Meira um Alishtari og Al-Qaeda

Bush hittir útvarpsmenn Gallagher er vinstramegin á myndinniÍ gærkvöld skrifaði ég færslu um ótrúlega frétt af einhverjum Tawala Ibn Ali Alishtari, sem fréttir hermdu að hefði verið einhverskonar bissnessmaður, gefið háar upphæðir til Repúblíkanaflokksins, og þóst vera í innsta hring flokksins. Alishtari nefnilega í fréttirnar fyrir að hafa reynt að senda enn hærri upphæðir til Al-Qaeda. Þetta fannst mér bráðfyndið, sérstaklega í ljósi þess að hægrisinnaðir útvarpsmenn hafa talað um hversu þarft verk Al-Qaeda hafi unnið ellefta sept 2001, með því að þagga niðri í vinstrimönnum.

Nú leikur enginn vafi á því að Gallagher er einn af háværari og best þekktu blaðurhönum Bush-stjórnarinnar á öldum ljósvakans. Hann sótti meðal annars fund með öðrum útvarpsmönnum og Bush í lok seinasta árs, þar sem rætt var hvernig nota mætti ljósvakamiðlana til að treysta staðfestu "the base". Aðrir fundarmenn, Michael Medved, Sean Hannity, Neil Boortz og Laura Ingraham hafa orðið frægir fyrir undarlegar yfirlýsingar. Hannity lýsti því t.d. yfir fyrir seinustu kosningar að það væri réttlætanlegt að ráða Nancy Pelosi af dögum!

This is the moment to say that there are things in life worth fighting and dying for and one of 'em is making sure Nancy Pelosi doesn't become the speaker

Forsetinn var því í fríðum félagsskap, og ekki að undra að maður spyrji sig hverskonar fólk flokkurinn vilji til fylgis við sig. Að vísu má telja forsetanum það til tekna að hann bauð hvorki Ann Coulter né Michael Savage á spjallfundinn.

Málum er hins vegar eitthvað blandið með þennan Alishtari. Alishtari segist hafa verið "National Republican Congressional Committee [New York State] Businessman of the Year" árin 2002 og 2003, og að hafa setið í einhverri White House Business Advisory nefnd. Alishtari virðist hafa lagt sig fram við að líta út fyrir að vera mikilvægur stuðningsmaður Hvíta Hússins og repúblíkanaflokksins. ABC News, sem hefur verið að fylgjast með þessu fyndna máli bendir hins vegar á að þessi nafnbót Alishtari, "NRCC Businessman of the Year" sé frekar ómerkilegt scam fjáröflunararms Repúblíkanaflokksins:

The NRCC "Businessperson of the Year" fundraising campaign, which gave such "awards" to at least 1,900 GOP donors, has been derided as a telemarketing scam by political watchdogs.

Fyrir nokkrum árum fór af stað umræða um hvort þetta prógram væri siðlaust, enda skipulagt nánast eing og nígerískt keðjubréf. Þá fjallaði Washington Post um hvernig þessi fjáröflun færi fram:

The call starts with flattery: You have been named businessman of the year, or physician of the year, or state chairman of the National Republican Congressional Committee's Business Advisory Council.

Then comes the fundraising hook: a request for as much as $500 to help pay for a full-page Wall Street Journal advertisement, then a request for $5,000 to reserve a seat at a banquet thrown in your honor. Can't handle that? How about $1,250 for the no-frills package?

Lengi vel var hégómagirni viðmælenda kítluð með því að spila upptöku af þingflokksformanni flokksins Tom DeLay, sem nú á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir samsæri, fjársvik peningaþvætti og brot á kosningalögum. Alishtari virðist hafa keypt inní þetta prógramm einhverntímann á árinu 2001 eða 2002, og hefur því sennilega fengið að hlusta á upptöku af "the hammer". Og þetta fjáröflunarprógramm svínvirkar. Það er nefnilega fullt af fólki sem er tilbúið til að borga þúsundir dollara fyrir að fá að geta sagt vinum sínum og kunningjum að það sé í einhverjum ímynduðum nefndum.

Og þá er eðlilegt að maður spyrji sig hverskonar fólk það sé sem vilji taka þátt í svona prógrammi - því það getur varla verið gott publicitet fyrir flokkinn að selja nafnbætur eins og þessa hverjum sem er? Reynsla flokksins er alls ekki góð, því Alishtari er ekki fyrsti meðlimur þessa "Business Advisory Council" sem er kærður fyrir að fjármagna hryðjuerk. Fyrir tveimur árum bárust nefnilega fréttir af því að maður að nafni Yasith Chhun, sem var meðlimur þessa sama "Business Advisory Council" lægi undir grun um að fjármagna alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Chhun var formaður félagsskapar sem heitir Cambodian Freedom Fighters, og er á lista yfir hættuleg hryðjuverkasamtök. Á sínum tíma reyndu sumir Republíkanar að sverja Chhun af sér:

Chhun attended the annual meeting of the National Republican Congressional Committee's business advisory council in Washington, D.C., last year. [NRCC Spokesman Carl] Forti said the committee did not know Chhun's group had been designated a terrorist organization, saying it was impossible to do background checks on all its members.

"At this point, the gentleman hasn't been convicted of anything," Forti said. If he is a terrorist, "it's something we need to look at. Clearly, we wouldn't want any leader of a terrorist organization being members of our business advisory council."

Nokkru seinna var Chhun ákærður fyrir að hafa reynt að drepa forsætisráherra Kambódíu, skipuleggja árásir á opinberar byggingar og veitingastaði, og þess utan að hafa sent á milli 100.000 og 200.000 dollara til að fjármagna þennan hryðjuverkahóp sinn í Kambódíu.

Þó við getum ekki með góðri samvisku haldið því fram að Alishtari og Chhun séu partur af einhverskonar samsæri Repúblíkana til að fjármagna alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi er athyglisvert að sjá hverskonar sýkópatar styðji flokkinn með fjárframlögum. Og við hverju getur maður svosem búist þegar siðleysingjum eins og Tom DeLay er falið að stýra flokknum og vitfirringum eins og Gallagher er leyft að tala fyrir hönd flokksins?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband