CNN afsannar að Barack Obama sé múslimskur flugumaður...

Barack ObamaUm daginn flutti Insight mag og Fox news "frétt" þess efnis að Barack Obama hefði sem barn verið í Wahhabísku Madrassa í Indonesíu, þar sem honum hefði verið innrætt að tilbiðja Allah og spámann hans Múhameð og ábyggilega líka að hata Bandaríkin. Fréttaskýrendur og þáttastjórnendur á Fox og í hægrisinnuðu "talk radio" gerðu sér töluverðan mat úr þessari uppljóstrun, enda ekkert skemmtilegra en að fá að ásaka öldungadeildarþingmenn demokrata um að vera leynilega á mála hjá hryðjuverkamönnum...

En svo kom CNN og eyðilagði allt fjörið. CNN þykist nefnilega stunda eitthvað sem heitir "fréttamennska" sem felst í því að fjalla um raunverulega atburði og byggja fréttir á staðreyndum og áræðanlegum heimildarmönnum frekar en dylgjum og ónafngreindum uppljóstrurum. CNN lét blaðamann sinn í Jakarta fara og athuga þennan skóla sem Obama sótti þegar hann var barn:

JAKARTA, Indonesia (CNN) -- Allegations that Sen. Barack Obama was educated in a radical Muslim school known as a "madrassa" are not accurate, according to CNN reporting. ...

But reporting by CNN in Jakarta, Indonesia and Washington, D.C., shows the allegations that Obama attended a madrassa to be false. CNN dispatched Senior International Correspondent John Vause to Jakarta to investigate. ...

"This is a public school. We don't focus on religion," Hardi Priyono, deputy headmaster of the Basuki school, told Vause. "In our daily lives, we try to respect religion, but we don't give preferential treatment." Vause reported he saw boys and girls dressed in neat school uniforms playing outside the school, while teachers were dressed in Western-style clothes.

"I came here to Barack Obama's elementary school in Jakarta looking for what some are calling an Islamic madrassa ... like the ones that teach hate and violence in Pakistan and Afghanistan," Vause said on the "Situation Room" Monday. "I've been to those madrassas in Pakistan ... this school is nothing like that."

Vause also interviewed one of Obama's Basuki classmates, Bandug Winadijanto, ... "It's not (an) Islamic school. It's general," Winadijanto said. "There is a lot of Christians, Buddhists, also Confucian. ... So that's a mixed school."

Insight Mag og Fox reyndu líka að slá tvær flugur í einu höggi með því að halda því fram að þessar "uppljóstranir" um Obama kæmu raunverulega frá Hillary Clinton - en Fox og aðrir fjölmiðlar repúblíkana lýsa kosningabaráttu Hillary Clinton, sem augljóslega þarf að sigra Obama og Edwards ef hún vill fá útefningu Demokrataflokksins, sem einhverskonar fólskubrögðum. Clinton "plays dirty" og ef hún segir eitthvað um andstæðinga sína er það "character assassination". En með hjálp þessarar "fréttamennsku" sem CNN stundar tókst þeim líka að eyðileggja þá sögusögn Insight Mag:

Insight attributed the information in its article to an unnamed source, who said it was discovered by "researchers connected to Senator Clinton." A spokesman for Clinton, who is also weighing a White House bid, denied that the campaign was the source of the Obama claim.

He called the story "an obvious right-wing hit job."

Og svo ef Obama verður í alvörunni kosinn sem forseti getur the military industrial complex organíserað alvöru "right wing hit job" með hjálp mafíunnar, CIA, kúbönsku útlaganna, og auðvitað LBJ!

M

ps. Það er hægt að horfa á upptöku af frétt CNN á Think Progress.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...góður þessi með LBJ!     Tími til kominn að Lee Harvey Oswald fái uppreist æru.   Ég hef horft út um gluggann á gamla vöruhúsinu sem hann á að hafa skotið á JFK þegar hann kom akandi niður Dealy Plaza í Dallas.  Sannfærðist þar um að það væri maðkur í mysunni.

Er hræddur um að Secret Service þurfi að vinna fyrir kaupinu sínu ef Obama verður næsti prez.

Róbert Björnsson, 23.1.2007 kl. 04:48

2 identicon

Spurning hvort það myndi ekki bara minnka hryðjuverkahættuna í Bna að fá múslima í forsetastólinn.

Voru þeir ekki að fá múslima á þing um daginn? Betri staða en hérna á hreinræktaða Íslandi.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 11:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtilegt hvernig þeir tefla þetta fjölmiðlamennirnir.  Þetta ófrægingarplott endaði í blindgötu. Bandarískur almenningur er víst betur að sér en menn héldu. Allavega þeir sem eru madrazzagengnir (skólagengnir).

Nú er bara að komast að því hvort hann svaf hjá fyrir giftingu, eða hvort hann reykti hass eða keyrði fullur.  Málefnagrunnurinn ristir víst ekki dýpra þarna úti.

Bandaríkin eru jú ekki tveggja flokka lýðræði, eins og margir geta eðlilega haldið en aðrir flokkar eru jú svo agnarsmáir að þeir greinast varla. Gaman væri að fá útekt á þeim. Einn af kandídötum í þeim flokki er John Hagelin, fyrir Goverment for peace. Athyglisverður náungi, sem ég vildi sjá meira af. Sjá: www.hagelin.org 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2007 kl. 12:23

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Steinar, það má heldur ekki gleyma Ralph Nader.  Hann kostaði Al Gore sigurinn í Flórída árið 2000. 

Varðandi Obama þá hefur hann þegar viðurkennt að hafa reykt gras í ævisögu sinni, þannig að ekki er hægt að nappa hann á því.

Róbert Björnsson, 23.1.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband