George Bush: "Double dipping" og aðrir glæpir

double dipping CostanzaÍ gær las ég frétt þess efnis að forseti Bandaríkjanna hefði gerst sekur um það sem heitir "double dipping", þ.e. bíta í snakk og dýfa því svo aftur oní ídýfuna. "Double dipping" þykir mjög alvarlegur ósiður - það gildir það sama um snakk og hnífapör: maður stingur aldrei einhverju sem hefur farið uppí mann í mat sem aðrir eiga eftir að fá sér af. Samkvæmt þessari reglu er stranglega bannað að stinga snakki oftar en einu sinni í ídýfuskálina...

Ósiðurinn "double dipping" varð frægur eftir að George Costanza, í Seinfeld, lenti í útistöðum við einhvern "Timmy" karakter fyrir að dýfa snakki tvisvar í ídýfuskálina:

    Timmy: What are you doing?
    George: What?
    Timmy: Did, did you just double dip that chip? 
    George: Excuse me?
    Timmy: You double dipped a chip!
    George: Double dipped? What, what, what are you talking about?
    Timmy: You dipped a chip. You took a bite. And you dipped again.
    George: So?
    Timmy: That's like putting your whole mouth right in the dip. From now on, when you take a chip, just take one dip and end it.
    George: Well, I'm sorry, Timmy, but I don't dip that way.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Menn verða að taka tillit til þess að hann var næstum því kafnaður á saltkringlu, þess vegna skil ég vel að hann sé hræddur við snakk og vilji tryggja að flögurnar séu nægilega vel smurðar til þess að þær komist alla leið ofan í vélindað. Og svo er hann the decider og hann getur bara ákveðið að þetta séu góðir borðsiðir ef hann vill. 

varstu búinn að sjá þetta:

http://seattlepi.nwsource.com/national/32695_vp26.shtml

kveðja

Pétur Gunnarsson, 28.2.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hann er slóði eins og Gunnar Birgisson

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.3.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: FreedomFries

Þetta er alveg sérstök tegund manna, sem tvídýfa snakki - og jú, ég er sannfærður um að Gunnar Birgisson tvídýfi. Árni Johnsen leyfir sér sennilega líka að stinga puttanum í ídýfuskálina...

Pétur - ég hafði heyrt fréttir af orkureikningi Cheney, í tengslum við þessa undarlegu umræðu um rafmagnsreikninga Al Gore, en hafði ekki heyrt af þessum átökum í þinginu. Fyrsta tilgáta mín er að þetta hafi verið tilraun til að svara fyrir Gore? En 186.000$ í rafmagnsreikning - hvernig er það yfirhöfuð mögulegt?

Það er líka forvitnilegt að fylgjast með umræðunni undanfarið um umsvif varaforsetaembættisins, og það er partur af vexti embættisins, og til marks um tilraunir Cheney til að fela þessi umsvif að láta aðrar ríkisstofnanir borga reikningana. Á meðan er hægt að halda eitthvað í fjárveitingar til embættisins sjálfs? Ekki að það er svosem rétt hjá Repúblíkönunum að Al Gore byrjaði þessa þróun varaforsetaembættisins í átt að einhverskonar "meðforseta-embætti".

Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 1.3.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: Pétur Gunnarsson

jamm, það var saga sem mér var sagt 1000 sinnum í bernsku að langafi okkar Sollu hefði löðrungað einhvern heldri mann um aldamót fyrir að sleikja smjörhnífinn og stinga honum svo í og fá sér meira, þetta er eitthvað sem maður lærir 3ja ára, en ég held að þetta sé rétt hjá þér með þá félaga ýtustjórann og gítareigandann.

Og í tilefni af þsesu með snakkið og samsæriskenningarnar minni ég á þessa tilvitnun í Henry Kissinger sem kemur víst mánaðarlega í hvíta húsið að ráðleggja Bush:

Kissinger's September 10, 1969, advice to President Nixon famously characterized withdrawals from Vietnam as "salted peanuts" to which the American people would become addicted.

Pétur Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband