Hvað lærðum við af framburði Monicu Goodling?

Þetta á víst að vera ljósmynd af Moniku GoodlingFréttaskýrendur hér vestra hafa beðið þess með óþreyju að Monica Goodling bæri vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Goodling neitaði fyrst að mæta fyrir þingnenfd, af ótta við að framburður hennar i þingsal yrði notaður gegn henni. En eftir að öldungadeildin lofaði að ekkert sem hún segði myndi notað gegn henni i dómssal samþykkti Goodling að bera vitni.

Goodling var frekar dularfull, og dulúðarfull manneskja. Það voru t.d. ekki til neinar fréttamyndir af henni. Dagblöð, bloggarar og fréttaskýrendur í sjónvarpinu urðu að notast við gamla ljósmynd af henni sem var á heimasíðu Regent "University" þaðan sem hún hafði útskrifast. Að vísu hafði Wonkette grafið upp aðra gamla ljósmynd af henni (það er myndin hér til hliðar) - sú á að hafa verið á heimasíðu Goodling sem sett var upp 1999, en síðan fjarlægð, en einhverjir framtakssamir vinstrimenn vistað. (Það er hægt að skoða síðuna hér.) Og meðan engir aðrir gátu (eða vildu) svara spurningum þingsins sannfærðust fréttaskýrendur um að Goodling geta fyllt upp í myndina.

Ein mikilvægasta spurningin sem er ósvarað er nefnilega: Hver ákvað hvaða alríkissaksóknara ætti að reka, og af hverju var sú ákvörðun tekin. Alberto Gonzales segist ekki vita eða muna, Kyle Sampson, aðstoðarmaður Gonzales, sömuleiðis, Paul McNulty, deputy Attorney General, sömu leiðis. Hver ákveður hverjir eru reknir og hverjir ekki? Það hlýtur að geta talist eðlilegt að þingið og þjóðin megi fá að vita hverjir taka ákvarðanir um hvaða ríkissaksóknarar eru reknir?

Goodling gat því miður ekki svarað þessu heldur, en benti þess í stað á Gonzales, Samspon, McNulty og Hvíta Húsið... Patrick Leahy, demokrati frá Vermont, og formaður dómsmálanefndarinnar hafði þetta að segja:

It is curious that yet another senior Justice Department official claims to have limited involvement in compiling the list that led to the firings of several well-performing federal prosecutors. What we have heard today seems to reinforce the mounting evidence that the White House was pulling the strings on this project to target certain prosecutors in different parts of the country.

Og það er ekki eitthvað ómerkilegt aukaatriði að forsetinn ákveði, út frá pólítískum (eða guð má vita hvaða) forsendum hverjir eru valdir sem alríkissaksóknarar. Lögin eru hafin yfir pólítík - eða eiga að vera það í lýðræðis og réttarríkjum. Eins og Leahy segir í yfirlýsingu sinni:

The American people deserve a strong and independent Department of Justice with leaders who enforce the law without fear or favor.  Regrettably, that is not the Justice Department we have today. ... Our justice system should not be a political arm for this White House or any White House, whether occupied by a Republican or a Democrat.

Since the beginning of this investigation, we have heard shifting explanations from the Administration. First, we were told by Mr. McNulty and others that these U.S. Attorneys were fired for performance reasons and we were told that the White House was not involved or had minimal involvement.  Then, when we learned they were fired for political reasons and that political operatives from the White House were involved from day one, we were told that the White House had nonetheless concluded that it had done nothing improper. 

Yet, more facts continue to emerge.  We have learned in recent weeks about unprecedented efforts to screen potential hires for political allegiances throughout the Department, including apparently for career Assistant U.S. Attorney positions, a development Mr. Comey has said “strikes at the core of what the department is.”  And we continue to learn of more U.S. Attorney replacements than were initially revealed. 

Það er alveg sama hvernig þessu máli er snúið: Skýringar stjórnarinnar og dómsmálaráðuneytisins á því af hverju saksóknararnir voru reknir hafa hvað eftir annað breyst, og enginn getur útskýrt hver ákvað að reka þá saksóknara sem voru reknir! Hverskonar furðu operasjón er þetta?!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband