mán. 26.2.2007
Bush fjármagnar leynilega öfgahópa tengda Al-Qaeda
Tilgangur þessa er að styrkja súnní-hópa gegn shíum, en Íranir styðja shíahópa á borð við Hezbollah, sem Bush hefur meiri áhyggjur af en Al-Qaeda, því Hezbollah gerði árásir á Bandaríkin fyrir fimm árum, en Al Qaeda er aðallega upptekið við lókal stríðsrekstur í suður Líbanon...? Nei, þetta meikar ekki mikinn sens, því ég hélt að stríðið í Írak væri hluti af stríðinu gegn hryðjuverkum, og að hættulegasta hryðjuverkaógnin væri Al-Qaeda, það hefur jú enginn annar gert árásir á Bandaríkin. En það ætti kannski ekki að koma manni á óvart að Bandaríkjaforseta standi á sama um þjóðaröryggi, eins og honum virðist standa á sama um nokkurnveginn allt.
Greinin öll er djöfullega góð - og frekar scary líka. Jafnvel þó bara helmingur alls sem Hersh segir sé rétt höfum við fulla ástæðu til að hafa alvarlegar áhyggjur. Fyrir hálfu ári síðan var ég sannfærður um að Bush og Cheney myndu aldrei vera svo vitlausir að fara í stríð við Íran - en ég er ekki svo viss lengur. Ég yrði ekki hissa ef það yrði búið að gera loftárásir á Tehran áður en Bandaríkjamenn kjósa arftaka Bush.
Einn merkilegasti partur arfleiðar Bush stjórnarinnar verður vafalaust að hún hefur gert meira en nokkur ríkisstjórn, að Nixon og LBJ til að blása eld að glæðum samsæriskenninga. Ekki vegna þess að vinstrimenn og "óvinir" Bush séu allir vænisjúkir - nei, vegna þess að Bush stjórnin hegðar sér svo furðulega, lýgur svo kerfisbundið og óforskammað, og fer fram með slíkri leynd, að venjulegt fólk getur ekki með nokkru móti treyst stjórninni, eða trúað yfirlýsingum hennar. Þó allar ásakanir um leyniplön um fjárveitingar til öfgafullra hópa tengdum Al-Qaeda séu tilbúningur hefur stjórnin þó glatað allri tiltrú. Og það eitt er nóg til að fordæma Bush sem einn versta forseta fyrr og síðar.
M
ps. Ég biðst afsökunar á fljótfærnisvillu í þessari færslu, sem ég svo leiðrétti... Höfuðborg Íran er auðvitað ekki Kabúl - það kemur fyrir að manni verði á mistök, og yfirleitt prófarakales ég ekki færslurnar, ég þarf stundum að gera eitthvað annað en að blogga um samsæriskenningar The New Yorker allan daginn, jafnvel þó það sé bráðskemmtilegt - annars myndi ég varla nenna þessu?
Athugasemdir
1984 Orwells kemur ætíð upp í hugann, þegar maður les um amerísk stjórnmál, end líkindin hreint með ólíkindum. Þú spyrðir saman orðunum Samsæriskenning og vænisýki. Vænisýki byggir á ógrunduðum og óstaðfestanlegum hugarburði en kenningar á rökleiðslu og afleiðum, sem byggja á staðreyndum, sem virðast tengjast í heildarmynd. Þegar kenningarelementin hafa svo verið tengd í staðfestanlega heildarmynd, þá er það ekki kenning lengur heldur staðreynd.
Margar samsæriskenningar hafa einmitt þessi óhrekjandi element í sér, sem virðast tengjast innbyrðis. Þær virðast því mjög sennilegar, sem tilgátur. Það að Bush sé að styðja þá aðila, sem samkvæmt öllu eru að vinna gegn landinu virðast langsóttar tengingar. En hugsi maður til 1984, þá er það ekki fjarri lagi. Svokallaðar False Flag operations eru þekkt fyrirbrigði í sögu Bandaríkjanna í seinni tíð og hafa miðað að því að gefa sér ástæðu til að hleypajóðinni í stríðsátök, þar sem tilefnið vantar. Þessar fullyrðingar herra Hersh koma mér því lítið á óvart.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2007 kl. 22:31
Staðreyndavillur rúla! Meira svona! :D
Dagbjört Hákonardóttir, 26.2.2007 kl. 22:40
Hvernig skal vinna "War against Terror"? Er einhver til í að rifja upp áætlunina hans Bush fyrir mínum gleymska huga?
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:58
Cheney er hinn hempuklæddi plottari í þessu. Það er athyglivert að nú þegar Bush hefur verið vængstífður í þingkostningunum þá sést Cheney allt í einu geysast um víðan völl en það fór frekar lítið fyrir honum um nokkurt skeið á undan. Hann er þræl tengdur inn í ýmsa hagsmunaaðila sem hagnast vel á átökum.
Leiðin til að fá fólk til að hætta hriðjuverkum er að hætta að gefa því tilefni til að reiðast svo mikið að það sé tilbúið til að sprengja sjálft sig í loft upp. Bush er snillingur í að gera menn brjálaða út í Bandaríkin með ýmiskonar yfirlýsingum og gjörðum, í nafni friða, frelsis og baráttu gegn hriðjuverkum.
Georg Birgisson, 27.2.2007 kl. 16:32
Það er merkilegt þetta, hversu mikið Cheney hefur verið í sviðsljósinu undanfarið, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur haldið sig til hlés undanfarin ár, og látið sér nægja að hafa áhrif á þróun mála bak við tjöldin. Ég held að það séu tvær ástæður: 1) Stríðsundirbúningur gegn Íran virðist (einhverra hluta vegna) vera sérstakt áhugamál Cheney og skrifstofu varaforsetans , og 2) Hann gæti verið að reyna að sýna "styrk" og hrekja efasemdir um völd sín í ljósi Plamegate. Réttarhöldin yfir Lewis Libby hafa grafið undan trúverðugleika Cheney, og hann gæti verið að reyna að sýna Bandaríkjamönnum að hann láti ekki hræða sig?
FreedomFries, 27.2.2007 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.