...og æðsti yfirmaður hersins notar tækifærið til að gera lítið úr fórnum hermanna í Írak

Peter Pace að sýna okkur með puttunum hvað eitthvað ímyndað fyrirbæri sé stórt... kannski hversu mikið hann fylgist með fréttum?Peter Pace, sem er Chairman of the Joint Chiefs of Staff, sem er formlega æðsti yfirmaður Bandaríska hersins, mætti í viðtal í morgunfréttatíma CBS í tilefni Memorial Day. Umræðuefnið var vitaskuld stríðið í Írak og fórnir bandaríska hersins. Áhorfendur sem hafa verið að fylgjast með gangi mála í Írak kom hins vegar mjög á óvart hvað Pace hafði að segja um fórnir hersins: (ég gat ekki fundið viðtalið uppskrifað á CBS, svo ég notast við endursögn Raw Story, það er hægt að horfa á upptöku af Pace á síðunni):

"When you take a look at the life of a nation and all that's required to keep us free, we had more than 3,000 Americans murdered on 11 September, 2001. The number who have died, sacrificed themselves since that time is approaching that number," General Pace told CBS Early Show's Harry Smith. "And we should pay great respect and thanks to them for allowing us to live free."

Það er vissulega rétt að þjóðin þarf að votta látnum hermönnum virðingu sína. En það eru tvö smáatriði sem Pace virðist hafa yfirsést:

  1. Það dóu færri en 3000 á 9/11
  2. Þá hafa fleiri en 3000 Bandarískir hermenn fallið í Írak...

Samkvæmt tölum Varnarmálaráðuneytisins hafa 3441 bandarískir hermenn dáið í Írak* - og það þarf ekki að vera útskrifaður af eðlisfræðideild til að vita að talan 3441 er ekki "approaching that number [3000, þ.e.]" og þó það sé eitthvað á reiki hversu margir hafi látist í hryðjuverkaárásunum í september 2001 (NYT og margir aðrir fjölmiðlar segja 2750, en minningarsíður um árásirnar segja 2996... og þar fyrir utan voru ekki öll fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 2001 Bandaríkjamenn, þannig að það er eitthvað bogið við staðhæfinguna að "we had more than 3,000 Americans murdered on 11 September, 2001"

Hvað rekur Pace til þess að snúa staðreyndunum á haus með þessum hætti, og horfa fram hjá fórnum nærri fimm hundruð hermanna er hulin ráðgáta - Annað hvort hefur Pace þótt það hljóma betur að halda því fram að það hefðu færri látist í Írak en í september 2001, og heldur að fólk sem horfir á morgunfréttir sjónvarpsins fylgist ekki með alvöru fréttum, eða hann er sjálfur ekki betur að sér en þetta. Hvort heldur er, það hljómar einkennilega þegar æðsti yfirmaður hersins þykist ekki vita hversu margir hermenn hafa dáið í stríði sem hann á að vera að heyja.

Pace er reyndar vel þekktur fyrir furðuleg ummæli. Fyrr i vor vakti hann athygli á sjálfum sér með því að lýsa því yfir að samkynhneigð væri siðleysi, og að það væri ekkert pláss fyrir siðleysi í hernum. (Skv. CBS news):

I believe homosexual acts between two individuals are immoral and that we should not condone immoral acts.

Herinn, og Pace, hafa svo miklar áhyggjur af þessum ósiðlegheitum að á síðustu árum hefur herinn rekið 58 sérfræðinga í Arabísku, vegna þess að þeir voru samkynhneigðir - á sama tíma stendur herinn frammi fyrir alvarlegum skorti á fólki sem kann að tala Arabísku eða Farsi. Þessum atgerfisskorti hefur m.a. verið kennt um hversu ílla Bandaríkjamönnum gengur að reka stríðið í Írak. Herinn hefur ekki yfir að ráða nógu mörgu fólki til að þýða arabískar heimildir, og veit þess vegna ekki hvað er að gerast í Írak...

Kannski var Pace of upptekinn við að hugsa um samkynhneigð til að fylgjast með því hversu margir hermenn hefðu verið drepnir í Írak?

M

*Update: Samkvæmt nýjustu tölum er tala bandaríkjamanna sem hafa látist í stríðinu í Írak komin upp í 3.452


mbl.is Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla rétt að vona að Pace sé ekki aðeins á verði gagnvart samkynhneigð, heldur líka stórhættulegum ósóma á borð við sjálfsfróun og munnmök og endaþarmsmök einstaklinga af gagnstæðu kyni, því það er svívirða og alvarleg synd í augum Guðs. Að ég tali ekki um skelfiskát og ýmislegt fleira sem ég man ekki í svipinn. Þá er svona statistík léttvæg.

Magnús (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 08:15

2 Smámynd: Þarfagreinir

Má ekki bæta við þeim sem hafa fallið í Afganistan við tölu þeirra sem hafa fórnað lífi sínu? Þá ætti talan nú örugglega að vera komin yfir 3000. Þetta er fáránlegt bull og manninum ekki til sóma. Manni sem fer svona frjálslega með staðreyndir í áróðursskyni finnst mér eiginlega ekki treystandi til að gegna þeirri stöðu sem Pace gegnir. Svo ekki sé talað um þetta gamla góða blaður, að hernaðurinn í Afganistan og Írak sé nauðsynlegur til að varðveita frelsi Bandaríkjanna, sem er auðvitað bjánalegur áróður í besta falli.

Urg.

Þarfagreinir, 29.5.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband