Karl Rove að yfirgefa Bush?

Fyrir kosningarnar sagði Rove að hann hefði engar áhyggjur af skoðanakönnunum - því hann hefði séð THE Numbers.jpg

Fyrst var það Rumsfeld, og nú er það Rove! Samkvæmt orðrómi á pólítískum bloggsíðum í Bandaríkjunum ætlar Bush að losa sig við Karl Rove, sem hefur verið uppnefndur "pólítískur snillingur" og "heili Bush". Ástæðan á víst að vera sú að Rove stendur í vegi þess að foresetinn geti þóst vera "bipartisan" og unnið með demokrataflokknum, svona fyrst þeir demokratarnir hafa náð völdum í báðum deildum þingsins. Samkvæmt The White House Bulletin, (sem krefst áskriftar):

The rumors that chief White House political architect Karl Rove will leave sometime next year are being bolstered with new insider reports that his partisan style is a hurdle to President Bush’s new push for bipartisanship. “Karl represents the old style and he’s got to go if the Democrats are going to believe Bush’s talk of getting along,” said a key Bush advisor.

Other elements are also at play: The election yesterday of Sen. Trent Lott to the number two GOP leadership position in the Senate is also a threat to the White House and Rove, who worked against him when he battled to save his majority leader’s job after his insensitive remarks about Sen. Strom Thurmond.

And insiders report that Bush counsel Harriet Miers isn’t a fan, believing that Rove didn’t do enough to help her failed Supreme Court nomination among conservatives. In fact, one top West Wing advisor said that the unexpected ouster of Rove aide Susan Ralston over ethics questions was orchestrated by Miers as a signal to Rove to leave. The advisor said that Rove is aware of the situation and that a departure might come in “weeks, not months.” A Rove ally, however, noted that he has a record of out-witting his critics.

Ergileg ummæli forsetans eftir kosningarnar þess efnis að hann hefði augljóslega lagt harðar að sér en Rove í kosningabaráttunni komu sumum á óvart - því forsetinn er ekki vanur að láta styggðarorð falla um "arkítektinn". Það virðist þó eitthvað málum blandið hvort Rove sé á förum, því fyrir Insightmag flutti fyrir stuttu fréttir þess efnis að Bush myndi halda í Rove "til loka kjörtímabilsins". Insightmag er lokað öðrum en áskrifendum, og þar sem ég hef ekki efni á að kaupa mig inná hægrisinnuð veftímarit, þurfti ég að treysta á endursögn Free Market News Network:

President Bush has decided to keep White House Deputy Chief of Staff Karl Rove on his team for the remainder of his administration despite disappointment over the recent election outcome, according to InsightMag.com.

A source told InsightMag.com that the president was especially concerned that Rove might write a memoir about his White House experience. Unlike other reports on the White House under the current administration, a negative "tell-all" by Rove - President's Bush's closest political confidante - would be difficult to shrug off or deny.

The administration has been hit by a wave of defections, with more administration staffers reportedly planning to leave as Bush seeks some level of cooperation with the Democratic-led Congress. So far, Rove appears to be an exception, despite bearing the brunt of criticism for the Republicans' loss of power.

Nú er rétt að hafa í huga að fyrir kosningar lofaði Bush líka að Rumsfeld myndi vera kyrr til "loka kjörtímabilsins" - og það er aldrei að vita nema "til loka kjörtímabilsins" sé einhverskonar reúblíkanískt dulmál, og þýði að viðkomandi verði rekinn einhverntímann í næstu viku. Mér finnst líka mjög ólíklegt að Rove myndi fara að skrifa "tell all" bók um störf sín fyrir Hvíta Húsið. En eitt er víst: Ef Rover fer er smá séns að forsetinn geti unnið með demokrötunum, því það er sennilega ekki neinn maður sem demokrataflokkurinn hefur meiri ímigust á en Karl Rove.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband