Bush sleppur naumlega við að fá kjaftshögg frá Jim Webb!

Webb með hnefann á lofti.jpg

Jim Webb er uppáhalds öldungadeildarþingmaður minn! Eftir kosningarnar var Webb útnefndur af fréttaskýrendum "íhaldssamur" demokrati, og átti að vera helsta sönnun þess að demokrataflokkurinn hefði unnið kosningarnar með því að tefla fram íhaldssömum frambjóðendum. Svo kom Webb út úr skápnum í Wall Street Journal með því að skrifa grein undir titlinum "Stéttabarátta" þar sem hann kallaði bandaríska alþýðu, verkamenn og bændur, til vopna í baráttunni gegn óréttlátri skiptingu auðæfa.

En Webb er ekki bara einhverskonar varhugaverður rauðliði - hann er líka það skapstór að hann þarf að taka á sér öllum til að lenda ekki i slagsmálum við forsetann!!

Forsaga málsins er sú að Bush bauð öllum nýjum þingmönnum í hátíðlega móttöku í Hvíta húsinu, og af einskærri kurteisi spurði forsetinn Webb hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak. Webb er fyrrverandi landgönguliði og sonur hans er líka í landgönguliðinu og er Írak að reyna að komast hjá því að vera sprengdur í loft upp í borgarastríði Íraka, nei, ég meina "The ongoing scuffle between sectarian groups". Webb líkaði ekki tónninn í rödd forsetans, og forsetinn varð snúðugur:

Bush asked Webb how his son, a Marine lance corporal serving in Iraq, was doing.

Webb responded that he really wanted to see his son brought back home, said a person who heard about the exchange from Webb.

“I didn’t ask you that, I asked how he’s doing,” Bush retorted, according to the source.

Webb confessed that he was so angered by this that he was tempted to slug the commander-in-chief, reported the source, but of course didn’t. It’s safe to say, however, that Bush and Webb won’t be taking any overseas trips together anytime soon.

“Jim did have a conversation with Bush at that dinner,” said Webb’s spokeswoman Kristian Denny Todd. “Basically, he asked about Jim’s son, Jim expressed the fact that he wanted to have him home.” Todd did not want to escalate matters by commenting on Bush’s response, saying, “It was a private conversation.”

A White House spokeswoman declined to give Bush’s version of the conversation.

Þessi frásögn er úr The Hill - sem yfirliett er með langsamlega skemmtilegustu lýsingarnar á bandarísku þínglífi. The Washington Post er með nánast sömu útgáfu af samskiptum þeirra Bush og Webb, sleppir því að Webb hafi viljað kýla Bush, en staðfestir að forsetinn virðist hafa fyrrst við þegar Webb lét í ljós áhyggjur af lífi og limum sonar síns! Meðan dætur Bush eru í Argentínu, í svo miklu partýstuði að sendiráð Bandaríkjanna í Buenos Aires hefur beðið þær vinsamlegast að róa sig niður, er sonur Webb í Írak. Washington Post bætir við að Webb neiti að láta taka ljósmyndir af sér og forsetanum saman:

How's your boy?" Bush asked, referring to Webb's son, a Marine serving in Iraq.

"I'd like to get them out of Iraq, Mr. President," Webb responded, echoing a campaign theme.

"That's not what I asked you," Bush said. "How's your boy?"

"That's between me and my boy, Mr. President," Webb said coldly, ending the conversation on the State Floor of the East Wing of the White House...

"I'm not particularly interested in having a picture of me and George W. Bush on my wall," Webb said in an interview yesterday in which he confirmed the exchange between him and Bush. "No offense to the institution of the presidency." ...

In the days after the election, Webb's Democratic colleagues on Capitol Hill went out of their way to make nice with Bush and be seen by his side. ... Not Webb, who said he tried to avoid a confrontation with Bush at the White House reception but did not shy away from one when the president approached.

The White House declined to discuss the encounter.

Webb er nefnilega alvöru karlmenni - ekki þykjustukúreki eins og Macaca Allen og George W. Bush, fertugasti og þriðji forseti Bandaríkjanna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband