Færsluflokkur: ímyndunarveiki

Landlæknir Bandaríkjanna má ekki tala um kynfræðslu eða stofnrumur, verður að nefna Bush minnst einu sinni á mínútu...

CarmonaÍ gær báru þrír fyrrverandi landlæknar bandaríkjanna báru vitni fyrir þingnenfd. Þeirra á meðal var Richard H. Carmona, sem var landlæknir Bush þar til fyrir skemstu. New York Times lýsir framburði Carmona:

Former Surgeon General Richard H. Carmona told a Congressional panel Tuesday that top Bush administration officials repeatedly tried to weaken or suppress important public health reports because of political considerations.

The administration, Dr. Carmona said, would not allow him to speak or issue reports about stem cells, emergency contraception, sex education, or prison, mental and global health issues. Top officials delayed for years and tried to “water down” a landmark report on secondhand smoke, he said. Released last year, the report concluded that even brief exposure to cigarette smoke could cause immediate harm. ...

He described attending a meeting of top officials in which the subject of global warming was discussed. The officials concluded that global warming was a liberal cause and dismissed it, he said. “And I said to myself, ‘I realize why I’ve been invited. They want me to discuss the science because they obviously don’t understand the science,’ ” he said. “I was never invited back.”

Semsagt: Carmona mátti ekki tala um mikilvæg heilbrigðismál: Hann mátti t.d. ekki útskýra fyrir þjóðinni hvernig stofnfrumurannsóknir fara fram eða í hverju þær felast, hann mátti ekki útskýra fyrir almenningi að tóaksreykingar væru skaðlegar, og hann mátti ekki útskýra fyrir öðrum repúblíkönum að gróðurhúsaáhrifin væru raunverulegt vandamál en ekki eitthvað sósíalístístk plott til að klekkja á heiðarlegum bissnessmönnum í Texas eða Dubai?

En það fyndnasta er samt eftir:

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni


Bandaríkjaher tvídrepur yfirmann Al Qaeda í Írak...

Þessi maður að vísu heitir Abu Hamza, en það þarf að duga. Ég fann enga mynd af Said Hamza...Samkvæmt Examiner hefur Bandaríkjaher tekist að tvídrepa einn af yfirmönnum Al Qaeda í Írak. Áblaðamannafundi á mánudaginn tilkynnti fulltrúi hersins, með töluverðu stolti, að Said Hamza, hættulegasti leiðtogi Al Qaeda í Írak hefði verið drepinn.

Brig. Gen. Kevin Bergner began his Monday news conference with a list of top insurgents either killed or captured in recent operations. He said they had been eliminated "in the past few weeks" and were "recent results."

"In the north, Iraqi army and coalition forces continue successful operations in Mosul," he told reporters. "Kamal Jalil Uthman, also known as Said Hamza, was the al Qaeda in Iraq military emir of Mosul. He planned, coordinated and facilitated suicide bombings, and he facilitated the movement of more than a hundred foreign fighters through safe houses in the area." All told, Bergner devoted 68 words to Uthman's demise.

Þetta væru auðvitað stórfréttir, ef þær væru ekki árs gamlar. Herinn hefur nefnilega áður drepið þennan "Said Hamza"! Fyrir ári síðan var "Hamza" þessi nefnilega á lista yfir Al Qaeda liða sem hefðu verið drepnir.

Uthman was listed in the 2006 news release as "the chief of military operations [in] Mosul."

When The Examiner pointed out that Uthman's death had been announced twice, a command spokesman said in an e-mail, "You are correct that we did previously announce that we killed him. This was a roll up to show an overall effort against [al Qaeda in Iraq]. We can probably do a better job on saying 'previously announced' when we do long-term roll ups to show an overall effort."

Afgangurinn á nýjum heimkynnum FreedomFries á Eyjunni...


Ný Fox News könnun: kjósendur treysta demokrötum betur komi til heimsstyrjaldar við alla múslima allstaðar

Hezbollah heilsarÞað er alltaf gaman að sjá skoða skoðanakannanir Fox news, því þær innihalda alltaf eina eða fleiri spurningar sem eru svo furðulega orðaðar að að maður skilur ekki alveg hvernig nokkrum manni myndi detta í hug að spyrja þeirra. Engu að síður gefa þessar spurningar góða innsýn, bæði í þankagang þáttastjórenda Fox og áhorfenda þeirra. Fox kannanirnar innihalda nefnilega oft það sem kallað eru "talking points" republíkanaflokksins, og það er gagnlegt að sjá hvort þau eiga samhljóm með þjóðinni. Í vor spurði Fox t.d.

Do you think the Democratic Party should allow a grassroots organization like Moveon.org to take it over or should it resist this type of takeover?

Svarið var auðvitað "nei" - en Fox datt ekki í hug að spyrja

"Do you think the Republican Party should allow grassroots organizations like the NRA to take it over or should it resist this type of takeover?"

Nu, eða

"Do you think the Republican Party should allow Talk Radio hosts like Hugh Hewitt to dictate policy on important national issues like immigration"

Bæði eru þó "sanngjarnar" spurningar ef lógík Fox er fylgt. (Sjá hér Townhall grein varðandi áhrif Hewitt á þingmenn). Í nýjustu könnuninni er spurt: Ef allir íslamófasistar allra landa sameinast í einhverskonar allsherjar múslimabandalag og fara í stríð við hinn stóra Satan - hvorum myndir þú treysta til að verja frelsi, lýðræði og vestræna menningu, demokrötum eða repúblíkönum?

If there is an all-out war between the United States and various radical Muslim groups worldwide, who would you rather have in charge — Democrats or Republicans?

Nú hefði maður ætlað að það væri bara eitt svar við þessari spurningu, Giuliani og Mitt Romney, því repúblíkanar hafa síðan 9/11 stöðugt hamrað á því að þeim einum sé treystandi í þessum "nýja heimi" þar sem íslamófasistar leynast á bak við hvert horn, allir múslimar eða innflytjendur séu hugsanlega terroristar og það er einhvernveginn eðlilegt að spyrja þingmenn hvort þeir vinni með hryðjuverkamönnum, af því þeir séu múslimar - eða jafnvel gefa í skyn að forsetaframbjóðendur séu á mála hjá wahhabískum klerkum frá Saudi Arabíu.

En Repúblíkanar virðast hafa blóðmjólkað þessa kú, því kjósendur treysta þeim síður en demokrötum til að heyja þriðju heimsstyrjöldina!

Democrats 41%, Republicans 38%, Both the same 9%, Don’t know 12%

Þessi niðurstaða virðist bena til þess að "All 9/11, All the time" rökræðutækni og pólítík repúblíakana sé búin að ganga sér til húðar.

M

Ps. svo langar mig aftur að minna á Eyjuna.is, sem eru ný heimkynni Freedomfries!


CIA gerði tilraunir með LSD, ræktaði ópíum, starfaði með mafíósum

ljósmynd af gólfinu í andyri CIAFyrr í vikunni var leynd lyft af skjölum CIA frá tímum kalda stríðsins. Það sem er merikilegast við þessa frétt er að í ljós kemur að allar vænusjúkustu og ótrúlegustu samsæriskenningar tengdar leyniþjónustunni virðast sannar! NYT:

Known inside the agency as the “family jewels,” the 702 pages of documents released Tuesday catalog domestic wiretapping operations, failed assassination plots, mind-control experiments and spying on journalists from the early years of the C.I.A.

The papers provide evidence of paranoia and occasional incompetence as the agency began a string of illegal spying operations in the 1960s and 1970s, often to hunt links between Communist governments and the domestic protests that roiled the nation in that period.

Og hverskonar gleði og sprell skyldu starfsmenn leyniþjónustunnar hafa fundið upp á? Í ljós kemur að leyniþjónustan var jafn galin og starfsmenn hersins, sem á tíunda áratugnum ætluðu að finna upp "hommunarsprengju". Í ljós kemur að starfsmenn leyniþjónustunnar hafi hlerað hótelherbergi í Las Vegas - fyrir mafíuna. Allen Dulles, sem er öllum áhugamönnum um samsæriskenningar eða Kalda stríðið að góðu kunnur, lagði blessun sína yfir samstarf með mafíunni - til að eitra fyrir Kastró. CIA ræktaði líka ópíum í Washingtonfylki. Washington Post fjallar um eiturlyfjatilraunir CIA og aðrar tilraunir með "mind control":

The CIA was eager to examine the use of dangerous pharmaceutical drugs to modify the behavior of targeted individuals, and so it asked commercial drug manufacturers to pass along samples of medicines rejected for commercial sale "because of unfavorable side effects," according to an undated memorandum included in dozens of CIA documents released yesterday.

Another document, dated May 8, 1973, mentions the existence of a 1963 account of agency scientists administering mind- or personality-altering drugs on "unwitting subjects" -- that is, testing hallucinogens such as LSD on people without their knowledge. The document doesn't provide details.

Mikið af skjölunum sem gerð voru upptæk höfðu þó verið svert út, svo það er aldrei að vita hverju öðru CIA fann upp á:

One memo that lists the most damaging secrets contained in "the family jewels" is missing its first paragraph. A separate memo that is supposed to summarize the "unusual activities" of the CIA's domestic branch includes just three paragraphs followed by 17 blacked-out pages.

Ég geri ráð fyrir að parturinn um hvernig LBJ fékk mafíuna, og OAS, til að ráða JFK af dögum?

M


Demokratar leggja til að skrifstofa Cheney verði skorin af fjárlögum, enda sé hann ekki ríkisstofnun...

Bloggarar og blaðamenn elska þessa mynd af Cheney...Eftir að það komst í hámæli að Dick Cheney hefði haldið því fram að hann væri hvorki hluti framkvæmda- né löggjafarvaldsns hafa fréttaskýrendur og áhugamenn um stjórnmál verið að reyna að átta sig á því hvað Cheney væri. Demokratar á Bandaríkjaþingi hafa ákveðið að nota fjárveitingarvald þingsins til að fá niðurstöðu í þetta mál: (Raw Story):

Following Vice President Dick Cheney's assertion that his office is not a part of the executive branch of the US government, Democratic Caucus Chairman Rep. Rahm Emanuel (D-IL) plans to introduce an amendment to the the Financial Services and General Government Appropriations bill to cut funding for Cheney's office.

The amendment to the bill that sets the funding for the executive branch will be considered next week in the House of Representatives.

"The Vice President has a choice to make. If he believes his legal case, his office has no business being funded as part of the executive branch," said Emanuel in a statement released to RAW STORY. "However, if he demands executive branch funding he cannot ignore executive branch rules. At the very least, the Vice President should be consistent. This amendment will ensure that the Vice President's funding is consistent with his legal arguments."

Samkvæmt frétt Roll Call hefur Cheney fengið nærri fimm milljón dollara á fjárlögum hvers árs til rekstur skrifstofunnar. Hvíta Húsið hefur átt í mestu vandræðum með að útskýra stöðu Cheney innan stjórnkerfisins, eða hvað hann eigi eiginlega við þegar hann þykist hvorki vera hluti framkvæmdavaldsins eða lögjafarvaldsins:
At a press briefing yesterday, White House Deputy Press Secretary Dana Perino said that Cheney's assertion that he operates outside of the executive branch of government was "an interesting constitutional question that people can debate" and a "non-issue."
Hvað á eiginlega að ræða? Er þetta mjög flókin spurning? Reyndar virðist dómsmálaráðuneytið líka eiga í erfiðleikum með að svara því hvort varaforsetinn sé hluti framkvæmdavaldsins. Þetta fáránlega mál allt, sem Perino, talsmanni Hvíta Hússins finnst vera "a non-issue" kom upp á yfirborðið eftir að Cheney neitaði að veita the Information Security Oversight Office, að skrifstofu sinni. ISOO er hluti Ríkisskjalasafnsins, og hefur eftirlit með því að leynileg gögn og skjöl sem geyma ríkisleyndarmál séu varðveitt á samkvæmt reglum sem forsetinn sjálfur hefur gefið út. Samkvæmt þessum reglum á ISOO að hafa eftirlit með öllum skrifstofum, deildum eða öðrum sjálfstæðum einingum innan framkvæmdavaldsins sem starfa með, eða hafa aðgang að leynilegum upplýsingum. Styrinn stóð ekki um að einhverjir bjúrókratar og skjalaverðir fengju að róta í skúffunum á skrifborði Cheney: Cheney neitaði að gefa upp statistík! New York times:

...after repeatedly refusing to comply with a routine annual request from the archives for data on his staff’s classification of internal documents, the vice president’s office in 2004 blocked an on-site inspection of records that other agencies of the executive branch regularly go through.

... starting in 2003, the vice president’s office began refusing to supply the information. In 2004, it blocked an on-site inspection by Mr. Leonard’s office that was routinely carried out across the government to check whether documents were being properly labeled and safely stored.

Þetta er frekar einfalt mál: Cheney, sem varaforseti Bandaríkjanna, er hluti framkvæmdavaldsins, ISOO á að hafa eftirlit með meðferð framkvæmdavaldsns á leynilegum skjölum. Eftir að Cheney meinaði ISOO að fá að kanna meðferð á skjölum bað stofnunin því dómsmálaráðuneytið um úrskurð í þessu máli. (Í millitíðinni reyndi Cheney svo að fá ISOO lagt niður, en sú tilraun mistókst...) Dómsmálaráðuneytið segist vera að "skoða málið":
In January, Mr. Leonard (yfirmaður ISOO) wrote to Attorney General Alberto R. Gonzales asking that he resolve the question. Erik Ablin, a Justice Department spokesman, said last night, “This matter is currently under review in the department.

Dómsmálaráðuneytið var spurt í janúar síðastliðnum hvort varaforsetaembættið væri hluti framkvæmdavaldsins eða ekki - fimm mánuðum síðar hefur Alberto Gonzales ekki getað gert upp hug sinn!

M

Enn og aftur - ég minni á ný heimkynni FreedomFries á Eyjunni - ég ætla enn um sinn að birta flestar færslur mínar bæði á moggablogginu og Eyjunni, en ég hvet lesendur samt um að athuga nýju heimkynnin!


Eru demokratar og repúblíkanar sekir um 'samskonar' öfgar?

Beck spyr Keith Ellison, þingmann demokrata frá Minnesota, fyrsta múslima á Bandaríkjaþingi hvort hann sé hryðjuverkamaður og hvort honum sé treystandi...!Því heyrist oft fleygt að demokratar og repúblíkanar séu einhvernveginn "eins" og að það séu "samskonar" öfgar beggja vegna. Þegar vinstrimenn benda á Ann Coulter benda hægrimenn á Bill Maher, þegar vinstrimenn benda á Michael Savage benda hægrimenn á Michael Moore. Eini vandinn við þetta er að fjölmiðlafígúrur repúblíkana eru alls ekki "eins og" fjölmiðlafígúrur vinstrimanna - eins og fram kom í þætti Glenn Beck á CNN í gærkvöld. Beck er þekktur fyrir öfgakenndar hugmyndir sínar og skort á smekkvísi, en í gær held ég að hann hljóti að hafa náð áður óþekktum lægðum.

Beck fékk Michael Graham sem er fyrrverandi ráðgjafi Repúblíkanaflokksins og útvarpsmaður voru að ræða nýjustu auglýsingu Hillary Clinton, en sú er byggð á lokasenu Sopranos þáttanna. Aðdáendur Sopranos hafa deilt um hvað þessi lokasena eigi að þýða en henni lýkur einhvernveginn án þess að neinn botn fáist í neitt - og margir virðast hallast að því að Tony Soprano sé myrtur í lok senunnar: það er allt í einu klippt í svart, sem á þá að tákna dauðann.

Graham virtist vera þessarar skoðunar og spurði Beck hvort það hefði ekki verið "æðislegt" ef Clintonhjónin hefðu verið myrt í myndskeiðinu

Seriously, Glenn, didn’t you at one point want to see, like, Paulie Walnuts or someone come in and just whack them both right there. Wouldn’t that have been great?

Beck brosti sínu breiðasta, en þar sem það þykir ósmekklegt að láta sig dreyma um að myrða fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðendur sagðist Beck ekki hafa viljað sjá það. Graham svaraði: "C’mon. … I wanted that." Það er hægt að horfa á upptöku af þessum orðaskiptum á Think Progress.

Beck hefur áður talað um að sig langaði til að myrða Michael Moore. Það er hægt að hlusta á upptöku af Beck dreyma um morð á Media Matters:

Hang on, let me just tell you what I'm thinking. I'm thinking about killing Michael Moore, and I'm wondering if I could kill him myself, or if I would need to hire somebody to do it. No, I think I could. I think he could be looking me in the eye, you know, and I could just be choking the life out -- is this wrong? I stopped wearing my What Would Jesus -- band -- Do, and I've lost all sense of right and wrong now. I used to be able to say, "Yeah, I'd kill Michael Moore," and then I'd see the little band: What Would Jesus Do? And then I'd realize, "Oh, you wouldn't kill Michael Moore. Or at least you wouldn't choke him to death." And you know, well, I'm not sure.

Nei, kannski myndi Jesú ekki vilja leggja blessun sína yfir morð. Kannski. Glenn Beck er ekki alveg viss. 

Ég skal viðurkenna að það eru ábyggilega til vinstrimenn í Bandaríkjunum sem dreymir um að myrða pólítíska andstæðinga sína - eða kvikmyndagerðarmenn sem þeim líkar ílla við - en ég get ekki munað eftir því að hafa nokkurntímann heyrt stungið upp á því opinberlega. Cindy Sheehan er eina undantekningin - en það eru allir, líka vinstrimenn, sammála um að hún er coocoo, og á samúð skylda. Sonur hennar dó í Írak, og það skýrir kannski eitthvað - en hvaða afsökun hefur Glenn Beck? Þess utan er hún ekki með daglegan sjónvarpsþátt á einni stærstu kapalfréttastöð Bandaríkjanna. Michelle Malkin, sem sjálf hefur skrifað greinar þar sem hún ver 'racial profiling' og ákvörðun Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni að loka alla Bandaríkjamenn af japönskum uppruna í fangabúðum, skrifaði um Sheehan á Townhall:

On the fifth anniversary week of the September 11 attacks, the anger of entertainment industry liberals and anti-war zealots is directed not at Islamic terrorists telling us to convert or die. ...

No, their thoughts are not focused on killing jihadists. Their dreams lie with killing George W. Bush. The mainstreaming of presidential assassination chic is on.

In her new book, "Peace Mom," Cindy Sheehan confesses on page 29 that she has imagined going back in time and killing the infant George W. Bush in order to prevent the Iraq War.

Malkin gat ekki haldið aftur af vandæltingunni, og notaði tækifærið til að halda því fram að allir vinstrimenn væru einhverskonar vitfirringar. Auðvitað er augljóst að Sheehan er ekki með öllum mjalla - og þessir furðulegu draumórar hennar um að myrða Bush sem kornabarn voru það sem fyllti mælinn fyrir nánast alla vinstrimenn sem höfðu haft samúð með Sheehan og stutt hana í baráttu sinni gegn Bush. Sheehan hefur síðan horfið úr sviðsljósinu, enda kærir enginn sig um að vera bendlaður við fólk sem dreymir um að myrða (eða horfa á) sitjandi eða fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Eða hvað?

Meðan menn eins og Glenn Beck tala í fjölmiðlum um að myrða pólítíska andstæðinga finnst mér nokkuð augljóst hvor hliðin hefur gengið lengra í að pólarísera eða draga stjórnmálaumræðuna í Bandaríkjunum niður í svaðið.

M


Talsmenn afhommunar farnir að efast um að hægt sé að 'lækna' samkynhneigð

Þessar elskulegu konur hata ekki homma - guð hatar þá fyrir þær!Fólk sem vill reyna að fela hómófóbíu sína á bak við trú eða vísindi hefur haldið því fast fram að samkynhneigð sé einhverskonar "val" og "lífsstíll" - það sé ósköp einfalt val, svona eins og hvort maður ætli sér að drekka appelsínu- eða eplasafa með morgunmatnum. Menn og konur, þó hómófóbískir trúmenn, sem nánast allir eru karlmenn sjálfir, hafi yfirleitt meiri áhyggjur af gay karlmönnum en konum (I wonder why?), geti því valið hvort þeir ætli að vera gay eða straight. En einhverra hluta vegna virðist fólk eiga erfitt með að yfirgefa þennan "lífsstíl" - og það er þá útskýrt með einhverskonar fimmaurasálfræði - samkynhneigð sé "fíkn" eða einhverskonar áunnin paþólógía sem þurfi að "lækna" fólk af. Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, sem predíkaði hástöfum um hversu syndsamleg samkynhneigð væri, varð t.d. frægur fyrir að verða fyrst uppvís að því að hafa stundað samkynhneigða vændisþjónustu ("nuddþjónustu" sagði hann sjálfur) í mörg ár, og síðan fyrir að "læknast" af sömu samkynhneigð í þriggja vikna "þerapíu".

Þessi fáránlega trú, að hægt sé að "lækna" fólk af samkynhneigð á sér marga háværa talsmenn. Þeirra á meðal Dr. Holsinger (sjá fyrri færslur hér og hér) sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna.

Svo virðist þó sem þessi fáránlega hugmynd sé að tapa fylgi meðal afturhaldssamra og hómófóbískra trúmanna. Alan Chambers, sem stýrir stærstu "ex-gay" kirkjusöfnuði Bandaríkjanna, og er sjálfur "ex-gay" hefur lýst því yfir að hann trúi því ekki lengur að samkynhneigð sé "læknanleg": (Skv. LA Times)

With years of therapy, Chambers says, he has mostly conquered his own attraction to men; he's a husband and a father, and he identifies as straight. But lately, he's come to resent the term "ex-gay": It's too neat, implying a clean break with the past, when he still struggles at times with homosexual temptation. "By no means would we ever say change can be sudden or complete," Chambers said.

Chambers er víst ekki einn um að hafa áttað sig á því að samkynhneigð er ekki "læknanleg":

A leading conservative theologian outside the ex-gay movement recently echoed the view that homosexuality may not be a choice, but a matter of DNA. To the shock and anger of many of his constituents, the Rev. R. Albert Mohler Jr., president of the Southern Baptist Theological Seminary, wrote that "we should not be surprised" to find a genetic basis for sexual orientation.

Ástæðan er auðvitað að allar sæmilega skynsamar manneskjur, sem hafa örgðu af skilning og umburðarlyndi, og hafa sjálfar kynnst samkynhneigðu fólki, vita að hér er ekki á ferðinni einhverskonar læknanlegur sjúkdómur. Og svo virðist sem þessi hópur fari vaxandi, allavegana í BNA:

a Gallup Poll last month found that 42% of adults believe sexual orientation is present at birth. (Three decades ago, when Gallup first asked the question, just 13% held that view.)

Það má segja að það sé enn langt í land - en þetta er samt stórkostleg breyting, og það tekur alltaf langan tíma að útrýma inngrónum fordómum og fáfræði. Þetta samrýmist öðrum könnunum sem sýna að almeningur er upp til hópa frekar jákvæður í garð samkynhneigðra.

Talsmenn "Ex-gay survivors" (þ.e. fólk sem hefur verið "afhommað" með hjálp heilaþvottar, en síðan fundið sjálft sig aftur) og talsmenn afhommunar, menn eins og Chambers, virðast reyndar vera að finna einhverskonar lendingu í þessu fáránlega máli. Michael Busee, sem er sjálfur "ex gay survivor", og rekur nú einhverskonar ráðgjafarþjónustu fyrir aðra "ex gay survivors" hefur lagt blessun sína yfir siðareglur fyrir "sexual identity therapy" "kristinna" háskóla - þ.e.

He and other gay activists — along with major mental-health associations — still reject therapy aimed at "liberating" or "curing" gays. But Bussee is willing to acknowledge potential in therapy that does not promise change but instead offers patients help in managing their desires and modifying their behavior to match their religious values — even if that means a life of celibacy.

"It's about helping clients accept that they have these same-sex attractions and then allowing them the space, free from bias, to choose how they want to act," said Lee Beckstead, a gay psychologist in Salt Lake City who uses this approach.

The guidelines for this type of therapy — written by Warren Throckmorton of Grove City College and Mark Yarhouse of Regent University — have been endorsed by representatives on both the left and right. The list includes the provost of a conservative evangelical college and the psychiatrist whose gay-rights advocacy in the 1970s got homosexuality removed from the official medical list of mental disorders.

Það sem er merkilegt í þessu máli er að samstaða íhaldssamra kristinna söfnuða og bókstafstrúarmannna er að rofna í þessu máli  - og það eru í það minnsta einhverjir í þeirra röðum sem eru tilbúnir til að viðurkenna að fólk getur haft ólíkar kynhvatir, frá náttúrunnar (eða skaparans) hendi.

Ekki að ég hef reyndar grun um að öll þessi "ex gay" hrayfing sé ekkert annað en skipulögð og úthugsað plan til þess að selja karlmönnum (og konum) sem eiga í erfiðleikum með kynferði sitt snákaolíu - í þessu tilfelli "meðferð" og sérfræðiaðstoð.

M


Leynivopn Bandaríkjahers: Efnavopn sem gera menn gay...

Seinni heimsstyrjöldin hefði endað öðru vísi ef Enola Gay hefði verið búin The Gay BombUndanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að flytja fréttir af leynivopnaáætlun Bandaríkjahers, en samkvæmt þessum fréttum vinna eintómir apakettir og jólasveinar hjá vopnaþróunardeild hersins. Fyrir þrettán árum síðan (ekki fjörutíu og þremur - heldur þrettan: 1994!) var herinn að leggja á ráðin um að hanna "sprengju" sem myndi gera óvinahermenn samkynhneigða og kynóða, svo herdeildir myndu leysast upp í einhverskonar Gómorrískt kaos...

A Berkeley watchdog organization that tracks military spending said it uncovered a strange U.S. military proposal to create a hormone bomb that could purportedly turn enemy soldiers into homosexuals and make them more interested in sex than fighting.

Pentagon officials on Friday confirmed to CBS 5 that military leaders had considered, and then subsquently rejected, building the so-called "Gay Bomb." ...

As part of a military effort to develop non-lethal weapons, the proposal suggested, "One distasteful but completely non-lethal example would be strong aphrodisiacs, especially if the chemical also caused homosexual behavior."

Þetta er ekki grín: Herinn ætlaði að hanna "a gay bomb", sem væri "distasteful" en "completely non-lethal" vopn. Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessum fréttum, og spurning hvernig Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni bregðist við þessu - því í hans kokkabók er samkynhneigð ekki bara "distasteful" heldur líka alveg stórhættuleg.

Til undirbúningsrannsókna þurfti að fá 7.5 milljónir dala: 

The documents show the Air Force lab asked for $7.5 million to develop such a chemical weapon.

Hvað átti að rannsaka? Kannski var þetta elaborate cover til að fá herinn til að fjármagna "rannsóknir" vísindamananna eða háttsettra herforingja í næturklúbbum San Fransisco? Þetta er auðvitað mjög einfalt mál, og augljóst hvernig þetta undravopn átti að virka:

"The Ohio Air Force lab proposed that a bomb be developed that contained a chemical that would cause enemy soliders to become gay, and to have their units break down because all their soldiers became irresistably attractive to one another," Hammond said after reviwing the documents. The Pentagon told CBS 5 that the proposal was made by the Air Force in 1994. ...

"Hommunarsprengjan" er augljóslega mjög einfalt vopn. Og mesta furða að snillingum við vopnarannsóknardeildir hersins hafi ekki dottið þetta í hug fyrr en 1994. Kannski voru vísindamennirnir sem höfðu verið að rannsaka Lifnipillur re-assigned til að finna upp aðra vitleysu? Herinn þvertekur þó fyrir að verið sé að hanna önnur "hommunar" vopn:

Military officials insisted Friday to CBS 5 that they are not currently working on any such idea and that the past plan was abandoned.

Eftir að hafa lesið þessa frétt þarf maður að staldra við í smá stund, og hugsa með sér: Það voru fullorðnir menn, í fastri vinnu, sennilega með háskólagráður og örugglega á háum launum hjá skattgreiðendum, sem fundu upp á þessu. Ég myndi gefa mikið fyrir að fá að sitja inni á þessum fundum!

M


George Bush elskaður af öllum Albönum, Paris Hilton hötuð af öllum Bandaríkjamönnum og Gonzales? Ja, það hata hann ekki alveg nógu margir...

Undanfarna daga hefur fátt verið í fjölmiðlum annað en Paris Hilton og heimsókn George Bush til Albaníu. Ef marka má fréttir er Bush víst í miklum metum hjá Albönum sem finnst hann einhver stórfenglegasti og merkilegasti þjóðarleiðtogi fyrr og síðar. sbr. þetta myndskeið, sem sýnir víst "Bush në Fushë-Krujë", sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. En við getum heyrt í Albönunum hrópa í bakgrunninum: "Bushie! Bushie! Bushie!"

Þetta hefur fréttaskýrendum og bloggurum hér vestra fundist afskaplega fyndið, enda er eitthvað alveg einstaklega spaugilegt við "Albaníu" sem er eitt af þessum löndum sem allir vita hvar er, og allir hafa mjög óljósar hugmyndir um hvað gerist í þessu landi.

Það er annars ekkert skrýtið að Bush sé elskaður í fyrrum Stalínískum einræðisríkjum eins og Albaníu - í Kalda stríðinu þótti Albönum Sovétmenn vera of liberal og vestrænir í hugsunarháttum, svo þeir sögðu skilið við Kreml og hnýttu sig aftaní Kínverska Kommúnistaflokkinn. Það ósætti hófst víst með því að Khrushchev svívirti hinn elskulega pabba allra þúsund sósíalísku þjóða Sovétríkjanna, og var almennt ekki nógu Stalínískur og harðsvíraður að mati Albanskra kommúnista. Það er kannski skiljanlegt að Albanir kunni að meta þjóðarleiðtoga sem vilar ekki fyrir sér að svipta óbreytta borgara öllum stjórnarskrárvörðum réttindum, pyntar þá og loka í fangelsi án dóms og laga og geyma þá þar árum saman? Annað hvort finnst Albönum heimilislegt að hitta þjóðarleiðtoga sem stýrir ofvöxnu og vanhæfu ríkisbákni, hyglir flokssbroddum og hefur komið kommissörum fyrir í dómsmálaráðuneytinu - eða þeim finnst hann vera holdgerfingur frjálslyndis, því hann eða handbendi hans hafa enn sem komið er ekki verið staðin að því að pynta fanga upp á eigin spýtur?

Hin aðal frétt vikunnar virðist vera að holdgerfingur vanhæfninnar og flokksræðisins í Hvíta Húsi Bush, Alberto Gonzales er ennþá dómsmálaráðherra. Á mánudaginn reyndu Demokratar að lýsa vantrausti á Gonzales - en þingsályktunartillagan náði ekki tilskildum auknum meirihluta - í öldungadeildinni þurfa frumvörp og þingsályktunartillögur að fá 60 atkvæði af 100 til að koast til atkvæðagreiðslu, og þar sem demokratar hafa mjög nauman meirihluta í deildinni hefði tillagan þurft stuðning nokkurra repúblíkana. Atkvæðagreiðsla um hvort tillagan færi til áframhaldandi umræðu hlaut 53 atkvæði, meðan 38 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn því að deildin fengi að greiða atkvæði um vantraust. Sjö repúblíkanar greiddu atkvæði með tillögunni: Coleman, Collins, Hagel, Smith, Snowe, Specter, Sununu. (Sjá útkomu atvæðagreiðslunnar hér)

Seníla gamalmennið og stríðsæsingamaðurinn Joseph Lieberman, sem er fulltrúi fyrir sinn einkaflokk (Liebarman for Connecticut, eða eitthvað álíka greindarlegt) greiddi atkvæði gegn, og fjórir demokratar voru fjarstaddir: Joe Biden, Chris Dodd, og Barry Hussein Obama. Tim Johnson greiddi ekki heldur atkvæði, en hann liggur á spítala og er að jafna sig eftir heilablóðfall. Tillagan hefði því ekki getað fengið nema 57 atkvæði eins og málum er háttað.

Þetta eru svosem ekki merkilegar fréttir, því Gonzales mun aldrei segja af sér og Bush mun aldrei reka hann- ekki nema Gonzales verði fundinn sekur um kanníbalisma eða eitthvað þaðan af verra. Bush og Gonzales hafa fylgst að síðan í Texas. Gonzales er í innsta hring Bush stjórnarinnar - það eru líklega bara tveir menn sem eru jafn mikilvægir fyrir forsetann: Dick Cheney og Karl Rove. Gonzales hefur þar fyrir utan skipulagt og ríkt yfir nærri stjórnlausri útþenslu á allra handa innanríkisnjósna - og það eru ekki öll kurl komin til grafar með þau prógrömm öll. (Sjá fyrri færslur um þetta efni, hér, hér og hér.) Í ljósi þess hversu umdeild þessi prógrömm eru er ólíklegt að forsetinn geti fundið nýjan dómsmálaráðherra, án þess að hætta á að vekja aftur upp umræðu um ólöglegar símhleranir og njósnir um óbreytta borgara.

Ég yrði því virkilega hissa ef Gonzales yrði skipt út fyrr en í janúar 2009.

M

Svo er ég að hugsa mér að gera nokkrar breytingar á þessu bloggi, og bið lesendur því að sýna þolinmæði núna næstu daga!


Paris Hilton, Abu Ghraib og napalm í Vietnam

Paris Hilton buguð undan óréttlæti heimsins... búúhúúAndrew Sullivan, sem bloggar á Atlantic, benti á merkilega staðreynd: Ljósmyndin af Paris Hilton, grenjandi í lögreglubíl, af geðshræringu yfir að hafa þurft að sitja undir því að það giltu sömu lög um hana og annað fólk, er tekin af Nick Ut, ljósmyndara AP. Sami maður tók, fyrir nákvæmlega 35 árum síðan (8 júní 1972) þessa ljósmynd af 9 ára gamalli stúlku, Kim Phuc, hlaupandi nakinni eftir að hafa orðið fyrir brennandi napalmi meðan verið var að breiða út lýðræði og berjast við insurgents einhverstaðar í austurenda Asíu.

Önnur, og frægari ljósmynd tekin af Nick Ut fyrir AP fréttastofunaSvona er réttlæti heimsins og óréttlæti sérkennilega tengt. Það má líka spyrja sig hvort þetta sé til marks um hversu mikið veröldin hefur breyst, og hvort Al Gore hafi ekki á réttu að standa þegar hann heldur því fram að fjölmiðlar nú til dags hafi brugðist hlutverki sínu, að upplýsa almenning um það sem skiptir máli, fullkomlega? CNN, t.d. hefur lýst því yfir að þeir séu "The most trusted name in Paris news"... Það er þó hægt að gleðjast yfir þessari frétt AP:

LOS ANGELES — She was taken handcuffed and crying from her home. She was escorted into court disheveled, without makeup, hair askew and face red with tears.

Crying out for her mother when she was ordered back to jail, Paris Hilton's cool, glamorous image evaporated Friday as she gave the impression of a little girl lost in a merciless legal system.

"It's not right!" shouted the weeping Hilton. "Mom!" she called out to Kathy Hilton, who also was in tears. ...

Her body shook constantly as she cried, clutching a ball of tissue, tears running down her face.

Seconds later, the judge announced his decision: "The defendant is remanded to county jail to serve the remainder of her 45-day sentence. This order is forthwith."

Hilton screamed.

En talandi um öskur, fangelsi og óréttlæti heimsins. Fréttir af yfirvofandi fangelsisvist Paris Hilton fengu þáttastjórnendur Fox and Friends til þess að lýsa því yfir að refsingin sem Hilton ætti yfir höfði sér væri "eins og Abu Ghraib":

CAMEROTA: Listen to what she’s looking at in jail. She is going to be treated supposedly like all other prisoners. She’s gonna have a cell to herself. She’s going to have to eat in her cell. ... And she’s gonna get an hour outside of her cell each day where she can shower, she can watch TV in the community room, she can participate in outdoor recreation. But here is what’s going to hurt her the most, you guys.

KELLY: What?

CAMEROTA: She cannot speak on her cell phone.

DOOCY: Are you kidding me?

CAMEROTA: It is surgically attached to her ear.

KELLY: It sounds like Abu Ghraib. C’mon, that’s not cool.

Stundum er fréttaflutningur kapalsjónvarpsstöðvanna næstum of súrrealískur.

M


mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband