Um "sideways" utanríkisstefnu republikanaflokksins

Það er stórskrýtið hversu litla athygli yfirlýsing John Warner, um að bandarísk utanríkisstefna og stríðsrekstur í Írak væru "moving sideways" en ekki "forward", hefur fengið. Það er enn skrýtnara í ljósi þess að fyrir fáeinum dögum kom Bill Frist fram og sagði að kannski yrðu bandaríkin að leita eftir samvinnu Talibananna við að koma á friði í Afghanistan. Frist er meðal áhrifamestu leiðtoga flokksins, og Warner er formaður The Armed Services Committee. Þegar þeir segja að ástandið sé svo slæmt að það þurfi kannski að viðurkenna ósigur er full ástæða til að taka það alvarlega!

Auðvitað er það búið að vera augljóst öllu sæmilega vitibornu fólki sem les dagblöð að Bandaríkjaher var fyrir löngu búinn að tapa stríðinu í Írak. Það er sömuleiðis augljóst að republíkanaflokkurinn getur ekki viðurkennt þessa augljósu staðreynd. Flokkurinn hefur byggt kosningastrategíu sína núna, eins og undanfarna election cycles á því að vera flokkur stríðsreksturs, "tough on terror" og allt það. En fyrr en síðar þurfa leiðtogar flokksins að taka ábyrgð á ástandinu í Írak: Það kostar peninga að heyja stríð, og það kostar atkvæði að senda menn út í opinn dauðann. Fyrr en síðar þarf að binda enda á stríð. En það er skrýtið að leiðtogar flokksins séu að viðurkenna þetta svona rétt fyrir kosningar.

Ef það væru bara Frist og Warner sem væru að tala svona væri hægt að afskrifa það sem einangrað "crazy talk". En það hafa fleiri bæst í hópinn! Susan Collins, sem er republican senator frá Maine - og formaður Homeland Security Committee, hvorki meira né minna, hefur tekið undir með Warner. Í viðtali á föstudaginn lýsti hún því yfir að það væri "growing sense of unease" meðal þingmanna flokksins - og að það "unease" hefði aukist vegna yfirlýsinga Warner.

Samkvæmt Joseph Biden, sem er hæst setti demokratinn í the Foreign Relations Committee, hafa tveir öldungadeildarþingmenn republíkana - i viðbót við Warner - komið að máli við demokrataflokkinn og lýst sig reiðubúna til þess að komast að "bi-partisan" samkomulagi um að koma á "stöðugleika" í Írak, og að þeir væru tilbúnir til að ræða "alla valmöguleika".

Nú er forvitnilegt að sjá hvað Lieberman, sem er prinsippmaður, ætlar að gera? Það væri skemmtilegt ef Lieberman og Santorum yrðu einu pólítíkusarnir sem stæðu eftir við hlið forsetans.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband