Seinustu fréttir fyrir kosningar: Macaca Allen undir í Virginíu

Webb og Macaca Allen.jpg

Þá er komið að kosningum - og nú er ekkert að gera annað en að sitja og bíða. Ég hef líka ákveðið að lesa engin stjórnmálablogg í dag! Morgndagurinn og afgangurinn af vikunnu verður svo undirlagður af post-election analysis og vangaveltum. Við þurfum t.d. að sætta okkur við að frambjóðendur Repúblíkana hafi allir unnið með grunsamlegum 1% mun...

En þangað til er hægt að athuga með gengi gamalla vina okkar - og hvaða Bandaríski pólítíkus er skemmtilegri en "the mysterious Macaca"? Síðan í gær hef ég séð nýja könnun um gengi George Macacawitz Allen. Þessi var gerð af SurveyUSA fyrir lókal sjónvarpsstöð, en samkvæmt henni er Webb kominn með öruggt forskot:

Democrat Jim Webb has surged ahead of Republican George Allen in the last poll of the campaign, conducted for News-7 by SurveyUSA. The survey shows Webb with 52% of the likely voters, with 44% going to Allen.

 

Allar aðrar kannanir hafa sýnt Allen með örmjótt forskot á Webb, en ef Demokrötum tekst að ná Webb inn í virginíu eiga þeir smá séns á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Það er forvitnilegt að skoða niðurstöðurnar í heild sinni: Það kemur t.d. ekki á óvart að Allen njóti frekar lítils stuðnings svartra kjósenda (22% segjast ætla að kjósa hann, en 71% Webb), og sömuleiðis að Allen rúlli upp atkvæðum þeirra sem hættu í skóla fyrir 18 ára aldur (53% á móti 42% fyrir Webb), og að Webb fái atkvæði 63% þeirra sem hafa lokið MA eða doktorsnámi. Við eigum eftir að sakna Allen ef hann nær ekki kjöri. En Webb er víst líka góður suðurríkjadrengur.

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband