Bandaríkjaher vill ekki að hermenn séu að skoða "vinstrisinnuð" blogg

vinstripólítík og grín með frambjóðendur repúblíkana er BANNAÐ.jpg

Undanfarna daga hafa orðrómar gengið um veraldarvefina um að bandaríkjaher hafi lokað á aðgang hermanna að fjölmörgum "vinstrisinnuðum" bloggsíðum, og líka bloggsíðum, eins og Wonkette, sem fást aðallega við að flytja fréttir af Macaca Allen og Krazy Kitty Harris, og eru aðallega á móti foráttuheimsku og spillingu. Þegar hermenn í Írak reyna að opna heimasíðu Wonkette birtast eftirfarandi skilaboð:

forbidden, this page (http://www.wonkette.com) is categorized as (Personal Pages) ALL SITES YOU VISIT ARE LOGGED AND FILED.

CNN fjallaði um þetta sérkennilega mál í fyrradag, og Wonkette birti einnig tölvupóst sem þeir fengu frá landgönguliða í Írak:

I  am currently stationed in Al Taqaddam, Iraq with the Marines…you’ve done a short piece about this before, but this is getting ridiculous.

It seems that every non-conservative politics website has been blocked by our firewall guys…including your site. The reason it is blocked is because it is a “personal page.” Which means they don’t have a reason to block it … but they want to block it, so they do. This was done recently, just in time for mid-term elections. As I said, it was not only your website, I have gone through lists of liberal sites and most of them are blocked. I’ve also taken the time to go to some conservative sites….none of which are blocked.

I don’t have the words to describe how I feel. They have sent me to this desert three times…each time saying that we are defending freedom…which is BS and everyone knows it. And on top of that they have taken away many of the freedoms that we are supposedly fighting for….

I don’t think there is much anyone can do about this, but I just wanted you to know that this was still going on.

Þessar skemmtilegu fréttir berast á sama tíma og Worldwide Press Freedom Index kemur út, en samkvæmt því eru Bandaríkin í 53 sæti ásamt Botswana og Króatíu. Ísland fær að sitja í efsta sæti með frændum okkar í Finnlandi, þrátt fyrir að stjórnmálamönnum á Íslandi leyfist að panta hvaða fréttamenn taka við þá viðtöl.

M

ps. ég er hræddur um að ég muni ekkert skrifa þessa helgi - tölvan virðist hafa smitast af einhverjum sérlega íllskeyttum forritsbut, og mér er sagt að eina lækningin við þessum sé að setja allt stýrikerfið upp aftur, sem er bæði leiðinlegt og tímafrekt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband