Færsluflokkur: Fox News

Repúblíkanar kenna fjölmiðlum um minni hagvöxt

Blunt og DeLay.jpg

Meirihluti Bandaríkjamanna telur efnahagsástandíð í Bandaríkjunum slæmt - þrátt fyrir að hlutabréfavísitölur hafi verið að stíga og hagvöxtur hafi verið sæmilegur undanfarin misseri, og þrátt fyrir skattaendurgreiðslur forsetans. Þetta ergelsi hefur kannski eitthvað með það að gera að venjulegt millistéttarfólk hefur ekki efni á að kaupa sjúkratryggingar og senda börnin í háskóla. Vaxandi skuldsetning bandarískra heimila undanfarin ár má að mestu rekja til hækkandi skólagjalda, hækkandi eldsneytisverðs og hækkandi tryggingakostnaðar. Og samkvæmt nýjustu tölum hefur hagvöxtur líka dregist saman, og útlitið er ekki mikið betra

Og hverjum er þetta að kenna? Efnahagsstjórninni? Nei, auðvitað ekki. Þetta er allt fjölmiðlum að kenna! Roy Blunt (R-MO) hélt þessu fram í viðtali hjá Fox news:

But I think a bigger story is that so much of the media - and I don’t put Fox News in this category - has constantly talked down this economy. Believe me, if we were in the mid-90s, Bill Clinton was president, we had the things happening in the economy that are happening today, I am convinced there would be a totally different national media coverage by most of the media of this economy

Hvernig fréttaflutningur getur stjórnað hagvexti er mér hulin ráðgáta. Það sem er athyglisvert við þennan hugsunarhátt er að Repúblíkanar virðast ekki tilbúnir til þess að horfast í augu við raunveruleikann. Í þeirra huga er raunveruleikinn einhvernveginn búinn til í fjölmiðlum: Raunveruleikinn sé búinn til af fólki sem sitji og skrifi greinar, og ræður, fólki sem talar í sjónvarpi og útvarpi. Og ef okkur mislíkar það sem við sjáum í kringum okkur hljóti það að vera vegna þess að ílla innrættir blaðamenn og pólítískir aktívistar einhverstaðar á ritstjórnarskrifstofum eða "inní blogóspherinu" séu að skrifa upp vondan raunveruleika.

Leiðtogar Repúblíkana hafa nefnilega sannfærst um að orðræðan og ídeológían sé það sem skipti öllu máli, að raunveruleikinn sé ekkert annað en afleiða orða. Tilraunir þeirra til þess að þagga niður í hverjum þeim sem leyfir sér að efast um línu flokksins í utanríkismálum eða efnahagsmálum (þ.e. að allt sé í himnalagi) sé einhvernveginn að vinna fyrir óvini Bandaríkjanna eða reyna að grafa undan velsæld Bandaríkjanna.

Irving Kristol, faðir nýíhaldsstefnunnar, sagði eitt sinn að "a neoconservative is a liberal mugged by reality, one who became more conservative after seeing the results of liberal policies". Það er kaldhæðnislegt að nú, þegar nýíhaldsmenn eru loksins búnir að leggja undir sig Hvíta Húsið og náð tökum á þingliði Repúblíkanaflokksins skuli það vera þeir sem neita að horfast í augu við raunveruleikann og ömurlegar afleiðingar sinnar eigin óstjórnar.

M


Bill O'Reilly ætlar að fara "inní blogospherið" "með handsprengju" til að stoppa alla vondu bloggarana

svona stór.jpg

Bill O'Reilly sagði í The O'Reilly Factor í gær að hann vissi fyrir víst að forsetinn vissi ekki "hvað væri að gerast á internetinu", og að þar réðu ríkjum dularfullir bloggarar, á háum launum, sem hefðu það markmið eitt að standa í skítkasti og árásum á góða og heiðarlega menn, eins og Bush og O'Reilly. En O'Reilly er með lausnina á hreinu: Hann dreymir um að "fara inní blogospherið" og ráða alla þessa vondu bloggara af dögum, með handsprengju...

I know for a fact that President Bush doesn’t know what’s going on in the Internet. I know that for a fact because I did ask around. ... He is lucky, because these are hired guns. These are people hired — being paid very well to smear and try to destroy people.

I think - I have to say President Bush has a much healthier attitude toward this than I do. Because if I can get away with it, boy, I’d go in with a hand grenade

Kannski hann sjái fyrir sér að hann geti einhvernveginn skriðið inní "the worldwide intertubes", því eins og senator Ted "Bridge to nowhere" Stevens (R-AL) benti á í þingumræðum í sumar, þá er "the internet a series of tubes", og um þessi rör öll flæða einhver "internet", og þau geta flækst, enda "net", og rörin stíflast:

I just the other day got, an internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday and I just got it yesterday. Why?

Because it got tangled up with all these things going on the internet commercially...

They want to deliver vast amounts of information over the internet. And again, the internet is not something you just dump something on. It's not a truck.

It's a series of tubes.

And if you don't understand those tubes can be filled and if they are filled, when you put your message in, it gets in line and its going to be delayed by anyone that puts into that tube enormous amounts of material, enormous amounts of material.

Veraldarvefirnir eru merkilegir, og dularfullir. Ekki furða að hugsuðir eins og Bill O'Reilly og Ted Stevens eigi í mestu erfiðleikum með að skilja hvað þar fer fram.

M

(Á myndinni er O'Reilly sennilega að sýna hversu lítill maður þarf að verða til að geta skriðið inní veraldarrörin?)


Yfirlit yfir uppspuna og afsakanir Republíkanaflokksins í tengslum við Foley-skandalinn

foley í sjónvarpinu.jpg

Það er erfitt að hafa yfirsyn yfir allar þær undarlegu afsakanir og skýringar sem talsmenn Repúblíkana, og stuðningsmenn þeirra í allskonar "trúarhreyfingum" á borð við Focus on the Family og Family Research Council, hafa fundið upp til þess að slá ryki í augu kjósenda. Media Matters hefur því tekið saman lista yfir þessar afsakanir allar, ásamt tilvísunum í heimilir, og hrekur svo allar þessar afsakanir. (Þ.e. þær sem ástæða er til að hrekja!):

  1. Skandallinn var búinn til í höfuðstöðvum Demokrataflokksins
  2. Hastert vissi ekkert um athæfi Foley fyrr en 29 September
  3. Tölvupóstur sem leiðtogar Repúblíkana höfðu séð var ekkert meira en "overly friendly"
  4. Skandallinn mun ekki hafa nein áhrif á kjósendur, og mun ekki hafa nein áhrif á úrslit kosninganna
  5. Hastert og leiðtogar Republíkana neyddu Foley til að segja af sér um leið og þeir komust a snoðir um tölvupóstana og IM skrifin
  6. Samkynhneigðir karlmenn eru öðrum líklegri til að misnota börn kynferðislega
  7. Fréttir þess efnis að skrifstofa Hastert hafi verið vöruð við athæfi Foley fyrir 2005 séu lýgi
  8. Hastert "tók fulla ábyrgð" á skandalnum
  9. Íhaldssamir og kristnir kjósendur eru sjokkeraðari en aðrir kjósendur (þ.e. aðrir kjósendur [les demokratar] hafa ekki áhyggjur af því að þingmenn falist eftir kynlífi með ungmennum...)
  10. Þegar leiðtogar flokksins fréttu af tölvupóstsendingum Foley kröfðust þeir þess af honum að hann kæmi ekki nærri sumarstarfsmönnunum
  11. CREW [Citizens for Responsibility and Ethics in Washington] - sem hafði fengið afrit af tölvupóstsendingum Foley - framsendi þá ekki til FBI eða annarra yfirvalda, og hélt þannig hlífiskyldi yfir Foley.
  12. "Hommamafían" í Washington vissi allt um Foley og hélt hlífiskyldi yfir honum. 

Í viðbót við þessar skýringar sem republíkanar hafa boðið eru svo tilraunir Fox til þess að láta líta svo út að Foley sé raunverulega demokrati...

M

 


Bill O'Reilly - kjarnorkuáætlanir Norður Kóreu snúast líka bara um kosningarnar í nóvember...

Oreilly_North_Korea.jpg

Bill O'Reilly er þeirrar skoðunar að allt snúist um kosningarnar í nóvember: Ekki bara eru fjandans vandræðagemsarnir í Írak að drepa sjálfa sig, og samborgara sína til þess að gera Bush gramt í geði og hafa áhrif á kosningarnar í Nóvember - heldur er Kim Jong Il líka að svelta íbúa Norðurkóreu og sprengja gallaðar kjarnorkusprengjur í sama tilgangi. Öll utanríkisstefna Norður Kóreu snýst bara um kosningarnar í nóvember! Jú, og líka vegna þess að Kim Jong Il hatar Búsh!

Now, the reason North Korea is causing trouble is that it wants to influence the November election. As we discussed last week, Iran's doing the same thing in Iraq -- ramping up the violence so Americans will turn against the Bush administration.

That is not a partisan statement. It is a fact. America's enemies are emboldened by the stalemate in Iraq and feel they can do anything they want to do. They also hate Mr. Bush and want to weaken him as much as possible.

Hvað fleira er hægt að skýra með kosningunum í nóvember?

M


O'Reilly: vígamenn í Írak hafa fyrst og fremst áhuga á kosningunum í nóvember...

oreilly.jpg

Þessi kenning kemur alltaf við og við fram hjá blaðurmaskínu Repúblíkana: Terroristarnir og "the insurgency" í Írak séu einhverskonar málaliðar demokrataflokksins, það, eða að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á kosningum í Bandaríkjunum. Ef ástandið í Írak sé að versna sé það vegna þess að vígamenn á vegum Íran séu að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum!

So now Iran has ordered its killers to up the violence in Iraq for the next month, believing that Americans will hold President Bush responsible and vote in the Democrats, who the Iranians believe are not as aggressive in foreign policy. (sjá Media Matters)

Í huga O'Reilly er það fullkomlega lógískt að ungir menn sprengi sig í loft upp í fjarlægum löndum til þess að hafa áhrif á það hvort Rick Santorum eða Conrad Burns nái kosningu til Bandaríkjaþings?

M


Haestert snýr vörn í "sókn"

bush_og_hastert.jpg

Þ.e. ef "sókn" þýðir að hlaupast undan ábyrgð og spinna upp samsæriskenningar. Dennis Haestert á víst í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort hann hafi nokkurntímann heyrt minnst á Mark Foley - Í Washington Post kemur það t.d. fram að Haestert hafi bara einu sinni talað við Foley. Sem er stórmerkilegt, því Foley var deputy whip, og í forystuliði flokksins. En Haestert er gamall karl - svona af þeirri tegund sem girðir buxurnar upp fyrir nafla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svoleiðis seníl gamalmenni muni allt sem þau segi eða geri. (Á myndinni má sjá Haestert og forsetann Bush) Í millitíðinn reynir Haestert að kenna George Soros og demokrötum sem Soros fjármagnar um Foley skandalinn. Í viðtali við Chicago Tribune lét Haestert líka í veðri vaka að Bill Clinton væri potturinn og pannan í "samsærinu"!

When asked about a groundswell of discontent among the GOP's conservative base over his handling of the issue, Hastert said: "I think the base has to realize after awhile, who knew about it? Who knew what, when? When the base finds out who's feeding this monster, they're not going to be happy. The people who want to see this thing blow up are ABC News and a lot of Democratic operatives, people funded by George Soros." ...

"All I know is what I hear and what I see," the speaker said. "I saw Bill Clinton's adviser, Richard Morris, was saying these guys knew about this all along. If somebody had this info, when they had it, we could have dealt with it then."

Í morgun hlustaði ég á Lauru Ingraham á the Patriot - en hún fékk Haestert í viðtal. Haestert lýsti því vígreifur yfir að hann myndi kannski segja af sér ef hagur flokksins krefðist - en bara kannski, því hann hefði ekkert gert af sér. Ingraham hljómaði ekki eins sannfærð. Eftir að hafa talað um hversu slæmt það væri að Haestert hefði þurft að aflýsa öllum fjáröflunarfundum næstu viku sagði Ingraham: "Maybe we can turn this around. Maybe."

Viðbrögð fjölmiðlamaskínu republikana hafa verið sú "go on the offensive" - það er aldrei gott að vera í vörn, sérstaklega ekki þegar maður hefur mjög vondan málstað að verja! Skv CNN:

We understand that there was actually a meeting here on Capitol Hill just a short while ago with Republican press secretaries where the Speaker’s staff told the Republican press secretaries that they’re going to try very hard to change the mood, change the atmosphere, go on the offense.

Og sóknin hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að dreifa athyglinni - hætta að tala um Foley, og hvort flokksforystan ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt til þess að stoppa hann af - heldur velta sér frekar upp úr samsæriskenningum um hvort demokrataflokkurinn hafi verið á bak við uppljóstrunina. Nú, eða reyna að halda því fram að Foley sé Demokrati, sbr. textavélar FoxNews.

M


Fox news fer á kostum!

Demokratinn Foley

Fox fer á kostum í umfjöllun sinni um demokratann Foley! Þegar O'Reilly sýndi myndir af Foley þar sem hann var ranglega titlaður demokrati var hægt að afskrifa það sem heiðarleg mistök - en starfsmenn Fox sem sjá um að skrifa skjátekstana virðast alls ekki geta horfst í augu við að Foley hafi verið þeirra maður og að þeirra menn skuli hafa hylmt yfir með honum til þess að halda í eitt þingsæti. En það meikar svosem sens: Demokratar eru siðlausir. Foley var siðlaus. Foley komst upp með siðleysi sitt. Ergo: Foley var demokrati, og var studdur af demokrötum í siðleysinu?

Svo eru það orðrómar þess efnis Foley hafi verið að íhuga að hætta í pólítík - en að formaður Landsnefndar Republikanaflokksins Tom Reynolds hvatti hann til að skipta um skoðun, og sækjast eftir endurkjöri. Ef þetta er satt ætti ekki bara Hastert að segja af sér fyrir að hafa brugðist flokknum - heldur Reynolds líka. Robert Novak í New York Post (opinion dálkur dagsins í dag er ekki á netinu):

"A member of the House leadership told me that Foley, under continuous political pressure because of his sexual orientation, was considering not seeking a seventh term this year but that Rep. Tom Reynolds, chairman of the National Republican Congressional Committee (NRCC), talked him into running."

M


Bill O'Reilly og Fox News afneita Foley - halda því fram að hann sé raunverulega demokrati!

Demokratinn Foley.jpg

Republikanaflokkurinn hefur átt í stökustu vandræðum með Mar "never too busy to spank it" Foley - hver vissi hvað, og hver þurfi að bera ábyrgð á þessu öllu. Allt frá því að reyna að neita því að Foley hafi sent nein ósiðleg tölvuskeyti til þess að halda því fram að þetta sé allt "the pro-gay lobby" að kenna. En skemmtilegasta strategían hlýtur samt að vera að kenna demokrötunum um.

Katherin Harris, sem er alltaf til staðar til að segja og gera eitthvað fullkomlega fáránlegt krafðist þess í sjónvarpsviðtali að fá að vita hverjir í demokrataflokknum hefðu vitað af athæfi Foley - fjölmiðlar og demokratar hlytu að hafa vitað allt um Foley, og hún vildi sjá opinbera rannsókn á því hvernig þetta vonda fólk gat leyft pervertinum að vaða uppi! (Það er hægt að horfa á viðtalið hér)

Bill O'Reilly og Fox News hafa hins vegar gripið til lýmskulegri bragða. O'Reilly veit sem er að flestir áhorfendur hans eru gallharðir Republikanar - og flestir fullkomlega ignorant um hvað er að gerast í heiminum (áhorfendur Fox halda t.d. flestir að það hafi verið sýnt fram á tengsl milli Saddam og Osama, og að herinn hafi fundið gereyðingarvopn í Írak), og svoleiðis fólk er auðvelt að rugla í ríminu. Í the O'Reilly Factor í gær birtust ítrekað myndir af Foley þar sem hann var kynntur sem demokrati! Þessi mistök væru auðvitað ekki mjög merkileg ef þau væru ekki í stíl við önnur viðbrögð republikana við Foleyhneykslinu: Kenna demokrötum um. Sjá hér og hér.

Gefum Tony Blankley í Washington Times orðið:

But this may end up being embarrassing to the Democrats, too. It is implausible that ABC got a hold of this information on their own and just happened to broadcast it on the last day of the congressional session. 
While I don't have any proof, I will be amazed if Democratic operatives and at least a few Democratic congressmen didn't know about this and fed it to the media through various obscure blogs and to ABC. The Democratic Congressional Campaign Committee (DCCC) ... is in the business of disseminating negative information before elections, among other things

Þetta er semsagt samsæri.

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband