Snakk og samsæriskenningar

því samsæri eru mannvirki og félagslega byggðÞessa dagana er ég að halda upp á snakk og samsæriskenningarviku á Freedom Fries. Og þar sem þetta er gott þema, og fer vel saman, snakk og samsæriskenningar þ.e.* ákvað ég því að taka saman fáeinar samsæriskenningar sem ég hef verið að rekast á undanfarna daga:

Skemmtilegasta samsæriskenningafrétt gærdagsins voru sannanir fyrir því að World Trade Center 7, Goldman Sachs byggingin, hafi verið sprengt í loft upp af CIA, og að BBC hafi verið viðriðið íllvirkið! BBC flutti allavegana fréttir af því að byggingin væri þegar hrunin heilum sjö mínútum áður en hún hrundi... samsæriskenningaáhugamenn eru líka sannfærðir um að BBC hafi reynt að hylma yfir þetta, því vídeóupptökur "hurfu á grunsamlegan hátt" af heimasíðu BBC! (Infowars)

Fox news flutti svo fréttir af því að FBI gei breytt öllum farsímum í hlerunarbúnað - þó það sé slökkt á farsímanum! Áhorfendur Fox news þurfa nefnilega bæði að trúa því að 1) Ríkið sé næstum almáttugt, og þessvegna eigi að treysta því, 2) Ríkið geti á hverri stundu farið að njósna um þá, og því betra að "stay in line"? (Fox news)

Jerry Falwell heldur því fram að gróðurhúsaáhrifin séu samsæri vinstrimanna, "vísindaelítunnar" og Al Gore til að þagga niður í trúmönnum, eins og honum sjálfum - og dreifa athygli kristinna kjósenda frá mikilvægari málum, eins og fórsturást, kven- og hommahatri. Þessi kenning verður þó fyrst skemmtieg þegar Falwell útskýrir hver sé raunverulega á bak við samsærið: Satan - auðvitað! (CBS, AP)

LYNCHBURG, Va. The Reverend Jerry Falwell says global warming is "Satan's attempt to redirect the church's primary focus" from evangelism to environmentalism.

Falwell said the Bible teaches that God will maintain the Earth until Jesus returns, so Christians should be responsible environmentalists, but not what he calls ... quote ... "first-class nuts."

Af þessum þremur samsæriskenningu er kenning Falwell eiginlega best, því hún inniheldur bæði samsæri og heimsendi - ekki að samsærið snúist um að kalla fram heimsendi - en flestar samsæriskenningar vinstrimanna snúast um að hægrimenn, heimsvaldasinnar og hergagnaiðnaðurinn séu að undirbúa heimsendi - first-class nuts eins og Falwell eru sannfærðir um að það séu nefarious samsæri til að koma í veg fyrir heimsendi! Og sem gott sannkristið trúfólk er það skylda okkar að stöðva þetta samsæri og flýta fyrir heimsendi, svo Jeesus geti komið aftur?!!

M

* Það er eitthvað alveg sérstakt hugarástand sem kallar fram bæði þörf fyrir snakk og áhuga á samsæriskenningum, sem mér finnst benda til þess að þetta séu nátengd fyrirbæri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Það er vegna þess að snakk og samsæriskenningar eiga það sameiginlegt að vera skammtímalausnir !!

Ár & síð, 1.3.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jesús María! Það er svona rugl, sem kemur í veg fyrir að vitrænar kenningar um spilingu og samsæri séu skoðaðar. Kannski er það tilgangurinn? Hella nógu mikið af svona steypu út til að drekkja öllum vangaveltum um t.d. foul play í 911, sem ég tel nokkuð víst að sé...það er bara of mikið, sem stemmir ekki í opinberu skýringunni og yfirhylmingum í kjölfar hennar. Ekki skal ég taka undir neitt um sem sagt er um hverjir standi að baki. Opinbera skýringin er allavega jafn far fetched og hinar kenningarnar.

Hmm...tók BBC niður myndir af sprengingunni, sem voru teknar 7 mín áður en hún varð?  Soldið langsótt...

Það er samt undarlegt hve snyrtilega þessi bygging hrundi á 4.5. sek eftir að aðeins hafði verið sýnilegur eldur í stöku glugga á einni hæð.  Það er eitt af því sem ég næ ekki að kyngja.

Maður nennir ekki einu sinni að eyða púðri á þennan Falwell.  Brjóstumkennanlegur idiót eins og flestir þessir evangelísku öfgamenn. Undarlegt finnst mér að svona þroskahamlað fólk fái svona mikið pláss í fjölmiðlum.  Það ætti jú að vera þeim eingöngu til háðungar, en það er ótrúlegt hvað margir magagleypa þetta óráðshjal. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Púkinn

Það að hægt sé að breyta símum í hlerunarbúnað er rétt - að vissum skilyrðum uppfylltum.  Þetta byggir á eftirfarandi - nýrri farsímar fara bara í "stand-by" mode þegar slökkt er á þeim, en geta eftir sem áður tekið við vissum tegundum boða, þar á meðal boðum sem kveikja á þeim og koma á sambandi, án þess að þeir hringi. 

Púkinn, 2.3.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

BOMMM.......

Hlynur Jón Michelsen, 5.3.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband