Bush, George Washington, óraunsæi og ranghugmyndir

bush og washingtonÍ gær héldu Bandaríkjamenn hátíðlegan "forsetadaginn" - og í tilefni hátíðarinnar flutti sitjandi forseti hátíðarræðu um sjálfan sig og fyrri forseta bandaríkjasögunnar. Í þessari ræðu, sem haldin var á fyrrum landareign George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Og auðvitað notaði sitjandi forseti sér tækifærið og reyndi að sannfæra áheryendur um að hann og Washington, mikilvægasti stofnandi þjóðarinnar, væru, þegar allt kæmi til alls, alls ekkert svo ólíkir!

Frásögn AP:

At a ceremony honoring America’s first president at his Mount Vernon estate, President Bush praised George Washington’s leadership in the American Revolution and drew parallels between that war and the war in Iraq. […]

In his official proclamation of Washington’s 275th Birthday, Bush said the first president would see an “America fulfilling the promise of her Founders.

“Today, he would see in America the world’s foremost champion of liberty — a nation that stands for freedom for all, a nation that stands with democratic reformers, and a nation that stands up to tyranny and terror,” he said in the proclamation.

Reuters bætti við þessari tilvitnun:

... “Today we are fighting a new war to defend our liberty, our freedom and our way of life and as we work to advance the cause of freedom around the world we remember that the father of our country believed the freedoms we secured in our revolution were not meant for Americans alone.”

Samkvæmt þessu er stríðið gegn hryðjuverkum einhvernveginn sambærilegt frelsisstríði bandaríkjanna - og forsetinn einhvernveginn arftaki Washington, því Washington trúði á frelsi, og Bush ímyndar sér að hann sé að prómótera frelis með því að hafa steypt Írak í upplausn, og hafa sólundað mannslífum og skattfé almennings, og bakað bandaríkjunum óvild meirihluta veraldarinnar! En Bush var ekki að tala um Washington og frelsisstríðið bara vegna þess að hann væri að reyna að réttlæta hörmulega misheppnaða utanríkisstefnu sína. Nei - hann var að rifja þessa sögu upp því hann taldi sig hafa fundið lausnina á Íraksstríðinu í stjórnmálaheimspeki Washington:

"In the end, General Washington understood that the Revolutionary War was a test of wills, and his will was unbreakable,"

Semsagt: Það sem gerði að verkum að bandaríkjamenn báru sigur úr býtum í viðureign sinni við Breta var viljinn. Þetta var Sigur viljans? Og fyrst Washington gat sigrað breta með viljanum einum saman er lógískt að Bush geti sigrað stríðið í Írak með viljanum einum saman?

Ég man í fljótu bragði eftir öðrum stjórnmálaskörung sem taldi sig geta sigrað tapað stríð með viljanum einum saman.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég held að það væri mikil óvirðing við þann þýska stjórnmálaskörung að líkja honum við sauðheimskann Bush!

Hlynur Jón Michelsen, 21.2.2007 kl. 02:06

2 Smámynd: FreedomFries

Þessar samlíkingar eru auðvitað alltaf dálítið varasamar! En það er eitt annað sem þeir virðast eiga sameiginlegt: Báðir virðast umbera, og jafnvel hvetja til þess að undirmenn þeirra byggi furðuleg smákóngaveldi, sbr Cheney. Þýska þjóðarleiðtoganum tókst þó að steypa mun meiri ógæfu yfir sína þjóð en núverandi Bandaríkjaforseta hefur tekist.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 21.2.2007 kl. 03:17

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Núverandi forseti er ekki búinn enn minn kæri. Hann er apinn með fingurinn á rauða takkanum og hvað sem er getur gerst. Mér líst illa á þennan undirbúning fyrir árás á Íran og talið í fjölmiðlum. Spái því að tylliástæðan verði dauðsföll Amerískra hermanna af völdum Íraskrar andspyrnu og verði kennt um. Þá bæði fæst hefnd fyrir dauða hermanna og sjálfsdýrkun guðs-handarinnar í Hvíta Húsinu mun komast í nýjar hæðir.

Samanburður við kreppuára-Hjalta á alveg rétt á sér. Ýmsa stórfeila í persónubrestum og stefnumálum hafa þeir haft í frammi og gargað hátt um hið gagnstæða. Fyrir Hitler voru það Gyðingar, fyrir Bush eitthvað annað en sveigjanlegra. Eða kannski er samanburðurinn betri sem tendens hjá uppivöðslusömu veldi í hnignun.

Ólafur Þórðarson, 21.2.2007 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband