Leiðbeiningum flokksforystu Repúblíkana til þingmanna vegna Íraksumræðunnar lekið: "Ekki tala um Írak"!

búúhúú það eru allir svo vondir við BoehnerÞað hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að bandaríkjaþing er þessa dagana að ræða þingsályktun gegn fyrirætlun forsetans að senda fleiri hermenn til Írak.

Teksti ályktunarinnar:

Disapproving of the decision of the President announced on January 10, 2007, to deploy more than 20,000 additional United States combat troops to Iraq.

Resolved by the House of Representatives (the Senate concurring), That—

(1) Congress and the American people will continue to support and protect the members of the United States Armed Forces who are serving or who have served bravely and honorably in Iraq; and

(2) Congress disapproves of the decision of President George W. Bush announced on January 10, 2007, to deploy more than 20,000 additional United States combat troops to Iraq.

Ályktunin, sem er studd þingmönnum úr báðum flokkum, er mjög hógvær, en flokksforystu Repúblíkana er samt mikið í mun að koma í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Af hverju? Ástæðan er auðvitað að ef þingið lýsir sig andsnúið stefnu forsetans er það aðeins augljósara hversu algjörlega einangraður forsetinn er. Flokksforystan óttast ennfremur að verði ályktunin samþykkt muni þeir missa öll tök á flokknum: Ef margir repúblíkanar kjósa með demokrötum, eins og allt bendir til, mun það afhjúpa hversu sundraður flokkurinn er. Flokksbroddunum er svo mikið niðri fyrir og svo hrærðir að þeir fara að skæla! Myndun hér að ofan er af John Boehner að vola við umræður um hversu vondir demokratar væru að "vinna skítverk Al-Qaeda" eða eitthvað álíka klókt. Örstuttu eftir að hafa skælt svolítið meira sagði Boehner orðrétt:

Al Qaeda and their supporters in the region have been steadfast in their efforts to slow us down and frustrate our efforts to succeed. But because they cannot defeat Americans on the battlefield, al Qaeda and terrorist sympathizers around the world are trying to divide us here at home. Over the next few days, we have an opportunity to show our enemies that we will not take the bait.

Semsagt - bandaríkjaþing er, einhvernveginn, að vinna fyrir Al-Qaeda ef þingmenn lýsa því yfir að þeir séu ósáttir við óstjórn Bush stjórnarinnar? Krókodílatár Boehner eiga þá sennilega að sannfæra okkur um að hann trúi sjálfur þessari hundalógik. En það er erfitt að þjappa mönnum saman til að verja vond málefni - sérstaklega þegar yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er sammála demokrötum.

Og hvað er þá til ráða? Nú - drepa umræðunni á dreif og fara að tala um eitthvað allt annað! Peter Hoekstra og John Shadegg sendu því út bréf til þingmanna flokksins, þar sem þeir eru hvattir til að tala ekki um Írak! - og alls ekki um efni þingsályktunartillögunnar! Bréfinu var lekið til demokrata, og það er hægt að lesa það á heimasíðu þingflokksformanns þeirra. Þar segir meðal annars:

We are writing to urge you not to debate the Democratic Iraq resolution on their terms, but on ours.

Democrats want to force us to focus on defending the surge, making the case that it will work and explaining why the President's new Iraq policy is different from prior efforts and therefore justified.

Þetta finnst mér nú kannski alveg eðlilegt? Er ekki hægt að ætlast til þess að þingmenn, sem styðja stefnu forsetans - sem er að senda fleiri hermenn til Írak - þurfi að réttlæta þennan stuðning sinn? Og kannski útskýra fyrir kjósendum hvernig þessi stefna muni leiða til einhvers? Neibb. Það finnst rebúblíkönum sko alls ekki:

The debate should not be about the surge or its details. This debate should not even be about the Iraq war to date, mistakes that have been made, or whether we can, or cannot, win militarily. 

Af hverju má ekki ræða aðalatriði málsins? Hoekstra og Shadegg útskýra það fyrir kollegum sínum, því þessari málsgrein lýkur með eftirfarandi setningu: 

If we let Democrats force us into a debate on the surge or the current situation in Iraq, we lose.

Þess í stað eiga þingmenn að fara að tala um Al-Qaeda, segja flokksforingjarnir. Semsagt: ekki tala um stefnu forsetans, heldur einbeita sér að hræðsluáróðri um vonda araba. Bréfinu lýkur þannig:

Join us in asking our Democratic colleagues the essential question: If we do not defeat radical Islam in Iraq, then where will we do so?

En nú er það þannig, að demokratar, og bandaríska þjóðin, vilja fá skýr svör frá forsetanum um hvort hann hafi yfirliett einhverjar áætlanir um hvernig eigi að fara að því að "defeat radical Islam", þ.e. aðrar en að ausa skattfé almennings og mannslífum í borgarastríð sem enginn endir virðist á!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband