Bush bræðurnir eyða deginum og kvöldinu með Katherine Harris

buuhuu það eru allir búnir að vera svo vondir við mig.jpg

Það er eitthvað bæði hjartnæmt og líka pínulítið disturbing við að báðir Bush bræðurnir ætli að eyða seinasta deginum fyrir kosningar með Katherine Harris. Samkvæmt Wall Street Journal verða nefnilega bæði George og Jeb Bush Harris innan handar á lokasprettinum:

Appearing with the president instead will be his brother, Gov. Jeb Bush, and Senate candidate Katherine Harris – whom White House strategists regarded as so hapless that they tried to ease her out of the race last summer.

Fylgi Harris er einhverstaðar á milli 20-30% lægra en mótframbjóðandans, og ég get ekki alveg séð hvernig nærvera Bushbræðranna getur komið í veg fyrir að hún skíttapi. Það eru aðrir frambjóðendur, eins og "The Pennsylvania strangler" Don Sherwood eða Conrad Burns í Montana sem eiga ennþá smá séns á að ná kosningu, og hafa sóst eftir félagsskap forsetans. En Bush er auðvitað góðhjartaður maður. Að vera viðstaddur pólítískan dauðdaga Harris er það minnsta sem hann gat gert, í ljósi þess að Harris var viðstödd fæðingu Bushstjórnarinnar: hún var secertary of state fyrir Flórída þegar Bush vann, á mjög svo dúbíus hátt, öll atkvæði Flórída í forsetakosningunum 2000. Harris stoppaði endurtalningu atkvæða þegar ljóst var að útkoma endurtalningarinnar myndi verða Al Gore í vil. Harris færði Bush Hvíta Húsið að gjöf, svo örlög hennar og Bush eru mjög svo samtvinnuð!

En það er annað en hugmyndin um Bushbræðurna að hugga Harris eftir niðurlægjandi kosningaósigur sem mér finnst disturbing. Eftir tvö ár þarf W líka að fara að leita sér að nýrri vinnu, og þá þarf Bandaríska þjóðin að leita sér að nýjum forseta. Jeb Bush er að yfirgefa fylkisstjórastólinn, og það er ekkert leyndarmál að sumir repúblíkanar hafa látið sig dreyma um að koma þriðja meðlimi Bush fjölskyldunnar á forsetastólinn.

The White House has been quick to refute suggestions that Bush is losing relevance, however. Asked about how Bush feels about being on his last campaign, spokesman Tony Snow said, “I know you guys are desperate for, you know, the President sort of putting on the spurs and walking off into the sunset, but there’s also a 2008 campaign to come and two more years of this presidency. Trust me, you guys need to strap on your running shoes, because it’s going to be a busy two years.

Indeed.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband