Ha-ha! Wolfowitz ætlar aldrei að segja af sér!

Blair - BushÍ dag hafa fréttastofur beggja vegna Atlantshafsins, dagblöð, bloggarar og sjónvarpsstöðvar flutt linnulausar fréttir af ímyndaðri afsögn Paul Dundes Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Síðasta frétt New York Times af þessu máli er stórfyndin:

The precise wording of what the bank would say, and what Mr. Wolfowitz would say, were not known as of mid-afternoon. Nor was it known whether the negotiations would lead to an actual resignation today. Some officials said the conversation could continue into the evening or into Thursday.

Það veit semsagt enginn hvað bankastjórnin eða bankastjórinn eru að hugsa, hvað þeir ætla að gera, eða hvenær þeir ætla að gera það? Og menn ætla að halda áfram að tala um þetta fram á fimmtudag?

Og þegar Wolfowitz mun loksins segja af sér, hver ætli fái að taka við embættinu? Tony Blair - hver annar!

Speculation about Mr. Wolfowitz’s successor ranged from Paul Volcker, the former chairman of the Federal Reserve, to Tony Blair, the outgoing British prime minister, to Deputy Treasury Secretary Robert Kimmitt and former Deputy Secretary of State Robert Zoellick.

Og til þess að gera þessa Blair spekúlasjón áhugaverðari er rétt að benda á að Blair gistir í Hvíta Húsinu í nótt - eða eins og Reuters orðar það "sleepover" en ekki "stay overnight", eða "remain Bush's guest overnight" eða eitthvað sem hljómar ekki eins og þeir séu tvær smástelpur sem fái að gista heima hjá hvor annarri! Ef fullorðið fólk gerir "sleepovers" er það yfirleitt af gagnstæðu kyni og er að vera coy og cute...

White House sleepover for visiting Blair

WASHINGTON (Reuters) - British Prime Minister Tony Blair is getting a White House sleepover for what may well be his last visit to Washington to see his Iraq war ally, President George W. Bush.

The two leaders, both facing strong domestic criticism for their stance on the war, were to hold a working dinner on Wednesday night then hold more talks on Thursday before a joint news conference. ...

Bush played host to Queen Elizabeth II at a white-tie dinner a little more than a week ago.

Kannski kemur Wolfowitz líka og þeir geta allir þrír lakkað á sér táneglurnar og farið í koddaslag, þ.e. þegar þeir eru búnir að leika sér í tea- og dinnerparties?

M


mbl.is Wolfowitz mun ekki segja af sér segir lögmaður hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Magnús Sveinn, mér er alveg fyrirmunað að sjá hvað er svo stórfyndið við frétt New York Times.  Þú ert bara dauðhræddur um að Wolfie haldi áfram, og að ekki sé hægt að reka hann!

Svo ertu kominn út í bullandi hómófóbíu vegna orðsins Sleepover, sem þú kannast ekki við til fullnustu eftir sex ár í BNA. Í Orðabók Jóhanns S. Hannessonar (Örn og Örlygur 1991) er orðið skýrt á þennan hátt: Óforml. gista yfir nótt: sleep over at a friends house". Næst þegar þú kemur til menningarríkis eins og Danmörku, gætir þú nýtt þér þessa þjónustu http://www.sleepover.dk/ (ég á ekki hlutabréf), án þess að halda um rassinn. Og American Museum og Natural History býður líka upp á Sleepover. "Sleep over" varð til í lok 19. aldar, þótt menn hafi örugglega heimsótt hvorn annan síðan á hellisbúastigi, og það er ekkert barnalegt við það. http://www.answers.com/topic/sleep-over

Þessi barnalegu skrif þín fynnast mér benda til þess, að þú sért kominn með Wolfie á heilann og það heldur illilega.  REST YOUR CASE!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.5.2007 kl. 05:56

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Wolfowitz ætlar að nota íslensku afneitunarleiðina þar sem menn í valdastöðum nánast undantekningarlaust horfa framhjá eigin klúðri og benda á einhvern annan eða láta málið gufa upp að hætti Baldurs Brjánssonar.  Verður hann flengdur eða ekki, ég er svo sem ekkert hissa þó að Bush þyki þetta sjálfsögð vinnubrögð því nákvæmlega svona eru vinnubrögð hans, moka í sinn brunn og það sem mest. 

Gísli Foster Hjartarson, 17.5.2007 kl. 08:08

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Skemmtileg kenning hjá þér að Bush hafi ráðið tóma aula í stöður hjá ríkinu.  Og þessir aular hafi síðan náttúrlega klúðrað því sem hægt var að klúðra.  Ég held að Bush sé vitandi vits að ráða hæft fólk í þessar stöður til að eyðileggja USA og heiminn.  Þetta er t.d. ekkert klúður í Írak heldur markviss undirbúningar fyrir Armageddon og upprisuna.  Allir þessir kallar og kerlingar sem Bush hefur skipað vita nákvæmlega tilhvers er ætlast af þeim.  Þetta er hæft og stórhættulegt fólk.

Björn Heiðdal, 17.5.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: FreedomFries

Vilhjálmur - í Bandaríkjunum er orðið "sleepover" nánast einvörðungu notað um það að börn gisti hjá hvort öðru. Ég þekki það vegna þess að ég hef búið hér í sjö ár og á sjálfur tvö börn sem hafa farið í ótal "sleepovers" hjá vinum. Ég hef aldrei heyrt fullorðið fólk tala um "sleepovers", ekki nema það sé af gagnstæðu kyni. En ef þú vilt ekki trúa mér bendi ég þér á að fletta orðinu upp í orðabók Princeton:

sleepover (an occasion of spending a night away from home or having a guest spend the night in your home (especially as a party for children))

Wikipedia er með sömu skilgreiningu, og bætir við:

The participants typically stay up late, while talking and playing until they fall asleep. Sleepovers are usually held at one participant's house, with other guests bringing their own pillows and other bedtime paraphernalia most of the time. In certain occasions, guests play board games, have pillow fights, watch movies, or build forts, consisting primarily of pillow and blankets.

Það segir ekkert um "Sleepover is also a term used to describe overnight visits by heads of state..." Ég geri ráð fyrir að aðrir lesendur sem hafa búið í Bandaríkjunum og kunna bandaríska ensku geti staðfest þennan skilning minn og orðabókar Princeton. Þessi frétt Reuters bendir til þess að þeir séu með frekar íllgjarna Bush og Blair andstæðinga í vinnu, því það skiptir máli hvaða orð eru valin!

Annars er ég hæst ánægður með að Wolfowitz sitji áfram: Hann og allt hans mál eru stórfyndin og það er mun skemmtilegra að lesa fréttir af vandræðagangi hans en dauða og hörmungum í Írak.

Björn: Jú, ég er hræddur um að helsta vandamál Bushstjórnarinnar sé að það sé of mikið af vanhæfu fólki þar innanborðs, vanhæfu og sérhlífnu. En hvort það sé meðvituð stefna eða ekki er annað mál. Vissulega læðist stundum að manni sá grunur að það sé með vilja gert, það væri þá helvíti magnað samsæri!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 17.5.2007 kl. 13:14

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En nú sýnist mér að komin sé á hefð fyrir því að þjóðhöfðingjar stundi sleppovers, þegar þeir eru ekki í opinberum heimsóknum.  Kannski er poppkornin og leiktækin hjá Bush meira spennandi en í Downing stræti. En orðið "sleepover" er enn sem komið er einnig notað um eðlilegar heimsóknir fólks yfir tvítugu.  

Veistu Magnús, ég held bara að blaðamennirnir hafi verið að reyna að vera fyndnir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.5.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband