Færsluflokkur: Macaca
Youtube er víst einhverskonar "vefsíða" þar sem hver sem er getur hlaðið inn vídeómyndskeiðum af nokkurnveginn hverju sem er, og er í eigu "the, Google.com". Ég hef reyndar ekki orðið var við einhverskonar "vinstri slagsíðu" á Youtube - enda hef ég aðallega notað hana/það (hvers kyns er "youtube"? og eigum viðað tala um það eða þau rörin? Þúrörið?) til að horfa á tónlistarmyndbönd. En það hefur ekki stöðvað hægrisinnaða athafnamenn í að stofna nýtt "hægrisinnað" Youtube!
Republican White House veterans Charlie Gerow and Jeff Lord have created a new conservative video Web site called QubeTV, which they describe as an alternative to YouTube, a popular clearinghouse for sharing video files.
Both Mr. Gerow and Mr. Lord, who served as aides during the Reagan administration, say QubeTV is necessary because of what they view as an anti-conservative bias by the administrators of YouTube.
"We saw a need for a social-networking site for the center-right," Mr. Gerow said of the site, at www.Qubetv.tv. "They want something that isn't controlled by our good friends at Google."
Er Youtube nú orðin "social networking site" sem hefur "anti-conservative bias"? Ég skal viðurkenna að þessir skriffinnar sem störfuðu í ríkisstjórn Reagan (sem var við völd fyrir umþaðbil hálfri öld síðan, eða svo) þekkja kannski betur til veraldarröranna allra en ég, svo það má vel vera að Youtube sé hluti af einhverju marxísku samsæri, stjórnað af milljarðamæringunum í Google...
Washington Times útskýrir reyndar þetta fáránlega upphlaup í annarri málsgrein fréttarinnar:
YouTube rose to prominence in political circles last year when former Sen. George Allen, Virginia Republican, had his infamous "macaca" moment posted on the site, which many believe led to his defeat by Democrat James H. Webb Jr.
Þessir vefsnillingar telja semsagt að það sé hægt að sporna einhvernveginn við heimskulegum "macaca" kommentum rasískra frambjóðenda repúblíkanaflokksins með því að setja upp "vefsíðu"?
Þetta virðist reyndar vera einhverskonar trend hjá bandarískum hægrimönnum - fyrir nokkrum mánuðum síðan skrifaði ég um Conservapedia, sem er "conservative alternative to Wikipedia" - því Wikipedia er víst líka "vinstrisinnað". Ég held að lausnin sé ekki að setja upp nýjar hægrisinnaðar vefsíður: Er ekki allt internetið með vinstrislagsíðu? Þarf ekki að setja upp nýtt hægrisinnað internet til að stemma stigu við öllum marxismanum sem grasserar á "the world-wide intertubes"?
M
Macaca | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 31.1.2007
Bush reynir að drepa blaðamenn með jarðýtu
Það er eins og öll framvarðasveit ný-íhaldsmennskunnar sé mönnuð litlum strákum sem ekki kunna að skifta um sokka, eða dreymir um að terrorísera fólk með skurðgröfum. Við heimsókn í CAT verksmiðju í Illinois, þar sem Bush var að útskýra fyrir verkalýðnum hversu djöfullega gott allir hefðu það, því bandaríska hagkerfið hefði aldrei áður verið eins sterkt, ákvað Bush að sýna á sér léttari og grallaralegri hlið. Og kynni að keyra vegavinnutæki. Sagan segir að Bush hafi lært að stýra stórvirkum vinnuvélum á "búgarðnum" sínum í Texas. Fyrir utan verksmiðjuna stóð risavaxin jarðýta - samkvæmt Newsweek, sem var með einna ítarlegustu lýsinguna á jarðýtuuppátæki forsetans, var þetta D-10 jarðýta frá Caterpillar. Og þegar forsetinn var búinn að flytja ræðuna sína, gerði hann sér lítið fyrir og klifraði uppí þessa jarðýtu - og reyndi að keyra niður alla viðstadda! Frásagnir viðstaddra eru flestar frekar gloppóttar - blöðin segja bara að forsetinn hafi farið uppí, fírað jarðýtuna upp, og segja þvínæst að hann hafi stigið niður, eftir að hafa keyrt jarðýtuna aðeins um. Eini fjölmiðillinn sem segir hvað gerðist í millitíðinni er Newsweek, sem birti á heimasíðu sinni lýsingu á því hvað gerðist á þeirri rúmlega mínútu sem Bush keyrði jarðýtuna! Newsweek lýsir aðdraganda þessarar uppákomu þannig:
Wearing a pair of stylish safety glasses--at least more stylish than most safety glasses--Bush got a mini-tour of the factory before delivering remarks on the economy.
Og svo komum við að Jarðýtunni. Þegar forsetinn var kominn uppí gólaði hann á viðstadda:
"I would suggest moving back, I'm about to crank this sucker up."
Brumm, brumm... Starfsmenn forsetans áttuðu sig á því hvað var í vændum og reyndu að bjarga blaðamönnum sem voru viðstaddir:
As the engine roared to life, White House staffers tried to steer the press corps to safety, but when the tractor lurched forward, they too were forced to scramble for safety."Get out of the way!" a news photographer yelled. "I think he might run us over!" said another. White House aides tried to herd the reporters the right way without getting run over themselves. Even the Secret Service got involved, as one agent began yelling at reporters to get clear of the tractor.
Meðan blaðamennirnir og leyniþjónustan hlupu í hringi fyrir neðan skemmti forsetinn sér konunglega!
Watching the chaos below, Bush looked out the tractor's window and laughed, steering the massive machine into the spot where most of the press corps had been positioned. The episode lasted about a minute, and Bush was still laughing when he pulled to a stop. He gave reporters a thumbs-up. "If you've never driven a D-10, it's the coolest experience,"
Chicago Tribune bætti við að forsetinn hefði sagt "Oh, yeah" Þegar hann steig útúr jarðýtunni, meðan USA Today lýsti lokum jarðýtuakstursins þannig: ""That was fun," he exclaimed as he got off". Newsweek virðist vera eini fjölmiðillinn til að lýsa skelfingunni sem greip um sig meðan forsetinn lék sér að jarðýtunni. Aðrir fjölmiðlar segja frá þessu uppátæki eins og hér hafi verið á ferðinni frekar saklaust, og bara svolítið karlmannlegt grín, en ekki "That was fun! ... the coolest experience, ever! Oh yeah!"
Bush er reyndar ekki fyrsti pólítíkusinn til að keyra um á traktor - Washington Post upplýsti lesendur sína nefnilega um að "uppáhalds dægradvöl" George "Macaca" Allen væri að keyra í hringi á litlum sláttutraktor. Allen og Bush eiga reyndar fleira sameiginlegt en áhuga á vinnuvélum: Þeir eru líka báðir þykjustu-kúrekar!
Seinasta haust var "macaca" málið allt í hámarki - macaca uppákoman kostaði Allen kosninguna gegn Jim Webb, sem hefur orðið ein bjartasta stjarna demokrataflokksins. Í kosningabaráttunni afhjúpaði hann Allen sem tilgerðarlegan uppskafning og aula - og fyrir nokkrum dögum síðan tók Webb að sér að flytja andsvar demokrata við stefnuræðu forsetans, og meira að segja fréttaskýrendur, sem vanalega eru helstu klappstýrur forsetans, urðu að viðurkenna að Webb hefði flutt miklu flottari ræðu en Bush. Webb virðist því vera á krossferð gegn þykjustukúrekum repúblíkanafloksins! (sjá færslu mína um ræðu Webb hér, og ræðu Bush hér og hér.)
En þykjustukúrekunum þykir mjög óþægilegt þegar fólk fattar hverskonar prinsipplausir aular þeir eru. George "Macaca" Allen tapaði tiltrú "The Sons of Confederate Veterans", og Bush hefur tapað fylgi hörðustu stuðningsmanna repúblíkanaflokksins - sérstaklega í kjölfar fyrrnefndrar State of the Union ræðu. "The moral majority" hefur lýst yfir djúpstæðri vandlætingu á innihaldi SOTU ræðu hans. The Moral majority fattaði nefnilega að þeir, eins og allir aðrir Bandaríkjamenn, hefðu keypt köttinn í sekknum þegar þeir kusu Bush sem forseta.
Þegar George Allen kom heim eftir að hafa eytt öllum deginum í að reyna að sannfæra kjósendur og fjölmiðla um að hann ætti virkilega erindi á þing, að hann væri þeirra maður, var hann auðvitað atkerður. Það er erfitt að eyða öllum deginum í role-playing! Og þegar Allen róaði taugarnar með því að keyra litla sláttutraktorinn sinn:
His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.
Meðan Macaca Allen var bara óbreyttur senator - er Bush leiðtogi hins frjálsa heims. POTUS sjálfur! (að vísu var Allen með heljarinnar plön um áð bjóða sig fram til forseta - og National Review spáði því vorið 2006 að forsetakosningarnar 2008 yrðu einvígi milli Mitt Romney og Allen... Talandi um spádómsgáfu nýíhaldsmanna!) Og þó smávægilegur senator geti kannski þaggað niður allar óþægilegar spurningar með því að keyra í hringi á poggulitlum traktor, þarf forsetinn eitthvað stórtækara! Alvöru jarðýtu!
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 17.12.2006
... og "the real Macaca" er maður ársins, skv. Salon.com
Salon.com hefur útnefnt Shekar R. Sirdath mann ársins. Einn örlagaríkan ágústdag var Sirdath á kosningafundi hjá George Allen í Virginíu þegar Allen, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, ákvað að benda á Sirdath - sem er hörundsdökkur - og bjóða hann "velkominn" með eftifarandi orðum:
Let's give a welcome to macaca here. Welcome to America and the real world of Virginia.
Sirdath þurfti ekki Allen til að bjóða sig velkominn, hvorki til Virginíu né Ameríku. Sirdath hefur búið alla sína ævi í Virginíu. Ólíkt Allen, sem ólst upp í Kaliforníu. Að vísu voru foreldrar Sirdath frá Indlandi, en fjölskylda Allen er líka innflutt - frá Norður Afríku. Allen átti síðan í mestu vandræðum með að útskýra hvað hann hafði eiginlega verið að segja: fyrst reyndi hann að halda því fram að "macaca" þýddi "caca-mohawk", (eins og það sé kurteislegt að uppnefna fólk kúka-haus, því Sirdath var ekki með hanakamb...?) Þvínæst þóttist hann hafa fundið orðið upp. En svo rifjaðist það upp fyrir gömlum vinum Allen að hann hefði kallað fólk af öðrum kynþáttum ljótari nöfnum. Til að gera langa sögu stutta tapaði Allen fyrir Jim Webb, og tryggði þannig demokrötum meirihluta í öldungadeildinni. Í sumar var Allen að velta fyrir sér forsetaframboði 2008... Sjá fyrri færslur mínar um "the mysterious macaca" hér.
Salon lýkur umfjöllun sinni um Shekar Sirdath með þessum orðum:
Jim Webb eked out a statewide victory on the basis of massive margins in the booming suburbs of northern Virginia. Macaca and all the missteps that followed helped convince voters in these affluent, well-educated and increasingly diverse zip codes outside Washington that they had grown tired of George Allen. But the same voters may also have recognized Sidarth, born and raised in northern Virginia, a straight-A student at a state college and a member of the local Hindu temple, as their neighbor. Allen was just a California transplant with dip and cowboy boots who had glommed on to the ancient racial quirks of his adopted home. Sidarth was the kid next door. He, not Allen, was the real Virginian. He was proof that every hour his native commonwealth drifts further from the orbit of the GOP's solid South and toward a day when Allen's act will be a tacky antique. Allen was the past, Sidarth is the wired, diverse future -- of Virginia, the political process and the country.
Það er nefnilega ekki Allen, eða þingmenn sem fá að ákveða hvað er "the real world".
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 16.12.2006
Truthiness og Macaca orð ársins
Fyrir nokkrum dögum var "Truthiness" kosið orð ársins af Websters. Truthniness er skilgreint sem sannleikur sem hefur ekki verið íþyngt með staðreyndum, eða sannleikur sem kemur frá "the gut", en ekki úr bókum.
"I think there's a serious issue lurking behind the popularity of the word truthiness," said John Morse, President and Publisher of Merriam-Webster Inc. "What is it exactly that constitutes truth today? This isn't just a political question-it's relevant to a broad spectrum of social issues where our ideas on the nature of authority are being challenged. Adopting the word truthiness is a playful way to deal with this important question."
Global Language Monitor, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með orðanotkun hefur svo ákveðið að lýsa macaca "the politically incorrect word of the year"
"The word might have changed the political balance of the U.S. Senate, since Allen's utterance (an offensive slang term for Indians from the Sub-continent) surely impacted his election bid," said the group's head, Paul JJ Payack.
Ég held að 2006 hljóti að hafa verið ár orðsins í bandarískum stjórnmálum - því orð réðu útkomu kosninganna - og utanríkisstefna forsetans snýst núorðið alfarið um merkingu orða, og til þess að lýsa stjórnmálafílósófíu Bush þurfti að finna upp alveg splúnkunýtt orð: truthiness: truth from the gut, unencumbered by facts.
M
Macaca | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er til merkis um algjört rökþrot þegar menn fara að rífast um merkingu orða. Og ef það er eitthvað að marka orðhengilshátt bandaríkjaforseta í Íraksmálum - en öll utanríkisstefna forsetans virðist nú snúast um hvað eigi að kalla stríðið í Írak, þ.e. að það sé ekki "borgarastríð", heldur eittvað allt allt annað. En það er ekki bara forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans sem þykjast vera betur máli farnir en aðrir, og vita betur hvað eigi að kalla hlutina. Repúblíkanaflokkurinn virðist fullur af kverúlöntum og litlum merkikertum í snyrtilegum jakkafötum sem halda að það sé legitimate rökræðutækni að skilgreina hugtök upp á nýtt og gagrýna andstæðinga sína fyrir að kunna ekki rétt mál, eða kalla ekki hlutina sínum "réttu nöfnum"...
Og nú beina íhaldsmenn spjótum sínum að rauðliðanum Webb: Um daginn lenti Jim Webb, nýkjörnum öldungadeildarþingmanni Virginíu, saman við George W. Bush, fertugasta og þriðja forseta Bandaríkjanna. Bush, sem ber ábyrgð á því að þúsundir bandarískra hermanna hafa fallið í misheppnaðri hernaðaraðgerð sem kom af stað "innanríkisátökum og upplausn" í Írak, spurði Webb "How's your Boy" - en sonur Webb er í Írak. Webb svaraði: "I'd like to get them out of Iraq, Mr. President", þ.e. Webb vill fá son sinn til baka frá Írak. En frekar en að segja eitthvað eins og "let us hope they can all return soon", eða "We must do everything we can to make sure that they succeed in their mission, and can return home soon", eða bara eitthvað kurteislegt, eitthvað sem sýndi að hann skildi að Webb ætti son sem væri í lífshættu, ákvað foresetinn að hreyta út úr sér: "That's not what I asked you, How's your boy?" Og þessu svaraði Webb: "That's between me and my boy, Mr. President" (sjá færslu mína um þessi samskifti þeirra hér.)
Það ætti að vera öllum ljóst hvor aðilinn sýndi hinum dónaskap, hvor kom fram af hroka og hvor ætlaðist til þess að embættisstaða sín kallaði fram undirlægjuhátt og smjaður... Ef ég ætti börn sem væru föst í tilangslausu borgarastríði einhverstaðar í eyðimörk hinum megin á hnettinum myndi ég líka vilja fá þau aftur, og ég skil mjög vel að Webb skuli hafa vogað sér að láta þá skoðun í ljós, þó forsetinn væri valdamikill og auðugur maður.
En bandarískir hægrimenn og fréttaskýrendur hafa aðrar skoðanir á þessum samskiftum. George F. Will á Washington Post skrifaði langa grein um "dónaskap" Webb gagnvart forsetanum. Samkvæmt Will er Webb nefnilega "a boor". Í frásögn Will urðu samskifti þeirra tveggja þannig:
When Bush asked Webb, whose son is a Marine in Iraq, "How's your boy?" Webb replied, "I'd like to get them [sic] out of Iraq." When the president again asked "How's your boy?" Webb replied, "That's between me and my boy." ... Webb certainly has conveyed what he is: a boor. Never mind the patent disrespect for the presidency. Webb's more gross offense was calculated rudeness toward another human being -- one who, disregarding many hard things Webb had said about him during the campaign, asked a civil and caring question, as one parent to another.
Til þess að ná fram réttum áhrifum sleppir Will snúðugu svari forsetans, og sleppir því að Webb ávarpaði forsetann "mr. President". Hvað sem því líður þykist Will vera búinn að sanna að Webb sé dóni, sem ekki þurfi að taka alvarlega. Hér birtist hugmynd margra afturhalds-íhaldsmanna um kurteisi og helgi stofnana og nauðsyn þess að menn bukti sig og beygi frammi fyrir sér hærra settum embættismönnum. Bændadurgar eins og Webb eiga að sýna sýslumanninum virðingu, jafnvel þó sýslumaðurinn sé getulaus auli sem hafi sólundað sveitasjóðinum, steypt sveitinni í skuldir, sendi börn bænda út í opinn dauðann og neiti að viðurkenna að hann hafi gert nein mistök?
En þessi ímyndaða ókurteisi er ekki alvarlegasti glæpur Webb. Nei. Helsti glæpur hans er nefnilega að "[he] has become a pompous poseur and an abuser of the English language before actually becoming a senator", og máli sínu til stuðnings vitnar Will í grein sem Webb skrifaði í Wall Street Journal (sjá fyrri færslu mína um þá grein hér).
Umfjöllun Will um Webb er áhugaverð, því í henni birtast nokkur af uppáhalds rökræðutækjum margra repúblíkana og íhaldsmanna. Útúrsnúningar eru auðvitað eftstir á lista, enda byrjar Will grein sína á að þeim. Þvínæst er orðhengilsháttur. Will vitnar í grein Webb. Webb hafði skrifað:
"The most important -- and unfortunately the least debated -- issue in politics today is our society's steady drift toward a class-based system, the likes of which we have not seen since the 19th century. America's top tier has grown infinitely richer and more removed over the past 25 years. It is not unfair to say that they are literally living in a different country."
Þessu svarar Will þannig:
Never mind Webb's careless and absurd assertion that the nation's incessantly discussed wealth gap is "the least debated" issue in American politics.
In his novels and his political commentary, Webb has been a writer of genuine distinction, using language with care and precision. But just days after winning an election, he was turning out slapdash prose that would be rejected by a reasonably demanding high school teacher.
Það er semsagt prósinn sem er ekki nógu góður? Og hvað er það sem Will mislíkar? Notkun Webb á orðinu "literally". Webb segir að hinir ríkustu lifi "bókstaflega" á annarri öld en almenningur. Það er vissulega rétt að Webb hefði átt að segja "figuratively" eða eitthvað álíka, en raunveruleikinn er engu að síður hinn sami, og Webb lýsir hlutunum eins og þeir birtast almenningi, þ.e. venjulegu fólki sem þarf að hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum en hvort forsetinn hafi verið ávarpaður af tilhlýðlegri virðingu og hvort þingmenn séu nógu vel máli farnir og noti réttar myndlíkingar. Það sama gildir um stríðsátökin í Írak. 68% allra Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að það sé borgarastríð í Írak, og allir fréttaskýrendur eru sömu skoðunar, þó sumir noti enn orðalag stjórnarinnar, af "virðingu við forsetaembættið", eða eitthvað álíka gáfulegt. Það getur varla skift miklu að íbúum Írak og öllum fræðimönnum sem fjalla um Mið Austurlönd eða borgarastríð séu þeirrar skoðunar að átökin séu borgarastríð?
Eftir að þeir töpuðu kosningunum virðast repúblíkanar ekki treysta sér til annars en að rífast um orð og orðanotkun... En það er rétt að rifja það upp að Jim Webb sigraði frambjóðanda repúblíkana George "Macaca" Allen, eftir að sá síðarnefndi kom upp um hverskonar orðaforða hann hefði. Allen reyndi líka að snúa sig út úr því vandamáli með því að reyna að endurskilgreina og búa til ný orð.
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 20.11.2006
Sannanir fyrir því að CIA hafi látið drepa Bobby Kennedy
Frásögn the Guardian af aðdraganda morðsins á Bobby Kennedy er frábær lesning! Ég er samt ekki sáttur fyrr en það er búið að sýna tengsl Mossad og OAS við morðið á Bobby Kennedy - OAS (Organisation Armee Secrete) er, eins og allir áhugamenn um fasísk terroristasamsæri vita, langsamlega skemmtilegasta conspiracy-organization seinustu fimmtíu ára eða svo. Ekki síst vegna tengsla OAS við Frönsku útlendingaherdeildina og liðhlaupa úr SS, og svo vegna þess að toppmenn og launmorðingjar úr OAS virðast hafa verið viðstaddir morðið á stóra bróður Bobby í Dallas. (Mossad er auðvitað efst á lista þegar kemur að öllum samsærum allra tíma!)
Rannsókn á vettvangi sýndi að fleiri skotum hafði verið hleypt af en höfðu geta komist fyrir í byssu Sirhan B Sirhan, sem var ásakaður fyrir morðið - og þess utan að Bobby Kennedy hafi verið skotinn af stuttu færi í bakið, en Sirhan á að hafa staðið fyrir framan hann...
M
ps: Það er rétt að taka fram að Sirhan B Sirhan fellur, samkvæmt dýrafræði George Allen í flokkinn "macaca" - og þá er rétt að hafa í huga að Allen er sjálfur einhverskonar "pied noir", þó að Allen tengslin séu til Túnís, en ekki Alsír, þar sem OAS starfaði. Sirhan B. Sirhan hljómar líka grunsamlega líkt nafni Shekar R. Sidarth, sem Allen uppnefndi "macaca"...
Macaca | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir akkúrat tíu mínútum síðan viðurkenndi Macaca að hafa tapað fyrir demokratanum Jim Webb. Örstuttu fyrr lýsti Conrad Burns sig sigraðan. Og við þurfum því að kveðja þessa tvo skemmtilegustu öldungardeildarþingmenn Bandaríkjanna. Það hefur að vísu ekkert sést til Burns - Allen mætti nefnilega á fund, og flutti ræðu, meðan Burns lét sér nægja að hringja í mótframbjóðanda sinn Jon Tester.
Burns, 71, didn't say what he plans to do now, though he indicated he was looking forward to taking some time off. "I hope there is still a good-sized buck out there, because I am going hunting," he said.
Burns er semsagt að fara að skjóta dýr. Dick Cheney eyddi þriðjdeginum á skytteríi einhverstaðar í Suður Dakóta. Það er sennilega mjög róandi fyrir taugarnar að drepa eitthvað? Samkvæmt áræðanlegum fréttum ætlar Allen hins vegar ekki að drepa neinn, eða neitt, þó hann hafi tapað á þriðjudaginn. Hann segist hins vegar hafa fundið það í biblíunni að hann ætti að játa sig sigraðann:
"The Bible teaches us there is a time and place for everything, and today I called and congratulated Jim Webb," he said.
Wonkette segir að Allen hafi hins vegar haft (bandarískan) fótbolta með sér á fundinn, og kastað honum glettnislega til eins gestanna. Myndin að ofan sýnir Allen með boltann. Ræðan var víst mjög kurteisleg - Allen gekk þá út með sæmd, en ekki í einhverskonar skrýtnu fýlukasti eins og Burns. Samkvæmt Wonkette, sem livebloggaði ræðuna:
Actually a gracious speech, and it sounded sincere. Nice to show a little class, we like.
Og þar sem Allen er seinasti öldungardeildarþingmaður Repúblíkana til þess að viðurkenna ósigur (það á ennþá eftir að klára að telja, eða telja aftur, í kosningum til nokkurra þingsæta) hef ég ákveðið að setja upp sorgarbúning á síðuna - þar til í fyrramálið, í það minnsta. Um hvað á ég að blogga núna, eftir að Conrad Burns, Rick Santorum, Katherine Harris og Macaca Allen eru öll dottin út af þingi, og búið að reka Donald Rumsfeld? Það er eins gott að Nancy Pelosi sé eins galin og hægrimenn og AM Talk radio hafa lofað okkur!
Allen hefur gefið í skyn að hann sé ekki alfarinn úr pólítík - það verði "a grand Macaca comeback" 2008. Að vísu ætlar Allen ekki lengur að reyna að bjóða sig fram til forseta. Núna er markið sett á fylkisstjórastól Virginíu eða sæti John Warner í öldungadeildinni.
M
Allen játar ósigur í Virginíu; fer ekki fram á endurtalningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Macaca | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það lítur út fyrir að George Macacawitz ætli að krefjast endurtalningar á atkvæðum í Virginíu - og samkvæmt lögum fylkisins má ekki byrja að telja atkvæði upp á nýtt fyrr en í lok mánaðarins! Og það þýðir að við fáum sennilega ekki að vita hvort öldungadeildin verði Macaca-free eða ekki.
Virginias election laws allow an apparent loser to request a recount if a contests margin is less than 1 percent and the margin in the preliminary results of the states Senate election stood this morning at about one-third of 1 percent.
According to a statement issued this month by the states Board of Elections, no request for a recount may be filed until the vote is certified, which is scheduled to happen this year on Nov. 27th.
Á þessari stundu er Webb með um það bil 8 þúsund atkvæða forskot, af 2.3 milljón greiddum atkvæðum. Þó ég vilji að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeildinni er ég eiginlega farinn að kvíða því að sjá á eftir Allen. Núna þegar demokratarnir eru búnir að fella alla vitlausustu og gölnustu þingmönnum repúblíkana er orðið fátt um fína drætti í þinginu - og það þarf alltaf að hafa minnst einn suðurríkjarasista sem dreymir um að endurreisa the Confederacy!
Í Montana er Tester með 3100 atkvæða forskot. Frambjóðandi frjálshyggjuflokksins (The Libertarian Party) er með 3% fylgi, eða 10.300 atvæði samkvæmt nýjustu tölum. Frjálshyggjumenn eru sennilega sá hluti stóra tjaldsins sem er hvað ósáttastur við þá stefnu sem Repúblíkanaflokkurinn hefur tekið.
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 7.11.2006
Síðustu fréttir frá Montana og Virginíu - Conrad Burns í fýlu og the Macacas styðja Webb, en ekki Macaca Allen
Kosningaþátttaka í Virginíu er óvenjulega góð - og liberal blogospherið er sannfært um að það sé Webb að þakka. Á seinasta kosningafund Webb fyrir kosningar mættu 6-7000 manns, meðan Allen hélt fund með 250 stuðningsmönnum.
Reports from around Virginia early Tuesday indicated an extraordinarily high turnout for a midterm election, with perhaps 65 percent of registered voters expected to cast ballots, state elections officials said. That would double the midterm turnout in 2002.
Ég var búinn að sætta mig við að hafa Allen í þinginu - en það lítur út fyrir að við þurfum að lifa án "the wit and wisdom of the Macaca". Svo lítur líka út fyrir að Conrad Burns sé undir í Montana. Undanfarna daga voru búnar að koma nokkrar kannanir sem sýndu að Burns væri að saxa á forskot demokratans Tester - en seinasta könnnin sem var gerð í Montana sýnir að Tester hafi stuðning 49% kjósenda en Burns 44%.
Burns er víst í fýlu yfir þessum niðurstöðum. Talsmaður Burns, Jason Klindt gagnrýndi The Great Falls Tribune fyrir að birta tölurnar.
Running a bogus poll on the day before an election to try and suppress Republican voter turnout is irresponsible and in poor taste.
Og af hverju voru starfsmenn Burns þeirrar skoðunar að könnunin væri "bogus"?
The only evidence Klindt offered for characterizing the poll as bogus was that the numbers just dont smell right.
Það er þetta með lyktina af skoðanakönnunum og tölum. Think Progress bendir á að Tester hafi verið með meira fylgi en Burns í öllum könnunum síðan í apríl. Demokratarnir fella vini okkar Santorum, Allen og Burns, auk þess Mike DeWine í Ohio og Lincoln Chafee í Rhode Island. Það er séns á að repúblíkaninn Jim Talent í Missouri tapi. Og ef svo fer missa Repúblíkanar meirihluta í öldungadeildinni.
M
Macaca | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er komið að kosningum - og nú er ekkert að gera annað en að sitja og bíða. Ég hef líka ákveðið að lesa engin stjórnmálablogg í dag! Morgndagurinn og afgangurinn af vikunnu verður svo undirlagður af post-election analysis og vangaveltum. Við þurfum t.d. að sætta okkur við að frambjóðendur Repúblíkana hafi allir unnið með grunsamlegum 1% mun...
En þangað til er hægt að athuga með gengi gamalla vina okkar - og hvaða Bandaríski pólítíkus er skemmtilegri en "the mysterious Macaca"? Síðan í gær hef ég séð nýja könnun um gengi George Macacawitz Allen. Þessi var gerð af SurveyUSA fyrir lókal sjónvarpsstöð, en samkvæmt henni er Webb kominn með öruggt forskot:
Democrat Jim Webb has surged ahead of Republican George Allen in the last poll of the campaign, conducted for News-7 by SurveyUSA. The survey shows Webb with 52% of the likely voters, with 44% going to Allen.
Allar aðrar kannanir hafa sýnt Allen með örmjótt forskot á Webb, en ef Demokrötum tekst að ná Webb inn í virginíu eiga þeir smá séns á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Það er forvitnilegt að skoða niðurstöðurnar í heild sinni: Það kemur t.d. ekki á óvart að Allen njóti frekar lítils stuðnings svartra kjósenda (22% segjast ætla að kjósa hann, en 71% Webb), og sömuleiðis að Allen rúlli upp atkvæðum þeirra sem hættu í skóla fyrir 18 ára aldur (53% á móti 42% fyrir Webb), og að Webb fái atkvæði 63% þeirra sem hafa lokið MA eða doktorsnámi. Við eigum eftir að sakna Allen ef hann nær ekki kjöri. En Webb er víst líka góður suðurríkjadrengur.
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)