Forsetinn vælir yfir því að enginn skilji sig, sjái ekki hversu stórkostlegur leiðtogi hann sé

BushÍ dag rakst ég á eina af þessum stórkríngilegu fréttum - það er reyndar alveg á mörkunum að hægt sé að kalla þetta frétt. Ef aðalleikarinn í þessu kómíska drama væri ekki forseti Bandaríkjanna væri sennilega ekki hægt að kalla þetta frétt. Kannski nær þetta því að teljast slúður. Og þar sem ég hef alltaf haft gaman af íllgjörnu slúðri finnst mér full ástæða til að dreifa þessari sögu víðar! Semsagt:

Nelson Report, sem er fréttablað í Washington, sagði frá því að einhverjir auðmenn frá Texas hefði verið boðið í heimsókn í Hvíta Húsið til að hitta forsetann: (Nelson krefst áskriftar, sem ég augljóslega tími ekki að borga. Því byggi ég alfarið á endurbirtingu bloggarans Sean-Paul á Huffington Post)

Sometimes insider gossip seems to confirm what all us outsiders think we're seeing, so, for what it's worth...we're hearing that some big money players up from Texas recently paid a visit to their friend in the White House. The story goes that they got out exactly one question, and the rest of the meeting consisted of The President in an extended whine, a rant, actually, about [how] no one understands him, [how] the critics are all messed up, [and that] if only people would see what he's doing things would be OK...etc., etc.

Samkvæmt þessu á forsetinn að hafa haldið einhverskonar sjálfsvorkunar-einræðu yfir gestunum. Það eru auðvitað tvær hliðar á þessu máli - annarsvegar er það merkilegt að forsetinn skuli væla og finnast að allir miskilji sig. Það er reyndar ekki frétt, því það hefur verið ljóst í langan tíma að forsetinn ímyndaði sér að hann væri einhverskonar misskilinn stjórnsnillingur. Hin hliðin á þessu máli er að þessari sögu hafi verið lekið. Nelson Report heldur áfram:

This is called a "bunker mentality" and it's not attractive when a friend does it. When the friend is the President of the United States, it can be downright dangerous. Apparently the Texas friends were suitably appalled, hence the story now in circulation.

Með öðrum orðum: Forsetinn hélt að hann væri meðal "vina" og gæti því "let out some steam", og vælt og grenjað, öruggur um að viðmælendurnir myndu hugga hann og segja honum hversu vondir demokratarnir væru, og hversu frábærlega hann stæði sig. En það er semsagt það ílla komið fyrir forsetanum að meira að segja auðmenn frá Texas er ofboðið. Og það eru þó fréttir. Fyrir ári síðan er útilokað að saga á borð við þessa hefði farið af stað - Bush hefði getað treyst á þagmælsku flokksbræðra sinna, sem hafa umborið verri lesti í honum en sjálfsvorkun, og ekið undir ranghugmyndir hans (þ.e. að hann væri einhverskonar "leiðtogi" en ekki brjóstumkennanlegur einfeldningur), og svo hefðu flokksbræður hans sennilega verið sammála vælukjóanum: þar til fyrir skemstu deildu flestir repúblíkanar og fréttaskýrendur þessari sömu ranghugmynd.

Carpetbagger Report bendir líka á varhugaverðar sögulegar hliðstæður:

...if the insights from the Nelson Report are right, the president has reached full self-pity mode. Bush is more aware of current events than he lets on, and for all of his rhetoric about disinterest in the polls, he’s at least tacitly familiar with his stunning lack of public approval.

A mature, sensible leader might become introspective, wondering how best to get back on track. Bush has apparently taken to whining about how unappreciated he his. As I recall, Nixon started talking the same way, right before he was driven from office.

This isn’t encouraging. In fact, if Bush starts wondering what he can do to prove everyone wrong about his greatness, this kind of thinking could get scary.

Íran? 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er spaugilegt, en þó ekki.

Maður þakkar bara fyrir að honum skuli bera skylda til að láta af embætti að ári liðnu. Vonandi nær greyið að halda nokkurn veginn sönsum fram að því.

Þarfagreinir, 1.5.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Where's Lee Harvey Oswald when you need him? 

Róbert Björnsson, 2.5.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: FreedomFries

Róbert - Þetta flokkast sennilega sem "a terroristic threat" gegn Potus - ég er næstum viss um að þú gætir komist í fangelsi út á þetta... ég held að með öðrum glæpum þínum ættirðu að geta komist á skrá hjá FBI! ;)

Svo er ég farinn að halda að forsetinn og (vara)forsetinn geri út af við sjálfa sig, án nokkurrar hjálpar, og dragi allan repúblíkanaflokkinn með sér oní holuna sem Cheney skreið oní á 9/11.

FreedomFries, 3.5.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha...já úff...maður ætti að fara að passa sig.  Fólk hefur nú lent í klandri fyrir minni sakir.     Þið þarna hjá bloggeftirlitsdeild NSA...ég var bara að grínast!!!

Það er rétt...það tekur því ekki að kalla á Oswald úr þessu...þolinmæðin allar þrautir sigrar!   Bara 20 mánuðir, 20 dagar og 14 klukkustundir eftir...að öllu óbreyttu.

Róbert Björnsson, 3.5.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband