Hryðjuverkamenn kjósa demokrataflokkinn

Rumsfeld prepares to use the sith force lightning.jpg

Ein aumasta röksemdafærslan fyrir því að Repúblíkanar séu þeir einu sem hægt sé að treysta til þess að leiða Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum er að hryðjuverkamennirnir séu allir einhverskonar demokratar, og að hryðjuverk og árásir á bandaríska hermenn í Írak séu allt partur af einhverskonar kosningaherferð Al-Qaeda fyrir Demokrataflokkinn. Ég hef svosem ekki persónulega séð neinar sannanir fyrir því að Abu Musab al-Zarqawi hafi ekki verið meðlimur í Demokrataflokknum, en það getur varla skipt nokkru máli hvort hryðjuverkamennirnir vilji að Demokratar eða Repúblíkanar vinni í kosningunum í nóvember. Kosningar snúast um að velja hæfasta fólkið til þess að stjórna og leiða þjóðir. Þær eru ekki tækifæri til þess að senda skilaboð til fanatíkusa í fjarlægum löndum.

En Repúblíkanar vita auðvitað að það myndi enginn heilvita manneskja sem hefur fylgst eitthvað með fréttum komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru réttu mennirnir til þess að stýra Bandaríkjunum. Þá er um að gera að sannfæra kjósendur um að Al-Qaeda yrði ægilega svekkt ef Repúblíkanar vinni. Og fyrst það er ekki hægt að sigra Al-Qaeda og "the insurgents" í Írak er allavegana hægt að ergja þá með því að kjósa Santorum og Conrad Burns?!

Í útvarpsviðtali hjá Scott Hennen, sem er talk radio host í Norður Dakota, lýsti Donald Rumsfeld því yfir að terroristarnir væru allir að vonast eftir sigri demokrata:

MR. HENNEN: I have a source in the Pentagon that has told me that recently there was a website of one of the terrorist groups, and I believe it might even be multiple websites, that are specifically in Arabic talking about influencing our elections in two weeks, about how the next two weeks is very crucial; the violence needs to be ramped up so as to influence the elections. Is that true?

SEC. RUMSFELD: I have seen those reports that there are terrorist websites that say that. It would be logical, obviously. It worked in Spain. And these people are smart. They're vicious. They're determined. And they watch very carefully what's taking place in the United States. They know there's this coming up. And I wouldn't doubt it for a second.

Rumsfeld hélt því fram að það væri "rökrétt" að hryðjuverkamenn væru að reyna að skapa glundroða til þess að demokrötum myndi ganga betur, og tók heilshugar undir analýsu Hennen:

Here they are, getting up every day saying, “We’ve got an election in two weeks in America, gang, and we want to change horses over there because we don’t like the folks we’re having to deal with now; they’re a little tough on us. So let’s get out there and let’s make some noise.

Rumsfeld er ekki einn um þessar kenningar. Dick Cheney, Bush og Tony Snow hafa undanfarna viku allir reynt að halda þessu sama fram:

Dick Cheney:

... the terrorists are actually involved and want to involve themselves in our electoral process, which must mean they want a change

George Bush:

There’s certainly a stepped up level of violence, and we’re heading into an election. … They [Al Qaeda] believe that if they can create enough chaos, the American people will grow sick and tired of the Iraqi effort and will cause government to withdraw.

Tony Snow:

And as Lieutenant General Caldwell said today in his briefing in Baghdad, it is possible, although we don't have a clear pathway into the minds of terrorists, it is possible that they are trying to use violence right now as a way of influencing the elections.

Það er vissulega rétt að við höfum ekki "a clear pathway into the minds of terrorists" og það má guð einn vita hvað þeir eru að hugsa. Hvað þeir ætli að hafa í kvöldmatinn á laugardaginn? Hvað málið sé eiginlega með Madonnu og Malawi ættleiðinguna? Hvort Brad Pitt sé ekki betur settur með Angelínu Jolie, enda hún miklu sætari og flottari en Jennifer Aniston? Hver veit. Kannski eru einhverjir þeirra líka að hugsa um kosningarnar í nóvember.

En þegar Bush er spurður hreint út, hvort hann hafi einhverjar heimildir fyrir því að hryðjuverkamenn eða "the insurgents" séu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar í nóvember, er svarið einfalt: nei!

STEPHANOPOULOS: So they’re trying to influence the elections?

BUSH: It could be. I don’t know. I haven’t - I don’t have any intelligence that says that.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband