Rasísk gamalmenni, Karl Rove týnir tölvupóstinum sínum, Gonzales er þó enn við völd...

ImusÞað er búið að taka svolítinn tíma að komast aftur inn í daglegan ryþma, vinnu, heimilishald og svo auðvitað blogg og fréttalestur. Seinustu dagar virðast þó hafa verið sæmilega atburðaríkir, svo ég ákvað að skrifa eina langa langa bloggfærslu um þær fréttir sem mér finnst að hafi staðið upp úr:

A War Czar

Bush reyndi að skipa "a war czar" - einhverskonar allsherjar yfirmann alls stríðsreksturs í Írak og Afghanistan, (því stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir slíkum yfirmanni alls stríðsreksturs... the founding fathers gleymdu alveg að gera ráð fyrir einhverskonar "cheif of commanders...", svo nú þarf að búa til flúnkunýtt embætti, ekki "chief", heldur "Czar") Þessi maður gæti mjög hentuglega tekið á sig ábyrgð á því að tapa báðum stríðunum í einu - en eins og Washington Post skýrði frá hefur enginn háttsettur maður innan hersins áhuga á þessu starfi. John J. Sheehan, fyrrverandi herforingi úr landgönguliðinu, og dyggur stuðningsmaður forsetans (fram til þessa, í það minnsta) sagðist ekki geta tekið að sér starf sem þetta meðan Dick Cheney og aðrir óraunsæir jólasveinar væru enn við völd:

There’s the residue of the Cheney view — ‘We’re going to win, al-Qaeda’s there’ — that justifies anything we did. And then there’s the pragmatist view — how the hell do we get out of Dodge and survive? Unfortunately, the people with the former view are still in the positions of most influence.”

Hver vill ekki fá að taka við valdalausu embætti, sem hefur óraunsæa starfslýsingu, til þess eins að vera fall guy fyrir vanhæfa aula?

Swift Boat Veterans

Swfit Boat Veterans for the making up nonsensical accusations and the Smearing of Democrats voru líka í fréttunum, bæði vegna þess að yfirmaður þessa félagsskapar, Sam Fox, sem er hefur ekki unnið sér neitt annað til frægðar en að hafa fjármagnað Swift Boat Veterans, sem stóðu fyrir auglýsingum sem köstuðu rýrð á þjóðernishollustu John Kerry fyrir seinustu kosningar - og héldu því fram að hann hefði verið einhverskonar heigull eða landráðamaður í Vietnamstríðinu - var skipaður sendiherra til Belgíu, og það þrátt fyrir að öldungadeildin væri búin að lýsa því yfir að Fox væri allsendis óhæfur sem sendiherra. Sam Fox var einnig formaður "the Republican Jewish Coalition", sem hefur staðið fyrir auglýsingum sem halda því fram að heimsókn Nancy Pelosi til Sýrlands séu landráð. Þessi samtök hafa kosið að segja ekkert um heimsókn fimm repúblíkana til Sýrlands á sama tíma... Aðallega vegna þess að repúblíkanar geta ekki framið landráð - bara demokratar og vinstrimenn. Repúblíkanar myndu, eins og við vitum ALDREI fara að styðja hryðjuverkamenn. Nei, annars...

Seníl Gamalmenni og Rasismi

Fjölmiðlar eru nokkurnveginn sammála um að John McCain hafi ekki vaxið í vinsældum eða virðingu eftir að hafa farið til Írak. Það virðist líka vera samdóma álit allra að McCain eigi núna hvorki séns í að vinna forsetakosningarnar 2008, eða tilnefningu Repúblíkanaflokksins.

En McCain virðist ekki hafa verið eina gamalmennið sem var í fréttunum seinustu daga: Don Imus, sem er (var) útvarps og sjónvarpsmaður kom sjálfum sér í fréttirnar með því að kalla kvennakörfuboltalið Rutgersháskóla "Nappy headed hos" - sem átti að vera einhverskonar brandari. Hahaha! Því það er alveg ótrúlega fyndið að kalla konur hórur! Bregst aldrei. Sennilega jafn fyndinn brandari og að kalla menn homma? Nei? Ekki það?

Reyndar þurfti ég að fletta því upp hvað "nappy headed" þýðir - því ég er ekki jafn vel að mér og Imus í rasísku málfari. Nappy headed er víst tilvísun til hárs þessara kvenna:

Meaning tight, curly hair.  Generally associated with persons of color, particularly those of black or African descent

Nappy er víst ekki mjög móðgandi, eitt út af fyrir sig, en er eitt af þessum orðum sem hvítt fólk má ekki nota um svarta, þó svartir megi nota það um hvorn annan. En Imus, sem er 98 ára gamall hvítur karlfauskur er einn af þessum mönnum sem kunna ekki grundvallarmannasiði. Bandarískum almenningi var engan veginn skemmt, og Imus reyndi að biðjast afsökunar, en var samt að lokum rekinn, bæði frá MSNBC, þar sem þætti hans var sjónvarpað, og CBS, þar sem honum var útvarpað, við mikinn fögnuð siðaðs fólks. Imus var samt ekki rekinn fyrr en John McCain og Rudy Giuliani voru búnir að lýsa yfir stuðningi við skítlegan munnsöfnuð hans. Það að Imus hafi verið rekinn er reyndar nokkuð merkilegt, því fram til þessa hefur allskonar kvenfyrirlitning og rasismi (að ég tali nú ekki um hómófóbíu) verið daglegt brauð í útvarpi og hjá mörgum þáttastjórnendum kapalstöðvanna - eins og Glenn Beck og Bill O'Reilly. Umræðan um Imus hefur enda velt upp spurningum um þessa kollega hans, og nafn Rush Limbaugh er búið að koma oft upp í því sambandi, enda hefur Limbaugh öðrum fremur byggt vinsældir sínar á því að höfða til manna sem finnst fyndið eða viðeigandi tala niðrandi um konur og minnihlutahópa.

Auðvitað snýst þetta Imus mál um rasisma og kvenhatur - en það snýst þó engu síður um að bandarískir fjölmiðlar hafa leyft sér að hafa í vinnu menn sem eiga ekkert erindi í fjölmiðla: menn sem halda að það að spúa dónaskap og vera með munnsöfnuð sé "entertainment" eða "political analysis". Þegar bent hefur verið á dónaskapinn í Limbaugh, O'Reilly, Coulter, Beck, svo ég tali nú ekki um Michael Savage, hafa stjórnmálamenn og fréttaskýrendur repúblíkana því miður yfirleitt risið upp þeim til varnar, og haldið því fram að þetta sé "pólítiskt" ofstæki og að gagnrýni á O'Reilly eða Limbaugh sé einhverskonar pólítískur réttrúnaður. Í mínum huga snýst þetta engan veginn um pólítik, hægri eða vinstri, heldur um að fjölmiðlar beri ábyrgð: þeir eiga að hvetja til málefnalegrar umræðu. Ég hef ekkert á móti því að sjónvarpað sé skemmtiefni eða gríni, auglýsingum og afþreyingu. Það er jafnvel allt í lagi að flytja heimskulegar fréttir af íkornum og köttum. En það er ekki allt í lagi að sjónvarpa og útvarpa "fréttaskýringum" "stjórnmálaumræðu" sem felst fyrst og fremst í dónaskap og klósetttali. Því miður er margt fólk ekki nógu greint til að gera greinarmun á því sem er umræða og því sem er skítkast. Með því að hafa fólk eins og Limbaugh, Glenn Beck, O'Reilly og aðra í vinnu hafa Fox News, CNN og AM Talk Radio útvarpsstðvar dregið bandaríska stjórnmálaumræðu niður á mjög ömurlegt plan. Og ekki bætir úr skák að menn eins og McCain skuli reyna að halda uppi vörnum fyrir Imus og hans kóna.

Týndur Tölvupóstur

En þó Imus hafi verið aðalfréttin undanfarna daga hefur ríkissaksóknarahreinsunin þó verið ein aðalfréttin í öllum fréttatímum undanfarna daga. Gonzales situr enn í embætti, þó það virðist stöðugt fjara undan honum. Helstu fréttirnar eru Monica Goodling einn hæstsetti aðstoðarmaður Gonzales sagði af sér undir mjög grunsamlegum kringumstæðum, og þverneitar að bera vitni fyrir þinginu. Fréttaskýrendur benda á að neitun hennar eigi sér ekkert fordæmi í allri sögu Bandaríkjanna. Neitun Goodling er sérstaklega merkileg, því hún virðist hafa haft umsjón með flestum fundum sem haldnir voru um hvaða saksóknara ætti að reka og hvenær. Það hefur líka vakið athygli að Goodling er útskrifuð úr lagaskóla Pat Robertson... Og hún virðist ekki vera eini starfsmaður Hvíta Hússins sem er "menntaður" í "háskóla" Pat Robertson, því Bush stjórnin hefur talið að í þeirri mætu menntastofnun sé að finna greindasta og hæfasta fólkið sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða.

Merkilegasta fréttin af saksóknarahreinsuninni er samt að starfsmenn Hvíta Hússins hafa notað tölvupóstföng frá Repúblíkanaflokknum í opinberum embættisfærslum, og sérstaklega í undirbúningi saksóknarahreinsunarinnar. Þetta er auðvitað bráðsnjöll hugmynd: Að fella saman ríkið og flokkinn. Mörg bestreknu og bestlukkuðu stórveldi tuttugustu aldarinnar kusu einmitt að gera þetta sama, fella ríkið og flokkinn saman. Sovétríkin og Kína t.d. Og Norður Kórea... Tilgangurinn virðist þó hafa verið mun einfaldari, því Repúblíkanaflokkurinn hefur mjög hentuglega eytt öllum þessum tölvupóstsendingum, þannig að þingið getur ekki fengið aðgang að gögnum og skjölum sem gætu varpað ljósi á hvaða umærður eða ráðagerðir fóru fram í aðdraganda saksóknarahreinsunarinnar. Áætlað hefur verið að Hvíta Húsið og Repúblíkanaflokkurinn hafi eytt um FIMM MILLJÓN tölvupóstum frá starfsmönnum Hvíta Hússins. Þó sumir þeirra hafi verið þessir venjulegu framsendu brandarar eða annað tölvupóstrusl, er ljóst að þetta tölvupóstahvarf er mjög grunsamlegt. Sérstaklega þar sem allar tölvupóstsendingar Karl Rove frá 2000-2005 eru horfnar... Og hver er afsökun Hvíta Hússins? "We screwed up" sagði Dana Perino, blaðafulltrúi Hvíta Hússins.

Miðað við hversu mikinn áhuga þessi ríkisstjórn hefur á því að hafa aðgang að tölvupóstsendingum, símtölum, og öðrum persónulegum einkagögnum óbreyttra borgara virðist hún hafa lítinn áhuga á að varðveita mikilvæg opinber skjöl - því öll skjöl sem Hvíta Húsið, og starfsmenn þess framleiða meðan þeir eru í vinnunni á að varðveita, lögum samkvæmt. En þessi ríkisstjórn hefur reyndar fyrir langa löngu gert ljóst að hún gefur skít í

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband