Færsluflokkur: Karlmennska

Ást repúblíkana og íhaldsmanna á orðaleikjum og merkingu orða

Glamúrshot af spjátrungnum George Will í teinóttum jakkafötum... Hann veit sko hvað orð þýða og þolir ekki ónákvæmni vinstrimanna í hugtakanotkun.jpg

Það er til merkis um algjört rökþrot þegar menn fara að rífast um merkingu orða. Og ef það er eitthvað að marka orðhengilshátt bandaríkjaforseta í Íraksmálum - en öll utanríkisstefna forsetans virðist nú snúast um hvað eigi að kalla stríðið í Írak, þ.e. að það sé ekki "borgarastríð", heldur eittvað allt allt annað. En það er ekki bara forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans sem þykjast vera betur máli farnir en aðrir, og vita betur hvað eigi að kalla hlutina. Repúblíkanaflokkurinn virðist fullur af kverúlöntum og litlum merkikertum í snyrtilegum jakkafötum sem halda að það sé legitimate rökræðutækni að skilgreina hugtök upp á nýtt og gagrýna andstæðinga sína fyrir að kunna ekki rétt mál, eða kalla ekki hlutina sínum "réttu nöfnum"...

Og nú beina íhaldsmenn spjótum sínum að rauðliðanum Webb: Um daginn lenti Jim Webb, nýkjörnum öldungadeildarþingmanni Virginíu, saman við George W. Bush, fertugasta og þriðja forseta Bandaríkjanna. Bush, sem ber ábyrgð á því að þúsundir bandarískra hermanna hafa fallið í misheppnaðri hernaðaraðgerð sem kom af stað "innanríkisátökum og upplausn" í Írak, spurði Webb "How's your Boy" - en sonur Webb er í Írak. Webb svaraði: "I'd like to get them out of Iraq, Mr. President", þ.e. Webb vill fá son sinn til baka frá Írak. En frekar en að segja eitthvað eins og "let us hope they can all return soon", eða "We must do everything we can to make sure that they succeed in their mission, and can return home soon", eða bara eitthvað kurteislegt, eitthvað sem sýndi að hann skildi að Webb ætti son sem væri í lífshættu, ákvað foresetinn að hreyta út úr sér: "That's not what I asked you, How's your boy?" Og þessu svaraði Webb: "That's between me and my boy, Mr. President" (sjá færslu mína um þessi samskifti þeirra hér.)

Það ætti að vera öllum ljóst hvor aðilinn sýndi hinum dónaskap, hvor kom fram af hroka og hvor ætlaðist til þess að embættisstaða sín kallaði fram undirlægjuhátt og smjaður... Ef ég ætti börn sem væru föst í tilangslausu borgarastríði einhverstaðar í eyðimörk hinum megin á hnettinum myndi ég líka vilja fá þau aftur, og ég skil mjög vel að Webb skuli hafa vogað sér að láta þá skoðun í ljós, þó forsetinn væri valdamikill og auðugur maður.

En bandarískir hægrimenn og fréttaskýrendur hafa aðrar skoðanir á þessum samskiftum. George F. Will á Washington Post skrifaði langa grein um "dónaskap" Webb gagnvart forsetanum. Samkvæmt Will er Webb nefnilega "a boor". Í frásögn Will urðu samskifti þeirra tveggja þannig:

When Bush asked Webb, whose son is a Marine in Iraq, "How's your boy?" Webb replied, "I'd like to get them [sic] out of Iraq." When the president again asked "How's your boy?" Webb replied, "That's between me and my boy." ... Webb certainly has conveyed what he is: a boor. Never mind the patent disrespect for the presidency. Webb's more gross offense was calculated rudeness toward another human being -- one who, disregarding many hard things Webb had said about him during the campaign, asked a civil and caring question, as one parent to another.

Til þess að ná fram réttum áhrifum sleppir Will snúðugu svari forsetans, og sleppir því að Webb ávarpaði forsetann "mr. President". Hvað sem því líður þykist Will vera búinn að sanna að Webb sé dóni, sem ekki þurfi að taka alvarlega. Hér birtist hugmynd margra afturhalds-íhaldsmanna um kurteisi og helgi stofnana og nauðsyn þess að menn bukti sig og beygi frammi fyrir sér hærra settum embættismönnum. Bændadurgar eins og Webb eiga að sýna sýslumanninum virðingu, jafnvel þó sýslumaðurinn sé getulaus auli sem hafi sólundað sveitasjóðinum, steypt sveitinni í skuldir, sendi börn bænda út í opinn dauðann og neiti að viðurkenna að hann hafi gert nein mistök?

En þessi ímyndaða ókurteisi er ekki alvarlegasti glæpur Webb. Nei. Helsti glæpur hans er nefnilega að "[he] has become a pompous poseur and an abuser of the English language before actually becoming a senator", og máli sínu til stuðnings vitnar Will í grein sem Webb skrifaði í Wall Street Journal (sjá fyrri færslu mína um þá grein hér).

Umfjöllun Will um Webb er áhugaverð, því í henni birtast nokkur af uppáhalds rökræðutækjum margra repúblíkana og íhaldsmanna. Útúrsnúningar eru auðvitað eftstir á lista, enda byrjar Will grein sína á að þeim. Þvínæst er orðhengilsháttur. Will vitnar í grein Webb. Webb hafði skrifað:

"The most important -- and unfortunately the least debated -- issue in politics today is our society's steady drift toward a class-based system, the likes of which we have not seen since the 19th century. America's top tier has grown infinitely richer and more removed over the past 25 years. It is not unfair to say that they are literally living in a different country."

Þessu svarar Will þannig:

Never mind Webb's careless and absurd assertion that the nation's incessantly discussed wealth gap is "the least debated" issue in American politics.

In his novels and his political commentary, Webb has been a writer of genuine distinction, using language with care and precision. But just days after winning an election, he was turning out slapdash prose that would be rejected by a reasonably demanding high school teacher.

Það er semsagt prósinn sem er ekki nógu góður? Og hvað er það sem Will mislíkar? Notkun Webb á orðinu "literally". Webb segir að hinir ríkustu lifi "bókstaflega" á annarri öld en almenningur. Það er vissulega rétt að Webb hefði átt að segja "figuratively" eða eitthvað álíka, en raunveruleikinn er engu að síður hinn sami, og Webb lýsir hlutunum eins og þeir birtast almenningi, þ.e. venjulegu fólki sem þarf að hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum en hvort forsetinn hafi verið ávarpaður af tilhlýðlegri virðingu og hvort þingmenn séu nógu vel máli farnir og noti réttar myndlíkingar. Það sama gildir um stríðsátökin í Írak. 68% allra Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að það sé borgarastríð í Írak, og allir fréttaskýrendur eru sömu skoðunar, þó sumir noti enn orðalag stjórnarinnar, af "virðingu við forsetaembættið", eða eitthvað álíka gáfulegt. Það getur varla skift miklu að íbúum Írak og öllum fræðimönnum sem fjalla um Mið Austurlönd eða borgarastríð séu þeirrar skoðunar að átökin séu borgarastríð?

Eftir að þeir töpuðu kosningunum virðast repúblíkanar ekki treysta sér til annars en að rífast um orð og orðanotkun... En það er rétt að rifja það upp að Jim Webb sigraði frambjóðanda repúblíkana George "Macaca" Allen, eftir að sá síðarnefndi kom upp um hverskonar orðaforða hann hefði. Allen reyndi líka að snúa sig út úr því vandamáli með því að reyna að endurskilgreina og búa til ný orð.

M


Bush sleppur naumlega við að fá kjaftshögg frá Jim Webb!

Webb með hnefann á lofti.jpg

Jim Webb er uppáhalds öldungadeildarþingmaður minn! Eftir kosningarnar var Webb útnefndur af fréttaskýrendum "íhaldssamur" demokrati, og átti að vera helsta sönnun þess að demokrataflokkurinn hefði unnið kosningarnar með því að tefla fram íhaldssömum frambjóðendum. Svo kom Webb út úr skápnum í Wall Street Journal með því að skrifa grein undir titlinum "Stéttabarátta" þar sem hann kallaði bandaríska alþýðu, verkamenn og bændur, til vopna í baráttunni gegn óréttlátri skiptingu auðæfa.

En Webb er ekki bara einhverskonar varhugaverður rauðliði - hann er líka það skapstór að hann þarf að taka á sér öllum til að lenda ekki i slagsmálum við forsetann!!

Forsaga málsins er sú að Bush bauð öllum nýjum þingmönnum í hátíðlega móttöku í Hvíta húsinu, og af einskærri kurteisi spurði forsetinn Webb hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak. Webb er fyrrverandi landgönguliði og sonur hans er líka í landgönguliðinu og er Írak að reyna að komast hjá því að vera sprengdur í loft upp í borgarastríði Íraka, nei, ég meina "The ongoing scuffle between sectarian groups". Webb líkaði ekki tónninn í rödd forsetans, og forsetinn varð snúðugur:

Bush asked Webb how his son, a Marine lance corporal serving in Iraq, was doing.

Webb responded that he really wanted to see his son brought back home, said a person who heard about the exchange from Webb.

“I didn’t ask you that, I asked how he’s doing,” Bush retorted, according to the source.

Webb confessed that he was so angered by this that he was tempted to slug the commander-in-chief, reported the source, but of course didn’t. It’s safe to say, however, that Bush and Webb won’t be taking any overseas trips together anytime soon.

“Jim did have a conversation with Bush at that dinner,” said Webb’s spokeswoman Kristian Denny Todd. “Basically, he asked about Jim’s son, Jim expressed the fact that he wanted to have him home.” Todd did not want to escalate matters by commenting on Bush’s response, saying, “It was a private conversation.”

A White House spokeswoman declined to give Bush’s version of the conversation.

Þessi frásögn er úr The Hill - sem yfirliett er með langsamlega skemmtilegustu lýsingarnar á bandarísku þínglífi. The Washington Post er með nánast sömu útgáfu af samskiptum þeirra Bush og Webb, sleppir því að Webb hafi viljað kýla Bush, en staðfestir að forsetinn virðist hafa fyrrst við þegar Webb lét í ljós áhyggjur af lífi og limum sonar síns! Meðan dætur Bush eru í Argentínu, í svo miklu partýstuði að sendiráð Bandaríkjanna í Buenos Aires hefur beðið þær vinsamlegast að róa sig niður, er sonur Webb í Írak. Washington Post bætir við að Webb neiti að láta taka ljósmyndir af sér og forsetanum saman:

How's your boy?" Bush asked, referring to Webb's son, a Marine serving in Iraq.

"I'd like to get them out of Iraq, Mr. President," Webb responded, echoing a campaign theme.

"That's not what I asked you," Bush said. "How's your boy?"

"That's between me and my boy, Mr. President," Webb said coldly, ending the conversation on the State Floor of the East Wing of the White House...

"I'm not particularly interested in having a picture of me and George W. Bush on my wall," Webb said in an interview yesterday in which he confirmed the exchange between him and Bush. "No offense to the institution of the presidency." ...

In the days after the election, Webb's Democratic colleagues on Capitol Hill went out of their way to make nice with Bush and be seen by his side. ... Not Webb, who said he tried to avoid a confrontation with Bush at the White House reception but did not shy away from one when the president approached.

The White House declined to discuss the encounter.

Webb er nefnilega alvöru karlmenni - ekki þykjustukúreki eins og Macaca Allen og George W. Bush, fertugasti og þriðji forseti Bandaríkjanna...


Myndarlegri frambjóðendur vinna kosningar, skv nýrri rannsókn

Never mind the words coming out of my mouth - focus on the jawline.jpg

Og það sem skiptir mestu máli er að vera grannvaxinn, með skýra kjálkalínu og einbeitt augnarráð. Í rannsókninni var fólk látið horfa á tíu sekúndna hljóðlaus myndbandsskeið af frambjóðendum demokrata og repúblíkana í 58 fylkisstjórakosningum 1988-2002, og látið spá fyrir um hvor frambjóðandinn myndi vinna. Ef þátttakendur þekktu annan hvorn frambjóðandann var svarið ógilt - og því hefði niðurstaðan átt að vera fullkomlega random, þ.e. ef útlit skiptir engu máli. En útkoman var sú að spár fólks um hver vann voru nokkuð góðar.

The research did not show that any individual volunteers were exceptionally good at making predictions -- individuals regularly made predictions that were right and wrong. But when the answers were averaged over the whole group, the volunteers were able to spot winners more often than mere chance would dictate.

Curiously, when the sound was on and the volunteers could hear what each candidate said for 10 seconds, the viewers became much more confident in their guesses about who won, but their predictions became worse -- no better than chance. ...

"Economists have focused on the performance of the economy under the incumbent," he said. "Those factors explain at most 10 percent of the variation in the election outcomes and probably much less, whereas the personal factors explain between 20-30 percent." ... My guess is it affects undecided voters, these are the guys who swing the elections at the end," said Alexander Todorov, a psychologist at Princeton University who has conducted similar experiments. He found that when people are shown two photographs of political candidates but given no other information, they usually have a quick feeling about who looks more competent.

Fyrir tveimur vikum flutti Washington Post frétt um að frambjóðendur demokrata væru óvenjulega myndarlegir í ár. Mark Kennedy (sjá mynd að neðan) ætti samkvæmt þessu ekki að ná kosningu, enda með hálf þorskslegt andlitslag og sljótt augnaráð. Möguleikar Macaca Allen virðist hins vegar nokkuð góðir. Og þegar við bætist að Allen á flottari stígvél en Webb (allavegana skv NYT) er útkoma kosninganna nokkurnveginn ráðin!

M


Rick "crazy in the head" Santorum er líka crazy on TV.

casey_santorum_debate.jpg

Um daginn áttust Rick Santorum, Republíkani og öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu og Jim Webb, frambjóðandi demokrata, við í sjónvarpssal. Og Santorum fór á kostum í geðsýkinni! Það liggur við að maður kenni í brjósti um hann! Hann iðaði allur, tvísteig, og rauk upp í æsingi hvað eftir annað, hótaði að þiggja enga almannaþjónustu í Pennsylvaníu, ásakaði andstæðinginn um að mæta ekki í vinnuna, og svo fór hann að baða út höndunum, froðufelldi og gólaði!

Look at the camera, Mr. Casey. Look at the camera. Look at the camera and answer the question. Look at the camera! JUST LOOK AT THE CAMERA!!

Þetta endurtók Santorum nokkrum sinnum og veifaði vísifingrinum í andlitið á Casey og sjónvarpsmyndavélunum! Casey stóð hins vegar sallarólegur og reyndi að koma inn orði - þegar það varð smá hlé á æsingnum í Santorum sagði hann: "you are getting really desperate!", og endurtók svo ásökun demokrata að Santorum hafi svikið tugþúsundir dollara út úr almenningsskólakerfi Pennsylvaníu, og bað hann að endurgreiða þá peninga, en við það fór Santorum aftur úr límingunni. Ástandið var orðið þannig að stjórnandi umræðunnar og meðlimir sérfræðingapanels sem átti að spyrja frambjóðendurna spurninga, voru farnir að hlæja. Það er hægt að sjá alla umræðurnar hér, og styttri útgáfu hér.

M


Jeb Bush í skápnum

Jeb og George Bush.jpg

Fyrir viku síðan las ég skemmtilega frétt (og hér) um að Jeb Bush fykisstjóri Flórída og bróðir forsetans, hafi þurft að fela sig í kústaskáp á neðanjarðarlestarstöð í Pittsburgh. Jeb var að heimsækja vin sinn Rick "santorum" Santorum sem var að reyna að safna peningum til stuðnings áframhaldandi setu sinni í öldungadeildinni. Þar sem hann var á leiðinni á "The Duquesne Club", sem er fínn veitingastaður, þangað sem Santorum hafði boðið einhverjum auðmennum sem hann vonaði að vildu styðja sig og flokkinn í komandi kosningum, gekk Jeb fram á hóp mótmælenda. Og þetta voru engir venjulegir "Blame-America-first loonies", háskólanemar eða hippar: Þetta var hópur af stálverkamönnum úr "United Steelworkers Union" hvorki meira né minna!

En semsagt, stálverkamennirnir gerðu hróp að Bush, sem fannst viðeigandi að gera grín að þeim á móti, sendi þeim fíngurkoss og baðaði eitthvað meira út höndunum. Við það æstust mótmælendurnir upp og gerðu aðsúg að fylkisstjóranum, sem varð hræddur og lagði á flótta ásamt lífvörðum sínum. Þeir hlupu, eins og fætur toguðu, niðrí neðanjarðarlestargöng þar sem Bush faldi sig í kústaskáp. Washington Post lýsir hetjulegu undanhaldi forsetabróðursins þanning:

Bush, accompanied by a security guard and an aide, retreated into a nearby subway station and was followed by about 50 picketers, said Bob Grove, a Port Authority spokesman. ...

As a precaution, Bush was ushered into a station supply closet and stayed there until the crowd left.

Þetta fannst vinstrimönnum alveg rosalega fyndið. Og öll vinstrisinnuð blogg í bandaríkjunum voru uppfull af gríni um "Bush í skápnum". (Sjá t.d. Daily Kos) Samkvæmt frásögn bandarískra bloggara skældi Bush eins og "lítil frönsk stelpa" þar sem hann faldi sig í skápnum og saug á sér þumalputtann...

Miðað við mörg önnur bloggupphlaup var þetta frekar fyndið. En augljóslega ekki mjög merkilegt. T.d. ekki neitt í líkingu við "Macaca-moment" George Allen, eða "Taxi-driver" komment Conrad Burns - það var mikið til bloggurum og YouTube að þakka að þau ummælin komust í almæli. Það hvarflaði því ekki að mér að það yrði einhverskonar "follow up" á þessu kústaskápamáli - þar til að skrifstofa Jeb Bush sá ástæðu til þess að halda umræðunni áfram. Repúblíkanar í Flórída hafa þessa dagana mjög miklar áhyggjur af karlmönnum sem eru í skápnum, og vildu því gera nokkrar athugasemdir við fréttaflutninginn:

1) Bush faldi sig ekki í skáp, heldur í miðstöðvarherbergi...

2) ... og væri sjálfur miklu karlmannlegri en mótmælendurnir!

"Bush said it was actually a boiler room. Bush said he had to seek safety in the boiler room when he came across the protesters, but also said he was never concerned for his safety because he was taller and "more burly" than most of the protesters who chased him.

Og það skal sko enginn fá að dreifa sögum um að Bushdrengirnir séu ekki karlar í krapinu!

M


Meira að segja rasistarnir snúa bakinu við Allen

Confederate Patriot.jpg

Sorgarsögu George "Macaca" Allen virðist ekki ætla að ljúka. Eftir að fólk fór að gera athugasemdir við orðbragð hans, og það komst í hámæli að hann hefði haft hengingaról til sýnis á skrifstofunni sinni, flaggað suðurríkjafánanum og almennt verið hinn dólgslegasti red-necked wonderbreadeating whiteboy, reyndi The Magnificent Macaca að draga í land. Nýlega sagðist hann meðal annars vera búinn að fatta að sumu fólki finnst suðurríkjafáninn vera svolítið óþægilegur, útaf einhverju veseni með the niggers, nei ég meina African Americans, og svona? En fyrir vikið tókst honum að móðga félagsskapinn "Sons of Confederate Veterans"! Samkvæmt Fox news:

The organization criticized the Republican for saying he had been slow to grasp the pain that Old South symbols like the Confederate flag cause black people.

"The denunciation of the flag to score political points is anathema to our organization," Brag Bowling, immediate past state commander of the SCV, told reporters near the state Capitol, once the Confederacy's seat of government

Allen campaign manager Dick Wadhams said Allen stands by his comments.

Ég er reyndar hálf tvístígandi í afstöðu minni til þessa alls. Á kommentakerfinu höfum við Friðjón Friðjónsson nokkrum sinnum ræðst við um þessa spurningu, nauðsyn þess að standa við það sem maður segir, en Friðjóni finnst mikið til Lieberman koma, meðal annars vegna þess að Lieberman stendur fast við sína sannfæringu varðandi stríðið í Írak, sama hvað tautar og raular. Og mér hefur fundist lítið til þeirrar röksemdafærslu koma. Því ef maður tekur rangar ákvarðanir um eitthvað er það síst af öllu til marks um karakter að neita að horfast í augu við hið augljósa. En Friðjón hefur töluvert til síns máls - það er frekar ömurlegt að horfa upp á fólk sem er eitt í dag, og svo annað á morgun. Fólk sem segir hluti sem það lítur út fyrir að meina, og gera helvítis rosa leikhús í kringum allar þær yfirlýsingar. Eins og Macaca Allen: Maðurinn er eitt allsherjar leikhús, og auðvitað keyptu kjósendur þennan pakka eins og hann lagði sig. Kúrekastigvélin, hatturinn, hesturinn, Suðurríkjafáninn og hengingarólin. Því verður ekki neitað að Allen hefur "a formidable presence", og það er auðvelt að falla fyrir svoleiðis!

En svo kemur Allen og þykist ekki hafa meint neitt af þessu, eða kannski sumt, en ekki allt, og hann sé núna með einhverja bakþanka, og líði hálf ílla yfir því að hafa sagt það sem hann sagði... þetta hafi nú kannski verið meira grín en alvara, hann hafi alls ekki verið með sjálfum sér, það var eitthvað mígreni sem var að þjá hann þarna í ágúst sem fékk hann til að kalla menn nöfnum, og svo finnist honum voða leiðinlegt að hafa sært tilfinningar einhverra, en það hafi nú ekki verið ætlun hans... en núna ætlar hann að meina það sem hann er að segja. Allur heimurinn skuli sko vita að hann sé maður mikillar sannfæringar.

Það eru sumir hlutir sem maður segir ekki nema maður meini þá. Og sumir hlutir sem maður gerir ekki nema maður meini þá. Og þegar maður hefur einusinni sagt þá getur maður ekki bara látið eins og maður hafi alls ekki gert það - eða eins og það skipti kannski engu máli. Maður þarf að vera það sem maður er, og "eiga" það sem maður segir. Ef maður hefur sagt og gert hluti sem maður sér einhverra hluta vegna eftir þarf maður þá líka að standa eins og fullorðinn maður fyrir máli sínu. Ef Allen er ekki rasisti lengur þarf hann að koma og útskýra það fyrir okkur - og ekki bara okkur, heldur líka fyrir fyrrum skoðanbræðrum sínum, því hann skuldar þeim líka útskýringu! Þeir héldu að Allen væri þeirra maður. Svo ég hef ákveðið að Allen hafi fallið enn frekar í áliti hjá mér eftir að hafa reynt að bakka með rasismann: Maður "flip-floppar" ekki með hluti eins og það!

En það er kannski ekki við öðru að búast af manni eins og Allen - leikhúsið í kringum karakter hans hefði svosem mátt segja kjósendum að hann væri ekkert annað en aðalstjarnan í sínum eigin söngleik, þar sem hann væri karl í krapinu, sjálfstæður og byði heiminum byrginn. Kúrekastígvélin og allt gettuppið á heima á manni sem veit ekkert betra en að augu heimsins hvíli á sér, og svoleiðis fólk hefur auðvitað engar alvöru skoðanir, meiningar eða sannfæringu. Meira að segja "The Sons of Confederate Veterans" kæra sig ekki um svoleiðis vindbelgi.

M


Mel Gibson gagnrýnir stríðið í Írak: Tilgangslaust og vitlaust

Gibson hugleiðir dauðann.jpg

Þrátt fyrir vafasamar skoðanir Mel Gibson á heimsmálum, kynþáttum og trúarbröðgum, hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Alveg síðan ég sá Mad Max. Gibson hefur einhvern mjög óvenjulegan skilning á eðli siðmenningar, réttlæti og því hvað það er að vera góður maður. Karakterarnir sem hann hefur leikið eiga það allir sameiginlegt að vera í einhverskonar prívat krossferð fyrir því sem þeir telja réttlæti - þeir eru allir einhverskonar hræðileg ofurmenni, blindaðir af réttlætiskennd og bræði. Og í leit sinni að réttlæti og hefnd drepa þessir karakterar allt sem á vegi þeirra verður. Boðskapurinn held ég að sé sá að réttlætið sigri að lokum, en réttlætið útheimti blóð og er útdeilt af blindri bræði.

Nátengt þema í mörgum kvikmyndum Gibson er hingnun siðmenningar - hrun menningar andspænis einhverju sem þykist vera menning. Nýjasta mynd hans, Apocalyptico, sem ég held ég ætli að borga mig inná, ólíkt the Passion, fjallar einmitt um þetta þema. Og núna um daginn var Gibson að tala um myndina á kvikmyndahátíð í Texas.

In describing its portrait of a civilization in decline, Gibson said, "The precursors to a civilization that's going under are the same, time and time again," drawing parallels between the Mayan civilization on the brink of collapse and America's present situation. "What's human sacrifice," he asked, "if not sending guys off to Iraq for no reason?"

Því þótt Gibson sé sadisti, og hafi augljóslega djúpstæða velþóknun á ofbeldi og morðum, er einn grundvallarmunur á honum og þeim mönnum sem eru við völd í Bandaríkjunum: Í kvikmyndum Gibson hefur slátrunin alltaf einhvern æðri tilgang - menn þurfa að deyja til þess að ná fram réttlæti. Gibson er líka kristinn - og frelsarinn var kvalinn og pyntaður og svo drepinn á hroðalegan hátt (samaber the Passion!) til þess að ná fram einhverju æðra réttlæti. En hér eru Gibson og Rumsfeld, og restin af "The New American Century" liðinu ósammála. Rumsfeld og ný-íhaldsmennirnir í kringum hann trúa því nefnilega að siðmenning sé það sama og ríkisvald, og að ríkisvald sé veikt ef það sýni ekki öllum hversu ægilegt það sé, hversu ógurleg reiði þess sé þegar því sé misboðið. Eins og ofbeldisfullur faðir þarf ríkisvaldið að berja alla til hlýðni, annars sé úti um tilvist þess. Í þessari heimspeki er það fullkomlega lógískt að halda úti gagnslausri og counter-productive hersetu í óvinveittu landi, jafnvel þó hún kosti þúsundir mannslífa: tilgangurinn er nefnilega enginn annar en að sýna öllum að bandaríska ríkið, og hernaðarmaskína þess gefist ekki upp. Það er líka hin raunverulega ástæða fyrir því að stuðningsmenn stríðsins hafa hlaupið frá einni réttlætingunni til annarrar: Það var aldrei nein önnur ástæða fyrir þessu stríði en sú að það einfaldlega þurfti að heyja það.

Vandamálið, eins og Gibson sér það, er því ekki að menn séu drepnir og að utanríkisstefna Bandaríkjanna leiði til þess að fólk deyi. Vandamálið er að það er engin ásættanleg réttlæting fyrir þessum fórnum. En við hverju er að búast þegar allir helstu stuðningsmenn þessarar utanríkispólítíkur eru gamalmenni, eiginhagsmunapotarar og vindbelgir á borð við Lieberman, Allen, Frist og Santorum?

M


Hugo Chavez: "En Bush byrjaði! Og hann var að uppnefna mig! búúhúú!"

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_chavez_ahmadinejad.jpg

Eins og flestir vita uppnefndi Hugo Chavez, sem er að mati fréttaskýrenda íllilegasti populisti Suður-Ameríku, Bush Bandaríkjaforseta "Satan" á fundi bókaklúbbs nokkurs í New York nú um daginn. En síðan þá hefur komið í ljós að Bush sé líklega ekki satan [sjá færslu hér að neðan]- og bandarískir pólítíkusar af báðum flokkum keppst um að lýsa yfir vanþóknun sinni á munnsöfnuði Chavez. Og Chavez virðist hafa skammast sín, eða í það minnsta fundist hann þurfa að fara að afsaka sig. Í viðtali við Time fer Chavez allur í hnút, og reynir að afsaka ásakanirnar:

Bush has called me worse things — tyrant, populist dictator, drug trafficker, to name a few," Chavez said. "I'm not attacking Bush; I'm simply counterattacking. Bush has been attacking the world, and not just with words — with bombs. I think the bombs he's unleashed on Baghdad or Lebanon do a lot more harm than any words spoken in the United Nations.

Þetta finnst mér alls ekki sæmandi manni á borð við Chavez. Ekki færi Ahmadinejad að reyna að afsaka stórkarlalegar blammeringar, vænisýki og samsæriskenningar sínar um hinn stóra satan og zionistana? Og samt er Chavez minnstakosti tvisvar sinnum stærri en Ahmadinejad!

M


Macaca Allen og vitleysa hans heldur áfram

macaca_allen_a_hestbaki.jpg

Macacavikan heldur áfram á FreedomFries. Það virðist enginn endir í sjónmáli í sjónvarspssápunni sem George "The Magnificent Macaca" Allen er aðalleikarinn í. Þessi sjálfumglaði Suðurríkjapólítíkus hefur nefnilega neyðst til þess að viðurkenna að hann gæti rekið ættir sínar til Júdeu. Þessi, eins og allir aðrir Allen þræðir virðast liggja aftur til ömmu hans: Amman var nefnilega gyðingur.

At a campaign debate with Democratic challenger James Webb on Monday, a reporter asked Allen whether his mother's father, Felix Lumbroso, was Jewish. He became visibly upset, saying his mother's religion was not relevant to the campaign and chiding the reporter for "making aspersions about people because of their religious beliefs." 

Allen var skiljanlega mjög æstur yfir því að menn leyfðu sér slíkar dylgjur. En svo skammaðist Allen sín fyrir að hafa reynt að afneita ömmunni, sem sögur segja að hafi gefið honum vöfflur og kakó þegar hann var lítill drengur.

"I was raised as a Christian and my mother was raised as a Christian," Allen, said. "And I embrace and take great pride in every aspect of my diverse heritage, including my Lumbroso family line's Jewish heritage, which I learned about from a recent magazine article and my mother confirmed."

Allen hefur ítrekað haldið fram kristnum rótum sínum, og látið leiðrétta blaðagreinar sem hafa fjallað um að móðurfjölskylda hans væri gyðingleg. Og núna heldur hann því fram að þetta séu allt nýjar fréttir. Ég er ekki einn um að finnast þetta frekar skrýtið. Hvernig gat Allen ekki haft hugmynd um að Amma hans hafi verið gyðingur, en hún hefur sennilega verið of upptekin við að kenna honum franskt slangur til þess að fara út í trúmál?

Þetta mál er allt hið asnalegasta, og Allen sjálfur ábyggilega orðinn þreyttur á þessu argaþrasi öllu. Ásakanir um gyðingdóm og rasisma, blaðakonur og hörundsdökk Macaca ofsækja hann úr öllum hornum? Allen sem er maður fólksins og veit ekkert skemmtilegra en að keyra á litla sláttutraktornum sínum! Skv Washington Post:

His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.

Það er ekkert karlmannlegra en að sitja á pínkulitlum traktor og keyra í hringi... 

M


Kosningarnar í Virginíu munu snúast um ágæti kúrekastígvéla vs hermannastígvéla

macaca allen og webb.jpg

George "The Great Macaca" Allen og James Webb áttust við í sjónvarpinu um helgina, og NYT telur að munurinn á þeim félögum kristallist í vali þeirra á skófatnaði. Allen, sem er samkvæmt mati áræðanlegra stjórnmálaskýrenda "a blowhard racist" kýs að ganga í kúrekastígvélum. Sennliega vegna þess að það er karlmannlegt, og svo eru kúrekastígvél með hæl, og Allen vill líklega bæta fyrir að vera stuttur í annan, eða einhvern endann, með því að líta út fyrir að vera nokkrum sentimetrum stærri.

James Webb, sem er demokrati, fyrrum landgönguliði í bandaríska hernum, barðist í Vietnam þar sem hann var sæmdur heiðursmerkjum, og á son sem er núna í Írak, hefur hins vegar kosið að ganga í gömlum hermannastígvélum. Á myndinni má sjá Macaca-Allen til vinstri, í pússuðum kúreka stígvélum, en Webb til hægri, í snjáðum hermannstígvélum. Af fótastöðunni má líka ráða að Allen sé fullur öryggis en Webb örlítið óviss. New York Times gerir töluvert úr þessum grundvallarmun á frambjóðendunum.

From the start, the Virginia Senate race was an emblematic campaign for 2006: combat boots vs. cowboy boots, in the inevitable shorthand. 

Eftir að hafa hlegið að þessari analýsu þeirra skipti ég um skoðun. Auðvitað skiptir öllu máli hvernig skóm menn eru í. Þetta hafa konur verið að segja mér í mörg ár.

Svo mér finnst við ættum að velta þessu fyrir okkur. Hvað táknar það að Macaca-Allen skuli ganga í kúrekastígvélum og Webb í hermannaskóm? Í fyrsta lagi held ég að það sé merkilegt að báðir frambjóðendur skuli kjósa sér stígvél. Það er eitthvað mjög verklegt við stigvél. Menn klæða sig ekki í stígvél nema þeir ætli sér virkilega að taka til hendinni. Það eða að þeir vilja að við höldum að þeir séu menn verka en ekki bara blaðurs. Og reyndar hefur Allen verið duglegur - hann er einn af atkvæðameiri stjórnmálamönnum Republikana, og það eru allir sammála um að hann sé maður verka... Webb sömu leiðis. Webb þjónaði í ríkisstjórn Ronald Reagan, áður en hann sagði skilið við Republikanaflokkinn til að gerast Demokrati.

En það er eitthvað grunsamlegt við Allen og kúrekastígvélin. Það eru engir kúrekar í Virginíu, og hafa aldrei verið. Landbúnaður Virginíu byggðist aldrei á því að ríða um og reka kýr, heldur byggðist hann á því að ríða um og berja þræla til hlýðni. Allen hefur reyndar sýnt að hann hefur skilning á þessum menningararfi fylkisins. Það er eitthvað alveg sérstaklega "delalegt" og tilgerðarlegt við fullorðna karlmenn í kúrekastígvélum, sérstaklega ef þau eru snyrtilega pússuð og gljáandi eins og stígvél Allen.

Undanfarin ár hefur bandaríkjunum nefnilega verið stjórnað af mönnum sem þykjast vera ægileg karlmenni, en líka svona 'menn fólksins'. Menn sem fara í stígvél til að líta út fyrir að vera örlítið stærri en þeir eru í alvörunni. Svo brosa þeir sínu sætasta, eins og Allen. Yfirleitt er hægt að sjá í gegn um þessa menn - konur skilst mér að noti skóna til þess. Umsnúningurinn í Virginíu, þar sem Allen hefur tekist að glutra niður forskoti sínu á Webb, bendir til þess að Bandaríska þjóðin sé loksins búin að sjá í gegn um þessa tilgerð. Verst að konur og kjósendur neita stundum að horfast í augu við raunveruleikann. Og fyrir allt það fólk er Allen auðvitað fullkominn fulltrúi á þingi. Þegar hann er spurður hvort hann hefði stutt innrásina í Írak, ef hann hefði vitað allt það sem við vitum núna, þ.e. að bandarískur almenningur sé búinn að snúast gegn herferðinni sem hafi frá upphafi verið algjör flónska, segir hann, blákalt "já". Þetta er merkileg manngerð. En það þarf sennilega karlmenn til að viðurkenna að þeir hafi á röngu að standa, meðan drengir í kúrekaleik geta neitað að horfast í augu við raunveruleikann...

M

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband