Baráttan um forsetakosningarnar 2008 og Joe Lieberman

Lieberman brosir

 

Í Connecticut situr Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður til margra, margra ára - fyrrverandi forsetaframbjóðandi, varaforsetaefni Al Gore, og helsti stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar og heimskulegs stríðsreksturs þeirra í röðum demokrata. Lieberman situr semsagt undir árásum frá alvöru demokrötum og öðrum vondum vinstrimönnum, sem hafa áhyggjur af því að það sé lítið vit í að kjósa demokrata á þing, ef þeir séu svo lítið annað en já-menn andstæðinganna.

Þetta hefur sett Lieberman í ákveðna klemmu, því hann hefur til þessa byggt pólítska sjálfsmynd sína og career á að vera 'aisle-crosser' pólítíkus ser er tilbúinn til að vinna með andstæðingunu, maður sem tekur ábyrgð á vandamálum þjóðarinnar og stendur með forsetanum á stríðstímum. Slík pólítík virtist mjög heppileg fyrst eftir september 2001, en hefur á seinasta ári eða svo orðið æ óvinsælli.

Fyrir nokkrum vikum minntist ég á að demokratar stefndu að því að vinna meirihluta í bandaríkjaþingi með því að einbeita sér að því að fella 'moderate' republikana í Norð-Austurríkjunum - fylkjum þar sem kjósendur eru almennt mjög ósáttir við forsetann (ólíkt Suðurríkjunum, og Utah þar sem mikið af almenningi lifir enn í þeirri trú að Bush stjórnin sé að vinna að hagsmunum þeirra og viti hvað bandaríkjunum sé fyrir bestu). Þetta plan Demokrata gæti alveg virkað - það eru nógu margir republikanar í 'democratic-leaning' kjördæmum til þess að fleyta demokrataflokknum langleiðina með að ná þinginu. Öldungadeildin mun verða erfiðari biti.

Barátta vinstrisinnaðari demokrata gegn Lieberman má sjá sem hliðstæðu þessarar taktík - tilraunum vinstrimanna innan Demokrataflokksins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri innan flokksins. Á næstu tveimur árum eiga demokratar nefnilega eftir að finna út hvað flokkurinn vill bjóða kjósendum upp á þegar loksins kemur að því að kjörtímabil Bush er á enda. Ég hef áður sagt að ég hef enga trú á því að demokratar eigi eftir að koma sér upp stefnuskrá og 'message' sem bandarískir kjósendur sætta sig við. Flokkurinn þarf nefnilega ekki bara að ná hvíta húsinu, heldur líka öruggu taki á þinginu eða öldungadeildinni. Ef bæði þingið og öldungadeildin eru mjög klofin, eða í höndum Republikana breytir það litlu hvort demokratar vinna forsetakosningarnar - nema þeim takist að finna jafn charismatic og klókan frambjóðanda og Bill Clinton.

Og á næstu misserum munu miðjumenn, hægrimenn og vinstrimenn innan Demokrataflokksins berjast um það hver hafi yfirhöndina, hver fái að móta þetta 'message' sem flokkurinn flytur kjósendum haustið 2008. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort flokknum tekst þetta. En í millitíðinni er Joe Lieberman í djöfulsins vandræðum: Hann þarf að sannfæra kjósendur í Connecticut að hann sé þeirra maður, hann sé á móti stríðinu, en um leið þarf hann að sanna að hann sé líka trúr sannfæringu sinni, sem er, einmitt: að stríðið sé gott og það eigi ekki draga herinn til baka! Svona vandræði eru kjörið tilefni til 'Rumsfeldískra' yfirlýsinga: 

Lieberman said he wanted to withdraw American troops ‘as fast as anyone,’ yet insisted that leaving Iraq now would be a ‘disaster’ that could worsen the sectarian violence there. And while President Bush may share that view, he added, Connecticut voters were free not to. ‘I not only respect your right to disagree or question the president or anyone else, including me, I value your right to disagree,’ he said at a community center in East Haven.

Semsagt: Lieberman er fulltrúi þeirra sem eru ósammála Joe Lieberman? Á meðan lítur út fyrir að Ned Lamont, margmilljónamæringur og stofnandi kapalsjónvarsfyrirtækis, muni busta Lieberman í prófkjöri demokrata - Lieberman er með 41% stuðning, en Lamont 54%.

Fyrir þá sem hafa áhuga á Lieberman og Lamont bendi ég á þessa NYT grein. Lamont hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa lítið fram að færa annað en að vera á móti Lieberman, og vilja draga bandaríkjaher frá Írak. Sjá stutta, en fyndinn póst um það á þessum blogg.

Og fyrir þá sem vilja kynnast Lamont betur er bennt á þetta viðtal Steven Colbert við Lamont. Lamont er alls ekki svo slæmur...

Það er fyndnast við þessa kosningabáráttu Lieberman og Lamont að Republikanar hafa hlaupið upp til handa og fóta til að lýsa yfir stuðningi við Lieberman! Eins og það myndi bæta ímynd hans í augum vinstrisinnaðra kjósenda í Connecticut?! En það segir sennilega meira en flest um hversu örvæntingarfullir republikanar eru orðnir, að þeir telja sig þurfa að verja hægrisinnaða demokrata! Sjá Media Matters um Republikana og Lamont-Lieberman.

 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband