Pólítísk líkvaka yfir Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush

Hér eru þeir afturNokkurnveginn allir bandarískir fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur hafa lýst Alberto Gonzales "finished". Gonzales sjálfur virðist þó ekki vera alveg tilbúinn til að gefast upp og hverfa yfir móðuna miklu, sem í tilfelli háttsettra repúblíkana þýðir yfirleitt vel launuð störf á "K-Street" sem lobbýistar. En þangað til það gerist hafa demokratar hvatt til að stjórnin losi sig við Gonzales. Sennilega vegna þess að bandarískir vinstrimenn eru margir talsmenn "the right to die", samanber Terri Schiavo, og finnst óþægilegt að horfa á langdregið dauðastríð í sjónvarpi?

Chuck Schumer, öldungadeildarþingmaður demokrata frá New York, lýsti því yfir á blaðamannafundi að Hvíta Húsið væri að "ræða" afsögn Gonzales:

Schumer told reporters, “I know, from other sources, that there is an active and avid discussion in the White House whether [Gonzales] should stay or not,” adding that “the odds are very high that he will no longer be the attorney general.”

Hvíta Húsið hefur hins vegar reynt að segja sem minnst um hvað verði um Gonzales - sennilega vegna þess að stjórnin er í "crisis mode". Í millitíðinni hafa þrir repúblíkanar krafist þess að Gonzales segi af sér. Einn þingmaður Dana Rohrabacher (R-CA), og tveir öldungadeildarþingmenn, Gordon Smith (R-OR) og John Sununu (R-NH). Allir þrír er vel þekktir. Þar að auki hefur fjöldi repúblíkana lýst opinberlega yfir að þeir hafi "áhyggjur" af framtíð Gonzales eða að hann hafi "misst tiltrú þjóðarinnar".

Við þurfum sennilega ekki að bíða nema einn eða tvo daga eftir því að Gonzales verði látinn fjúka - og Demokratar og fjölmiðlar eru þegar farnir að beina spjótum sínum að Karl Rove, sem virðist hafa verið potturinn og pannan í þessu saksóknaramáli. Og það er alveg ljóst að valdatíð Bush lýkur ef annaðhvort Rove eða Cheney falla. Þá er betra að fórna Gonzales.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Þetta er að verða hið magnaðasta mál og augljóslega er farið að hitna undir rassinum á Rove. Annars segir þessi t-póstur Kyle Sampson margt:

"we would like to replace 15-20 percent of the current U.S. Attorneys -- the underperforming ones . . . The vast majority of U.S. Attorneys, 80-85 percent, I would guess, are doing a great job, are loyal Bushies, etc., etc."

Í öllu siðmenntuðum samfélögum væri Gonzales búinn að vera.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 16.3.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: FreedomFries

Sæll! Já - ég hafði séð þetta "loyal bushies" komment - útskýring Tony Snow á því var líka frábær: Það fer allt eftri því hvað "loyal bushies" þýðir, og svo sagði hann að það væri "alls ekki augljóst" að verið væri að vísa til pólítískrar hollustu... hah!

Ég held að ein ástæða þess að hann hefur ekki fokið þegar er að þetta mál leiði of augljóslega inn á borð hjá Rove og Bush. Þeir eru ábyggilega enn að vona að þeir geti staðið þetta af sér eins og öll önnur mál til þessa - og að bara ef þeir viðurkenni ekki að hafa brotið af sér sleppi Rove og Bush við að lenda líka undir. Annars myndi ég gefa mikið fyrir að fá að fylgjast með krísufundum þeirra!

FreedomFries, 16.3.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: un

Endurtek frá "Næstum öll bandarísk dagblöð.....: "Þú gleymir einum litlum hlut, að Clinton rak alla "federal" saksóknara USA þegar hann tók við völdum. Ekki bara til að lofta út eftir margra ára R stjórn heldur til að losna við "White Watergate" spurningar."

un, 17.3.2007 kl. 03:07

4 Smámynd: FreedomFries

Kæri Un.

Þeir sem þekkja til bandarískra stjórnmála vita að alríkissaksóknarar eru pólítískt skipaðir, og þegar nýr forseti tekur við völdum eru þeir yfirleitt alltaf allir reknir. Þess vegna rak Clinton þá þegar hann tók við völdum, og þess vegna rak Bush þá líka alla þegar hann tók við völdum. Það hefur aldrei neinn haldið því fram að Clinton hafi ekki rekið alríkissaksóknara. Það sem enginn, ég endurtek, enginn, forseti hefur áður gert er að reka stóra hópa af ríkissaksóknurum af pólítískum aðstæðum einum.

Þetta "Clinton gerði það líka" er ekki rak - þetta er "republican talking point" - innistæðulaust slagorð sem talsmenn flokksins hafa verið að syngja síðan upp komst að Hvíta Húsið hafi beinlínis refsað alríkissaksóknurum fyrir að vera ekki nógu flokkshollir.

Varðandi Whitawater rannsóknina - í því máli stöðvaði Clinton ekki ransóknina, langvinur hans og fjármagnari var dæmdur í því máli, þó Clinton hafi látið reka sakskóknarann sem hóf rannsóknina. Í tilfelli Bush eru minnst tvö mjög grunsamleg spillingarmál tengd repúblíkönum sem hafa stöðvast í kjölfar þess að Gonzales rak ríkissaksóknara - rannsókn á spillingarvef Abramoff á Guam, 2002, og rannsókn á Kyle Dusty "Foggo" og spillingu innan CIA nú fyrir skemstu.

Ég hef aldrei þóst halda því fram að enginn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hafi verið syndlaus. Allra síst Clinton. En það að Clinton hafi orðið á mistök getur ekki undir neinum kringumstæðum réttlætt þau embættisglöp og níðslu á stjórnarskránni sem Bush hefur leyft sér. Þetta er ekki einhver heimskuleg keppni milli Bush og Clinton - Það sem ég, og allir Bandaríkjamenn sem ég þekki (og um það bil 70% þjóðarinnar) erum sammála um er að Bush hefur kerfisbundið logið að þjóðinni og svikið hana - og ekki bara í utanríkismálum, heldur í "domestic issues" - fyrst og fremst í "domestic issues". Venjulegir Bandaríkjamenn hafa mun meiri áhyggjur af því hvert Bandaríkin eru að fara en hvað er að gerast í Sadr City. Bandarískur almenningur horfir upp á ríkisstjórn sem leyfir heilli borg að drukkna - ríkisstjórn sem rekur spítala fyrir þeirra hermenn þar þeir eru látnir liggja með rottum og kakkalökkum. Þeir horfa upp á ríkisstjórn sem hefur svikið öll loforð sem hún hefur gefið til að bæta hag almennings.

"un" - það sem Bush gerði samræmdist ekki, ekki undir neinum kringumstæðum, bandarískum stjórnvenjum. Það hefur enginn, enginn forseti Bandaríkjanna gert þetta fyrr. Það samræmist ekki heldur hugmyndum okkar íslendinga um eðlilega stjórnsýslu. Þetta var pólítísk hreinsun. Slíkt er ekki stundað í lýðræðisríkjum.

mbk. Magnús

FreedomFries, 17.3.2007 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband