Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006
lau. 15.7.2006
Að vinna ekki, en tapa samt ekki
Eru Bandaríkin að vinna stríðið í írak? Schoomaker, Army Chief of Staff, svaraði þeirri spurningu með 10 sekúndna þögn, meðan hann hugsaði sig um, og sagði svo:
I think I would answer that by telling you I don't think we're losing.
Svipuð komment hafa verið að koma frá öðrum yfirmönnum í hernum - Gen. George W Casey, yfirmaður heraflans í Írak hefur t.d. lýst því yfir að bandaríkjamenn verði að fjölga hermönnum í höfuðborginni - sem gengur auðvitað þvert gegn sí-endurteknum yfirlýsingum Rumsfeld og forsetans um að Íraksstríðið fari nú alveg réttbráðum að klárast, og að það sé verið að vinna sigra á hverjum degi. Það að yfirmenn hersins sjá það sem allir aðrir sjá, að þetta asnalega stríð vinnist ekki á morgun eða sennilega nokkurntímann, er auðvitað ekkert mjög merkilegt. Það að forsetinn og hans menn geti ekki fundið í sér manndóminn til að viðurkenna það sama er hins vegar svolítið merkilegt.
Í millitíðinni þurfa bandaríkjamenn að byrja að ræða þetta stríð út frá þessari einföldu staðreynd: að það sé óvinnanlegt. Meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við að stríðið vinnist ekki, og þvermóðskast við að ræða hernaðarpólitíkina út frá því að stríðið geti endað með sigri, er ekki nein von til þess að hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Það er forsetinn og hans menn sem heimta að í umræðunum um íraksstríðið séu bara tveir valkostir: að vinna eða tapa - og að allir sem ekki séu sammála forsetanum vilji 'tapa' stríðinu, þaðan kemur sú ranghugmynd að allar tillögur um að stefna að því að draga saman heraflann í Írak sé raunverulega einhverskonar uppgjöf 'cut and run'. Bandaríkin eru ekki búin að tapa þessu stríði - en þau munu tapa því ef stjórnvöld krefjast þess að láta eins og þeir ætli að vinna það!
M
fös. 14.7.2006
The loonie left og 9/11 conspiracies
Eitt af þeim hugtökum sem hægrimenn í bandaríkjunum hafa hvað mest gaman af er "the loonie left" sem þýðir, að því er ég kemst næst, næstum það sama og "cool-aid liberals"... Ég hélt alltaf að þetta væru skammaryrði - og þau eru það vissulega, en ég hef undanfarið verið að átta mig á því hversu furðulegir og galnir sumir Bandarískir vinstrimenn hljóma.
Ég rakst á Craig Hill, sem er græningi frá Vermont, en hann mun víst vera einn af þeim sem sækjast eftir tilnefningu Demokrataflokksins sem öldungadeildar-efni þeirra.
Hill, sem er sennilega andmynd Hank Hill úr King of the Hill (þeir eru meira að segja frekar líkir - smellið á tengilinn hér að neðan til að bera saman Hank og Craig Hill. Þeir gætu verið bræður!), hefur gert stríðið í Írak að aðalbaráttumáli sínu, en í öðru sæti er hin sígilda krafa um að CIA viðurkenni að það hafi verið leyniþjónustan og the military industrial complex (kannski zionistarnir, frímúraranir og rótarýklúbbarnir líka?) sem stóðu á bak við árásirnar í New York og Washington fyrir fimm árum.
Það er eiginlega alveg sama hversu sammála maður getur verið því að hernaðarrekstur Bush stjórnarinnar sé heimskulegur og kostnaðarsamur, og að stjórnvöld í Washington hafi miskunnarlaust misnotað 9/11 til að ausa peningum skattgreiðenda í Lockheed Martin, Northrop Grumman eða Haliburton, það er ekki nein leið til þess að Hill og hans líkar geti unnið fylgi annara kjósenda en þeirra sem þjást af vænisýki og ranghugmyndum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 14.7.2006
Jesús, innflytjendur og samkynhneigðir...
Ég rakst á þetta núna áðan. Gay immigrant Jesú er frábært franchise!
M
fim. 13.7.2006
Rótarýklúbbar og hryðjuverkamenn
Á Slate um daginn var skemmtileg grein um ótta Jíhadista við Rótarýklúbba. Í 17 grein stonfpappíra Hamas kemur meðal annars fram:
Therefore, you can see [the enemies] making consistent efforts by way of publicity and movies, curriculi of education and culture, using as their intermediaries their craftsmen who are part of the various Zionist Organizations which take on all sorts of names and shapes such as: the Free Masons, Rotary Clubs, gangs of spies and the like. All of them are nests of saboteurs and sabotage.
Og í upplýsingariti Al Qaida, sem ber þann virðulega titil "Military studies in the Jihad against the Tyrants" kemur eftirfarandi fram:
After the fall of our orthodox caliphates on March 3, 1924. ... Colonialism and its followers, the apostate rulers, then started to openly erect crusader centers, societies, and organizations like Masonic Lodges, Lions and Rotary Clubs.
Að Rótarý séu zionísk samsærishreiður gegn Íslam eru nýjar fréttir. Ég hef komið á Rótarýfundi, en missti af því þegar lesið var úr gerðarbókum öldunganna...
Eins og bent er á Samizdata blogginu fá svona fréttir mann til að efast um að stríð sé rétta viðbragðið við hryðjuverkamönnum, því lyfjagjöf væri sennilega eðlilegri.
Auðvitað er eðlilegt viðbragð við svona fréttum að hrista höfuðið. Þó það komi manni ekkert sérstaklega á óvart að Al Qaida og Hamas trúi því að Rótarýklúbbar séu hættulegir óvinir - það er í stíl við aðra veruleikafyrringu sem liðsmenn þessara Mið-Austurlensku hernaðarklúbba eru þekktir fyrir. Það sem er eiginlega fyndnast samt við þessa hræðslu alla, er að samsæriskenningar Islamistanna eru innfluttar frá Evrópu - hugmyndin um heimssamsæri Zionista, fullskapað með gerðarbókum og öllu, var samið af leyniþjónustu Rússakeisara - hugmyndin um heimssamsæri Frímúrara gegn röð og reglu kom fyrst fram í Englandi á átjándu öld, og hafa verið margnotaðar af Evrópskum ofstækismönnum og vitfyrringum. Mig minnir að þýsk stjórnvöld á millistríðsárunum hafi eitthvað fengist við að uppræta "heimssamsæri gyðinga og frímúrara"...
Hamas hefur sennilega fattað að þetta ægilega samsæri sé mun stærra en áður var talið - rótarýklúbbarnir hafi gleymst fram að þessu?
M
mið. 12.7.2006
Fölsk skilríki bjarga mannslífum
Ég rakst á umfjöllun um þessa AP frétt hjá Cato - 'Iraqis turn to fake IDs for safety'.
Although it's nearly impossible to distinguish between a Sunni and a Shiite by sight, names can be telling. Surnames refer to tribe and clan, while first names are often chosen to honor historical figures revered by one sect but sometimes despised by the other.
For about $35, someone with a common Sunni name like Omar could become Abdul-Mahdi, a Shiite name that might provide safe passage through dangerous areas.
Eins og Cato bendir á, getur það hljómað mjög skynsamlega að gefa út samræmd, ítarleg og ófalsanleg persónuskilríki - það hlyti að auka öryggi borgaranna. En slík skilríki er líka hægt að nota til þess að velja fórnarlömb fyrir kynþátta eða trúarofsóknir - í Írak setja fylkingar dulbúinna byssumanna upp öryggishlið og krefjast þess að allir sýni skilríki og pappíra, og svo er hægt að velja úr alla þá sem heita vitlausum nöfnum.
Ekki að ég sjái endilega vopnaða fanatíkera taka fólk kerfisbundið af lífi á götuhornum í hinum siðmenntaða heimi, en það er rétt að hafa það í huga að það er ekki svo langt síðan slíkir hlutir gerðust í hinum siðmenntaða heimi líka. Röð og regla er undirstaða siðmenningar - og það má því færa fyrir því rök að ítarleg persónuskilríki og fullkomnir miðlægir gagnagrunnar um alla borgarana hljóti að vera hin fullkomna undirstaða siðmenningar. En eins og þetta dæmi frá Írak sannar - geta þær aðstæður komið upp þar sem minni röð, og aðeins minni regla getur skilið milli lífs og dauða.
M