Færsluflokkur: Gonzalesgate

Gonzales staðinn að því að ljúga að þinginu

Heiðarleiki og mannkostir eru einkunnarorð BushstjórnarinnarWashington Post greinir frá því í morgun að Alberto Gonzales hafi fengið afhenta skýrslu, sem greindi í smáatriðum frá margvíslegum brotum alríkislögreglunnar á The Patriot Act, sex dögum áður en hann mætti fyrir þingið og lýsti því staðfastlega yfir að hann vissi ekki um eitt einasta tilfelli þess að FBI hefði brotið umrædd lög.

Að vísu er ekki hægt að sanna að Gonzales hafi raunverulega lesið skýrsluna - og það er sömuleiðis jafn líklegt að honum hefði tekist að gleyma henni, og öllu innihaldi hennar, á þessum sex dögum sem liðu milli þess sem hann fékk hana afhenta og þess að hann bar vitni fyrir þinginu. Gonzales, eins og allir vita, er nefnilega með Alzheimers á mjög alvarlegu stígi - hann situr fundi sem hann kannast svo ekki við, skrifar undir pappíra sem hann kannast ekki við að hafa séð, og man yfirleitt ekki neitt, stundinni lengur...

As he sought to renew the USA Patriot Act two years ago, Attorney General Alberto R. Gonzales assured lawmakers that the FBI had not abused its potent new terrorism-fighting powers. "There has not been one verified case of civil liberties abuse," Gonzales told senators on April 27, 2005.

Six days earlier, the FBI sent Gonzales a copy of a report that said its agents had obtained personal information that they were not entitled to have. It was one of at least half a dozen reports of legal or procedural violations that Gonzales received in the three months before he made his statement to the Senate intelligence committee, according to internal FBI documents released under the Freedom of Information Act. ...

Það sem gerir þessa gleymsku, eða hvað það nú var í þetta skipti, alvarlegri er að þingið var að ræða hvort framlengja ætti The Patriot Act, og þingmenn vildu fá að vita hvort vitað væri til þess að sú viðamikla útvíkkun á valdi alríkislögreglunnar ...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjan.is


Tom Tomorrow og Gonzales, Goodling og Schlozman

Myndasaga Tom Tomorrow "This Modern World" er oft nokkuð góð. Það hefur enn sem komið er enginn spurt hvernig hægt sé að heilt ráðuneyti þegar allir yfirmenn þess, ráðherran sjálfur meðtalinn, þjáist af krónísku og alvarlegu minnisleysi.

The department of foggy and faulty memory...


Stefnur á hendur starfsmönnum forsetans og valdníðsla alríkisins

Dagblöð...Dagblöðin í morgun fluttu tvær áhugaverðar fréttir sem báðar snúast um valdníðslu alríkisins og þróun mála í "Gonzalesgate" - sem þegar allt kemur til alls snýst líka um einkennilegar hugmyndir George W Bush og Alberto Gonzales um ríkisvaldið.

Washington Post flytur  frétt af innanhússrannsókn FBI, en samkvæmt henni hafa starfsmenn alríkislögreglunnar ítrekað safnað upplýsingum um óbreytta borgara sem lög beinlínis banna að starfmenn stofnunarinnar afli. Þessar fréttir eru hið versta mál, sérstaklega í ljósi þess hvernig núverandi stjórnvöld virðast kerfisbundið hafa unnið að því að breyta dómsmálaráðuneytinu í einhverskonar deild í Repúblíkanaflokknum. (sjá t.d. þessa fyrri færslu um innanríkisnjósnir FBI.)

Og talandi um "Gonzalesgate" WaPo og LA Times (ég skil ekki af hverju þessi frétt er ekki ein af aðalfréttunum hjá New York Times) flytja bæði fréttir af því að demokratar í þinginu hafi stefnt tveimur fyrrverandi starfsmönnum forsetans, Harriet Meiers, sem var "White House Councel" og Söru Taylor, fyrrverandi "White House political director". Samkvæmt bréfum sem gerð hafa verið opinber var Taylor viðriðin vægast sagt grunsamlegan brottrekstur alríkissaksóknara fyrr í ár. Um leið fór þingið fram á að Hvíta Húsið afhenti frekari gögn um aðdraganda brottrekstursins. Hvíta Húsið og Gonzales hafa hingað til haldið því fram að brottrekstur saksóknaranna hafi verið "fullkomlega eðlilegur" og að það sé ekkert gruggugt við aðdragandann. (Það er t.d. ekkert óeðlilegt að flokka alríkissaksóknara eftir því hvort þeir eru "loyal Bushies" eða ekki...?) Um leið hefur enginn getað útskýrt hvernig til kom að þessir saksóknarar voru reknir, hver ákvað að það ætti að reka þá, eða af hverju. Allir sem voru viðriðnir málið hafa hingað til borið við minnisleysi - sérstaklega Gonzales sem þykist ekki muna eftir fundum sem hann þó man að hafa setið... Á sama tíma benda skjöl sem gerð hafa verið opinber til þess að Hvíta Húsið (þ.e. forsetinn eða Karl Rove) hafi stýrt hreinsuninni.

Tony Snow segir enn of snemmt að segja til um hvort Hvíta Húsið muni sinna þessum stefnum, eða hvort forsetinn muni reyna að koma í veg fyrir að Meiers og Taylor beri vitni, og þá draga þetta mál allt fyrir dómstóla. LA Times (sem fjallar ítarlegar um þetta mál en WaPo) segir ólíklegt að forsetinn myndi bera sigur ef til þess kæmi:

Except in cases involving national security or military secrets, the executive branch enjoys no absolute privilege to withhold documents from Congress. ... Some legal experts said they believe that Congress would prevail in any court fight over the U.S. attorney documents.

Peter M. Shane, an expert at the Ohio State University law school on the separation of powers. ... said that conditions the White House has insisted on before making officials available for questioning appear unreasonable. The current White House counsel, Fred F. Fielding, has agreed to permit officials to answer questions from members of Congress but only if the testimony is private, unsworn and there is no transcript.

"Saying that the investigation can proceed but not with an oath or transcript, I think, is a ridiculous offer," Shane said. "If there cannot be a firm record of what is actually said, then it is quite literally a pointless investigative technique. If I were advising the majority counsel on either side, I cannot imagine accepting that offer. It is worse than nothing."

Hvíta Húsið í valdatíð Bush hefur nefnilega reynt að halda því til streitu að þingið hafi akkúrat engin völd til að hafa eftirlit með starfsemi framkvæmdavaldsins sem megi fara sínu fram, nokkurnveginn óháð því hvað lög eða dómstólar segja. Og í miðjunni á þessu sitja þeir saman, Gonzales og Bushie.

Þó Gonzales hafi sloppið fyrir horn á mánudaginn þegar repúblíkönum tókst að "filibustera" vantrauststillögu demokrata er því ljóst að Gonzalesgate á eftir að skemmta okkur í allt sumar!

M


Innflytjendur, allstaðar eintómir innflytjendur

Dagblöð...Ein aðalfrétt undanfarinna daga hefur verið tilraun forsetans og demokrata til að gera umbætur á innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna - og þetta er líka aðalfréttin í blöðunum í morgun. Þ.e. tilraunir forsetans til að sannfæra eigin flokksmenn um að þeir eigi að styðja (hálf)vitræna endurskoðun á löggjöfinni. (Stuðningsmenn Repúblíkana halda því fram að löggjöfin, sem gerir m.a. ráð fyrir því að auðvelda öllu því fólki sem þegar dvelur ólöglega í Bandaríkjunum að hljóta ríkisborgararétt, sé "amnesty" og einhverskonar svik við fósturjörðina.)

Washington Post fókuseraði á að forsetann skorti stuðning meðal eigin flokksmanna:

  • Forsetinn hitti þingmenn flokksins yfir hádegisverði til að reyna að sannfæra þá um að styðja "comprehensive immigration reform". ´WaPo segir að forsetinn hafi ekki snúið neinum þingmönnum á fundinum: "Although senators described the meeting as cordial, even jovial, they also said the president's efforts to rally GOP support did not win any converts."

LA Times Reyndi að vera jákvæðara:

  • Þingmenn Repúblíkana reyna að sannfæra forsetann um að auka fjárveitingar til landamæragæslu - annars muni þeir drepa löggjöfina.
  • Á sama tíma birtir blaðið könnun sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna styður að ólöglegir innflytjendur geti sótt um ríkisborgararétt (65% Repúblíkana, þar með talið), sem sýnir enn og aftur að "the base" er öfgafullur minnihluti - ekki bara þjóðarinnar, heldur meira að segja líka Repúblíkanaflokksins. 

New York Times bætti engu við fréttir WaPo og LAT, og birti reyndar engar almennilega áhugaverðar fréttir um bandarísk stjórnmál.

Aðal leiðari blaðsins fjallaði þess í stað um Gonzalesgate, sem lagði út af mikilvægustu útkomu atkvæðagreiðslunnar um vantrauststillöguna:

The most remarkable thing about the debate on Attorney General Alberto Gonzales this week was what didn’t happen. Barely a word was said in praise him or his management of the Justice Department. The message was clear even though the Republicans prevented a no-confidence vote through the threat of a filibuster — a tactic that until recently they claimed to abhor. The sound of Mr. Gonzales not being defended was deafening. ...

That so many Senate Republicans supported an attorney general that they cannot bring themselves to defend shows that politics is not behind the drive to force him out. It’s behind the insistence that he stay.

Það mætti spyrja sig hvað valdi því að þingmenn Repúblíkana vilji berjast gegn lagafrumvörpum sem kjósendur flokksins styðja, og berjast fyrir dómsmálaráðherrum sem þeir sjálfir geta ekki stutt?

M

Ég er að hugsa mér að gera þetta að föstum lið - aðalfréttir þessara þriggja dagblaða. Ástæða þess að ég vel WaPo, LA Times og NYT er sú að ég skima eða les þessi þrjú blöð á hverjum morgni.


George Bush elskaður af öllum Albönum, Paris Hilton hötuð af öllum Bandaríkjamönnum og Gonzales? Ja, það hata hann ekki alveg nógu margir...

Undanfarna daga hefur fátt verið í fjölmiðlum annað en Paris Hilton og heimsókn George Bush til Albaníu. Ef marka má fréttir er Bush víst í miklum metum hjá Albönum sem finnst hann einhver stórfenglegasti og merkilegasti þjóðarleiðtogi fyrr og síðar. sbr. þetta myndskeið, sem sýnir víst "Bush në Fushë-Krujë", sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. En við getum heyrt í Albönunum hrópa í bakgrunninum: "Bushie! Bushie! Bushie!"

Þetta hefur fréttaskýrendum og bloggurum hér vestra fundist afskaplega fyndið, enda er eitthvað alveg einstaklega spaugilegt við "Albaníu" sem er eitt af þessum löndum sem allir vita hvar er, og allir hafa mjög óljósar hugmyndir um hvað gerist í þessu landi.

Það er annars ekkert skrýtið að Bush sé elskaður í fyrrum Stalínískum einræðisríkjum eins og Albaníu - í Kalda stríðinu þótti Albönum Sovétmenn vera of liberal og vestrænir í hugsunarháttum, svo þeir sögðu skilið við Kreml og hnýttu sig aftaní Kínverska Kommúnistaflokkinn. Það ósætti hófst víst með því að Khrushchev svívirti hinn elskulega pabba allra þúsund sósíalísku þjóða Sovétríkjanna, og var almennt ekki nógu Stalínískur og harðsvíraður að mati Albanskra kommúnista. Það er kannski skiljanlegt að Albanir kunni að meta þjóðarleiðtoga sem vilar ekki fyrir sér að svipta óbreytta borgara öllum stjórnarskrárvörðum réttindum, pyntar þá og loka í fangelsi án dóms og laga og geyma þá þar árum saman? Annað hvort finnst Albönum heimilislegt að hitta þjóðarleiðtoga sem stýrir ofvöxnu og vanhæfu ríkisbákni, hyglir flokssbroddum og hefur komið kommissörum fyrir í dómsmálaráðuneytinu - eða þeim finnst hann vera holdgerfingur frjálslyndis, því hann eða handbendi hans hafa enn sem komið er ekki verið staðin að því að pynta fanga upp á eigin spýtur?

Hin aðal frétt vikunnar virðist vera að holdgerfingur vanhæfninnar og flokksræðisins í Hvíta Húsi Bush, Alberto Gonzales er ennþá dómsmálaráðherra. Á mánudaginn reyndu Demokratar að lýsa vantrausti á Gonzales - en þingsályktunartillagan náði ekki tilskildum auknum meirihluta - í öldungadeildinni þurfa frumvörp og þingsályktunartillögur að fá 60 atkvæði af 100 til að koast til atkvæðagreiðslu, og þar sem demokratar hafa mjög nauman meirihluta í deildinni hefði tillagan þurft stuðning nokkurra repúblíkana. Atkvæðagreiðsla um hvort tillagan færi til áframhaldandi umræðu hlaut 53 atkvæði, meðan 38 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn því að deildin fengi að greiða atkvæði um vantraust. Sjö repúblíkanar greiddu atkvæði með tillögunni: Coleman, Collins, Hagel, Smith, Snowe, Specter, Sununu. (Sjá útkomu atvæðagreiðslunnar hér)

Seníla gamalmennið og stríðsæsingamaðurinn Joseph Lieberman, sem er fulltrúi fyrir sinn einkaflokk (Liebarman for Connecticut, eða eitthvað álíka greindarlegt) greiddi atkvæði gegn, og fjórir demokratar voru fjarstaddir: Joe Biden, Chris Dodd, og Barry Hussein Obama. Tim Johnson greiddi ekki heldur atkvæði, en hann liggur á spítala og er að jafna sig eftir heilablóðfall. Tillagan hefði því ekki getað fengið nema 57 atkvæði eins og málum er háttað.

Þetta eru svosem ekki merkilegar fréttir, því Gonzales mun aldrei segja af sér og Bush mun aldrei reka hann- ekki nema Gonzales verði fundinn sekur um kanníbalisma eða eitthvað þaðan af verra. Bush og Gonzales hafa fylgst að síðan í Texas. Gonzales er í innsta hring Bush stjórnarinnar - það eru líklega bara tveir menn sem eru jafn mikilvægir fyrir forsetann: Dick Cheney og Karl Rove. Gonzales hefur þar fyrir utan skipulagt og ríkt yfir nærri stjórnlausri útþenslu á allra handa innanríkisnjósna - og það eru ekki öll kurl komin til grafar með þau prógrömm öll. (Sjá fyrri færslur um þetta efni, hér, hér og hér.) Í ljósi þess hversu umdeild þessi prógrömm eru er ólíklegt að forsetinn geti fundið nýjan dómsmálaráðherra, án þess að hætta á að vekja aftur upp umræðu um ólöglegar símhleranir og njósnir um óbreytta borgara.

Ég yrði því virkilega hissa ef Gonzales yrði skipt út fyrr en í janúar 2009.

M

Svo er ég að hugsa mér að gera nokkrar breytingar á þessu bloggi, og bið lesendur því að sýna þolinmæði núna næstu daga!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband