Gary Ackerman: lesbískar sérsveitir til Baghdad

AckermanÞað virðist enginn skortur á gay-themed "war-on-the-family" og núna "war-on-terror" fréttum! Gary Ackerman, sem er þingmaður demokrata fyrir New York, grínisti og baráttumaður fyrir jafnrétti hefur nefnilega lagt til að leysa megi þetta ófremdarástand í Baghdad með því að senda þangað lesbíur - helst lesbíur sem kunna arabísku. Hvernig þetta á að binda endi á borgarastríð Shia og Sunni múslima og svo allra hinna "Al Qaeda types, Baathists ot dead enders" sem Rumsfeld var í stríði við er hins vegar ekki alveg ljóst...

(AP) A New York congressman on Wednesday jokingly suggested the Bush administration may fear a "platoon of lesbians" more than terrorists in Baghdad, given the military's resistance to letting homosexuals openly serve.

"For some reason, the military seems more afraid of gay people than they are against terrorists. They're very brave with the terrorists, and if the terrorists ever got ahold of this information, they get a platoon of lesbians to chase us out of Baghdad," said Ackerman, prompting laughter in the hearing room.

"Can we marry up these two — or maybe that's not the right word. ... Can we have some kind of union of those two issues?" Ackerman asked, prompting a fresh outburst of laughter.

Ackerman beindi spurningu sinni til Condi Rice, sem var að gefa utanríkismálanefnd þingsins skýrslu. Þetta grín Ackerman er enn fyndnara, eða kannski aðeins meira óviðeigandi, því þær sögur ganga fjöllunum hærra að Rice sé lesbísk, og það má víst ekki minnast á lesbíur, eða barneignir, í návist Rice án þess að repúblíkanar fari að kveina - Samanber furðulegt upphlaup þeirra um daginn þegar Barbara Boxer sagði að Rice ætti ekki börn sem ættu á hættu að verða send til Írak - það þótti hægriressunni svo svívirðileg atlaga að karakter og persónu Rice að hvíta húsið sá ástæðu til að setja ofaní við Boxer! Það er eftir að sjá hvernig þessum vangaveltum Ackerman verður tekið. NY Post virðist allavegana ætla að tengja þessi tvö atviki saman, undir fyrirsögninni "Nutty Rep's "Gay" Gaffe"! (Fox ákvað hins vegar að snúa útur orðum Ackerman og hélt því fram að hann hefði verið að vara við því að terroristarnir myndu tefla fram lesbískum vígasveitum... fyrirsögnin var Rep. Ackerman Warns of Terrorist 'Platoon of Lesbians' sú frétt hvarf svo af síðu fox stuttu seinna.)

Ackerman var reyndar ekki bara að reyna að vera fyndinn eða að gera íllilegt grín að Rice, því hann var að benda á þá merkilegu staðreynd að herinn hefur rekið 300 málfræðinga á seinustu árum fyrir þann alvarlega glæp að vera samkynhneigðir, og það á tíma þegar herinn skortir fólk sem kann önnur tungumál en ensku. Hernum gengur þess utan mjög ílla að sannfæra sæmilega frambærilegt fólk til að skrá sig. Ackerman var því ósköp einfaldlega að benda á fáránleika þess að herinn skuli vanta hæfileikaríkt fólk í vinnu, og á sama tíma vera að reka fólk sem talar Farsi eða Arabísku fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Ackerman benti réttilega á að það herinn hefur ekki efni á að vera að heyja stríð á tveimur vígstöðvum í einu: gegn einhverjum íllaskilgreindum óvin í Írak, og svo samkynhneigð. Herinn yrði að gera það upp við sig hvort hlutverk hans væri að heyja stríð við "óvini Bandaríkjanna" eða heyja púrítanísk siðgæðisstríð fyrir talsmenn "fjölskyldugilda"...

M

Update: Think Progress er með upptöku af Ackerman á C-Span að útskýra þessa lesbíustrategíu sína, og þar segir hann líka að terroristarnir ættu að nota lesbíur gegn Bandaríkjaher, því herinn virðist hræddari við þær en venjulega araba.

I mean, if the terrorists ever got a hold of this information, they’d get a platoon of lesbians to chase us out of Baghdad.

Svo virðist því sem Fox hafi alls ekkert misskilið Ackerman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hvort er meira shock and awe...carpet-bombers eða carpet-munchers? 

Róbert Björnsson, 9.2.2007 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband