Djúpsteikt Coca Cola

fried-coke.jpg

Í einfeldni minni hélt ég að "deepfried snickers on a stick" á Minnesota State Fair væri einhverskonar hápúntkur djúpsteikingarvitfyrringarinnar, en auðvitað hafa athafnamenn í Texas fullkomnað þessa list. Ef það getur ekki verið stærra í Texas þarf það að vera vitlausara: Þar er nefnilega hægt að kaupa djúpsteikt Coca Cola! Djúpsteikta kókið var fundið upp af Abel Gonzales Jr, sem er einhverskonar uppfinningamaður, og frægur meðal áhugamanna um djúpsteikingu:

Gonzales deep-fries Coca-Cola-flavored batter. He then drizzles Coke fountain syrup on it. The fried Coke is topped with whipped cream, cinnamon sugar and a cherry. Gonzales said the fried Coke came about just from thinking aloud.

Gonzales achieved notoriety in 2005 with the fried peanut butter, banana, and jelly sandwich -- selling an estimated 25,000 of the treats, according to the fair's Web site.

Ef maður borðar pulsu á priki, vafða inni pönnuköku með súkkulaðibitum, er þetta sennilega viðeigandi eftirmatur? Hér eru svo leiðbeiningar fyrir þá sem vilja reyna að djúpsteikja Snickers, MilkyWay eða Oreos heima hjá sér.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband