Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Bill O'Reilly og John McCain ræða feðraveldið

Stundum er engin leið að þekkja Bill O'Reilly og karakter Steven Colbert, á "the Colbert Report" í sundur. Í gærkvöld fékk Bill-O John McCain í heimsókn (sjá YouTube upptöku hér að neðan), til að ræða um málefni líðandi stundar. Undir lok viðtalsins vildi O'Reilly svo fá álit McCain á feðraveldinu, því O'Reilly hefur víst miklar áhyggjur af því að "the white, Christian, male power structure" standi frammi fyrir árásum frá "the far left": (frá Demokrataflokknum)

O’REILLY: But do you understand what the New York Times wants, and the far-left want? They want to break down the white, Christian, male power structure, which you’re a part, and so am I, and they want to bring in millions of foreign nationals to basically break down the structure that we have. In that regard, Pat Buchanan is right. So I say you’ve got to cap with a number.

Þessi orðaskipti leiddust þvínæst út í umræðu um þessa innflytjendur, og að lokum játaði McCain að hann deildi þessum áhyggjum O'Reilly af feðraveldinu: 

MCCAIN: In America today we’ve got a very strong economy and low unemployment, so we need addition farm workers, including by the way agriculture, but there may come a time where we have an economic downturn, and we don’t need so many.

O’REILLY: But in this bill, you guys have got to cap it. Because estimation is 12 million, there may be 20 [million]. You don’t know, I don’t know. We’ve got to cap it.

MCCAIN: We do, we do. I agree with you.

Ég hélt að það hefði verið tekin ákvörðun um það, einhverntímann upp úr miðri 20 öld, að við ætluðum að viðurkenna að það gæti fleira fólk en hvítir kristnir karlmenn stýrt samfélaginu, og að bæði konur og minnihlutahópar ættu að hafa aðgang að völdum og áhrifum? En í kokkabókum Bill O'Reilly er slíkur jafnréttis og lýðræðisboðskapur einhverskonar "öfgavinstrimennska"?

M


Pyntingar bandaríkjahers og CIA ‘Outmoded, amateurish and unreliable’ skv. sérfræðingum

Pyntingar hafa verið mikið í umræðunni í Bandaríkjunum. Pyntingar og íll meðferð á föngum virðist t.d. hafa orðið eitt mikilvægasta prinsippmál repúblíkanaflokksins. Í kappræðum forsetaframbjóðenda flokksins fyrir tveimur vikum kepptust frambjóðendurnir nefnilega við að yfirbjóða hvorn annan þegar þeir voru spurðir hvað þeir myndu vera tilbúnir að ganga langt í að kreista upplýsingar út úr grunuðum hryðjuverkamönnum. Mitt Romney bauðst t.d. til að tvöfalda tvöfalda Guantanamo. Eftirfarandi upptaka af kappræðunum segir sennilega allt sem segja þarf:

Hvað það er sem veldur þessari pyntingaást flokksins er mér eiginlega hulin ráðgáta, og segir líklega meira um andlegt ástand "the base", þ.e. hörðustu stuðningsmanna flokksins, kjósenda sem ráða því hverjir sigra prófkjör. Þetta pyntingarugl er eitt mikilvægasta framlag Bush stjórnarinnar til pólítískrar umræðu í Bandaríkjunum, því stjórnin hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir því að pyntingar verði viðurkenndar sem hluti af "eðlilegum" vinnubrögðum hersins og leyniþjónustunnar - og Fox news og aðrir meðlimir blaðurmaskínunnar hafa svo gripið fánann á lofti og talað fjálglega um Jack Bauer, og sjónvarpsseríuna 24, sannfærðir um að það sé ekki hægt að sigra "stríðið gegn hryðjuverkum" nema Bandaríkjamenn leggist enn lægra en Al-Qaeda.

Það sem gerir þetta pyntingamál fáránlegra er að síðan fréttir af Abu Ghraib bárust fyrst, og jafnvel enn fyrr, hafa yfirheyrslusérfræðingar varað við því opinberlega að pyntingar séu nánast gangslausar! New York Times flutti svo í gær frétt af nýrri skýrslu sem samin var fyrir stjórnina af öllum helstu sérfræðingum í yfirheyrslum:

As the Bush administration completes secret new rules governing interrogations, a group of experts advising the intelligence agencies are arguing that the harsh techniques used since the 2001 terrorist attacks are outmoded, amateurish and unreliable.

The psychologists and other specialists, commissioned by the Intelligence Science Board, make the case that more than five years after the Sept. 11 attacks, the Bush administration has yet to create an elite corps of interrogators trained to glean secrets from terrorism suspects.

Frekar en að þjálfa menn í að yfirheyra fanga, t.d. með því að halda í og ráða menn sem kunna arabísku, eða leita að yfirheyrsluaðferðum sem raunverulea virka, hefur stjórnin barist fyrir því að rýmka lagaheimildir fyrir pyntingum:

Robert F. Coulam, a research professor and attorney at Simmons College and a study participant, said that the government’s most vigorous work on interrogation to date has been in seeking legal justifications for harsh tactics. Even today, he said, “there’s nothing like the mobilization of effort and political energy that was put into relaxing the rules” governing interrogation.

Skýrsluhöfundar benda á að í seinni heimsstyrjöldinni hafi Bandaríkjaher haft mun áræðanlegri yfirheyrsluaðferðir, sem hafi ekki byggst á ofbeldi og villimennsku:

...some of the experts involved in the interrogation review, called “Educing Information,” say that during World War II, German and Japanese prisoners were effectively questioned without coercion.

It far outclassed what we’ve done,” said Steven M. Kleinman, a former Air Force interrogator and trainer, who has studied the World War II program of interrogating Germans. The questioners at Fort Hunt, Va., “had graduate degrees in law and philosophy, spoke the language flawlessly,” and prepared for four to six hours for each hour of questioning, said Mr. Kleinman, who wrote two chapters for the December report.

Mr. Kleinman, who worked as an interrogator in Iraq in 2003, called the post-Sept. 11 efforts “amateurish” by comparison to the World War II program, with inexperienced interrogators who worked through interpreters and had little familiarity with the prisoners’ culture.

En svoleiðis skipulag, undirbúning og fagmennska höfðar ekki til drulluháleista sem halda að ofbeldi og tuddaskapur séu til marks um karlmennsku, smádrengja sem eru búnir að horfa of mikið á sjónvarp og langar til að sparka í annað fólk.

President Bush has insisted that those secret “enhanced” techniques are crucial, and he is far from alone. The notion that turning up pressure and pain on a prisoner will produce valuable intelligence is a staple of popular culture from the television series “24” to the recent Republican presidential debate, where some candidates tried to outdo one another in vowing to get tough on captured terrorists.

M

Update: ég fann lengra myndskeið af þessari pyntingarumræðu - það er mun betra en fyrra myndskeiðið, því þeir fara ekki almennilega á flug fyrr en svolítið er liðið á svörin!

Bestu partarnir eru Romney, c.a. 3:20 markinu, þegar hann talar um að það þurfi að tvöfalda Guantano, því Guantanamo sé frábært vegna þess að þar hafi hryðjuverkamennirnir ekki aðgang að lögfræðingum...


Alaska og spilling í veraldarrörunum

The house that Stevens built, nay, the house that bribes and kickbacks raised by one floor...Það er búið að vera frekar lítið um að vera í bandarískum fjölmiðlum undanfarna daga. Memorial day helgin hefur oft þessi áhrif - það er ekkert nýtt að frétta af saksóknaraskandalnum: Sennilega eru þingmenn að vega og meta hvað þeir eigi að gera næst, eftir framburð Moniku Goodling. Fréttir hafa borist af því að demokratar séu að íhuga að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka saksóknarahreinsunina.

Síðan berast fréttir af því að Dick Cheney hafi fyrirskipað leyniþjónustunni að eyða öllum gögnum um hver heimsótti "vara"forsetann, nokkuð sem maður hefði ætlað að væri brot á lögum um varðveislu á opinberum skjölum. Cheney og Hvíta Húsið hafa lengi haldið því fram að skrifstofa varaforsetans hefði einhverskonar sérstöðu í stjórnkerfinu, því hún væri einhvernveginn mitt á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins - því varaforsetinn er líka þingforseti öldungadeildarinnar. Fyrir vikið þykist Cheney hvorki lúta lögum um þingskrifstofur, né framkvæmdavaldið.

En skemmtilegasta spillingar og valdníðslufrétt dagsins eru sennilega fréttir af því að Alríkislögreglan er að rannsaka Ted "the internet is a series of tubes" Stevens, öldungadeildarþingmann repúblíkana frá Alaska. Fyrir nokkrum árum á Stevens að hafa verið að ditta eitthvað að heima hjá sér - og ákvað að hann þyrfti að bæta svosem einni hæð á húsið, og frekar en að byggja hæðina ofaná, vildi hann láta byggja eina hæð neðaná húsið: Húsinu var lyft upp og nýrri hæð bætt undir, sem væri kannski ekkert merkilegt, nema, að Stevens lét vin sinn sem rekur olíufyrirtæki borga framkvæmdirnar: (Skv. Anchorage Daily News):

The FBI and a federal grand jury have been investigating an extensive remodeling project at U.S. Sen. Ted Stevens' home in Girdwood that involved the top executive of Veco Corp. in the hiring of at least one of the key contractors.  ...

Húsið er lögheimili Stevens, sem eyðir mestu af tíma sínum í Washington. Rannsóknin mun upprunalega hafa beinst að syni Stevens, sem hefur haft óeðlilega náið samneyti með olíu og verktakafyrirtækjum, og hefur þess utan verið sakaður, ásamt nokkrum öðrum leiðtogum flokksins í fylkinu, um að þiggja mútur frá olíufryrirtækjum.

The FBI and the U.S. Justice Department's Public Integrity Section, which are in the midst of a broad investigation of corruption in Alaska, would not comment.

"This is a pending investigation and we're just not going to confirm or deny any aspect, any rumors, any allegations out there," said FBI spokesman Eric Gonzalez. ...

The wide-ranging federal inquiry surfaced in August when agents raided six legislative offices, including those of then-Senate President Ben Stevens, one of Ted Stevens' sons.

Veco, an oil-field service company that has long been a strong lobbying presence in Juneau, was one of the early targets of the agents, according to some of the search warrants that became public. On May 7, the company's longtime chief executive, Bill Allen, and a vice president, Rick Smith, pleaded guilty to federal conspiracy, bribery and tax charges. They are now cooperating with authorities.

Four current or former Alaska state lawmakers have been indicted and are awaiting trial on corruption charges, and an Anchorage lobbyist has pleaded guilty to federal corruption charges.

Alaska hefur lengi verið talið eitt spilltasta fylki Bandaríkjanna, og Ted Stevens einn ósvífnasti kjördæmapotari öldingadeildarinnar. Hann varð frægur fyrir "the bridge to nowhere", milljarðaframkvæmd sem átti að tengja nærri óbyggða eyju við meginlandið. Það eru nokkurn veginn allir, hvar sem þeir standa í pólítík, (fyrir utan kjósendur heima í kjördæmi - einhverra hluta vegna vilja sumir landsbyggðarkjósendur endilega senda skúrka á þing...) sammála um að bandaríska þingið væri betra ef Stevens segði af sér - eða væri komið fyrir bak við lás og slá.

M


Ímyndaðir og raunverulegir hryðjuverkamenn

Terror! Terror! Terror! Terror! Ad infinitumSamkvæmt tölum Fósturjarðarvarnarráðuneytisins eru semsagt rétt 0.0015% málshöfðana þeirra á hendur hryðjuverkamönnum, sem er mun minna en 0.01%... Að vísu lögsækir þetta Fósturjarðarráðuneyti fólk fyrir fleira en hryðjuverk:

The report found "national security" charges also made up a miniscule number of those brought by DHS. Only 114 -- or 0.014 percent -- of charges carried that designation.

0.0155% mála ráðuneytisins geta því talist tengjast öryggi og vörnum fósturjarðarinnar. Það er svo skemmtilegt að benda á að þegar Bush kynnti stofnun Department of Homeland Security 2002 notaði hann orðið "hryðjuverk" alls 19 sinnum, þ.e. oftar en ráðuneytið hefur getað fundið grunaða hryðjuverkamenn:

When he announced the creation of a new Department of Homeland Security in 2002, President Bush invoked the fight against "terror" or "terrorists" 19 times in a single speech. That's more mentions than there have been terrorism charges brought by the department in the last three years, according to an independent analysis of DHS records.

85% mála ráðuneytisins snúa að mun ómerkilegri glæpum: 

More than 85 percent of the charges brought by the department created in the wake of 9/11 to protect the country from terrorists involved common immigration violations such as overstaying a student visa or entering the United States without inspection.

En það er víst fleira sem ráðuneytið gerir: Til dæmis sjá sérfræðingar á vegum þess um að viðhalda stórskemmtilegu "color coded terror alert system", sem hefur verið fast á "orange" síðan ég fór að fyljgast með því. Og kannski er það rétt að þessi ljósaskilti og önnur starfsemi DHS hafi fælt hryðjuverkamenn í burtu. Í millitíðinni hafa framtakssamir ríkisstarfsmenn í Alabama ákveðið að hafa uppi á hryðjuverkamönnum sem DHS hefur ekki tekist að hremma: (Skv. LA Times):

The Alabama Department of Homeland Security has taken down a website it operated that included gay-rights and antiwar organizations in a list of groups that could include terrorists.

The website identified different types of terrorists and included a list of groups it suggested could spawn terrorists. The list also included environmentalists, animal rights advocates and abortion opponents.

The director of the department, Jim Walker, said his agency received calls and e-mails from people who said they felt the site unfairly targeted certain people because of their beliefs. He said he planned to reinstate the website but would no longer identify specific types of groups.

Samkvæmt þessum snillingum eru umhverfisverndarsinnar og fólk sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra "Single issue extremists". Friðarsinnar eru auðvitað líka "Single issue extremists". Heimasíðan útskýrði þetta hugtak þannig:

Single-issue extremists often focus on issues that are important to all of us. However, they have no problem crossing the line between legal protest and … illegal acts, to include even murder, to succeed in their goals...

Þessar fréttir birtust báðar núna um helgina og ættu að minna okkur á hversu hættulegt það getur verið að heyja stríð gegn óskilgreindum óvin, og veita ríkisvaldinu nærri ótakmarkað vald til þess að heyja það stríð eins og því sýnist. Það gildir einu hvað okkur finnst um andstæðinga fóstureyðinga eða umhverfisverndarsinna: við hljótum öll að geta verið sammála um að það fólk á ekki heima í sama flokki og Al-Qaeda. Auðvitað eru til vitfirringar í röðum umhverfisverndarsinna og andstæðinga fóstureyðinga - fólk sem gæti í snappað og farið að drepa samborgara sína.  En það sama má segja um enskudeildir háskóla, menntaskólanema sem sækja keiluhallir eða trúrækin ungmenni í kristilegum háskólum.

M


mbl.is Innan við 0,01% málshöfðana DHS tengjast hryðjuverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og æðsti yfirmaður hersins notar tækifærið til að gera lítið úr fórnum hermanna í Írak

Peter Pace að sýna okkur með puttunum hvað eitthvað ímyndað fyrirbæri sé stórt... kannski hversu mikið hann fylgist með fréttum?Peter Pace, sem er Chairman of the Joint Chiefs of Staff, sem er formlega æðsti yfirmaður Bandaríska hersins, mætti í viðtal í morgunfréttatíma CBS í tilefni Memorial Day. Umræðuefnið var vitaskuld stríðið í Írak og fórnir bandaríska hersins. Áhorfendur sem hafa verið að fylgjast með gangi mála í Írak kom hins vegar mjög á óvart hvað Pace hafði að segja um fórnir hersins: (ég gat ekki fundið viðtalið uppskrifað á CBS, svo ég notast við endursögn Raw Story, það er hægt að horfa á upptöku af Pace á síðunni):

"When you take a look at the life of a nation and all that's required to keep us free, we had more than 3,000 Americans murdered on 11 September, 2001. The number who have died, sacrificed themselves since that time is approaching that number," General Pace told CBS Early Show's Harry Smith. "And we should pay great respect and thanks to them for allowing us to live free."

Það er vissulega rétt að þjóðin þarf að votta látnum hermönnum virðingu sína. En það eru tvö smáatriði sem Pace virðist hafa yfirsést:

  1. Það dóu færri en 3000 á 9/11
  2. Þá hafa fleiri en 3000 Bandarískir hermenn fallið í Írak...

Samkvæmt tölum Varnarmálaráðuneytisins hafa 3441 bandarískir hermenn dáið í Írak* - og það þarf ekki að vera útskrifaður af eðlisfræðideild til að vita að talan 3441 er ekki "approaching that number [3000, þ.e.]" og þó það sé eitthvað á reiki hversu margir hafi látist í hryðjuverkaárásunum í september 2001 (NYT og margir aðrir fjölmiðlar segja 2750, en minningarsíður um árásirnar segja 2996... og þar fyrir utan voru ekki öll fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 2001 Bandaríkjamenn, þannig að það er eitthvað bogið við staðhæfinguna að "we had more than 3,000 Americans murdered on 11 September, 2001"

Hvað rekur Pace til þess að snúa staðreyndunum á haus með þessum hætti, og horfa fram hjá fórnum nærri fimm hundruð hermanna er hulin ráðgáta - Annað hvort hefur Pace þótt það hljóma betur að halda því fram að það hefðu færri látist í Írak en í september 2001, og heldur að fólk sem horfir á morgunfréttir sjónvarpsins fylgist ekki með alvöru fréttum, eða hann er sjálfur ekki betur að sér en þetta. Hvort heldur er, það hljómar einkennilega þegar æðsti yfirmaður hersins þykist ekki vita hversu margir hermenn hafa dáið í stríði sem hann á að vera að heyja.

Pace er reyndar vel þekktur fyrir furðuleg ummæli. Fyrr i vor vakti hann athygli á sjálfum sér með því að lýsa því yfir að samkynhneigð væri siðleysi, og að það væri ekkert pláss fyrir siðleysi í hernum. (Skv. CBS news):

I believe homosexual acts between two individuals are immoral and that we should not condone immoral acts.

Herinn, og Pace, hafa svo miklar áhyggjur af þessum ósiðlegheitum að á síðustu árum hefur herinn rekið 58 sérfræðinga í Arabísku, vegna þess að þeir voru samkynhneigðir - á sama tíma stendur herinn frammi fyrir alvarlegum skorti á fólki sem kann að tala Arabísku eða Farsi. Þessum atgerfisskorti hefur m.a. verið kennt um hversu ílla Bandaríkjamönnum gengur að reka stríðið í Írak. Herinn hefur ekki yfir að ráða nógu mörgu fólki til að þýða arabískar heimildir, og veit þess vegna ekki hvað er að gerast í Írak...

Kannski var Pace of upptekinn við að hugsa um samkynhneigð til að fylgjast með því hversu margir hermenn hefðu verið drepnir í Írak?

M

*Update: Samkvæmt nýjustu tölum er tala bandaríkjamanna sem hafa látist í stríðinu í Írak komin upp í 3.452


mbl.is Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

95% bandarískra hermanna í Írak vilja komast heim - sjá engan tilgang með áframhaldandi veru í Írak

Bandarískir hermenn í ÍrakFram til þessa hefur það verið fastur liður í ræðum forsetans og repúblíkana sem styðja stríðið í Írak að "the soldiers on the ground" styðji stríðið, og sjái gríðarlegan árangur af hersetunni, þeir séu að vinna mikið og óeiningjarnt uppbyggingarstarf og elta uppi og drepa "bad guys and terrorists". Þegar þessari fullyrðingu hefur verið spilað út eru andstæðingar stríðsins ásakaðir um að vera á móti "the troops": fólk eigi að treysta hermönnunum því þeir viti auðvitað best hvað sé að gerast og hversu afspyrnu frábært upplausnarástandið í Írak sé...

Ef eitthvað er að marka herenn sem International Herald Tribune ræðir við í sunnudagsblaði sínu virðist sem repúblíkanar geti þurft að kveðja þetta rak:

BAGHDAD: Staff Sergeant David Safstrom does not regret his previous tours in Iraq, not even a difficult second stint when two comrades were killed while trying to capture insurgents.

"In Mosul, in 2003, it felt like we were making the city a better place," he said. "There was no sectarian violence, Saddam was gone, we were tracking down the bad guys. It felt awesome." But now on his third deployment in Iraq, he is no longer a believer in the mission. ...

"In 2003, 2004, 100 percent of the soldiers wanted to be here, to fight this war," said Sergeant First Class David Moore, a self-described "conservative Texas Republican" and platoon sergeant who strongly advocates an American withdrawal. "Now, 95 percent of my platoon agrees with me."

Ástæða þess að herinn er búinn að missa trúna á að áframhaldandi vera þeirra í landinu þjóni neinum tilgangi virðist vera að ástandið sé svo slæmt að það skipti engu hvort bandaríkjamenn fari eða ekki:

in Safstrom's view, the American presence is futile. "If we stayed here for 5, even 10 more years, the day we leave here these guys will go crazy," he said. "It would go straight into a civil war. That's how it feels, like we're putting a Band-Aid on this country until we leave here."

Hermennirnir sem blaðið talar við segjast hvað eftir annað hafa drepið "insurgents" og hryðjuverkamenn - til þess eins að komast að því að hryðjuverkamennirnir voru meðlimir í Írakska hernum eða lögreglunni: þ.e. sömu menn og herinn á að vera að þjálfa til að berjast við "insurgents" og terrorista... S.Sgt. Safastrom segir að hann hafi misst trúna á að hægt væri að vinna "stríðið gegn hryðjuverkum" í Írak:

The pivotal moment came, he says, this past February when soldiers killed a man setting a roadside bomb. When they searched the bomber's body, they found identification showing him to be a sergeant in the Iraqi Army.

"I thought, 'What are we doing here? Why are we still here?' " said Safstrom, a member of Delta Company of the 1st Battalion, 325th Airborne Infantry, 82nd Airborne Division. "We're helping guys that are trying to kill us. We help them in the day. They turn around at night and try to kill us." ...

"We've all lost friends over here," he said. "Most of us don't know what we're fighting for anymore. We're serving our country and friends, but the only reason we go out every day is for each other."

"I don't want any more of my guys to get hurt or die. If it was something I felt righteous about, maybe. But for this country and this conflict, no, it's not worth it."

Það er vonandi að Boehner og Bush sem þykjast elska "the troops" hlusti. Ekki að þeir eru sennilega báðir of uppteknir við að æfa næsta publicity stunt til að geta haft áhyggjur af smámunum eins og lífi og limum samlanda sinna.

M


Vælukjóinn John Boehner brotnar niður í þingræðu

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga velt fyrir sér hvernig þeir eigi að skilja tilfinningarót John Boehner, þingmanns Repúblíkana frá Ohio.

Boehner brotnaði niður í umræðum um stríðið í Írak á fimmtudagskvöld:

After 3,000 of our fellow citizens died at the hands of these terrorists, when are we going to stand up and take them on? When are we going to defeat them?

Þetta sagði Boehner (sem er borið fram "Boner") með grátstafinn í kverkunum. Hvað Boehner er að tala um er öllu vitibornu fólki ráðgáta, því eftir árásirnar 2001 gerðu Bandaríkin innrás í Afghanistan til að ganga milli bols og höfuðs á þessum "them" - umræðurnar sem fengu Boehner til að fara að grenja snérust um stríð sem hafði ekkert með þessa sömu "them" að gera, stríð sem leyniþjónusta Bandaríkjanna varaði við, einmitt vegna þess að það myndi efla þessa "them"... Kannski þyrfti Boehner ekki að vera að vola í þingsal ef hann og flokkur hans hefðu staðið sig í stykkinu og séð til þess að forsetinn einbeitti sér að því að "defeat them"?

Þetta er í annað skipti sem Boehner grenjar í þingsal - og það er ekki nema von að menn séu farnir að spyrja sig hvort hann sé 1) á lyfjum eða fullur, eða 2) hörmulega vondur leikari. Ég hallast að fyrri skýringunni. 

M


CIA hafði spáð fyrir um hörmungarástandið í Írak - skv. nýjum skjölum

ekki hunang og mjólk, heldur sorp og blóð...Dagblöð í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga fjallað um þrjár skýrslur CIA sem nýlega voru gerðar opinberar. Samkvæmt þessum skýrslum, sem CIA samdi fyrir ríkisstjórnina, hafði leyniþjónustan og sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda séð fyrir að innrásin væri óráð - hún myndi leiða til upplausnar í Írak...  Skv. Washington Post:

Months before the invasion of Iraq, U.S. intelligence agencies predicted that it would be likely to spark violent sectarian divides and provide al-Qaeda with new opportunities in Iraq and Afghanistan, according to a report released yesterday by the Senate Select Committee on Intelligence. Analysts warned that war in Iraq also could provoke Iran to assert its regional influence and "probably would result in a surge of political Islam and increased funding for terrorist groups" in the Muslim world.

The intelligence assessments, made in January 2003 and widely circulated within the Bush administration before the war, said that establishing democracy in Iraq would be "a long, difficult and probably turbulent challenge." The assessments noted that Iraqi political culture was "largely bereft of the social underpinnings" to support democratic development.

Og okkur var sagt fyrir innrásina að Bandaríkjamönnum yrði tekið sem frelsurum og að það þyrfti lítið annað en að steypa Saddam af stóli til að lýðræði myndi blómstra um öll miðausturlönd... Þessar skýrslur hafa verið gerðar opinberar vegna rannsóknar demokrata í öldungadeildinni á "pre-war intelligence", þ.e. þeim forsendum sem forsetinn gaf sér þegar hann ákvað að gera innrás í Írak.

In addition to portraying a terrorist nexus between Iraq and al-Qaeda that did not exist, the Democrats said, the Bush administration "also kept from the American people . . . the sobering intelligence assessments it received at the time" -- that an Iraq war could allow al-Qaeda "to establish the presence in Iraq and opportunity to strike at Americans it did not have prior to the invasion."

Forestinn vissi semsagt að innrásin myndi tvíefla Al-Qaeda, og ákvað samt að ana áfram. 

Þessar fréttir koma ekkert sérstaklega á óvart - en það er þó enn nóg af fólki sem reynir að verja ákvörðun Bush um að ráðast á Írak. En ef það var samdóma álit allra sérfræðinga að innrásin væri vond hugmynd, hvernig gat forsetinn komist að þeirri skoðun að það væri góð hugmynd? Ég skil að venjulegt fólk sem fylgdist frekar ílla með fréttum hafi getað stutt innrásina. Innrásir í önnur lönd höfða til karlmannlegrar árásargirni í sumum mönnum sem hafa áhyggjur af eigin sjálfsmynd - forsetinn hefur spilað ótæpilega þessu "karlmennsku" spili - kúrkehatturinn og það sem kanarnir kalla "swagger" hans höfðar til manna sem þurfa að kaupa sér pikkupptrukk til að bæta úr skorti á öðrum sviðum. Svo er það líka automatískt viðbragð margra repúblíkana að vera á móti öllu sem demokratar segja, svo ef "vinstrimenn" voru á móti stríðinu hljótum við að vera með því. Saddamrökin voru líka sæmilega góð: Saddam var íllmenni, og það var siðferðislega rangt að leyfa íllmennum að sitja við völd...

Þetta er allt skiljanlegt. En hvað í andskotanum gekk forsetanum til? Ef það er búið að segja manninum að hann sé að undirbúa katastrófískt utanríkismálaklúður og þar á ovan að dæma þúsundir manna til dauða í tilgangslausu stríði. Vörn forsetans hingað til hefur verið að hann hafi tekið ákvarðanirnar "based on the intelligence", en nú vitum við að það getur varla hafa verið rétt.

M


mbl.is Bandaríkin og Íran ætla að funda um öryggismál í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknir sýna að 38% fólks hefur ekki rétt á skoðunum sínum

Americas fines news sourceStundum eru "fréttir" the Onion djöfulli góðar:

Study: 38 Percent Of People Not Actually Entitled To Their Opinion

CHICAGO—In a surprising refutation of the conventional wisdom on opinion entitlement, a study conducted by the University of Chicago's School for Behavioral Science concluded that more than one-third of the U.S. population is neither entitled nor qualified to have opinions.

"On topics from evolution to the environment to gay marriage to immigration reform, we found that many of the opinions expressed were so off-base and ill-informed that they actually hurt society by being voiced," said chief researcher Professor Mark Fultz, who based the findings on hundreds of telephone, office, and dinner-party conversations compiled over a three-year period. "While people have long asserted that it takes all kinds, our research shows that American society currently has a drastic oversupply of the kinds who don't have any good or worthwhile thoughts whatsoever. We could actually do just fine without them."

In 2002, Fultz's team shook the academic world by conclusively proving the existence of both bad ideas during brainstorming and dumb questions during question-and-answer sessions.

Þetta hef ég alltaf sagt!

M


Við óskum Dick Cheney til hamingju!

Cheney sem elskulegur afiMary Cheney, dóttir "vara"-forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, eignaðist dóttur í gær. Barni og móður heilsast víst vel. Lesendur þessa bloggs kannast líklega við þetta mál, því meðganga Mary Cheney hefur þótt fréttnæm, ekki vegna þess að það hafi komið fólki á óvart að meðlimir "the Cheney clan" fjölguðu sér eins og önnur spendýr, heldur vegna þess að Mary Cheney er lesbísk.

Það er reyndar auðvelt að gleyma þeirri staðreynd, því Cheney og hvita húsið hafa gert sitt besta til að koma í veg fyrir að við þyrftum að rifja það upp. T.d. eru engar fréttamyndir af móðirinni og sambúðarkonu hennar, þ.e. foreldrunum, með barnið. Þess í stað hefur Hvíta húsið sent út ljósmynd af Dick og Lynn Cheney með barnið í fanginu.

Nú vonum við auðvitað að Cheney ákveði að reyna að nota völd sín og áhrif til að tryggja að sú veröld sem barnabarnið elst upp í sé sæmilega góður staður.

M


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband