Við óskum Dick Cheney til hamingju!

Cheney sem elskulegur afiMary Cheney, dóttir "vara"-forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, eignaðist dóttur í gær. Barni og móður heilsast víst vel. Lesendur þessa bloggs kannast líklega við þetta mál, því meðganga Mary Cheney hefur þótt fréttnæm, ekki vegna þess að það hafi komið fólki á óvart að meðlimir "the Cheney clan" fjölguðu sér eins og önnur spendýr, heldur vegna þess að Mary Cheney er lesbísk.

Það er reyndar auðvelt að gleyma þeirri staðreynd, því Cheney og hvita húsið hafa gert sitt besta til að koma í veg fyrir að við þyrftum að rifja það upp. T.d. eru engar fréttamyndir af móðirinni og sambúðarkonu hennar, þ.e. foreldrunum, með barnið. Þess í stað hefur Hvíta húsið sent út ljósmynd af Dick og Lynn Cheney með barnið í fanginu.

Nú vonum við auðvitað að Cheney ákveði að reyna að nota völd sín og áhrif til að tryggja að sú veröld sem barnabarnið elst upp í sé sæmilega góður staður.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Ætli Cheney hjónin verði gerð heiðursfélagar í PFLAG?   

Róbert Björnsson, 25.5.2007 kl. 06:11

2 Smámynd: FreedomFries

Mér finnst að það ætti að tilnefna þau með hátíðlegri athöfn og láta þau afþakka boðið opinberlega. Djöfulsins hræsnarar sem þetta fólk er! Það er næstum að maður beri meiri virðingu fyrir fólki sem getur verið heilt í mannhatri sínu og hatað alla kynvillinga jafnt...

Mikið hlakka ég líka til þegar einhver úr innsta hring flokksins viðurkennir opinberlega að hommahatur repubíkana sé ekkert nema sýndarmennska og pólítík til þess að veiða atkvæði fordómafullra bókstafstrúarmanna, því auðvitað veit Dick Cheney eins og er, að samkynhneigt fólk er ekkert verra en annað fólk, vanhæfara til að ala upp börn eða óhæfara til að taka þátt í siðuðu samfélagi!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 28.5.2007 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband