þri. 15.5.2007
Gonzales reynir að kenna McNulty um saksóknarahreinsunina!
Afsögn McNulty virðist hafa hleypt lífi í saskóknarahreinsunarskandalinn sem er búinn að dragast áfram undanfarna mánuði! Um leið og McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði af sér flýtti Gonzales, dómsmálaráðherrann, sér að kenna þeim fyrrnefnda um allan skandalinn!
Gonzales var á blaðamannafundi í morgun, og notaði tækifærið til að ásaka McNulty um að hafa staðið á bak við brottrekstur saksóknaranna. Það er hægt að horfa á Gonzales á C-Span. Samkvæmt Gonzales á McNulty að hafa "signed off on the names"...
Semsagt: Gonzales heldur því nú fram að hann hafi staðið í þeirri meiningu að McNulty hafi valið saksóknarana sem átti að reka. McNulty hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um brottreksturinn fyrr en búið var að setja saman lista yfir saksóknara sem þyrfti að reka, og þá setið fundi með Karl Rove þar sem farið var yfir brottreksturinn. Fréttaskýrendur halda því ennfremur fram að McNulty hafi sagt af sér m.a. vegna þess að hann hafi ekki verið hafður með í ráðum eða "in the loop".
Þetta er hið skemmtilegasta mál, því skjót viðbrögð Gonzales benda til þess að hann sé skíthræddur - það lítur allt út fyrir að dómsmálaráðuneyti Bush sé að molna niður!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 15.5.2007
Meira af afsögn McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bush
Fréttaskýrendur og fjölmiðlar virðast ekki vera búnir að átta sig á því hvað afsögn McNulty, sem var deputy Attorney General, þýði. Liberal bloggar hafa lítið gert annað en að endurbirta fréttir AP og í blöðunum í morgun voru ekki nema frekar þurrar fréttir af þessu máli. LA Times, Washington Post og New York Times, en það eru einu blöðin sem ég les á morgnana, voru öll sammála um að afsögn McNulty væri áfall fyrir Gonzales, og bentu á að hann væri fjórða afsögnin í dómsmálaráðuneytinu síðan saksóknarahreinsunin komst í hámæli.
McNulty er lýst sem ævilöngum og eitilhörðum repúblíkana sem hafði helgað líf sitt opinberri þjónustu, og LA Times bendir á að starfsreynsla McNulty og Gonzales hafi verið mjög ólík - Gonzales hefur nefnilega helgað líf sitt þjónustu við George W Bush. Hér rákust því á tveir ólíkir kúltúrar:
A Washington fixture who was a legal advisor during the Republican-led impeachment drive against President Clinton a decade ago, McNulty went on to work for President Bush's transition team after the 2000 election, directing the team's efforts in building a new Justice Department. ... As Gonzales' right-hand man, McNulty was responsible for running Justice's day-to-day operations.
Some Justice insiders said relations between Gonzales and McNulty had grown tense since the scandal over the firings blew up a few months ago. The men have never been particularly close; McNulty was not Gonzales' first choice to be his deputy. They also come from different traditions: McNulty's history is as a Capitol Hill staffer, whereas Gonzales came from Texas with Bush.
Þetta virðist reyndar vera sú saga sem fjölmiðlar og fréttaskýrendur eru að verða sammála um: Bush og Repúblíkanaflokkurinn eru tveir ólíkir hlutir, og vanhæfnin og aulagangurinn í núverandi ríkisstjórn sé hægt að skrifa alfarið á Bush og vini hans frá Texas. Þó þetta sé auðvitað rétt, Bush hefur safnað í kringum sig gömlum vinum og áhangendum frá Texas: "Heck of a Job, Brownie" er auðvitað best þekkta dæmið. En Harriet Meiers og Alberto Gonzales eru sennilega afdrifaríkustu mistök forestans.
En snúum okkur aftur að McNulty og ástæðum og aðdraganda afsagnar hans. Skv. LA Times:
McNulty has admitted misleading Congress about the reasons for the dismissals. Though he maintained he was out of the loop about the terminations, documents showed he attended a crucial meeting with Atty. Gen. Alberto R. Gonzales and others to review a final list of prosecutors to be fired. ...
He and Gonzales, in separate testimony before Congress, were at odds for some of the explanations behind the firings. McNulty testified that the U.S. attorney in Little Rock, Ark., was moved aside to make room for a protege of White House political advisor Karl Rove. That testimony initially infuriated Gonzales, who at first insisted that all the firings were performance-related. Eventually, McNulty's position proved to be correct.
As Justice officials began turning over documents and e-mails to congressional investigators, strong indications developed that the ousters were politically designed. Evidence showed that some of the fired prosecutors had not moved quickly enough on cases to satisfy some Republican lawmakers.
Þetta eru allt gamlar fréttir. Við höfum vitað í meira en mánuð að saksóknarahreinsunin var pólítískt mótíveruð - það sem við ekki vitum er hvað mótíveraði hana, hvaða pólítík eða hverjir það voru sem völdu hvaða saksóknarar yrðu reknir! Sem er ótrúlegt: Við vitum ekki hver fyrirskipaði eða valdi haða saksóknara ætti að reka!!! Gonzales þykist ekki muna hver setti saman lista yfir saksóknara sem ætti að reka, og Monika Goodling, sem virðist hafa tekið þátt í að setja saman listann, hefur neitað að bera vitni. Í millitíðinni hafa bloggarar og fréttaskýrendur ákveðið að líklega sé Karl Rove á bakvið þetta alltsaman.
Viðbrögð dómsmálaráðuneytisins við uppljóstrun McNulty, að saksóknarinn í Arkansas hefði verið látinn segja af sér til að koma að handbendi Karl Rove, benda einnig til þess að ráðuneytið hafi viljað halda leyndri þátttöku Hvíta Hússins í skandalnum. Skv. New York Times:
Friends of Mr. McNulty said he had tried to be candid about what he knew of the removals. In his private Congressional testimony, Mr. McNulty said he did not realize until later the extensive White House involvement in Mr. Griffins appointment or Mr. Sampsons nearly year-long effort to compile a list.
White House aides complained privately that Mr. McNultys testimony gave Democrats a significant opening to demand more testimony from the Justice Department and presidential aides. Several aides said he should have been combative in defending the dismissals.
Stuttbuxnalið Gonzales og Karl Rove voru ergileg yfir því að McNulty skyldi hafa sagt sannleikann en ekki marserað eftir flokkslínunni.
Þó fréttaskýrendur og bloggarar virðist ekki hafa gert upp við sig hvað afsögn McNulty þýði, virðast flestir sammála John Conyers, þingmanni demokrata og formanns dómsmálanefndar þingsins. (frá WaPo):
"Mr. McNulty's resignation is a sign that top-level administration at the Justice Department may be crumbling under the pressure of ongoing revelations, and what is yet to be disclosed,"
Og svo bíðum við þess að Paul Wolfowitz segi af sér hjá Alþjóðabankanum!
M
Loksins er eitthvað að gerast í saksóknarahreinsunarmálinu eða Gonzalesgate. Paul McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði af sér, "til þess að eyða meiri tíma með börnunum". Reyndar sagði McNulty að hann yrði að finna sér betri vinnu til að geta kostað börnin í sómasamlegan háskóla (skv Washington Post):
McNulty announced his plans to leave in a letter to Attorney General Alberto R. Gonzales, citing the financial pressures of having children entering their college years, one official said.
Það virðist því ljóst að McNulty börnin muni ekki sækja Regent University, heldur eitthvað virðulegri skóla? Raunveruleg ástæða þess að McNulty segir af sér mun þó vera saksóknarahreinsunin. Samkvæmt frétt AP á samband hans og Gonzales (og annars stuttbuxnaliðs innan ráðuneytisins) að hafa orðið óbærilegt eftir að McNulty glutraði því út úr sér að saksóknarahreinsunin hafi ekki verið vegna hæfni eða frammistöðu brottreknu saksóknaranna, heldur til þess að rýma fyrir undirsátum Karl Rove.
McNulty also irked Gonzales by testifying in February that at least one of the fired prosecutors was ordered to make way for a protege of Karl Rove, President Bush's chief political adviser. Gonzales, who has resisted lawmakers' calls to resign, maintains the firings were proper, and rooted in the prosecutors' lackluster performances. ...
On Feb. 6, McNulty told a Senate panel that at least one of the ousted prosecutors was asked to leave without cause Bud Cummins in Little Rock, Ark., who was told to resign so that Tim Griffin, a former aide to Rove and the Republican National Committee, could take his place. ...
Gonzales maintains the firings were needed to replace underperforming U.S. attorneys, and has disagreed with McNulty's testimony that Cummins had been fired for any other reason.
"The attorney general is extremely upset with the stories on the US Attys this morning," Justice spokesman Brian Roehrkasse wrote in a Feb. 7 e-mail after McNulty testified. "He also thought some of the DAG's statements were inaccurate."
Time útskýrði þessa reiði Gonzales betur:
Gonzales was angry with McNulty because he had exposed the White Houses involvement in the firings had put its role in the public sphere, as Sampson phrased it, according to Congressional sources familiar with the interview
Gonzales var semsagt foxvondur yfir því að McNulty skyldi hafa farið að blaðra í þingmenn og fjölmiðla að ráðuneytið væri rekið eins og skrifstofa flokksins, og að Hvíta Húsið hefði verið viðriðið brottreksturinn. (Það er rétt að taka fram að nánast allir brottreknu saksóknararnir voru taldir með bestu saksóknurum Bandaríkjanna, og það bendir akkúrat ekkert til þess að skýring Gonzales, að saksóknararnir hafi verið reknir vegna frammistöðu, eigi við rök að styðjast).
New York Times greindi frá því fyrir stuttu að starfsmenn Gonzales, Kyle Sampson og Monika Goodling (sem hafa bæði sagt af sér vegna skandalsins) séu einnig fúl útí McNulty, og kenni honum (en ekki vafasömum embættisfærslum sínum og Gonzales) um að saksóknaramálið sé í fjölmiðlum:
Friends of D. Kyle Sampson, Mr. Gonzaless former top aide, and Mr. Sampsons former deputy, Monica Goodling, blame Mr. McNultys February testimony for accelerating the furor over the ousters by prompting prosecutors to speak openly about their dismissals. But Mr. McNultys allies have faulted Mr. Sampson for misleading Mr. McNulty and other officials about the origin of the dismissals and the extent of White House involvement.
McNulty á svo að hafa verið æfur yfir því að frétta eftirá að Hvíta Húsið hafi verið viðriðið saksóknarahreinsunina:
McNulty also told Congress that the decision to fire the eight U.S. attorneys in December was made solely by the Justice Department. He was furious, aides said, after learning later that Sampson had discussed the potential firings with the White House since at least January 2005.
Ég skil vel að McNulty hafi verið reiður: maðurin er aðstoðardómsmálaráðherra, og ráðherran og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hundskuðust ekki til að útskýra fyrir honum aðdraganda hreinsuanrinnar áður en han mætti fyrir þingnefnd?!
Annars er jafn líklegt að McNulty sé að reyna að forða sér áður en ástandið verður enn verra. John McKay og David Iglesias, sem voru tveir af brottreknu saksóknurunum hafa haldið því fram að Gonzalesgate geti vel orðið lögreglumál, og að bæði Gonzales og McNulty geti verið kærðir fyrir meinsæri. Skv. Seattle Times:
I think there will be a criminal case that will come out of this, McKay said during his meeting with Times journalists. This is going to get worse, not better.
McKay said he believes obstruction-of-justice charges will be filed if investigators conclude that the dismissal of any of the eight prosecutors was motivated by an attempt to influence ongoing public-corruption or voter-fraud investigations .
Additionally, McKay and Iglesias said they believe Attorney General Alberto Gonzales and Deputy Attorney General Paul McNulty lied under oath when they testified before Congress that the eight prosecutors were fired for performance-related reasons and because of policy disputes with Justice Department headquarters.
Með því að segja af sér og blása upp ósætti milli sín og Gonzales getur McNulty kannski bjargað eigin skinni. En það boðar ekki gott fyrir Gonzales.
M
mán. 14.5.2007
10 mánaða ungabarn fær byssuleyfi í Illinois
Í Illinois geta kornabörn fengið útgefin vopnaleyfi. Samkvæmt Fox news fékk Howard "Bubba" Ludwig, 10 mánaða gamall, útgefið vopnaleyfi. Drengurinn hafði fengið skambyssu að gjöf frá afa sínum, en var brotlegur við lög, svo lengi sem hann ekki átti byssuleyfi, svo pabbinn fór og sótti um leyfi fyrir piltinn:
Anyone who wants to own a firearm or purchase a firearm needs a FOID card," Ludwig told FOX News. "I applied for one of these for my son. Now ironically he cant buy a gun until hes 18 years old, but if he wants to own one -- which he does thanks to Grandpa -- he needs one of these cards anyhow."
The ID card, complete with a photo of the tot, allows the child to own a firearm and ammunition, and legally transport an unloaded weapon, even though Bubba has yet to learn how to walk.
Not only did I have his birthday on there, it had a picture of him giving a toothless grin," Ludwig said. "It asked for his weight, which I listed at 20 pounds, and his height, which is 2 feet, 3 inches.
"He cant quite sign his name yet, so I just put a pen in his hand," Ludwig told FOX. "He made a scribble in the appropriate box and that came superimposed at the bottom of the card."
Officials say that while it's rare to issue a FOID card to minors, it's not illegal.
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessa frétt af 10 mánaða gamla byssueigandanum Bubba. En svona í ljósi annarra frétta af vopnaeign og byssukaupum er í sjálfu sér er ekkert skrýtið að kornabörn megi kaupa og eiga skambyssur. Meira að segja fólk á listum yfir grunaða hryðjuverkamenn má kaupa og eiga vopn - um daginn var heilmikið fjallað um andstöðu NRA við því að sett væru lög sem kæmu í veg fyrir að grunaðir hryðjuverkamenn gætu fengið vopnaleyfi: (skv. Fox)
WASHINGTON The National Rifle Association is urging the Bush administration to withdraw its support of a bill that would prohibit suspected terrorists from buying firearms.
Backed by the Justice Department, the measure would give the attorney general the discretion to block gun sales, licenses or permits to suspects on terror watch lists.
In a letter this week to Attorney General Alberto Gonzales, NRA executive director Chris Cox said the bill, offered last week by Sen. Frank Lautenberg, D-N.J., "would allow arbitrary denial of Second Amendment rights based on mere 'suspicions' of a terrorist threat."
"As many of our friends in law enforcement have rightly pointed out, the word 'suspect' has no legal meaning, particularly when it comes to denying constitutional liberties," Cox wrote.
Þetta er hárrétt: Auðvitað á ríkið ekki að geta svipt menn stjórnarskrárvörðum réttindum, undir því yfirskyni að þeir séu "grunaðir" um glæpi. Það á ekki að svipta menn málfrelsi þó þeir séu grunaðir um hryðjuverk og það á ekki að leyfa að heimili þeirra séu leituð án dómsúrskurðar þó þeir séu grunaðir um glæpi... Og meðan stjórnarskráin leyfir fólki að eiga vopn hlýtur sá réttur að gilda, sama þó menn séu hryðjuverkamenn? Eða kornabörn?
M
mán. 14.5.2007
Mitt Romney: 'sensationally good looking'
Mitt Romney hefur vakið töluverða athygli fyrir undarlegear yfirlýsingar undanfarnar vikur. Fyrst kom í ljós að uppáhaldsbókin hans sé "Battlefield Earth" eftir L Ron Hubbard, stofnanda vísindakirkjunnar - og svo komu vangaveltur hans um ímynduð "7 ára hjónabönd" í Frakklandi. Romney hélt því nefnilega fram að í Frakklandi væri alsiða að fólk gerði "7 ára hjónabandssamninga" og sliti yfirleitt hjónaböndum að sjö árum liðnum. Þetta þóttu fréttir, því það hefur víst enginn heyrt um þessa samninga. Og það sem gerði þessa vangaveltu þótti enn merkilegri var að Romney er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur búið í Frakklandi! Hann talar líka reiprennandi frönsku, sem fréttaskýrendur benda á að muni ekki teljast honum til tekna þegar hann sækist eftir atkvæðum íhaldssamra kjósenda. Ekkert frekar en stuðningur hans við fóstureyðingar, réttindi samkynhneigðra og andstaða við byssueign.
En Romney er maður sem þekkir styrkleika sína og er óhræddur að benda fólki á þá. Á kosningafundum Romney er nefnilega dreift miðum um ómótstæðilega fegurð hans og hárprýði:
His promotional flyer says, In this media-driven age, Romney begins with a decisive advantage. First, he has sensational good looks. People magazine named him one of the 50 most beautiful people in America. Standing 6 feet, 2 inches tall, Romney has jet-black hair, graying naturally at the temples. Women who will play a critical role in this coming election have a word for him: hot.
Einhvernveginn finnst mér það vera hálf eitthvað hjárænulegt að vera að tala um eigin fegurð. Og vestræn menning hefur lengi haft íllan bifur á narssissistum sem dást að eigin hárprýði og snoppufríðleik. Það fór ílla fyrir norninni í Mjallhvít, og hún var víst með "jet black hair" og velti því mikið fyrir sér hvort hún væri ekki ábyggilega á lista yfir 50 fallegusta fólkið í ríkinu.
Þetta er samt kannski skiljanlegt, því mótframbjóðendur Romney eru allir hvor öðrum eldri, sköllóttari og minni. Og sumir eru meira að segja klæðskiptingar. Og Romney er vissulega myndarlegri karlmaður en Giuliani kona...
M
Monica Goodling var lengi vel ein hæstsetta manneskjan í dómsmálaráðuneytinu, og virðist hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja saksóknarahreinsun Alberto Gonzales (sem hann er að vísu búinn að gleyma...) Fréttaskýrendur og bloggarar í Bandaríkjunum hafa töluvert fjallað um Goodling undanfarnar vikur og mánuði, en hún hefur þó enn sem komið er lítið verið í hefbundnari fjölmiðlum, sem hafa einbeitt sér að Gonzales og yfirlýsingum demokrata.
Goodling virðist holdgerfingur þess sem gagnrýnendur Bush stjórnarinnar segja að sé að ríkisstjórninni: atgerfisskortur og flokkspot. Goodling er útskrifuð úr Regent University, sem er "háskóli" sjónvarpspredíkarans Pat Robertson - skóli sem er flokkaður sem "fourth tier university" - einn af lélegustu háskólum Bandaríkjanna. Og í starfi sínu fyrir Gonzales í dómsmálaráðuneytinu vann hún nótt sem nýtan dag við að framfylgja flokksaga, hún sá til þess að enginn væri ráðinn í vinnu nema han gæti framvísað flokksskirteini, og flæmdi í burt alla sem hún hafði grunaða um að vera ekki nógu harða Bush-stuðningsmenn.
New York Times skrifar langa grein um Goodling í blaðið í morgun:
Two years ago, Robin C. Ashton, a seasoned criminal prosecutor at the Department of Justice, learned from her boss that a promised promotion was no longer hers.
You have a Monica problem, Ms. Ashton was told, according to several Justice Department officials. Referring to Monica M. Goodling, a 31-year-old, relatively inexperienced lawyer who had only recently arrived in the office, the boss added, She believes youre a Democrat and doesnt feel you can be trusted. [ ]
Ms. Goodling would soon be quizzing applicants for civil service jobs at Justice Department headquarters with questions that several United States attorneys said were inappropriate, like who was their favorite president and Supreme Court justice. One department official said an applicant was even asked, Have you ever cheated on your wife?
Ms. Goodling also moved to block the hiring of prosecutors with résumés that suggested they might be Democrats, even though they were seeking posts that were supposed to be nonpartisan, two department officials said.
And she helped maintain lists of all the United States attorneys that graded their loyalty to the Bush administration, including work on past political campaigns, and noted if they were members of the Federalist Society, a conservative legal group.
Ríkið er ekki framlenging flokksins, og ríkisstofnanir eiga að vera mannaðar ríkisstarfsmönnum, ekki bitlingaliði eins eða annars stjórnmálaflokks. Það gefur líka auga leið að þegar ríkisstofnun er stýrt með þessum hætti hefur það áhrif á starfsanda og getu og vilja starfsmanna til að sinna starfi sínu af kostgæfni. Flokksdindlar munu augljóslega ekki hafa hagsmuni almennings , hagsmuni stofnunarinnar eða markmið stofnunarinnar að leiðarljósi, heldur pólítískan vilja yfirmanna.
Ríkiskerfi sem er rekið með þessum hætti hefur verið reynt áður. Í Sovétríkjunum, og við vitum öll hvernig það fór.
Það er þó engan veginn ljóst hvort Goodling gerði sér grein fyrir því að hún væri að brjóta lög með þessu stalíníska framferði sínu, því hugsanlega skorti hana reynslu og þekkingu til að sinna því ábyrgðarmikla starfi sem henni hafði verið treyst fyrir:
Ms. Goodling, who is under investigation by the departments inspector general and ethics office, as well as Congress, has declined to testify before a House panel, citing her Fifth Amendment privilege to avoid making self-incriminating statements. ...
H. E. Cummins III, one of the fired prosecutors, said Justice Department officials should have recognized that Ms. Goodlings strategy was flawed from the start.
She was inexperienced, way too naïve and a little overzealous, said Mr. Cummins, a Republican from Arkansas. She might have somehow figured that what she was doing was the right thing. But a more experienced person would understand you dont help the party by trying to put political people in there. You put the best people you can find in there.
Og er það ekki akkúrat vandamálið? Þegar ungt "hugsjónafólk" frekar en hæfustu umsækjendur fá mikilvægar stöður verður árangurinn einmitt sá að lög eru brotin, traðkað er á stjórnarskránni og ríkið allt dregið niður í forarpytt flokkspólítískra nornaveiða?
M
fös. 11.5.2007
Monica Goodling mun bera vitni
Merkilegustu fréttir dagsins eru að Monika Goodling, fyrrverandi aðstoðarmanneskja Alberto Gonzales, og sem virðist vera lykillinn að saksóknarahreinsunarskandalnum, mun að öllum líkindum bera vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins. Skv. AP:
A federal judge approved an immunity deal Friday allowing former Justice Department aide Monica Goodling to testify before Congress about the firing of eight federal prosecutors.Goodling, who served as the department's White House liaison, has refused to discuss the firings without a guarantee that she will not be prosecuted. Congress agreed to the deal, Justice Department investigators reluctantly agreed not to not oppose it and U.S. District Judge Thomas Hogan gave it final approval Friday.
Þetta eru stórfréttir, því Goodling hefur neitað að bera vitni - en nafn hennar kemur upp hvað eftir annað í skjölum tengdum saksóknarahreinsuninni sem hafa verið gerð opinber. Aðrir viðriðnir málið, þar með taldir saksóknarar sem voru reknir, telja allir að hún hafi séð um að skipuleggja aðgerðirnar. Og meðan Alberto Gonzales neitar að svara spurningum þingsins, og þykist ekki muna eitt né neitt, er Goodling besta von okkar að komast til botns í þessu máli.
Goodling hefur fram til þessa neitað að bera vitni, og borið við að hún vilji ekki veita vitnisburð sem geti komið sér í fangelsi, (og menn hafa að vonum spurt sjálfa sig hvað það sé sem Goodling vilji ekki tala um sem hún sjálf veit að geti komið sér í fangelsi!).
Hvort sem Goodling segir nokkuð nýtt eða merkilegt, eða yfirleitt veitir nokkrar upplýsingar sem geti komið fyrrverandi yfirmönnum sínum í vandræði, er ljóst að vitnisburður hennar er nauðsynlegur til að komast til botns í þessu máli öllu.
Fréttaskýrendur hafa t.d. bent á að við þingyfirheyrslurnar muni blaðaljósmyndarar fá tækifæri til að taka af henni nýjar ljósmyndir, því eina einasta ljósmyndin sem til er af þessari konu (í það minnsta eina ljósmyndin sem dagblöð og sjónvarpsstöðvar hafa, er sú sem er hér að ofan!
M
fim. 10.5.2007
Trent Lott segir að repúblíkanar sem hafi efasemdir um stríðið í Írak eigi að halda kjafti
Á þriðjudaginn fór hópur "hófsamra" repúblíkana á fund forsetans og bar honum þær fréttir að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur íraksstefnu hans, og að þeir hefðu áhyggjur af því að ná ekki endurkjöri í næstu kosningum ef þátttöku Bandaríkjahers í stríðinu í Írak færi ekki að ljúka, takk fyrir. Þessir þingmenn áttu allir sameiginlegt að koma frá kjördæmum þar sem hlutfall demokrata og óflokksbundinna kjósenda er hátt, og þeir þurfa því að sýna kjósendum sínum að þeir hafi einhverskonar sjálfstæða hugsun og fylgi ekki foringjanum og flokkslínunni í einu og öllu.
The message from the lawmakers was "we're all with you now, but we have concerns about where we will be next year," a House GOP leadership aide said.
Einn þingmannanna var Ray LaHood (R-IL) og hann lýsti fundi sínum með forsetanum á CNN þannig:
He listened very carefully. I think he was a little I dont know if surprised is the right word, probably maybe sobered, ... The fact is that, I dont know if hes gotten that kind of opinion before in such a frank and no holds barred way but he was very sober about it and he listened very intently.
Hefur enginn sagt forsetanum að hann og utanríkisstefna hans sé óvinsæl meðal almennings? Eða að flokknum sé að blæða út vegna stuðnings við tapað stríð? Greinilega ekki. Skýringin er auðvitað að í Repúblíkanaflokknum virðist öll gagnrýni bönnuð. Það er allavegana erfitt að túlka viðbrögð Trent Lott, sem er "minority whip", við fundinum og fréttum af honum. Í viðtali við CNN fyrir nokkrum klukkutímum sagðist Lott hafa áhyggjur af þessum fundi, og sérstaklega að þeir skyldu hafa farið að blaðra um þennan fund við fjölmiðla (og kjósendur sína):
they broke one of the cardinal rules, in my opinion. If theyd have kept their mouths shut, their value of speaking candidly would have been worth a lot more.
Ég veit ekki hvort að Lott gerir sér grein fyrir kaldhæðninni í þessari heimskulegu yfirlýsingu. Ástæða þess hversu ílla er komið fyrir flokknum er einmitt að flokksmenn hafa fram til þessa ekki verið tilbúnir til að láta í sér heyra heldur treyst leiðtogum flokksins og ríkisstjórn til þess að móta stefnu, og þó allt hafi bent til þess að forsetinn og foringjalið flokksins (Lott þar með talinn) væru að taka heimskulegar ákvarðanir, ákváðu þingmenn að þegja og fylgja eftir. Ég efast nefnilega ekki um að í röðum repúblíkana séu, og hafi alla tíð, verið stór hópur manna sem höfðu efasemdir um leiðtogahæfileika forsetans og ágæti ákvarðana hans, sérstaklega þegar kom að utanríkisstefnu. Þessir menn, og konur, hefðu átt að láta í sér heyra. En betra seint en aldrei.
Þar fyrir utan er augljóst að þessi fundur með forsetanum var tilraun þessara "hófsömu" repúblíkana til að sýna kjósendum heima í kjördæmi að þeir ættu enn erindi á þing - ef þeir færu að ráðum Lott myndu þeir ekki gera neitt annað en að tryggja að þeir muni tapa næstu kosningum. Kannski væri það samt best? Þá gætu Lott og aðrir taglhnýtingar Bush setið eftir í "hreinum" repúblíkanaflokki sem í væru eintómir jámenn?
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í síðustu viku flutti ABC æsifréttir af því að þeir hefðu undir höndum lista yfir tugi, ef ekki hundruðir karlmanna sem hefðu verið viðskiftavinir "the DC madam", en eins og lesendur þessa bloggs kannast við þurfti einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bush, Randall Tobias, að segja af sér eftir að upp komst að hann hafði fengið "píur" til að koma og veita sér "nuddjónustu":
Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage."
Þáttastjórnendur á kapalsjónvarpsstöðvunum voru að vonum kátir, því það er ekkert skemmtilegra en kynlífsskandalar, og bloggarar voru ekki síður spenntir, því ABC lét í veðri vaka að það væri fullt af allskonar háttsettum skriffinnum og meðlimum ríkisstjórnarinnar á þessum lista.
En svo hvarf þessi frétt einhvernveginn, og þegar "expose" ABC var loks flutt á föstudag var það hreint ekkert sérstaklega merkilegt. Þeir sem höfðu verið að fylgjast með fréttum fannst þetta mjög skrýtið. Hvað hafði gerst? Hvað varð um alla þessa háttsettu hórkarla? Liberal bloggarar voru að vonum fúlir, því það fóru af stað allskonar furðulegar og stórfyndnar tengingar á milli Washington og hóreríislistans.
En maður ætti aldrei að segja aldrei, því nú er farinn af stað einhver mögnuð samsæriskenning/getgáta um hver sé á listanum og af hverju ABC hafi allt í einu misst áhuga á að flytja æsifréttir af kynlífi í Washington DC: Dick Cheney "vara"forseti Bandaríkjanna á að hafa verið meðal viðskiftavina "nuddjónustunnar"!
Samkvæmt fréttum og sögusögnum á minnst einn frægur "fyrrverandi forstjóri" að vera á listanum, og nú telja sumir að sá fyrrverandi forstjóri sé fyrrum forstjóri Haliburton - maður að nafni Richard Bruce Cheney, kallaður "Dick". Lýsingar á þessum fyrrverandi forstjóra, heimili hans osfv. þykja allar benda á Cheney. Cheney á svo að hafa hótað ABC öllu íllu ef þeir hættu ekki við að flytja fréttir af viðskiftavinum nuddþjónustunnar. Skv Wayne Madsen (það þarf að fletta niður á blaðsíðunni, þessi færsla er undir 8. maí:
WMR has confirmed with extremely knowledgeable CIA and Pentagon sources that the former CEO who is on Deborah Jeane Palfrey's list is Vice President Dick Cheney.Cheney was CEO of Halliburton during the time of his liaisons with the Pamela Martin & Associates escort firm. Palfrey's phone invoices extend back to 1996 and include calls to and from Cheney.Ironically, in 2000 Cheney was appointed by Bush to head his Vice President selection committee, a task that enabled Cheney to gather detailed personal files on a number of potential candidates, including Bill Frist, George Pataki, John Danforth, Fred Thompson, Chuck Hagel, John Kasich, Chris Cox, Frank Keating, Tom Ridge, Colin Powell, and Jim Gilmore, before he selected himself as the vice presidential candidate.
The White House saw to it that ABC/Disney killed the DC Madam's storybefore yet another scandal swamped the Bush administration.
Þetta er auðvitað stórskemmtilegur orðrómur! Wonkette, sem sérhæfir sig í stjórnmálaslúðri Washington finnst þó lítið til alls þessa koma:
Do you know why were underwhelmed by this rumor? Because even if its a fact, which it probably is, theres no way it would have any impact on Cheneys career. This is a draft-dodging half-human war criminal with a pregnant lesbian daughter who tells senators to fuck themselves and shoots his own friends in the face. Ordering an outcall hooker is positively innocent compared to the well-known things Cheney does every day.
Smá hórerí væri sennilega ómerkilegasti glæpur eða yfirsjón Dick Cheney.
M
Siðgæði | Breytt 10.5.2007 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 8.5.2007
Heimskulegasta hryðjuverkaplotti síðari tíma afstýrt
Alríkislögreglan hefur upplýst að hún hafi komið í veg fyrir fyrirætlanir sex manna um að leggja undir sig Fort Dix í New Jersey:
The plan, reported this morning by New York's WNBC television and confirmed to The Washington Post by officials from the FBI and the New Jersey U.S. Attorney's Office, involved storming the base with automatic weapons and attempting to kill as many soldiers and other personnel as possible. The World War I-era base is approximately 17 miles from Trenton in central New Jersey and is used now as a training and mobilization site for U.S. Army reservists.
Yfirvöld hafa enn ekki gefið upp neitt um þessa vesalinga, annað en að þeir minnst þrír þeirra séu ólöglegir innflytjendur og einn bandarískur ríkisborgari:
An FBI official said that at this point the men did not appear to have connections with any overseas terrorist groups other than "an ideology."
Fyrirætlanir "The Dix Six" voru ekki klókari en svo, að þeir ætluðu að kaupa sér sjálfvirka riffla, af ríkinu hvorki meira né minna, og gera svo áhlaup á herstöð.
AP reported that the men were arrested attempting to buy automatic weapons from federal authorities.
Nú ætla ég ekki að gera lítið úr hryðjuverkum þegar þau eru framin af alvöru hryðjuverkamönnum - en það er full ástæða til að benda á að einu hryðjuverkaarásirnar sem hafa heppnast í Bandaríkjunum hafa verið framdar af heimaræktuðum vitfirringum sem eru í stríði við fóstureyðingalækna eða alríkisstjórnina, möo vitfirringum lengst á hægrivæng stjórnmálanna. Allir Jihadistarnir sem eiga að vera í stríði við Bandaríkin virðast einhverskonar aular eins og þessir "Dix Six". Enda minnir Washington Post á þessa gagnrýni:
Others have raised questions about FBI tactics, particularly the arrest of several Miami men accused of plotting attacks, including the bombing of the Sears Tower in Chicago, as part of a "jihad" against the United States. The men's contacts were with undercover FBI agents posing as al-Qaeda operatives, and paid FBI informants had suggested targets to the men.
Það "Jihad" var ekki merkilegra en svo að hryðjuverkamennirnir áttu ekkert sprengiefni, né höfðu þeir neinn aðgang að sprengiefni, vopnum eða öðru sem gæti gert þeim kleift að hrinda áætlun sinni í framkvæmd. Engu að síður hefur stjórnin reynt að sannfæra borgarana um að þeir þurfi að gefa eftir stjórnarskrárvarin réttindi sín, leyfa alrikislögreglunni að lesa póstinn, fara i gegn um tölvupóstinn, skoða vísareikningana og hlera símann hjá venjulegu fólki.
Ef það væri einhverskonar alvöru hryðjuverkaógn í Bandaríkjunum gæti ég skilið tilraunir Cheney-Bush stjórnarinnar til að koma upp lögregluríki í Norður Ameríku.
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)