Framkvæmdaleysi og leti Repúblíkana Demokrötum að kenna...

Congress In Session.jpg

Athafnaleysi 109 löggjafarþings Bandaríkjanna hefur töluvert verið í fréttum í Bandaríkjunum undanfarna daga, og mér telst til að liberal bloggarar hafi skrifað minnst eina færslu um "the do-nothing congress" seinustu viku eða svo. Svör repúblíkana hafa helst verið þau að væla yfir því að það væri ósanngjarnt að ætlast til þess að þingmenn mættu í vinnuna, því þeir þyrftu að vera heima í kjördæmi að tala við "alvöru" fólk. Það kæmi niður á hjónaböndum þeirra ef þeir væru of lengi í Washington. Að vísu hef ég dálitla samúð með repúblíkönum, því svo virðist sem það séu margar freistingar í Washington, enis og Don Sherwood uppgötvaði.

En nýjasta útspil Repúblíkana er að athafnaleysi og leti þeirra sé raunverulega Demokrötum að kenna: Demokrataflokkuirnn, sem hefur verið í minnihluta í báðum deildum þingsins síðan 2002, á að hafa komið í veg fyrir að þingfrumvörp fengjust samþykkt. Talsmaður John Boehner, þingmanns repúblíkana frá Ohio útskýrði athafnaleysi repúblíkana þannig:

House Democrats have spent every waking moment of the past Congress obstructing any effort towards progress. ... They have tried to blow up the tracks on immigration reform, tax relief, earmark reform, you name it.

And now in the last few days of this Congress where they have a chance to help make progress, they decide instead to abdicate their responsibilities and play the blame game. Just goes to show they're a party of zero ideas and zero action.

Seinustu tvö ár hafa Repúblíkanar haft meirihluta í báðum deildum þingsins, og forseti landsins er líka úr þeirra flokki. Það er ekki við demokrata að sakast að flokkurinn hafi ekki komið neinu í verk. "Immigration reform", sem var á dagskrá fyrr í ár rann út í sandinn vegna þess að Repúblíkanar gátu ekki náð innbyrðis samkomulagi um hvaða leið ætti að fara. Og frekar en að reyna að leysa innbyrðis ágreining sinn fóru þingmenn flokksins heim í kjördæmi "til að tala við venjulegt fólk" um innflytjendavandann. Frekar en að sinna "immigration reform" vildu þingmenn flokksins frekar eyða vinnuvikunni í borgarafundi um hversu hættulegir innflytjendur væri, þar sem þeir gætu útskýrt fyrir kjósendum hversu miklar áhyggjur þeir hefðu af innflytjendum! Varðandi "tax reform" - Repúblíkanar hafa mikið talað um "tax reform", en aldrei borið fram nein raunveruleg lagafrumvörp um endurskoðun skattkerfisins. Deomkratar hafa ekki getað stövað nein af skattalækkunarfrumvörpum repúblíkana. Og "earmark reform"? Þeir sem hafa harðast barist gegn öllum tilraunum til að minnka "pork" og bitlinga í fjárlögunum eru í flokki repúblíkana. Seinast þegar ég gáði var Ted "seris of tubes" Stevens í repúblíkanaflokknum.

Fyrst koma repúblíkanar engu í verk af því að þeir eru of uppteknir af því að vera ósammála innbyrðis um hversu hart þeir vilji taka á innflytjendamálum, svo geta þeir ekki mætt í vinnuna af því að þeir eru of uppteknir við að halda borgarafundi til að auglýsa sjálfa sig, svo kenna þeir demokrötum um getuleysi sitt, og klykkja svo út með því að ásaka demokrata um að "play the blame-game"...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband