Færsluflokkur: Macaca
Og það sem skiptir mestu máli er að vera grannvaxinn, með skýra kjálkalínu og einbeitt augnarráð. Í rannsókninni var fólk látið horfa á tíu sekúndna hljóðlaus myndbandsskeið af frambjóðendum demokrata og repúblíkana í 58 fylkisstjórakosningum 1988-2002, og látið spá fyrir um hvor frambjóðandinn myndi vinna. Ef þátttakendur þekktu annan hvorn frambjóðandann var svarið ógilt - og því hefði niðurstaðan átt að vera fullkomlega random, þ.e. ef útlit skiptir engu máli. En útkoman var sú að spár fólks um hver vann voru nokkuð góðar.
The research did not show that any individual volunteers were exceptionally good at making predictions -- individuals regularly made predictions that were right and wrong. But when the answers were averaged over the whole group, the volunteers were able to spot winners more often than mere chance would dictate.
Curiously, when the sound was on and the volunteers could hear what each candidate said for 10 seconds, the viewers became much more confident in their guesses about who won, but their predictions became worse -- no better than chance. ...
"Economists have focused on the performance of the economy under the incumbent," he said. "Those factors explain at most 10 percent of the variation in the election outcomes and probably much less, whereas the personal factors explain between 20-30 percent." ... My guess is it affects undecided voters, these are the guys who swing the elections at the end," said Alexander Todorov, a psychologist at Princeton University who has conducted similar experiments. He found that when people are shown two photographs of political candidates but given no other information, they usually have a quick feeling about who looks more competent.
Fyrir tveimur vikum flutti Washington Post frétt um að frambjóðendur demokrata væru óvenjulega myndarlegir í ár. Mark Kennedy (sjá mynd að neðan) ætti samkvæmt þessu ekki að ná kosningu, enda með hálf þorskslegt andlitslag og sljótt augnaráð. Möguleikar Macaca Allen virðist hins vegar nokkuð góðir. Og þegar við bætist að Allen á flottari stígvél en Webb (allavegana skv NYT) er útkoma kosninganna nokkurnveginn ráðin!
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 31.10.2006
"Macaca" Allen: skyrpir á konur, var handtekinn, og hefur menn í vinnu við að lemja bloggara
Það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð um George "the Mysterious Macaca" Allen. Ástæðan er sú að Macaca hefur haft hljótt um sig seinasta mánuðinn. Eftir að frambjóðandinn hafði úttalað sig um júða, surti og svínalundir ákváð kosningastjóri öldungadeildarþingmannsins að biðja hann að "zip it", og hafa sig hægan. Svona fram að kosningum, í það minnsta. Washington Post greindi frá því fyrir um tveimur vikum að séð yrði til þess að Allen myndi ekki segja neitt meira óviðeigandi:
[Allen] has turned to some of his longtime advisers, who have concluded that if Allen simply doesn't talk to the media, he can't make any more of those mistakes.
Þetta er helvíti klókt plan, og virtist líka ætla að virka. Og það besta var að meðan Allen neitaði að tjá sig gat hann forðast að segja nokkuð um ásakanir um 1) að hann hafi verið handtekinn sem unglingur - og enginn veit fyrir hvað, og 2) að hann hafi hrækt á fyrstu eiginkonu sína, og almennt hegðað sér eins og andstyggilegur ruddi.
Lögregluskýrslur um handtöku Allen eru horfnar, svo það veit enginn hvort Macaca hafi verið handtekinn fyrir ógreiddar stöðumælasektir eða að leiða lynchmobs og kveikja í krossum. Það sama gildir um aðdraganda skilnaðar hans og fyrrverandi frú Macaca. Skilnaðarpappírarnir eru innsiglaðir, og þó það gangi allskonar orðrómar um framkomu Allen hefur hann verið ófáanlegur til að leyfa aðgang að þessum pappírum svo alþjóð fái að vita í eitt skipti fyrir öll hversu andstyggilegur hann raunverulega sé.
Allen hefur sjálfur gefið í skyn að hann hafi lenti í útistöðum við lögin því hann hafi gleymt að sækja um veiðileyfi, en hann hefur enn ekki gefið út neina opinbera yfirlýsingu. Og það finnst öllum mjög grunsamlegt. Washington Post gróf upp sannanir um almenna glæpahneigð Allen, sem virðist hafa verið mesti vandræðaunglingur: hann á meðal annars að hafa stolið reiðhjóli og krotað á veggi.
Það má vel vera að glæpir Allen séu ekki svo alvarlegir. En bloggarar og stjórnmálaskýrendur vilja fá skýringar á dónaskapnum, og botn í það hvort ásakanir um að hann hafi hrækt á fyrrverandi eiginkonu sína séu réttar. Þetta þykir sérstaklega mikilvægt því meðan rétt fimmtungur kjósenda á reiðhjól, er fullur helmingur þeirra konur. Sérstaklega þar sem svo virðist sem Allen sé compulsive skyrpari: Á Daily Kos var svo færsla þar sem sagðar eru sögur af því að Allen fari almennt um og hræki og skyrpi á fólk sem sér líki ekki...
Nýjasti kafli Macaca-gate er svo að einhver liberal bloggari mætti á fund sem Allen boðaði í Charlottesville í Virginíu, var með uppistand og heimtaði að Allen útskýrði mál sitt:
As Senator Allen was exiting a ballroom, coming to talk to the media, a protestor started yelling and asking, "Why did you spit on your first wife?". He wasn't able to get near the senator as he was tackled by three men wearing Allen stickers, presumed to be staffers. He was pushed and manhandled and ended up on the floor, near windows at the Omni.
Daily Kos segir frá þessari viðureign - og aðrir "liberal" bloggarar í Bandaríkjunum hafa skemmt sér konunglega, því það var orðið langt síðan Allen gerði eitthvað fréttnæmt. Það er hægt að sjá upptöku af viðureigninni hér. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Webb rétt 4% forskot á Allen. Það er rétt mögulegt að Macaca nái ekki á þing í haust!
M
Macaca | Breytt 1.11.2006 kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 4.10.2006
Hinn dularfulli Macaca fundinn
Fréttaskýrendur og George Allen hafa átt erfitt með að útskýra hvað Virginíusenatorinn átti við þegar hann kallaði hörundsdökkan áhorfanda á kosningafundi í Ágúst "macaca", og svo sömuleiðis hvað hann hafi átt við þegar hann fyrr á árum kallaði hörundsdökka samborgara sína "niggers". Það er semsagt til dýr, sem heitir Sulawesi Macaque, eða "Macaca Nigra" og er einhverskonar api, og býr dýragörðum, og vegur tíu kíló. Kannski horfði Allen á of marga David Attenborough þætti þegar hann var lítill drengur?
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 29.9.2006
Meira að segja rasistarnir snúa bakinu við Allen
Sorgarsögu George "Macaca" Allen virðist ekki ætla að ljúka. Eftir að fólk fór að gera athugasemdir við orðbragð hans, og það komst í hámæli að hann hefði haft hengingaról til sýnis á skrifstofunni sinni, flaggað suðurríkjafánanum og almennt verið hinn dólgslegasti red-necked wonderbreadeating whiteboy, reyndi The Magnificent Macaca að draga í land. Nýlega sagðist hann meðal annars vera búinn að fatta að sumu fólki finnst suðurríkjafáninn vera svolítið óþægilegur, útaf einhverju veseni með the niggers, nei ég meina African Americans, og svona? En fyrir vikið tókst honum að móðga félagsskapinn "Sons of Confederate Veterans"! Samkvæmt Fox news:
The organization criticized the Republican for saying he had been slow to grasp the pain that Old South symbols like the Confederate flag cause black people.
"The denunciation of the flag to score political points is anathema to our organization," Brag Bowling, immediate past state commander of the SCV, told reporters near the state Capitol, once the Confederacy's seat of government
Allen campaign manager Dick Wadhams said Allen stands by his comments.
Ég er reyndar hálf tvístígandi í afstöðu minni til þessa alls. Á kommentakerfinu höfum við Friðjón Friðjónsson nokkrum sinnum ræðst við um þessa spurningu, nauðsyn þess að standa við það sem maður segir, en Friðjóni finnst mikið til Lieberman koma, meðal annars vegna þess að Lieberman stendur fast við sína sannfæringu varðandi stríðið í Írak, sama hvað tautar og raular. Og mér hefur fundist lítið til þeirrar röksemdafærslu koma. Því ef maður tekur rangar ákvarðanir um eitthvað er það síst af öllu til marks um karakter að neita að horfast í augu við hið augljósa. En Friðjón hefur töluvert til síns máls - það er frekar ömurlegt að horfa upp á fólk sem er eitt í dag, og svo annað á morgun. Fólk sem segir hluti sem það lítur út fyrir að meina, og gera helvítis rosa leikhús í kringum allar þær yfirlýsingar. Eins og Macaca Allen: Maðurinn er eitt allsherjar leikhús, og auðvitað keyptu kjósendur þennan pakka eins og hann lagði sig. Kúrekastigvélin, hatturinn, hesturinn, Suðurríkjafáninn og hengingarólin. Því verður ekki neitað að Allen hefur "a formidable presence", og það er auðvelt að falla fyrir svoleiðis!
En svo kemur Allen og þykist ekki hafa meint neitt af þessu, eða kannski sumt, en ekki allt, og hann sé núna með einhverja bakþanka, og líði hálf ílla yfir því að hafa sagt það sem hann sagði... þetta hafi nú kannski verið meira grín en alvara, hann hafi alls ekki verið með sjálfum sér, það var eitthvað mígreni sem var að þjá hann þarna í ágúst sem fékk hann til að kalla menn nöfnum, og svo finnist honum voða leiðinlegt að hafa sært tilfinningar einhverra, en það hafi nú ekki verið ætlun hans... en núna ætlar hann að meina það sem hann er að segja. Allur heimurinn skuli sko vita að hann sé maður mikillar sannfæringar.
Það eru sumir hlutir sem maður segir ekki nema maður meini þá. Og sumir hlutir sem maður gerir ekki nema maður meini þá. Og þegar maður hefur einusinni sagt þá getur maður ekki bara látið eins og maður hafi alls ekki gert það - eða eins og það skipti kannski engu máli. Maður þarf að vera það sem maður er, og "eiga" það sem maður segir. Ef maður hefur sagt og gert hluti sem maður sér einhverra hluta vegna eftir þarf maður þá líka að standa eins og fullorðinn maður fyrir máli sínu. Ef Allen er ekki rasisti lengur þarf hann að koma og útskýra það fyrir okkur - og ekki bara okkur, heldur líka fyrir fyrrum skoðanbræðrum sínum, því hann skuldar þeim líka útskýringu! Þeir héldu að Allen væri þeirra maður. Svo ég hef ákveðið að Allen hafi fallið enn frekar í áliti hjá mér eftir að hafa reynt að bakka með rasismann: Maður "flip-floppar" ekki með hluti eins og það!
En það er kannski ekki við öðru að búast af manni eins og Allen - leikhúsið í kringum karakter hans hefði svosem mátt segja kjósendum að hann væri ekkert annað en aðalstjarnan í sínum eigin söngleik, þar sem hann væri karl í krapinu, sjálfstæður og byði heiminum byrginn. Kúrekastígvélin og allt gettuppið á heima á manni sem veit ekkert betra en að augu heimsins hvíli á sér, og svoleiðis fólk hefur auðvitað engar alvöru skoðanir, meiningar eða sannfæringu. Meira að segja "The Sons of Confederate Veterans" kæra sig ekki um svoleiðis vindbelgi.
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 26.9.2006
Macaca-Allen og nýuppgötvaður gyðingdómur hans
Fyrir nokkrum dögum síðan uppgötvaði George Allen að hann væri gyðingur, eða réttara sagt, að mamma hans væri gyðingur, og þá meikaði þetta alltsaman sens fyrir honum... af hverju afi gamli var í útrýmingarbúðum, mamman neitaði að gifta sig í kirkju og hafði aldrei farið í messu. Hann hafði alltaf trúað því að mamma gamla væri bara með svona slæman hausverk alla sunnudagsmorgna þegar aðrir góðir og sannkristnir wonderbread eating red-necks í Virgíníu fóru til messu...
Fréttaskýrendum þótti öll meðferð Allen á þessum nýuppgötvuðu gyðinglegu rótum frekar sérkennileg - í lok viðtals þar sem hann viðurkenndi að mamma hans hefði vissulega verið fædd gyðingur (sem gerir hann sjálfan að bona-fide gyðing, og eligible fyrir Ísraelskt ríkisfang) - tók hann það fram að mamma hefði alltaf búið til alveg frábærar svínakótelettur, og að hann hefði borðað samloku með skínku í hádegismat. Osti og skinku, tómmat, og fullt af mæjones.
Allen er hinsvegar maður eilífðrar iðrunar og sjálfsbetrunar, og í morgun bárust fréttir af því að hann ætlaði sér að fara að taka gyðinglegar trúarhátíðir alvarlega. Hann hafði bókað fund mánudaginn kemur í einhverri nefnd sem hann er formaður í, en breytti svo fundartímanum skyndilega. Ástæðan?
Hes Jewish and Monday is Yom Kippur, explained Brynn Slate, spokeswoman for the National Association of Women Business Owners,
(Fréttin er á Roll Call, sem krefst áskriftar) Þetta er auðvitað hið besta mál. Fyrir viku síðan varð Allen foxvondur þegar hann var ásakaður um að vera gyðingur, seinna í vikunni fannst honum það allt vera fyndið og grínaðist með skínkusamlokur og kótelettur, og svo núna er hann svo uppblásinn af trúhita að hann getur ekki haldið fundi á tilsettum tíma?
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 25.9.2006
Macaca Allen og Negrarnir
Öldungardeildarþingmaðurinn George "Macaca" Allen er lesendum FreedomFries, og öllum sem hafa fylgst með bandarisku stjórnmálabloggi að góðu kunnur. Undanfarnar vikur hefur Allen séð okkur fyrir allrahanda uppákomum og asnalegum athugasemdum. Og þegar Allen fer ekki um og móðgar minnihlutahópa fara bloggarar og blaðamenn af stað og reyna að grafa upp eldri móðganir.
Salon talaði við vini og kunningja Allen úr háskóla, í von um að einhver gæti sagt sögur af einhverju ljótu sem Allen sagði fyrir tuttugu árum síðan. Og auðvitað var Allen að segja ljóta hluti og kalla fólk niðrandi nöfnum þegar hann var ungur og óharðnaður unglingur!
"Allen said he came to Virginia because he wanted to play football in a place where blacks knew their place, He used the N-word on a regular basis back then. ...
Three former college football teammates of Sen. George Allen say that the Virginia Republican repeatedly used an inflammatory racial epithet and demonstrated racist attitudes toward blacks during the early 1970s.
A second white teammate, who spoke on the condition of anonymity because he feared retribution from the Allen campaign, separately claimed that Allen used the word nigger to describe blacks. It was so common with George when he was among his white friends. This is the terminology he used, the teammate said.
A third white teammate contacted separately, who also spoke on condition of anonymity out of fear of being attacked by the Virginia senator, said he too remembers Allen using the word nigger, though he said he could not recall a specific conversation in which Allen used the term. My impression of him was that he was a racist, the third teammate said.
Og Allen, sem er maður athafna, ekki bara orða, lét ekki þar við sitja:
Shelton said he also remembers a disturbing deer hunting trip with Allen on land that was owned by the family of Billy Lanahan, a wide receiver on the team. After they had killed a deer, Shelton said he remembers Allen asking Lanahan where the local black residents lived. Shelton said Allen then drove the three of them to that neighborhood with the severed head of the deer. He proceeded to take the does head and stuff it into a mailbox, Shelton said.
Þetta er svosem ekkert merkilegt, það er ekki eins og hann hafi verið klæddur í hvítt lak og kveikt í krossum? Það sem virðist gera þetta mál allt alvarlegra í augum bandarískra fréttaskýrenda er að Allen hefur ætíð haldið því fram að háskólafótboltinn hafi kennt sér að elska alla menn eins og bræður, líka bræðurna, og þar hafi hann lært að hörundslitur manna segði ekkert um ágæti þeirra og innræti.
M
Macaca | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.9.2006
Macaca Allen og vitleysa hans heldur áfram
Macacavikan heldur áfram á FreedomFries. Það virðist enginn endir í sjónmáli í sjónvarspssápunni sem George "The Magnificent Macaca" Allen er aðalleikarinn í. Þessi sjálfumglaði Suðurríkjapólítíkus hefur nefnilega neyðst til þess að viðurkenna að hann gæti rekið ættir sínar til Júdeu. Þessi, eins og allir aðrir Allen þræðir virðast liggja aftur til ömmu hans: Amman var nefnilega gyðingur.
At a campaign debate with Democratic challenger James Webb on Monday, a reporter asked Allen whether his mother's father, Felix Lumbroso, was Jewish. He became visibly upset, saying his mother's religion was not relevant to the campaign and chiding the reporter for "making aspersions about people because of their religious beliefs."
Allen var skiljanlega mjög æstur yfir því að menn leyfðu sér slíkar dylgjur. En svo skammaðist Allen sín fyrir að hafa reynt að afneita ömmunni, sem sögur segja að hafi gefið honum vöfflur og kakó þegar hann var lítill drengur.
"I was raised as a Christian and my mother was raised as a Christian," Allen, said. "And I embrace and take great pride in every aspect of my diverse heritage, including my Lumbroso family line's Jewish heritage, which I learned about from a recent magazine article and my mother confirmed."
Allen hefur ítrekað haldið fram kristnum rótum sínum, og látið leiðrétta blaðagreinar sem hafa fjallað um að móðurfjölskylda hans væri gyðingleg. Og núna heldur hann því fram að þetta séu allt nýjar fréttir. Ég er ekki einn um að finnast þetta frekar skrýtið. Hvernig gat Allen ekki haft hugmynd um að Amma hans hafi verið gyðingur, en hún hefur sennilega verið of upptekin við að kenna honum franskt slangur til þess að fara út í trúmál?
Þetta mál er allt hið asnalegasta, og Allen sjálfur ábyggilega orðinn þreyttur á þessu argaþrasi öllu. Ásakanir um gyðingdóm og rasisma, blaðakonur og hörundsdökk Macaca ofsækja hann úr öllum hornum? Allen sem er maður fólksins og veit ekkert skemmtilegra en að keyra á litla sláttutraktornum sínum! Skv Washington Post:
His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.
Það er ekkert karlmannlegra en að sitja á pínkulitlum traktor og keyra í hringi...
M
Macaca | Breytt 21.9.2006 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
George "The Great Macaca" Allen og James Webb áttust við í sjónvarpinu um helgina, og NYT telur að munurinn á þeim félögum kristallist í vali þeirra á skófatnaði. Allen, sem er samkvæmt mati áræðanlegra stjórnmálaskýrenda "a blowhard racist" kýs að ganga í kúrekastígvélum. Sennliega vegna þess að það er karlmannlegt, og svo eru kúrekastígvél með hæl, og Allen vill líklega bæta fyrir að vera stuttur í annan, eða einhvern endann, með því að líta út fyrir að vera nokkrum sentimetrum stærri.
James Webb, sem er demokrati, fyrrum landgönguliði í bandaríska hernum, barðist í Vietnam þar sem hann var sæmdur heiðursmerkjum, og á son sem er núna í Írak, hefur hins vegar kosið að ganga í gömlum hermannastígvélum. Á myndinni má sjá Macaca-Allen til vinstri, í pússuðum kúreka stígvélum, en Webb til hægri, í snjáðum hermannstígvélum. Af fótastöðunni má líka ráða að Allen sé fullur öryggis en Webb örlítið óviss. New York Times gerir töluvert úr þessum grundvallarmun á frambjóðendunum.
From the start, the Virginia Senate race was an emblematic campaign for 2006: combat boots vs. cowboy boots, in the inevitable shorthand.
Eftir að hafa hlegið að þessari analýsu þeirra skipti ég um skoðun. Auðvitað skiptir öllu máli hvernig skóm menn eru í. Þetta hafa konur verið að segja mér í mörg ár.
Svo mér finnst við ættum að velta þessu fyrir okkur. Hvað táknar það að Macaca-Allen skuli ganga í kúrekastígvélum og Webb í hermannaskóm? Í fyrsta lagi held ég að það sé merkilegt að báðir frambjóðendur skuli kjósa sér stígvél. Það er eitthvað mjög verklegt við stigvél. Menn klæða sig ekki í stígvél nema þeir ætli sér virkilega að taka til hendinni. Það eða að þeir vilja að við höldum að þeir séu menn verka en ekki bara blaðurs. Og reyndar hefur Allen verið duglegur - hann er einn af atkvæðameiri stjórnmálamönnum Republikana, og það eru allir sammála um að hann sé maður verka... Webb sömu leiðis. Webb þjónaði í ríkisstjórn Ronald Reagan, áður en hann sagði skilið við Republikanaflokkinn til að gerast Demokrati.
En það er eitthvað grunsamlegt við Allen og kúrekastígvélin. Það eru engir kúrekar í Virginíu, og hafa aldrei verið. Landbúnaður Virginíu byggðist aldrei á því að ríða um og reka kýr, heldur byggðist hann á því að ríða um og berja þræla til hlýðni. Allen hefur reyndar sýnt að hann hefur skilning á þessum menningararfi fylkisins. Það er eitthvað alveg sérstaklega "delalegt" og tilgerðarlegt við fullorðna karlmenn í kúrekastígvélum, sérstaklega ef þau eru snyrtilega pússuð og gljáandi eins og stígvél Allen.
Undanfarin ár hefur bandaríkjunum nefnilega verið stjórnað af mönnum sem þykjast vera ægileg karlmenni, en líka svona 'menn fólksins'. Menn sem fara í stígvél til að líta út fyrir að vera örlítið stærri en þeir eru í alvörunni. Svo brosa þeir sínu sætasta, eins og Allen. Yfirleitt er hægt að sjá í gegn um þessa menn - konur skilst mér að noti skóna til þess. Umsnúningurinn í Virginíu, þar sem Allen hefur tekist að glutra niður forskoti sínu á Webb, bendir til þess að Bandaríska þjóðin sé loksins búin að sjá í gegn um þessa tilgerð. Verst að konur og kjósendur neita stundum að horfast í augu við raunveruleikann. Og fyrir allt það fólk er Allen auðvitað fullkominn fulltrúi á þingi. Þegar hann er spurður hvort hann hefði stutt innrásina í Írak, ef hann hefði vitað allt það sem við vitum núna, þ.e. að bandarískur almenningur sé búinn að snúast gegn herferðinni sem hafi frá upphafi verið algjör flónska, segir hann, blákalt "já". Þetta er merkileg manngerð. En það þarf sennilega karlmenn til að viðurkenna að þeir hafi á röngu að standa, meðan drengir í kúrekaleik geta neitað að horfast í augu við raunveruleikann...
M
Macaca | Breytt 21.9.2006 kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 13.9.2006
George "Macaca" Allen virðist ekki græða á rasismanum?
Þetta er ein skemmtilegasta fréttin í bandarískum stjórnmálum sem ég hef enn ekkert skrifað um - en það vita allir sem hafa þurft að hlusta á pólítískt þvaður mitt í eigin persónu, að ég hef ótæmandi áhuga á "the great Macaca-gate".
Forsaga málsins er sú, að George Allen, sem er einn af forsprökkum trúaðra (og rasískra, eins og kom í ljós í sumar) repúblíkana, ávarpaði indverskan bandaríkjamann sem "macaca", sem er víst einhverskonar racial slur. Pilturinn, sem var með vídeóupptökutæki í hendinni, og var að taka upp ræðu Allen, fyrir mótframbjóðanda hans, James Webb, var ekki skemmt. Það er ljótt að vera uppnefndur ljótum nöfnum, en "Macaca"! Orð Allen voru eitthvað á þessa leið:
"To Macaca here! Welcome to America! Welcome to the real world of Virginia"
Vandamálið var að mr. Macaca var borinn og barnsfæddur í Virginiíu, og þurfti ekki að láta sjálfumglaða pólítíkusa bjóða sig velkominn...
Þetta Macacamál hefði allt verið frekar ómerkilegt ef ekki hefði verið fyrir ílla innrætta vinstrisinnaða bloggara sem gerðu úr því ægilegt veður, og lögðust meira að segja svo lágt að uppnefna Allen! George "Macaca" Allen. Aumingja Allen. Fyrstu viðbrögð hans voru að afneita öllu: Hann hefði ekki meint neitt ljótt með þessu macaca kommenti - hann hefði bara verið að gera góðlátlegt grín að hárgreiðslu hins meinta innflytjanda: Macaca væri hans eigin orð, og þýddi 'caca'-'mohawk'... Allen þótti semsagt betra að reyna að ljúga því að hann hefði sagt að maður í áhorfendaskaranum væri með kúka-hanakamb? Vandamálið var að indverjinn var alls ekki með hanakamb. Og svo á endanum þurfti Allen að biðjast almennilegrar afsökunar, sem hann og gerði, en þá fóru að sveima á internetinu upptökur af honum á fundi með eldriborgurum einhverstaðar í úthverfi í Virginíu, þar sem hann blikkar öðru auganu og glottir áður en hann segir "ég biðst innilega afsökunar á þessu..."
Í vor gekk orðrómur um að hann væri að huga að framboði til forseta haustið 2008. En núna hefur mótframbjóðanda hans, demokratanum James Webb, tekist að saxa rækilega á forskot Allen - sem fyrr í sumar virtist algjörlega öruggur um að vinna kosningarnar í haust (til annars öludngardeildarsæta Virginiíu). Nú er svo komið að Allen er UNDIR!! Samkvæmt Wall Street Journal ætla 50.4% að kjósa Webb, og skitin 42.9% rasistann Allen.
Ég held að ég hafi aldrei áður séð viðlíka viðsnúning í bandarískum stjórnmálum útaf jafn smávægilegu máli. Bandarískir fjölmiðlar og almenningur þurfa yfirleitt eitthvað mjög stórfenglegt til að skipta um skoðun, sérstaklega þegar blowhard rasistar á borð við Allen eru annarsvegar!
M
Macaca | Breytt 21.9.2006 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)