta Olbermann vita hvar Davíð keypti ölið. (Skv. Scott Maxwell, sem er víst einhverskonar blaðamaður og bloggari á Orlando Sentinel):
Geraldo was visiting with 104.1 FM's Monsters just before Christmas, when they asked him about the time he made international headline for disclosing too much information about troops in Iraq. Geraldo claimed the incident was blown out of proportion, largely by NBC -- and specifically Olbermann. Geraldo then began mumbling semi-audible names, seemingly meant to describe Olbermann: "midget ... punk ... slimeball."
But then, with the Monsters helpful prodding, Geraldo went a step further, leaving no doubt about what he was saying. He called Olbermann a coward -- specifically a "[female part of the anatomy] who wouldn't walk across the street against the red light."
He then said he was ready to fight him, saying: "I would make a pizza out of him."
Oh, and before leaving the topic, Geraldo offered an example of a TV talker who's a "real man" ... that would apparently be Montel Williams.
Það meikar auðvitað fullkominn sens að Montel Williams sé "alvöru karlmaður" í augum spjátrungsins Rievera - markhópur Montel eru frústreraðar húsmæður sem eru komnar yfir breytingarskeyðið...
M
(Ég skal viðurkenna að Montel er ekki alslæmur - yfirleitt hafa þættirnir hans frekar jákvæð skilaboð.)
Fox News | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 28.12.2006
Bush viðurkennir að hann lesi dagblöð
Ég get ekki sagt að ég hafi lesið mikið af dagblöðum yfir jólin, eða yfirleitt fylgst með fréttum. Og þessvegna hef ég ekki heldur haft fyrir því að skrifa um uppátæki repúblíkanaflokksins eða tilvonandi þingmeirihluta. Það er samt af nógu af taka. T.d. æsingur Denis Prager yfir því að nýkjörinn þingmann okkar Minnesotabúa, Keith Ellison ætli að nota kóraninn þegar sver embættiseið og æsingur Virgil Goode yfir því að Ellison sé múslimi. En fyrir utan þetta Prager-Goode-Ellison mál allt virðast bandarískir pólítíkusar hafa haldið aftur af verstu vitleysunni yfir jólahátíðina. Jólin eru líka hátið fjölskyldutengdrar vitleysu, og síður hátið opinberra uppþota! (því ég tel dauðsföll auðvitað ekki til uppþota, þó þau séu kannski pólítískar fréttir.)
En það eru aðrir sem virðast hafa tekið upp á því að lesa dagblöð - New York Times birti á jóladag langa grein þar sem fjallað var um þá merkilegu uppljóstrun að forseti Bandaríkjanna, George W. Bush hafi hugsanlega lesið grein í dagblaði!
Flash! President Bush Says He Reads Papers
Is there hope for newspapers after all? Readers may be abandoning the printed versions, but over the last couple of years, at least one person seems to have started reading them, at least sometimes. He lives in the White House.
President Bush declared in 2003 that he did not read newspapers, but at his final news conference of the year last week, he casually mentioned that he had seen something in the paper that very day.
Asked for his reaction to word that Vice President Cheney would be called to testify in the C.I.A. leak case, the president allowed: I read it in the newspaper today, and its an interesting piece of news.
Þetta þykja auðvitað merkilegar fréttir, því forsetinn hefur ítrekað lýst því yfir að hann lesi ekki dagblöð. Í viðtali við Brit Hume á Fox fyrir þremur árum sagðist forsetinn stundum renna yfir fyrirsagnirnar:
I glance at the headlines just to kind of [get] a flavor for whats moving. I rarely read the stories, and get briefed by people who [...] probably read the news themselves.
Forsetinn reiðir sig nefnilega á fólk sem hann heldur að hafi sennilega fylgst með fréttum. En svo virðist sem þetta sé allt eitthvað málum blandið, því forsetafrúin þykist geta borið vitni um að forsetinn láti sér ekki nægja að lesa dagblöð, því hann drekki líka kaffi á morgnana. Tony Snow staðfestir þessar fréttir, en neitar að veita frekari upplýsingar:
Laura [Bush], said last week that she and her husband had read the morning papers for years. Weve done the same thing since we first got married, she told People magazine. We wake up in the morning and drink coffee and read the newspapers.
Tony Snow, the presidents press secretary, said in an interview he was certain Mr. Bush read the papers, though he was not sure which ones.
Þetta er allt hið undarlegasta mál - því forsetinn hefur áður lýst því yfir að hann fái heil fjögur dagblöð borin út í Hvíta Húsið, og að einstaka sinnum fletti hann þeim, þ.e. ef honum finnst einhver af fyrirsögnunum á forsíðunni áhugaverð:
I get the newspapers the New York Times, The Washington Times, The Washington Post and USA Today those are the four papers delivered ... I can scan a front page, and if there is a particular story of interest, I'll skim it.
M
Fox News | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 3.12.2006
Átökin í Írak ekki borgarastríð - bara múslimar að hegða sér eins og múslímum er vant
Fox News hefur ákveðið að óöldin og almennt upplausnarástand sem ríkir í Írak sé ekki borgarastríð, enda hefur orðskilgreiningrráðuneyti flokksins ekki gefið út fyrirskipun þaraðlútandi. Það sem er merkilegt við þessa ákvörðun Fox er heiðarleiki þeirra um ástæðurnar. Fox reynir nefnilega ekki að skýla sér á bak við málfræði og nákvæmin í hugtakanotkun, heldur viðurkenna þeir að ástæðan sé sú að hugtakið "borgarastríð" gefi til kynna að utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar hafi mistekist:
...some are using the term civil war to indicate failure, not inside Iraq, but on U.S. policy in Iraq. Were unwilling to fall into that tender trap.
Ef innrásin hleypti af borgarastríði þýðir það að "operation enduring freedom" misheppnaðist: markmið allrar utanríkisstefnu ný-íhaldsmannanna sem studdu innrásina var að opna mið-austurlönd fyrir vindum lýðræðis og gera Írak að lýðræðislegu réttarríki og einhverskonar beachhead fyrir vestrænt lýðræði í þessum heimshluta. Árangurinn hefur hins vegar orðið sá að ástandið í Miðausturlöndum er ótryggara en nokkru sinni fyrr, enda hafa bandamenn Bandaríkjanna orðið miklar áhyggjur af því að óöldin í Írak breiðist út. En það er ennþá hægt að skýla áhorfendum Fox við þessum óþægilega sannleika. Það fyndnasta er að starfsmenn Fox virðast sjá sjálfa sig sem einhverskonar síðustu víglínu frelsisins og Bandaríkjanna í stríði við hryðjuverkamenn og "the surrender monkeys" sem vinna fyrir aðra fréttamiðla:
Þann 28 nóvember sagði Bill O'Reilly í útvarpsþætti sínum:
NBC News has declared that there is indeed a civil war in Iraq. Now, that's not shocking because NBC is the most aggressive anti-Bush network these days, as they have made a calculated effort to woo left-wing viewers. The question is, is NBC wrong about Iraq? The answer is, yes. Of course, the American media is not helping anyone by oversimplifying the situation and rooting for the USA to lose in Iraq. And that is what some media people are doing.
Hryðjuverkamennirnir hafa sigrað ef við köllum átökin í Írak "borgarastríð"? Joe Scarborough - sem er hægrisinnaður þáttastjórnandi á NBC benti á fáránleika þessarar röksemdafærslu:
I think that's insane, that he's suggesting there that NBC is rooting for America to lose in Iraq. Bill O'Reilly has had questions about this war from the very beginning. Bill O'Reilly knows we're engaged in a civil war over there. I'm stunned. What is going on at Fox News? Why is Bill O'Reilly claiming that my network, NBC News, is rooting for terrorists? That's truly insulting to me.
O'Reilly er hins vegar ekki af baki dottinn - því hann er með nýja skýringu á því af hverju við ættum ekki að vera kippa okkur upp við ástandið í Írak, og af hverju það sé ekki ástæða til að kalla átökin "borgarastríð", því óöld, upplausn og fjöldamorð séu óaðskiljanlegur partur af menningu Íraka og annarra múslima:
So all of those things have combined. It's not a civil war as NBC News wants you to think. It has nothing to do with that. It has to do with a lot of bad guys going into an area and seizing the opportunity to create death and mayhem. And they're all Muslims, and they're doing what they do. They're killing each other. And they're killing Americans.
Fréttaskýrendur og blaðurmaskína repúblíkana í útvarpi og sjónvarpi virðist nefnilega vera að missa þolinmæðina þegar það kemur að Írak og Írökum, og það verður æ algengara að þeir segi sem svo að það sé engin leið til að koma á friði í Írak því írakar, múslimar og arabar séu hvort sem er allir blóðþyrstir villimenn sem viti ekkert skemmtilegra en að standa í bræðravígum. Ef "harðlínumenn" eins og O'Reilly eru byrjaðir að missa trúna á að stríðið geti unnist getur varla verið langt í að forsetinn þurfi að horfast í augu við raunveruleikann.
M
Fox News | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undanfarin ár hefur Bill O'Reilly búið til "fréttir" fyrir sjónvarps og útvarpsþætti sína með því að æsa sig yfir því að sumar verslunarkeðjur skuli voga sér að óska fólki "happy holidays" frekar en "merry christmas". Sú svívirða er, samkvæmt menningar og merkingarfræðingnum O'Reilly, auðvitað liður í einhverju dularfullu "stríði" vinstrimanna gegn jólunum og kristindómi.
Í gærkvöld fékk O'Reilly Kirsten Powers "democrat strategist" og Micelle Malkin, sem er hægrisinnaður bloggari og "Fox political analyst" í viðtal til að tala um ákvörðun Crate & Barrel að nota frasann "happy holidays", en talsmaður Crate & Barrel á að hafa sagt í viðtali við Minneapolis Star Tribune að starfsmenn fyrirtækisins þurfi að segja "happy holidays" af virðingu við viðskiftavini sem ekki eru kristnir:
Crate & Barrel has Jewish, Muslim and atheist customers, spokeswoman Betty Kahn said. "We would definitely not say Merry Christmas," she continued.
Þetta fannst O'Reilly hámark ósvífninnar, en þegar Powers neitaði að taka undir skoðanir O'Reilly, og Malkin var ekki nógu sammála honum virðist sem O'Reilly hafi fallist hendur:
OREILLY: I am. I am that Michelle, you you know me. You know I am that petty, that if youre going to annoy me like this because I just get annoyed. Its a federal holiday. Say merry Christmas, say happy holidays, stand on your head. I dont care. But to say, Were absolutely not going to say merry Christmas, Im not going there then. Thats how small I am. Am I wrong?
MALKIN: Well well, look. On my aggravato-meter, its a two. On yours it sounds like its about a six with 10 being total eye-popping outrage. But so youre not going to buy any crates or barrels. And you know
OREILLY: Right. There I think its, you know. Isnt it dumb?
POWERS: That you feel that way, yes.
OREILLY: No, isnt to dumb for a spokesman of a major of a major company, where 80 percent of the country is Christian and 90 celebrates Christmas, isnt it dumb, Michelle, to come out and say, Im absolutely not going to say that?
Það er hægt að horfa á upptöku af O'Reilly viðurkenna innri smæð sína og ómerkilegheit á Think Progress.
M
Fox News | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 22.11.2006
Cavuto á Fox News varar við því að umhverfisverndarsinnar heilaþvoi börn með teiknimyndum
Þetta virðist vera helsta áhugamál repúblíkana þessa dagana. Fyrir fáeinum dögum skrifaði ég um skelfilaga uppgötvun James Inhofe að sameinuðu þjóðirnar hefðu gefið út myndabók sem kenndi börnum að mengun væri slæm og að það ætti að fara vel með umhverfið. Inhofe hefur fram að þessu stýrt þeirri nefnd öldungadeildarinnar sem hefur með umhverfismál að gera. Samkvæmt Inhofe er víðfemt samsæri Maóista í Hollywood á bak við þennan hættulega umhverfisverndaráróður: "the far left, the George Soros, the Hollywood elitists, the far left environmentalists".
Inhofe er ekki einsamall í þessari baráttu gegn því að börnum sé kennt mikilvægi umhverfisverndar, því í var löng umfjöllun á Fox News um skaðsemi teiknimyndarinnar Happy Feet, sem fjallar um mörgæsir. Neil Cavuto staðhæfði að myndin væri í raun og veru ílla dulbúinn umhverfisverndaráróður:
In the movie the penguins are starving, the fish are all gone and its clear human and big buisness are to blame. Is Hollywood using kids films to promote a far left message?
... I saw this with my two little boys. What I found offensive I dont care what your stands are on the environment is that they shove this in a kids movie. So you hear the penguins are starving and theyre starving because of mean old men, mean old companies, arctic fishing, a big taboo. And theyre foisting this on my kids who frankly were more bored that it was a nearly two-hour movie. And theyre kids!
My biggest thing was you can make a political statement all you want adult movie and all. I just think its a little tacky, and a big-time objectionable when you start foisting it on kids who dont know any better.
Cavuto ræddi við Holly McClure sem er einhverskonar kvikmyndagagnrýnandi Fox, en McClure sagði að myndin notaði "cute penguins" til þess að gabba börn og fullorðna:
I went watching this movie saying Ok, great, a light-harded fun film love these animated pictures. And its interesting how realistic it looks. You get in there and youre enjoying all the fun and frivolity. And then along comes the subtle messages.
Það sem gerir þessa undarlegum móðursýki athyglisverða er að bandarískir "íhaldsmenn" eyða undarlega miklum tíma í að þusa yfir barnaefni og öllum "liberal" heilaþvættinum í barnasjónvarpi. Þekktasta dæmið er auðvitað upphlaup Jerry Falwell fyrir sjö árum, þegar hann uppgötvaði að Tinky Winky í Teletubbies væri samkynhneigður, vegna þess að hann gekk með litla tösku. Falwell var sannfærður um að Tinky Winky væri að reka áróður fyrir samkynhneigð. Og sömuleiðis Sponge Bob Square Pants. Þá gerðu þessir sömu siðgæðisverðir harða hríð að Shrek 2. Traditional Values Coalition sendi bréf til foreldra til að vara við klæðskiptingum og kynskiptingum í myndinni, en Shrek væri "promoting cross dressing and transgenderism":
The DreamWorks animated film, Shrek 2, is billed as harmless entertainment but contains subtle sexual messages. Parents who are thinking about taking their children to see Shrek 2, may wish to consider the following: The movie features a male-to-female transgender (in transition) as an evil bartender. The character has five oclock shadow, wears a dress and has female breasts. It is clear that he is a she-male. His voice is that of talk show host Larry King.
During a dance scene at the end of the movie, this transgendered man expresses sexual desire for Prince Charming, jumps on him, and both tumble to the floor.
... An earlier scene in the movie features a wolf dressed in grandmas clothing and reading a book when Prince Charming encounters him. Later, one of the characters refers to the wolfs gender confusion.
Amman í rauðhettu og úlfinum er semsagt ekki saga um að ungar stúlkur eigi að passa sig á úlfum í sauðargæru, heldur er úlfurinn að reka áróður fyrir kynvillu? Hversu margir drengir ætli hafi farið á Shrek 2 og ákvaðið að þeir ætluðu að verða samkynhneigðir klæðskiptingar þegar þeir yrðu stórir? Staðreyndin er að margir "íhaldsmenn" og afturhaldssinuð samtök "kristinna" í bandaríkjunum eru sannfærð um að það sé verið að reyna að heilaþvo börn. Það er augljóst að "íhaldsmenn" á borð við Inhofe og Cavuto, og skoðanabræður þeirra í röðum kristilegra siðgæðisvarða þjást af alvarlegri veruleikafirringu. En það er kannski betra að þessir jólasveinar séu að æsa sig yfir teiknimyndum en að gera alvöru óskunda?
M
Fox News | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er sennilega ein fyndnasta frétt dagsins: Fox News, sem hefur einkunnarorðin "fair and balanced", ætlar að bæta við grínþætti, í anda The Daily Show sem Jon Stewart stýrir á Comedy Central. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Stewart bæði einn fyndnasti maðurinn í bandarísku sjónvarpi - og the Daily Show, þrátt fyrir að vera grín, einn besti fréttaskýringaþátturinn. (Ég er samt meir Bill Maher fan).
Fox sem fram að þessu hefur sent út áróður fyrir Bush stjórnina, dulbúinn sem "fréttir" og "viðtöl" ætlar semsagt að bæta við fleiri uppdiktuðum og leiknum dagskrárliðum:
It's a satirical news format that would play more to the Fox News audience than the Michael Moore channel," Surnow said. "It would tip more right as 'The Daily Show' tips left."
Taped before a studio audience in Los Angeles, the show will feature two co-anchors, actors Kurt Long ("Cuts," "Games Across America") and Susan Yeagley ("Curb Your Enthusiasm," "Reno 911!"). It also will feature person-on-the-street interviews and correspondent reports like other shows. But Surnow said that it's not going to be strictly conservative but more in the spirit of the old and rebellious "Saturday Night Live.""It's not going to hit you over the head with partisan politics," Surnow said. "It'll hit anything that deserves to be hit."
Ég á satt best að segja mjög erfitt með að sjá fyrir mér hvernig þessi þáttur á að geta virkað, en hlakka til að sjá þessa þætti þeirra í janúar. Við ættum sennilaga að vera þakklát fyrir að Fox ætli sér ekki að reyna að stæla The Colbert Report. Repúblíkanísk útgáfa af Colbert? Það hefði getað leitt til a rupture in the time-space continiuum...
M
Fox News | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 9.11.2006
Bill O'Reilly hefur lausn á ástandinu í Miðausturlöndum: Ekki þessi leiðindi - fólk ætti að hætta þessu veseni!
O'Reilly, eins og annað skilningssljótt og ílla upplýst fólk, er auðvitað fullkomlega orðlaus yfir því að allt þetta fólk í útlöndum þurfi að vera með stöðugt vesen. Spurningin sem brennur á huga hans er hversvegna þetta fólk allt þarf að láta svona? Stríð og sprengingar. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér í langan, langan tíma komst O'Reilly að þeirri óumflýjanlegu, og klókindalegu niðurstöðu, að lausnin væri að þetta fólk barasta hætti að vera með vesen! "Stop being this crazy country"! O'Reilly bauð sjónvarpsáhorfendum upp á þessa snilldarlausn sína í viðtali við Geraldo Rivera á Fox:
I think the Iraqis have got to step up and at least try to fight for their democracy, instead of being this crazy country of Shiia against Sunni I dont ever want to hear Shiia and Sunni again.
Þetta er klókt plan: "just stop this shit", eins og Paul Hipp söng í sumar. Upptaka af Hipp á Huffingtonpost er hér. Þetta er auðvitað lausnin á öllum heimsins vandamálum. Fólk ætti bara að hætta þessu helvítis veseni, ekki þessi leiðindi...
M
Fox News | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 2.11.2006
Kerry og stupidtroops-gate
Í fyrradag reyndi John Kerry að segja brandara. Heimildir segja að brandarinn hafi átt að vera fyndinn, og hafi átt að vera um forsetann, en ekki heimsku hersins. Í staðinn hljómaði Kerry eins og leiðinlegur unglingaráðgjafi í félagsmiðstöð að minna börnin á skaðsemi tóbaks og þess að læra ekki heima:
You know, education -- if you make the most of it, you study hard and you do your homework, and you make an effort to be smart, you can do well. If you don't, you get stuck in Iraq.
Samkvæmt áræðanlegum heimildum átti brandarinn að hljóma þannig:
Do you know where you end up if you don't study, if you aren't smart, if you're intellectually lazy? You end up getting us stuck in a war in Iraq. Just ask President Bush.
Aðeins fyndnara. En af því að demokratar eru allir ílla innrættir og hata Bandaríkin, hlógu viðstaddir. Fyrir vikið fattaði Kerry ekki alveg strax að þetta var alls ekki eins fyndið og til stóð, og að repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, hafi setið heima og beðið eftir tækifæri eins og þessu, einhverju, bara einhverju, sem þeir gætu notað til þess að vera í sókn. "Brandari" Kerry hefur nefnilega gert þeim kleift að mæta í sjónvarpssali og vera allir ægilega móðgaðir, á "the moral high ground" og þar fram eftir götunum.
Á Fox News lýsti John Boehner, sem er House Majority Leader, því yfir að ef Kerry bæðist ekki afsökunar á brandaranum myndi hann "berja hann til dauða"!
If he is not going to apologize, we are going to beat him to death until he does
Og Tony Snow hefur um fátt annað talað. Snow margendurtók kröfu Hvíta Hússins að Kerry tæki ummælin til baka og bæðist afsökunar - jafnvel þó Kerry hefði bæði beðist afsökunar munnlega og skriflega, og þó allar fréttastofur væru búnar að flytja fréttir af afsökunarbeiðninni.
Afsökunarbeiðni Kerry lítur þannig út:
As a combat veteran, I want to make it clear to anyone in uniform and to their loved ones: my poorly stated joke at a rally was not about, and never intended to refer to any troop.
I sincerely regret that my words were misinterpreted to wrongly imply anything negative about those in uniform, and I personally apologize to any service member, family member, or American who was offended.
It is clear the Republican Party would rather talk about anything but their failed security policy. I dont want my verbal slip to be a diversion from the real issues. I will continue to fight for a change of course to provide real security for our country, and a winning strategy for our troops.
Það sem er athyglisvert við afsökunarbeiðnina og brandarann er hversu mikla athygli brandarinn fékk. Auðvitað eiga fjölmiðlar að veita ósmekklegum athugasemdum Demokrata athygli - ekkert síður en þeir eiga að veita ósmekklegum athugasemdum Repúblíkana athygli. Ummæli Rush Limbaugh um Michael J Fox fengu t.d. talsverða athygli. Og það er líka skiljanlegt að fjölmiðlar hafi meiri áhuga á ummælum fyrrverandi forsetaframbjóðenda og öldungadeildarþingmanna en ómerkjunga eins og Rush Limbaugh. Það er því kannski ekkert óeðlilegt að Kerry sé í öllum fjölmiðlum.
En það sem ræður samt mestu um alla þá athygli sem ummælli Kerry hafa fengið er að "brandarinn" var var eins og hann hefði verið samin af hugmyndasmiðum Repúblíkanaflokksins: hann var klæðskerasniðin fyrir áróðursmaskínu flokksins sem hamrar á því að Demokratar séu 1) á móti hernum - ekki bara stofnuninni, heldur "the men and women in uniform", 2) elítístar sem fyrirlíta ómenntað og "venjulegt" fólk - "the hard working people of the heartland" 3) repúblíkanaflokkurinn sé einhvernveginn "ábyrgari" en demokratar þegar það kemur að utanríkismálum. Pat Buchanan mætti til MSNBC til að ræða skopskyn Kerry:
I think they realized the impact something like this could have distracting attention, focusing in on, if you will, the antimilitary, you know, bias that is deeply ingrained in some baby boomers, not this generation and certainly not Jack Kennedy's, but some of the baby boomers from the 60s and 70s. They seem to be constantly contemptuous not only of the Vietnam War but of the guys who went over there and fought it.
Joe Scarborough svaraði þessari athugasemd nokkru síðar, "it does come down to elitism, doesn't it?" og Monica Crowley, sem er einhverskonar stjórnmálaskýrandi hjá MSNBC bætti við:
I think Kerry's comments remind the American people, number one, how lucky we were that he was not elected president two years ago, but also, as Mike and Pat were pointing out, the fact that the Republicans still remain, after 60 years of the Cold War and in to this war on terror, the Republicans remain the grown-ups, the responsible ones on national security.
Það segir hins vegar margt um Repúblíkanaflokkinn að þetta skuli vera það eina sem þeir hafa til að "rally the base" rétt viku fyrir kosningar, eftir að hafa setið við völd í sex ár. Það er eftir að sjá hvort kjósendur sjá muninn á einum mislukkuðum brandara og sex árum af fullkomlega misheppnaðri utanríkispólítík. Það er líka athyglisvert að í huga Buchanan og repúblíkana eru orð mikilvægari en gjörðir. Repúblíkanaflokkurinn hefur með gjörðum sínum sýnt og sannað að hann er allt annað en ábyrgur.
M
Fox News | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)