Meðlimur úr innsta hring repúblíkanaflokksins, verktaki fyrir varnarmálaráðuneytið kærður fyrir að fjármagna... Al Qaeda!

Gallagher vill fleiri hryðjuverkaárásir til að þagga niðrí vinstrimönnumAllt síðan 2001 hefur Repúblíkanaflokkurinn blóðmjólkað Al-Qaeda ógnina. Allar kosningar síðan "9-11" hefur flokkurinn varað kjósendur við því að ef demokratar kæmust til valda væri stríðið gegn terroristunum tapað, því allir demokratar væru einhverskonar flugumenn Bin Laden. Mike Gallagher, sem er republican "pundit", sem er starf sem gengur út á að hafa, eða þykjast hafa, vit á málefnum líðandi stundar og geta talað út í eitt um þessi mál öll, skrifaði um daginn á bloggsíðu sinni á Townhall:

Seeing Jane Fonda Saturday was enough to make me wish the unthinkable: it will take another terror attack on American soil in order to render these left-leaning crazies irrelevant again. Remember how quiet they were after 9/11? No one dared take them seriously. It was the United States against the terrorist world, just like it should be.

Það er sennilega fátt sem veitir betri innsýn í þankagang margra á hægrivæng (nei, réttara sagt, hálfvita, og fasistavæng) repúblíkanaflokksins: "9-11" var hið besta mál vegna þess að það þaggaði niðri í þessum leiðinda vinstrimönnum! (Ég mæli með umfjöllun Pandagon um þessi ummæli Gallagher.)

Í ljósi þessa kemur það eiginlega ekki á óvart að fjármálamenn flokksins skuli hafa reynt að halda lífinu í þessum félagsskap með fjárgjöfum! Samkvæmt CBS news hefur auðmaðurinn Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari verið ákærður fyrir að hafa reynt að senda hátt á annað hundruð þúsunda dollara til Afghanistan til að kaupa búnað fyrir Osama!

Terrorism charges brought Friday against the administrator of a loan investment program claimed that he secretly tried to send $152,000 to the Middle East to buy equipment such as night vision goggles for a terrorist training camp in Afghanistan.

Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari, 53, of Ardsley, N.Y., pleaded not guilty in U.S. District Court in Manhattan to an indictment accusing him of terrorism financing, material support of terrorism and other charges. The charges carried a potential penalty of 95 years in prison.

Alishtari er einnig þekktur undir nafninu Michael Mixon, og hefur verið stórtækur fjársvikamaður:

He was also charged with money laundering for allegedly causing the transfer on Aug. 17 of about $25,000 from a bank account in New York to a bank account in Montreal, Canada. The money was to be used to provide material support to terrorist, prosecutors said.

The indictment also charged him with wire fraud conspiracy and wire fraud. It said he devised a scheme to administer and promote a fraudulent loan investment program known as "Flat Eletronic Data Interchange" through which Alishtari and others fraudulently obtained millions of dollars from investors by promising high guaranteed rates of return

Besti parturinn er að þessi Alishtari var líka í innsta hring repúblíkanaflokksins!

CBS News has confirmed that Alishtari is a donor to the Republican Party, as he claims on his curriculum vitae. ...

Alishtari also claims to be a lifetime member of the National Republican Senate Committee's Inner Circle, which the NRCC describes as "an impressive cross-section of American society – community leaders, business executives, entrepreneurs, retirees, and sports and entertainment celebrities – all of whom hold a deep interest in our nation's prosperity and security."

TPM hefur fylgt þessari GOP/Terrorist-kingpin sögu eftir - Alishtari segist einnig hafa verið meðlimur í einhverju "White House Business Advisory Committee"...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband