Youtube er "vinstrisinnað"? Ekki QubeTV sem er "conservative alternative to Youtube"!

Öll þúrör internetsins flytja bara vinstriáróðurYoutube er víst einhverskonar "vefsíða" þar sem hver sem er getur hlaðið inn vídeómyndskeiðum af nokkurnveginn hverju sem er, og er í eigu "the, Google.com". Ég hef reyndar ekki orðið var við einhverskonar "vinstri slagsíðu" á Youtube - enda hef ég aðallega notað hana/það (hvers kyns er "youtube"? og eigum viðað tala um það eða þau rörin? Þúrörið?) til að horfa á tónlistarmyndbönd. En það hefur ekki stöðvað hægrisinnaða athafnamenn í að stofna nýtt "hægrisinnað" Youtube!

Republican White House veterans Charlie Gerow and Jeff Lord have created a new conservative video Web site called QubeTV, which they describe as an alternative to YouTube, a popular clearinghouse for sharing video files.

Both Mr. Gerow and Mr. Lord, who served as aides during the Reagan administration, say QubeTV is necessary because of what they view as an anti-conservative bias by the administrators of YouTube.

"We saw a need for a social-networking site for the center-right," Mr. Gerow said of the site, at www.Qubetv.tv. "They want something that isn't controlled by our good friends at Google."

Er Youtube nú orðin "social networking site" sem hefur "anti-conservative bias"? Ég skal viðurkenna að þessir skriffinnar sem störfuðu í ríkisstjórn Reagan (sem var við völd fyrir umþaðbil hálfri öld síðan, eða svo) þekkja kannski betur til veraldarröranna allra en ég, svo það má vel vera að Youtube sé hluti af einhverju marxísku samsæri, stjórnað af milljarðamæringunum í Google...

Washington Times útskýrir reyndar þetta fáránlega upphlaup í annarri málsgrein fréttarinnar:

YouTube rose to prominence in political circles last year when former Sen. George Allen, Virginia Republican, had his infamous "macaca" moment posted on the site, which many believe led to his defeat by Democrat James H. Webb Jr.

Þessir vefsnillingar telja semsagt að það sé hægt að sporna einhvernveginn við heimskulegum "macaca" kommentum rasískra frambjóðenda repúblíkanaflokksins með því að setja upp "vefsíðu"?

Þetta virðist reyndar vera einhverskonar trend hjá bandarískum hægrimönnum - fyrir nokkrum mánuðum síðan skrifaði ég um Conservapedia, sem er "conservative alternative to Wikipedia" - því Wikipedia er víst líka "vinstrisinnað". Ég held að lausnin sé ekki að setja upp nýjar hægrisinnaðar vefsíður: Er ekki allt internetið með vinstrislagsíðu? Þarf ekki að setja upp nýtt hægrisinnað internet til að stemma stigu við öllum marxismanum sem grasserar á "the world-wide intertubes"?  

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband