Conservapedia stofnuð - því Wikipedia hefur "liberal bias"?!

MenningariðnaðurinnÞað sem er kannski skríngilegast við afturhaldssömustu anga Repúblíkanaflokksins - og sérstaklega evangelistana, er að þeir hafa byggt í kringum sig nokkurskonar hliðarraunveruleika af neysluefni. Í þessum kristna hliðarveruleika eru til "kristnar" rokkhljómsveitir, "kristinar" líkamsræktarstöðvar og "kristið" lesefni, tölvuleikir, sjónvarpsefni, og jafnvel matvörur. Þessi hliðarraunveruleiki þeirra nær svo líka til fréttaflutnings, því stór hluti þessa fólks treystir á Fox news sem helstu fréttauppsprettu sína. Og við vitum öll að Fox news flytur ekki fréttir, nema að mjög litlu leyti.

Þetta er svosem ekkert nýtt, því kristilegt neysluefni og fréttir sem neysluefni eða áróður eru minnst jafn gamalt og fjöldafjölmiðlun, sjónvarp og útvarp. En á undanförnum fimm til tíu árum hefur þessi hreyfing fyrir því að smíða "kristinn" hliðarraunveruleika tekið mikinn kipp. Og vöxtur þessa hliðarraunveruleika þar sem allt á að vera þóknanlegy siðgæðiskenningum og stjórnmálaheimspeki Pat Robertson og félaga virðist síst hafa hægt á sér. Heimaskólunarhreyfingin á vafalaust sinn þátt í þessu, en mikið af kristnum foreldrum kennir börnunum sínum heima, frekar en að senda þau í almenningsskóla (Því þeir eru víst forarstíur kynvillu, guðleysis og annars ósóma...). Foreldrar sem kenna börnunum sínum heima þurfa nefnilega að geta keypt allskonar kennsluefni: vídeómyndir, tölvuleiki og bækur. Og einhver þarf að selja þetta efni - og því hefur vaxið heljarmikill iðnaður í kringum að framleiða og selja kristið kennsluefni.

Öll þessi "creationist ministries" og allir sköpunarsögukennarar sem fara um og halda fyrirlestra gegn háum gjöldum eru nefnilega ekkert annað en frekar óprúttinn atvinnurekstur, sem gengur út á að selja falsvísindu til foreldra sem halda að þeir séu að gera börnunum sínum greiða með því að kenna þeim heima, og halda að þeim biblíunni og "heimsmynd biblíunnar". Hernaður Lynn Cheney og annarra forkálfa akademísku menningarstríðanna snérist einnig að því að fá skólabókum í almenningsskólum breytt, svo þeir falli heimssýn evangelista betur að geði.

En hvað sem hagfræði menningarstríðanna líður hefur vaxið upp stór "menningariðnaður" (Adorno og Horkheimer dreymdi sennilega um svona menningariðnað í svörtustu martröðum sínum!) sem framleiðir kennsluefni og "vísindi" fyrir heimaskóla. Þá geta evangelískir kjósendur repúblíkanaflokksins vafið sig inn í:

  1. kristna neyslumenningu,
  2. kristnar og GOP-friendly fréttir og
  3. "kristin" vísindi!

Það erut tvö vandamál við þennan hliðarraunveruleika evangelista og Fox-kjósenda repúblíkanaflokksins. I fyrsta lagi er að þessi ímyndaði hliðarraunveruleiki þeirra er ekki til í alvörunni... og áróðurinn og ruglið sem hann byggir á stangast stundum á við raunveruleikann, stundum með saðvænlegum afleiðingum, samanber stríðið í Írak. Í öðru lagi eru æðstuprestar þessa raunveruleika - sjónvarpsmenn á borð við Bill O'Reilly og trúarleiðtogar á borð við Pat Robertson og "vísindamenn" á borð við "dr" Paul Cameron, í stöðugu trúboði og stríði við fólk í "the reality based community". Fyrir vikið er ekki nóg að þetta fólk fái að lesa um sköpunarsöguna heima - öll önnur börn þurfa líka að verða neydd til að lesa um sköpunarsöguna. Og svoleiðis vitfirring er frekar pirrandi fyrir okkur hin sem viljum fá að búa í raunveruleikanum - ekki coocoo veröld þar sem fóstureyðingar eru alvarlegasa samfélagsvandamál samtímans! Ekki kannski umhverfisvernd? Félagslegt réttlæti? Nei?

Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvað kom fyrst: 1) Repúblíkanaflokkurinn og pólítískir entrepreneurs sem fundu út að þeir gætu lifað góðu lífi og fengið aðgang að völdum með því að höfða til og espa upp kjósendur sem eru með ranghugmyndir um veröldina sem við búum í eða, 2) Prestar og trúarleiðtogar sem lifa kóngalífi á að kreista peninga út úr kirkjugestum sínum. En eitt er víst, að síðan skemmtana og fræðiiðnaður evangelista komst af stað hefur þessari hreyfingu vaxið fiskur um hrygg. "Kristna" neyslumenningin hefur virkað eins og olía á eld fáfræðibáls "the base"...

Það sem kemur í veg fyrir að manni fallist fullkomlega hendur þegar maður stendur frammi fyrir þessari þjóðfélagsþróun og því skelfilega fasíska afturhaldi sem þetta fólk vill að stjórni Bandaríkjunum, er að þessi hliðarraunveruleiki þeirra allur er yfirleitt svo hörmulega barnalegur eða einfeldningslegur að maður getur ekki annað en hlegið. Dæmi um það er "Conservapedia" sem er "conservative alternative to Wikipedia", því Wikipedia er víst öll uppfull af "Liberal Bias". Og hvað eru dæmi um "liberal bias":

Wikipedia often uses foreign spelling of words, even though most English speaking users are American. Look up "Most Favored Nation" on Wikipedia and it automatically converts the spelling to the British spelling "Most Favoured Nation", even there there are far more American than British users. Look up "Division of labor" on Wikipedia and it automatically converts to the British spelling "Division of labour," then insists on the British spelling for "specialization" also. Enter "Hapsburg" (the European ruling family) and Wikipedia automatically changes the spelling to Habsburg, even though the American spelling has always been "Hapsburg". Within entries British spellings appear in the silliest of places, even when the topic is American. Conservapedia favors American spellings of words

Unlike most encyclopedias and news outlets, Wikipedia does not exert any centralized authority to take steps to reduce bias or provide balance; it has a "neutral point of view" policy but the policy is followed only to the extent that individual editors acting in social groups choose to follow it. For example, CNN would ensure that Crossfire had a representative of the political right and one from the political left. In contrast, Wikipedia policy allows bias to exist and worsen. For example, even though most Americans (and probably most of the world) reject the theory of evolution. Wikipedia editors commenting on the topic are nearly 100% pro-evolution. (Því við þurfum alltaf að hafa "báðar" hliðar: talsmenn vísindlegrar stærðfræði og talsmann "kristilegarar" stærðfræði?)

Og þar fram eftir götunum. Það furðulegasta við langan lista sem forsvarsmenn "conservapedia" hafa sett saman yfir "glæpi" Wikipedia snúast fæstir um "liberal bias" - heldur um að það sé of mikið af upplýsingum um tónlist á Wikipedíu (sérstaklega virðist þeim í nöp við Moby!) eða að það sé of mikið af quirky historical anecdotes í færslum um sagnfræði - með öðrum orðum, að færslur um sagnfræði á Wikipedíu séu of oft skemtilegar! (sem ég get vitnað um að er ekki rétt - ég hef lesið mikið af sagnfræðifærslum á Wikipedíu - og flestar færslurnar eru einstaklega þurrar). Jú, og svo er eitt annað sem stofnendur Conservapedíu eru ósáttir við: Wikipedía er of full af Anglophulíu!?

Þetta Conservapedia er eitt furðulegasta dæmið um internet entrepreneurship sem ég hef séð!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg færsla!

Steinar (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:03

2 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta væri allt saman drepfyndið ef þetta væri liður í einhverju allsherjar "Tekinn" samsæri. Maður bíður alltaf eftir því að einhver stökkvi fram og tilkynni að þetta var allt saman bara grín. *Andvarp*

Að orðið [i]pro-evolution[/i] skuli vera orðið til er auðvitað sorglegra en tali tekur. Svo segja þeir að [i]líklega[/i] hafni mestöll heimsbyggðin þróunarkenningunni. Það var þá nákvæmnin.

En já, endilega leyfum þessum blábjánum að lifa í sínum eigin veruleika þar sem þeir verða ekki fyrir ónæði frá hinum frjálslyndu. Hið versta er samt þegar þetta lið tekur upp á að innræta börnum sínum þessi viðhorf. Myndin [i]Jesus Camp[/i] gefur einum of nána mynd af slíku. Óhuggulegt rugl, svo ekki sé meira sagt.

Þarfagreinir, 23.2.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Þetta er ótrúlegt. Einnig finnst mér merkilegast að þróunarkenningin sé eitthvað annað en staðfastur, viðtekinn sannleikur hjá svo stórum hluta fólks.

En conservapedia er greinilega eitthvað sem maður þarf að bæta við í tímaþjófasafnið!  

Dagbjört Hákonardóttir, 23.2.2007 kl. 16:51

4 Smámynd: FreedomFries

Hún opnast svo hægt (allavegana í gær) að það er eiginlega engin leið að lesa hana. Ég hef séð á bloggsíðum sem fylgjast með evangelískri og fox-gop vitleysu að skýringin sé sennilega sú að við liberal netborgarar höfum öll flykkst til að berja þessa furðu augum, og svo að íllgjarnir aktívistar hafa verið að sabotera færslur á Conservapedíu!

Þróunarkenningarruglið er besta sönnun þess að þetta fólk sé ekki jarðtengt, og þegar maður bætir við annarri vitleysu sem þetta fólk trúir, og vafasömum skoðunum þeirra á stjórnmálum og hlutverki ríkisins í að segja okkur hvernig við eigum að haga lífi okkar - og hlutverki ríkisins í að stunda trúboð, getur maður ekki annað en fyllst skelfingu. Þetta eru nefnilega engir "hægrimenn" - það er nefnilega ekkert að hægrimönnum. Við höfum öll ólíkar skoðanir á stjórnmálum. En það er ekki allt í lagi með fólk sem er veruleikafyrrt og vitfirrt, hálfgerðir fasistar og trúir þess utan á einhverskonar satanisma... Því eins og allir sem hafa séð Jesus Camp vita er þessi helvítis fóstur-fetish og hommahaturstrú þeirra ekkert annað en satanismi. Og hjáguðadýrkun (samanber pappabush sem börnin voru látin tilbiðja!)

Jú - og það gleður mig að geta hjálpað ykkur að sóa tíma á veraldarvefjunum!

FreedomFries, 23.2.2007 kl. 17:14

5 Smámynd: Anna

Úff, þetta er ótrúlegt!  Það er alveg rétt hjá þér að þessi evangelíska stefna þarna í BNA er löngu komin langt austur fyrir allt sem heitir hægri.  Þetta er vægast sagt skelfileg þróun, ekki síst vegna þess að þegar fólk telur sig í alvörunni betri en aðra á grundvelli lífsskoðunar er ekki nokkur leið að það geti lifað í sátt og samlyndi við annars konar fólk.  Sorglegt...

Anna, 23.2.2007 kl. 18:39

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta ætti að dæma sig sjálft, svo absúrd er þetta.  Og þó...ég hef stórlega ofmetið meðalgreind þarna í biblíubeltinu og getu til gagrýninnar og sjálfstæðrar hugsunnar. Ég reyni þó að halda dauðahaldi í trú mína á mannkynið þótt fingurnir séu farnir að dofna.

Jesus Camp?  Jesus Christ!!

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 22:53

7 identicon

Maður verður nú bara hræddur.

Þar sem ég er íslendingur, skoðaði ég hvað conservapedia hafði að segja um leif Eiriksson, hann var ekki á skrá, hinsvegar var Columbus skráður sem "the first european sailor to discover the americas", svo mig langaði að bæta við að Leifur hafi nú verið á undan, en this is the catch það er ekki hægt að skrá sig til að breyta skrám, þetta er ekkert wikipedia, þetta er bara rugl  :P

Davíð (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:41

8 identicon

Þetta er hræðilegt!! í einu orði sagt. Trú mín á mannkynið er löngu farin á ruslahaugana eins og hjónabandið stefnir samkvæmt biskupi Íslands.

 Skemmtilegt og fræðandi blogg, á eftir að koma hér aftur.

Svanhvít (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband