Haestert sagt að hafa sig hægan - hætta samsæriskenningarruglinu

gang_of_three_foley_brownie_bushie.jpg

Í viðtali við Chicago Tribune gerði Dennis Haestert tilraun til að snúa sig útúr Foleyskandalnum með því að spinna upp kenningar um umsvifamikið samsæri skuggalegra demorkata, Bill Clinton og George Soros. Þessi kenning hljómaði mjög spennandi. Og auðvitað voru fréttamenn æstir í að fá frekari útskýringar. En þegar fréttamenn fóru að spyrja Haestert útí þessar kenningar dró hann í land - á blaðamannafundi í gær neitaði hann því að hafa neinar upplýsingar um að Clinton eða demokrataflokkurinn væri viðriðinn Foleyhneykslið. Þetta þótti fólki auðvitað skrýtið. Samkvæmt Chicago Tribune er ástæðan sú að flokkurinn hafi beðið hann vinsamlegast að hætta að delera: 

Comments that Hastert made in a Tribune interview suggesting the scandal had been orchestrated by ABC News, Democratic political operatives aligned with the Clinton White House and liberal activist George Soros were considered a serious misstep in national Republican circles, an official said. Senior Republican officials contacted Hastert's office before his news conference Thursday to urge that he not repeat the charges, and he backed away from them in his news conference.

"The Chicago Tribune interview last night--the George Soros defense--was viewed as incredibly inept," a national Republican official said. "It could have been written by [comedian] Jon Stewart."

Democrats ridiculed assertions that party operatives arranged the scandal.

Democratic National Committee Chairman Howard Dean called the allegations "a Republican lie. It's a disgrace. They are blaming everyone but themselves for what happened."

Þessar furðulegu kenningar Haesterts hljóma mjög vel á AM talk radio - og eru ekkert vitlausari en flest það sem kemur út úr Bill O'Reilly eða öðrum í blaðurmaskínu flokksins. Og það er heilmikið af fólki sem gleypir við svona rugl sögum. Vandamál Haestert, og margra republikana, er hins vegar að þeir virðast hafa gleymt því að þeir bera ábyrgð gagnvart allri þjóðinni, og þurfa, allavegana stundum, að tala við alla þjóðina. Ekki bara hörðustu stuðningsmenn sína. Viðbrögð Haestert, að spinna upp einhverja furðulega sögu um leynisamsæri cool-aid-demokrata, jesú-hatara, Cindy Sheehan og "blame America first" landráðamanna, er í sjálfu sér ekkert frábrugðin þeirri línu sem Hvíta Húsið hefur notað á alla sem hafa leyft sér að gagnrýna utanríkisstefnu forsetans. Það er búið að spila þessa línu stöðugt undanfarin fimm eða sex ár: Öll gagnrýni á republikanaflokkinn sé lýgi, lýgi, lýgi - og sprottin af einhverju sinister samsæri. En allt í einu virkar þessi lína ekki lengur.

(Á myndinni eru þeir félagar - "you are doing a heck of a job Brownie", "Maf54" og forsetinn) 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband