Leiberman ætlar ekki að skíttapa... bara tapa!

Bush og Lieberman

Samkvæmt nýjustu frettum virðist Lieberman ætla að tapa fyrir Ned Lamont, ABC news er með tölur eftir að 6% kjörstaða í prófkjöri Demokrata í Connecticut - og skv þeim er Lieberman með 43% atkvæða og Lamont 57%! Daily Kos, sem hefur sérstakt dálæti á kjánagangi Lieberman og kossaflangsi hans og Bush, er hins vegar með nýrri tölur. (ekki veit ég hvaðan þeir hafa þær - en bloggar eru reyndar oft betri fyrir svona fréttir en stóru fjölmiðlarnir!)

Þegar ca 77% atkvæða eru talin hefur Lieberman ca 48%, Lamont ca 52%. utankjörfundaratkvæði eru talin vera Lamont í hag.

Það hljóta allir andstæðingar stríðsins í Írak, eða bara undirlægjuháttar, að gleðjast yfir því að Lieberman falli af þingi! Ég hef áður skrifað um Lieberman og Lamont, sjá: Baráttan um forsetakosningarnar...), en fattaði að ég gleymdi að lýsa formlega yfir stuðningi við Lamont (það er alltaf gaman þegar fullkomlega insiginifcant bloggarar eru að gefa út formlegar stuningsyfirlýsingar við pólitíkusa;) - svo eg ætla að drífa mig í að gera það núna, ekki seinna vænna!

Já, og myndin er af Bush og Lieberman að kela. Bloggaranir á Orðið á götunni voru með færslu um þetta 'koss dauðans' fyrir þá sem hafa áhuga.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Mér finnst þú dæma Lieberman full hart þegar þú gerir hann að merkisbera undirlægjuháttar. Hvernig má það vera að maður sem hefur hugrekki til að standa við sannfæringu sína frammi fyrir aggressífum öflum eins og MoveOn.org, er merkisberi undirlægjuháttar? Hefði það ekki frekar verið merki um undirlægjuhátt að breyta afstöðu sinni þegar kannanir sýndu Lamont ná 13-15% forskoti?

Friðjón R. Friðjónsson, 9.8.2006 kl. 08:22

2 Smámynd: FreedomFries

Nú, bara af því að mér er ílla við Lieberman - hann er óttalegt helvítis skoffín finnst mér ;) Og mér finnst ég ekkert þurfa flóknari ástæðu til að finnast hann vera undirlægja! En auðvitað er maðurinn djöfulsins hörku pólitíkus - ég hef hann t.d. grunaðan um að vera greindari en Lamont, og svo hefur maður heyrt allskonar sérkennilega rumors um skynsemi og dómgreind Lamont.

Svo fannst mér Lieberman líka sýna óþægilega tækifærismennsku þegar hann ákvað að stökkva á 'support the troops and the president bandwagon' eftir 9/11. Það var svo augljóst að það væri mjög áhættusamt move - og svo fannst mér heimskulegt þegar hann fór að reyna að selja fólki þá hugmynd að hann væri 'the great bi-partisan' með því að vinna með Bush-stjórninni, sem er einhver mest partisan og polarizing ríkistjórn sem bandaríkin hafa nokkurntímann haft...

Svo er líka gaman að sjá Lamont vinna, því (vinstri)blogospherið hefur stutt hann. Er það ekki líka það sem við viljum? Að bloggarar hafi áhrif á stjórnmál?

M

FreedomFries, 9.8.2006 kl. 14:55

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég hef aldrei verið stórkostlegur aðdáandi Lieberman en það sem ég hef séð til hans þá er ég ekki sammála þessari staðhæfingu:

"Svo fannst mér Lieberman líka sýna óþægilega tækifærismennsku þegar hann ákvað að stökkva á 'support the troops and the president bandwagon' eftir 9/11."

Mér finnst hann einmitt samkvæmur sjálfum sér og stefnu demókrata í málefnum mið-austurlanda.

Fyrir forsetakosningar 2004 hitti ég mann sem var tiltölulega háttsettur í hierarchy kosningabaráttu Kerry. Þegar talið barst að "stríðinu gegn hryðjuverkum" sagði hann: "Make no mistake about it, if Johnn Kerry wins a lot of people will die."

Pacifismi demókrata er tiltölulega nýr af nálinni.

Friðjón R. Friðjónsson, 9.8.2006 kl. 16:13

4 Smámynd: FreedomFries

Auðvitað! Það er engin ástæða til að vera á móti öllum stríðum - og það fatta demokratar. Það eru engir ábyrgir stjórnmálamenn í landi eins og Bandaríkjunum prinsippíelt á móti öllum stríðum. Og það getur enginn verið á móti því að "verja Bandaríkin". En ég er ósammála þér þegar þú heldur því fram að stuðningur Lieberman við svo augljóslega heimskulegt, tilgangslaust og mislukkað stríð og Íraksstríðið er, geti einhvernveginn verið samkvæm stefnu Demokrata í utanríkismálum. Það var augljóst ÖLLUM að allur málatilbúnaður forsetans og hans manna væri lygi og að stríðið myndi enda ílla. Eina ástæða Lieberman fyrir því að styðja Bush í þessu heimskulega stríði var tækifærismennska: Hann veðjaði á að stríðið myndi klárast fljótt. Og mér finnst að í pólitík eigi að refsa mönnum fyrir að veðja á ranga hesta! Og hefði átt að vera augljóst öllum að Bush væri einmitt, "rangur hestur".

En til að hafa það á hreinu: Ég held ekki að demokratar myndu græða mikið á að gerast einhverskonar pacifistar.

FreedomFries, 9.8.2006 kl. 16:38

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

29 senatorar Demókrata kusu með stríðinu í octóber 2002.

Í þeim hópi eru flest allir senatorarnir sem eru að huga að forsetaframboði núna: Evan Bayh, Joe Biden, Hillary Clinton, John Edwards og John Kerry. Feingold er undantekningin, en hann á ekki séns á útnefningu.

Í hópnum voru líka áhrifamiklir senatorar eins og

Dianne Feinstein, Tom Harkin og Harry Reid og upprennandi stjörnur eins og Mary Landrieu.

Lieberman var alls ekki eini demókratinn sem studdi stríðið í upphafi.

Hann er hinsvegar einn af fáum sem flip-floppuðu ekki í málinu. Eins og Kerry sagði: “I actually did vote for the $87 billion(fyrsta fjármögnun stríðsins) before I voted against it.”

Friðjón R. Friðjónsson, 9.8.2006 kl. 18:00

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Að auki vi allt að ofan held ég að þessi úrslit spili kosningarnar í haust og forsetakosningarnar 2008 upp í hendurnar á Karl Rove og Co. Þeir munu fara fram með sömu tvíþættu skilaboðunum, einbeita sér að "Value-voters" og þjóðaröryggi. Ef demókratar slátra eigin mönnum sem geta hoggið í raðir þeirra sem hafa áhyggjur af þessum málum, þá verður flokkurinn málaður í sem pacifistaflokkur af andstæðingum sínum og þá eiga þeir ekki séns í forsetaskosningunum.

Friðjón R. Friðjónsson, 9.8.2006 kl. 18:13

7 Smámynd: FreedomFries

Auðvitað var heil djöfulsins andskotans fylking af spineless demokrötum sem héldu að það væri góð hugmynd að styðja forsetann. Og guð má vita hvað þetta fólk taldi sig munu græða á því - sumir græddu ábyggilega eitthvað, en aðrir töpuðu, eins og Lieberman.

Og þetta Flip Flop þvaðurs rak - er það semsagt dyggð að standa við vonda skoðun sama hversu augljóslega vond og heimskuleg hún er? Og það svarar eiginlega seinustu athugsemdinni líka: Bandaríska þjóðin hefur gert sér grein fyrir því að forsetinn og stefna hans í utanríkismálum öll (og reyndar stefna hans í innanríkismálum líka) er mislukkuð og mistök frá upphafi til enda! Það er rétt um þriðjungur þjóðarinnar sem er fylgjandi forsetanum í þessu stríði - ekki reyna að halda því fram að demokratar séu að skjóta sig í fótinn að styðja ekki stríðið! Af hverju ættu demokratar að styðja utanríkispólitík sem pólitískir andstæðingar þeirra reka - utanríkispólitík sem er auglóslega misheppnuð - utanríkispólitík sem yfirgnæfandi meirihluti bandaríkjamanna er ósammála!?!

Ég er í alvörunni ekkert sérstaklega hræddur við Rove og the stinking value voters - þeir eru að tapa kosningu í school boards í Kansas!

Og mundu, við erum að tala um Connecticut, það mun ALDREI republikani taka sæti Lieberman, núna er þetta spurning um hvort Lamont fer inn sem frambjóðandi demokrata, eða Lieberman sem independent, og ef hann er á þingi sem independent mun hann kjósa jafn oft með demokrötum og hingað til, hann mun flip floppa across the isle eins og áður...

Demokratar þurfa að finna leiðtoga sem getur þjappað þeim saman í kring um vitrænt message, hvort þeim tekst það veltur ekki á því hvort Rove taki fram alla gömlu frasana sem hafa virkað fram að þessu - en nota bene - hafa _ekki_ verið að virka eins vel seinasta árið. The 'value voters' eru annarsvegar beaten back, og hins vegar hafa þeir misst trúna á að Bush og ný-íhaldsmennirnir í kringum hann séu þeirra menn.

En við verðum sennilega alltaf ósammála um Lieberman!

Magnús

FreedomFries, 11.8.2006 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband