Flótti Halliburton til Dubai og viðbrögð demokrata og liberal bloggara

Höfuðstöðvar HalliburtonEin aðalfréttin í gær var að Halliburton ætlaði að flytja höfuðstöðvar sínar til Dubai. Halliburton verður þar í góðum félagsskap, því áður hafði barnavinurinn Michael Jackson flúið til þessa smáríkis. Talsmenn Halliburton héldu því fram að ástæður flutningsins væri að fyrirtækið þyrfti að vera nær olíulindum Persaflóa, en stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur virtust ekki kaupa þá skýringu.

New York Times benti á að Halliburton sætti rannsókn bæði dómsmálaráðuneytisins og verðbréfaeftirlitsins vegna vafasamra viðskiftahátta í Írak, Kuveit og Nígeríu. Halliburton neitaði því að þessi flutningur hefði neitt með þessar rannsóknir að gera. En hér vakna líka spurningar um skattgreiðslur Halliburton, og það sem helst virðist ergja bæði demokrata og bloggara: Halliburton, eða dótturfyrirtæki þess, KBR, er einn af mikilvægustu verktökum Bandaríkjahers.

KBR hefur þegið hundruði milljarða af almannafé í lokuðum útboðum. Það er ekki að ástæðulausu að Demokratar og almenningur hafa efasemdir um heiðarleika Halliburton og KBR. Fyrirtækið hefur sætt fjölda rannsókna fyrir spillingu og samningsbrot. Halliburton sá t.d. um þá álmu Walter Reed sem virðist hafa verið í hvað verstu ástandi...

Demokratar voru fljótir til að gagnrýna ákvörðun Halliburton: 

“I think it’s disgraceful,” Senator Clinton, who is running for president, told a news conference in the Bronx, “that American companies are more than happy to try to get no-bid contracts, like Halliburton has, and then turn around and say, ‘But you know, we’re not going to stay with our chief executive officer, the president of our company, in the United States anymore.’ ”

Senator Byron L. Dorgan, Democrat of North Dakota, added: “I want to know, is Halliburton trying to run away from bad publicity on their contracts?”

Mr. [Charles] Schumer [demokrati frá NY] predicted that Congress would take a hard look at the move, adding: “What kind of tax or regulatory laws are they trying to circumvent? They didn’t just do this on a whim. They could easily focus more on the Middle East without doing this kind of change.”  

Liberal bloggar tóku í sama streng, en höfðu minni áhuga á því hvort Halliburton væri að skjóta sér undan sköttun, en voru þeim mun sannfærðari um að Halliburton væri að reyna að koma sér undan opinberum rannsóknum.

Nú veit ég ekkert um hvað býr að baki þessari ákvörðun Halliburton. Fyrirtækið er að reyna að losa sig við her-verktakaarminn, KBR. Það hlýtur teljast eðlilegt, því ég get ekki séð hvernig stjórnvöld gætu réttlætt að láta fyrirtæki staðsett í Dubai sjá um "support operations" fyrir herinn. Í fyrra kom þingið í veg fyrir að fyrirtæki staðsett í Dubai fengi að sjá um rekstur nokkurra bandarískra hafna, og ef gámauppskipun er of viðkvæmur atvinnurekstur til að leyfa fyrirtækjum sem hafa skrifstofur við Persaflóa að koma nálægt honum er nokkuð ljóst að bandarískir hernaðarverktakar geta ekki verið með aðalskrifstofur Í Dubai.

Það getur vel verið að Halliburton hafi fullkomlega heiðarlegar og eðlilegar ástæður fyrir þessum flutningi, en saga Bush stjórnarinnar og tengsl hennar, og þó sérstaklega Cheney, við Halliburton eru ekki til þess fallin að vekja traust eða trú hjá almenningi.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband