Lýðræðisleg umræða hvetur ekki "hryðjuverkamennina til dáða" eins og Hvíta Húsið virðist halda...

Gates og PaceRíkisstjórn Bush hefur reynt, með öllum ráðum, að koma í veg fyrir að þingið geti samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af ástandi mála í Írak, og efasemdum um að það sé skynsamlegt að senda fleiri hermenn þangað. Dick Cheney hefur haldið því fram að slíkar yfirlýsingar mun "embolden the enemy" - hvetja hryðjuverkamennina til dáða! Leiðtogar Repúblíkanaflokksins (og seníli vingullinn Joe Loserman) hafa sungið sama söng: hryðjuverkamennirnir eru að hlusta á umræður í öldungadeild bandaríkjaþings - og munu tvíeflast ef það kemur í ljós að í lýðræðisríki skuli menn hafa ólíkar skoðanir, og jafnvel voga sér að tjá þær opinberlega!

Þetta er frekar ömurleg röksemdafærsla, og það var kominn tími til að vitibornir menn á hægrivængnum tjáðu sig opinberlega um hversu heimskuleg þessi rök væru. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bush mætti fyrir þingnefnd í gær og benti á hið augljósa:

Gates said troops understand members of Congress want to find the best way to win the war. "I think they're sophisticated enough to understand that that's what the debate's really about," he said.

Chairman of the Joint Chiefs of Staff, Peter Pace, bætti við:

"As long as this Congress continues to do what it has done, which is to provide the resources for the mission, the dialogue will be the dialogue, and the troops will feel supported," Pace told the House Armed Services Committee.

Ég hlustaði á Pace á NPR - og svör hans við ásökunum þingmanna repúblíkana að það gæti einhvernveginn "embolden the enemy" að leyfa þingmönnum að ræða utanríkisstefnu í lýðræðisríki - voru djöfulli góð.

"There's no doubt in my mind that the dialogue here in Washington strengthens our democracy. Period," Gen. Peter Pace, chairman of the Joint Chiefs of Staff, testified before the House Armed Services Committee. He added that potential enemies may take some comfort from the rancor but they "don't have a clue how democracy works."

Nei. Verst að leiðtogar annars stærsta stjórnmálaflokks landsis virðast ekki heldur fatta þetta. En Bush og Hvíta Húsið virðast ekki bera mikla virðingu fyrir "the troops", því þeir virðast halda að herinn sé svo nautheimskur að hann fatti ekki að stjórnmálamenn ræða stjórnmál - þeir séu ekki að gefa skít í herinn þó þeir vogi sér að ræða utanríkismál! Og Hvíta Húsið og leiðtogar Repúblíkana virðast líka halda að eina leiðin til að sigra trúarofstækismenn hinum megin á hnettinum sé að kæfa lýðræðislega umræðu heima. Það er gamall söngur að segja að Bush beri ekki mikla virðingu fyrir lýðræði eða frelsi, fyrst hann haldi að eina leiðin til að vernda lýðræði og frelsi sé að skerða frelsi og þagga niður lýðræðislega umræðu - en þessi söngur er samt enn í góðu gildi: Það þarf yfirmann hersins hersins til að benda þingmönnum repúblíkana á að lýðræðið styrkist af því að vera iðkað!

Hvort vingjarleg ábending Pace hafi haft einhver áhrif er óljóst, en það merkilega er að Repúblíkanar í senatinu virðist hafa fengið bakþanka yfir að hafa stöðvað umræður um tillögu Demokrata, og segjast núna ætla að leyfa áframhaldandi umræður. Ég er sérstaklega ánægður með að Norm Coleman, öldungadeildarþingmaður repúblíkana fyrir Minnesota, skuli styðja áframhaldandi umræður. En hann er sennilega skíthræddur við að tapa kosningunum 2008 - það væri virkilega ömurlegt að tapa kosningu gegn útvarpsfígúrunni Al Franken!

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband