Meira af heilaþvottastarfsemi SÞ, paþólógískri kurteisi bandaríkjamanna og því að kalla hlutina sínum réttu nöfnum

Stundum þarf bara að kalla hlutina sínum réttu nöfnum - fíf eru fífl - hvort heldur þeir eru öldungadeildarþingmenn frá Oklahóma eða skoffín á Íslandi .jpg

Í gær skrifaði ég færslu um "fox news alert" - uppljóstrun öldungadeildarþingmannsins James Inhofe (R-OK) að guð myndi redda okkur útúr þessum vandræðum, og að það væri hvort sem er ekki ástæða til að hafa áhyggjur því sólin hitaði upp jörðina. Þ.e. ef sameinuðu þjóðunum tækist ekki fyrst að heilaþvo börnin okkar með litríkum myndum.

Inhofe hefur nú einnig sýnt fram á að nýleg ráðstefna sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var allsherjar heilaþvottahátið.

WASHINGTON (Reuters) - The U.S. Senate's most vocal global warming skeptic, James Inhofe, on Thursday dismissed a U.N. meeting on climate change as "a brainwashing session."

Inhofe, an Oklahoma Republican who will step down as chairman of the Environment and Public Works Committee in January, told a news conference, "The idea that the science (on global warming) is settled is altogether wrong." ... What we learned in Nairobi is ... that the real focus has little to do with the fate of the planet and more to do with money -- who has it and who wants it," he said.

Samsærið lítur semsagt þannig út í grundvallaratriðum: stórfyrirtæki eiga peninga og vondir vinstrimenn vilja stela þessum peningum með því að ljúga því upp að mengun sé alvarlegt vandamál sem þurfi að takast á við á ábyrgan máta. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt. Og hvaðan hefur Inhofe þessar fréttir? 

Inhofe did not attend the Nairobi meeting but said some of his staff did.

Samkvæmt fréttum byggir Inhofe upplýsingar sínar á Marc Morano, sem TPMuckracker bendir á að sé einhverskonar fréttafulltrúi Inhofe, og fyrrverandi starfsmaður Rush Limbaugh, sem hafði verið boðið til þess að taka þátt í einhverskonar pallborðsumræðum um hvernig fjallað er um gróðurhúsaáhrifin í fjölmiðlum. Morano fannst allir þessir fancy-pants vísindamenn ekki taka nógu mikið mark á "skeptics" á borð við sig sjálfan, Limbaugh og Inhofe:

"The skeptics who get vocal are vilified," said Marc Morano, director of communications for the Senate Environment and Public Works Committee. The committee chairman, Republican Sen. James Inhofe of Oklahoma, has enraged environmentalists by calling global warming alarmist and a hoax.

Morano was invited to be part of a panel discussion on how best to convey the issue of climate change in the media. His fellow panelists, including Jules Boykoff of Pacific University in Oregon, argued that skeptics actually get too much attention in the press.

Efforts by journalists to create "balanced" stories on global warming allow "a handful of skeptics ... to be treated as equals to thousands of scientists," said Boykoff, an assistant professor in the department of politics and government.

Og auðvitað er þetta hið raunverulega vandamál. Efasemdarmenn eins og Inhofe senda blaðafulltrúa sína á ráðstefnur, þar sem saman eru komnir helstu alvöru vísindamenn sem eru að rannsaka loftslagsbreytingar - og svo þegar blaðafulltrúinn kemur til baka getur Inhofe haldið því fram að hann hafi það frá "þátttakendum" á ráðstefnunni að umhverfisvernd sé einhverskonar heilaþvottastarfsemi, og geta líka haldið því fram að "sumir af þátttakendunum" á ráðstefnunni hafi efasemdir - svo mætir Inhofe í "viðtal" á Fox þar sem hann getur haft allt þetta yfir, og áhorfendur sem sitja heima geta sagt við sjálfa sig: "þetta gróðurhúsalofttegundamál virðist allt vera málum blandið og það virðast vera uppi skiptar skoðanir um það... þar með er kannski best að bíða þar til "all the facts are in" og vera ekki að rasa að neinu..."

Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju fréttamenn og blaðamenn finna sig knúna til þess að þurfa að sýna að öll mál hafa "tvær hliðar", því sum mál hafa ekki nema eina hlið - og önnur þrjár og fjórar hliðar. Þessi hugmynd um að það þurfi að gefa "báðum hliðum" rými í umfjöllun er sérstaklega útbreidd hér í Bandaríkjunum, og hefur eitthvað með sjúklega kurteisi bandaríkjamanna að gera. Ég segi sjúklega, því kurteisi bandaríkjamanna er oft ekkert annað en sjúkleg. Eftir að hafa t.d. horft á Borat get ég ekki sagt annað en að umburðarlyndi og þolinmæði Bandaríkjamanna sé nánast óskiljanleg. Það er vinsælt hjá "upplýstum" Evrópubúum að tala um fordóma og kynþáttahatur bandaríkjamanna, hroka þeirra og sjálfsánægju, og þó það sé mikið til í því að það séu rasistar og hálfvitar í Bandaríkjunum (eins og á Íslandi og í öðrum löndum!) eru alvarlegust vandamál bandaríkjanna ekki hroki eða rasismi - heldur kurteisi! Það hefði t.d. mátt benda á það fyrir kosningarnar 2000 að annar frambjóðandinn væri hálfviti og augljóslega ekki starfinu vaxinn, meðan hinn frambjóðandinn væri augljóslega vitiborin manneskja. En ónei. Og sama gildir um hómófóbíuna í "trúuðum" bandaríkjamönnum. Meira að segja NPR (Sem er nokkurskonar RÚV kananna) leyfir sér að fjalla um viðhorf "trúaðra" bandaríkjamanna til samkynhneigðar eins og það sé einhverskonar spurning um "skoðun" eða "trú", þegar hómófóbía er það sem hún er: mannhatur og fordómar.

En Repúblíkanaflokkurinn undir handleiðslu Bush og Rove hefur komist að því að það er miklu auðveldara að stjórna þegar öll mál eru flækt með því að halda því fram að það séu margar hliðar á öllum málum, og að það sé fullkomlega legitimate að leyfa "umræðu" um hvort sköpunarsaga biblíunnar eða vísindi lýsi betur gangi veraldarinnar. Það sem er skelfilegast er að þetta væri ekkert vandamál ef Demokrataflokkurinn og skynsamt og upplýst fólk í Bandaríkjunum hefði bein í nefinu til þess að standa upp og kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Sem betur fer virðist sem demokrataflokkurinn hafi loksins vaknað upp og sé tilbúinn til þess að benda á að raunveruleg vandamál séu mikilvægari en ímynduð vandamál, það sé til dæmis mikilvægara að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir almenning en að banna fánabrennur, eða að það sé alvarlegra að ríkissjóður sé að verða gjaldþrota og þúsundir manna séu drepnir að ástæðulausu en að samkynhneigðir fái að giftast!

Vandamálið er að menn eins og Inhofe, sem er augljóslega hálfviti, fær að vaða uppi og senda út fréttatilkynningar þar sem sameinuðu þjóðirnar eru ásakaðar um lygar og heilaþvott vegna þess að þær vilja hvetja fólk til þess að taka ábyrgð á umhverfismálum. En við Íslendingar ættum ekki að vera of roggin með okkur - því við erum fólk sem heldur að Árni Johnsen eigi erindi á þing! Meðan Íslendingar kjósa menn eins og Árna og Magnús Þór Hafsteinsson á þing hafa þeir ekki efni á að hlæja of mikið að Bandaríkjamönnum. En sem betur fer er fólk á Íslandi sem er tilbúið til að kalla hlutina sína réttu nöfnum; Árna glæpamann og Magnús fífl.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband